Bandaríska þingið vísvitandi lokar á það að Donald Trump geti mildað nýjar hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi

Báðar deildir bandaríska þingsins hafa nú samþykkt með mjög miklum meirihluta, þ.e. Fulltrúadeild 419 atkvæði á móti 3 atkvæðum, Öldungadeild 98 atkvæði á móti 2 atkvæðum - hertar refsiaðgerðir gagnvart Rússlandi! Íran og N-Kóreu einnig.
--Ekki þekki ég hvað felst í nýjum hertum refsiaðgerðum.

  • Tvennt vekur athygli varðandi nýju refsiaðgerðirnar.
  1. Að lögin innihalda ákvæði - sem beinlínis hindrar Donald Trump í því, að beita sér gegn hinum hertu refsiaðgerðum: Senate slaps new sanctions on Russia, putting Trump in corner.
    "Under the new sanctions bill, Mr Trump would no longer be allowed to lift sanctions against Russia, Iran or North Korea unilaterally." - "Instead, he would need to provide a written letter to Congress explaining why he wanted to lift sanctions, after which Congress would have 30 days to consider whether it wants to honour the president’s request."
    M.ö.o. Trump skv. þessum lögum - þarf að óska eftir því við þingið með formlegu bréfi ásamt rökstuðningi, síðan mundi þingið taka ákvörðun.
    Mér virðist þetta lýsa algerlega einstöku vantrausti þingsins gagnvart sínum forseta!
  2. Síðan hitt, að Evrópusambandið er allt í einu farið að beita hótunum gegn þessum nýju lögum, sbr: EU ready to retaliate against US sanctions on Russia.
    En það virðist að þessar hertu refsiaðgerðir -- beiti úrræði að refsa einnig erlendum fyrirtækjum er eiga í viðskiptum við rússnesk ríkisfyrirtæki - sett undir refsiaðgerðir Bandaríkjaþings.
    --Það virðist þíða, að verkefni svo sem "NordStream" leiðslan, sé í hættu af þess völdum.
    --Þýsk stjórnvöld hafa sókt fast á að fá þá leiðslu kláraða - en deilur milli aðildarríkja ESB hafa á sama tíma tafið verkið -- t.d. Svíþjóð beitt sér gegn því, bannað t.d. að leiðslan fari um sænska landhelgi. Það stafar af því, að leiðslunni sé ætlað að tryggja óhindrað flæði á rússnesku gasi til Þýskalands, framhjá Úkraínu. Sem veikir samningsstöðu Úkraínu, ef frekar framhald verður á deilum Rússlands og Úkraínu.

--Það kemur í ljós hvað verður úr þessum mótmælum frá Brussel.
--En nú er bandaríska þingið búið að formlega samþykkja lögin.

  • En þau innihalda samtímis -- hertar refsiaðgerðir gegn Rússlandi, Íran og N-Kóreu!
  1. Sjálfsagt vísvitandi gert, til að minnka líkur á að Trump beiti neitunarvaldi.
  2. Hinn bóginn, í ljósi hins mikla meirihluta fyrir frumvarpinu - er ljóst að 2/3 meirihluti er fyrir því í báðum þingdeildum; svo að beiting neitunarvalds mundi ekki svara tilgangi.

--Þingið mundi einfaldlega jafnharðan samþykkja lögin í annað sinn!

 

Niðurstaða

Það að þingmenn Repúblikana og Demókrata náðu svo rækilega saman í þessu máli. Og það beinlínis gegn Donald Trump - en ákvæðið sem lokar á möguleika Trumps til að milda lögin um refsiaðgerðir greinilega er beint sérstaklega gegn Trump sjálfum. Þetta virðist mér greinilega þróun sem Trump ætti að óttast.

En tæpast ber það vott um að þingmenn beri virðingu fyrir forseta sínum.
Er þeir með ofangreindum hætti fyrirfram takmarka svo ákveðið svigrúm forseta síns til athafna.
--Greinilega er þarna í gangi eitthvert vantraust.
--Og það vantraust er nú bersýnilega ekki lengur einskorðað við þingmenn Demókrata.

Krafan um impeachment kraumar undir, er þ.s. ég á við.
Ef Trump missir stuðning þingmanna Repúblikana.
Þá getur sá möguleiki myndast að þingmeirihluti myndist fyrir því að hefja "impeachment."

  • En ég hef bent áður á þann möguleika að Donald Trump klári ekki kjörtímabil sitt.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Des. 2024
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.12.): 24
  • Sl. sólarhring: 56
  • Sl. viku: 779
  • Frá upphafi: 856818

Annað

  • Innlit í dag: 23
  • Innlit sl. viku: 733
  • Gestir í dag: 23
  • IP-tölur í dag: 22

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband