26.7.2017 | 01:18
Trump virðist stefna að því að reka dómsmálaráðherra sinn
En Trump hefur sl. 2. vikur sent frá sér röð svokallaðra -tvíta- þar sem hann gagnrýnir Sessions. A.m.k. tvisvar í tvíti hefur hann gagnrýnt Sessions -- fyrir að hafa stigið til hliðar, þannig að Rod Rosenstein, hefur staðið síðan vaktina sem - starfs-dómsmálaráðherra, þegar hefur komið að því að fjalla um rannsókn bandaríska þingsins og FBI á aðilum innan ríkisstjórnar Trumps.
--Um er að ræða rannsókn á meintum eða raunverulegum afskiptum ríkisstjórnar Rússlands af forsetakosningunum 2016.
--Vegna þess, að Sessions er einn þeirra aðila sem rannsókn FBI og þingsins hefur náð til, þá steig hann til hliðar; enda þá um að ræða ákvörðun er viðkom hans persónulegu hagsmunum.
- Hinn bóginn er eins og að Donald Trump virði það ekki við Sessions - að skv. reglum um "hæfi/vanhæfi" hafi hann vegna persónulegra tengsla við þær rannsóknir sem um er að ræða; eðlilega verið vanhæfur til þess að fjalla um þau mál.
--Því rétt verið að stíga til hliðar eins og hann gerði.
M.ö.o. eðlileg stjórnsýsla af hans hálfu. - Þvert á móti, hljómi gagnrýni Donalds Trumps eins og hann, líti svo á að Sessions hefði átt að hundsa - vanhæfisreglur, og að auki að hann hefði átt að hindra/stöðva - bandaríska þingið í því að fá sérstakan saksóknara, til að rannsaka ofangreind mál.
--En þegar Sessions steig til hliðar í apríl.
--Skipaði Rod Rosenstein - Robert Mueller fyrrum yfirmann FBI, sérstakan saksóknara skv. beiðni meirihluta þingsins. Og Mueller hefur síðan unnið að rannsókn ásakana um meint eða raunverulega óeðlileg tengsl aðila nærri Trump og/eða innan ríkisstjórnar Trumps við ríkisstjórn Rússlands - fyrir kosningarnar 2016. - Viðbrögð Trumps nú, mánuðum eftir að Sessions steig til hliðar í þessum tilteknu málum.
--Virðast á þau leið, að hann líti svo á að Sessions hafi svikið sig.
Trump líklega þungur á brún!
Nýjasta gagnrýni Trumps á Sessions!
Trump: Attorney-general Jeff Sessions has taken a VERY weak position on Hillary Clinton crimes (where are emails & DNC server) & Intel leakers! - So why arent the Committees and investigators, and of course our beleaguered A.G., looking into Crooked Hillarys crimes & Russia relations?
- Niðurstaða FBI líkleg að skaða framboð Clintons, þó FBI telji sig ekki geta sannað gagnaleka eða Clinton hafi vísvitandi ætlað að valda skaða:Rétt að ryfja upp, að James Comey sagði það mat FBI að eyðing e-maila á vefþjóni Clinton, benti ekki til þess að um hefði verið - tilraun til að fela upplýsingar.
--FBI benti á að allir notendur eyða e-mailum, annars fyllast vefþjónar af opnuðum mailum.
--FBI rannsakaði eydda maila, en þ.e. hægt að kalla eyddar upplýsingar fram. FBI gekk meira að segja svo langt, að rannsaka vefþjóna þeirra sem höfðu verið í samskiptum við Clinton. Og grafa upp harðdisk sem hafði verið tekinn úr notkun.
::Sagan um tíndu meilana virðist -- ekki staðreyndum skv. - Síðan sagði Comey, að FBI hefði ekki tekist að sína fram á -- gagnaleka.
Þannig að Trump hefur nákvæmlega ekki neitt fyrir sér með þessar ásakanir!
Má eiginlega segja að hann sé að halda því fram að FBI-hafi logið.
Enda fékk Trump strax gagnrýni á þessa sendingu!
Republican lawmakers rally around Sessions as Trump intensifies pressure
Trump steps up attacks on attorney-general
"Lindsey Graham, a Republican senator from South Carolina - highly inappropriate -- prosecutorial decisions should be based on applying facts to the law without hint of political motivation."
"Mitch McConnell, Senate majority leader: Sessions "is doing a fine job and made the right decision to recuse himself from the Russia matter.""
Adam Kinzinger, Republican representative: Mr. President, maybe just try a meeting? This is beneath the office - of any held office - from city councilman to POTUS,
Það sem er einnig áhugavert við gagnrýni Trumps á Sessions.
Að Sessions var fyrsti áhrifamaðurinn innan Repúblikanaflokksins, sem gekk til liðs við framboð Donalds Trumps -- mánuðum áður en Trump náði útnefningu Repúblikanaflokksins.
--Greinilega er þakklæti Trumps til Sessions ekki lengur til staðar!
Sjá viðtal við Donald Trump þ.s. hann meðal annarra hluta, segist aldrei hefði skipað Sessions ráðherra -- ef hann hefði vitað af því að Sessions mundi stíga til hliðar: Excerpts From The Timess Interview With Trump.
Niðurstaða
Erfitt að skilja gagnrýni Donalds Trump forseta Bandaríkjanna á Jeff Sessions með öðrum hætti en þeim. Að hann hafi viljað að Sessions hefði hundsað grunnregluna um hæfi/vanhæfi - þ.e. að ef þú ert undir ásökun persónulega, þá fjallar þú ekki um málið. Þess í stað - stígur þú til hliðar sem ráðherra í því máli, og skipar varamann í hlutverk ráðherra um það tiltekna mál.
--Það einmitt gerði Sessions í apríl sl. og varamaður Sessions skipaði sérstakan saksóknara skv. beiðni þingmanna beggja flokka!
Trump virðist hreinlega líta þetta sem svik í tryggðum við hann af hálfu Sessions.
Og virðist vera að efla sig upp í það að reka Sessions.
Áhugavert að nokkrir þingmenn Repúblikana hafa risið upp Sessions til varnar.
--En Trump þarf sín sjálfs vegna að muna, að hann hefur ekki efni á því að þingmenn Repúblikana flokksins verði of pyrraðir á honum.
--En þingið eftir allt saman, má reka forsetann úr embætti - sbr. svokallað "impeachment" ferli, en Demókratar hafa ítrekað heimtað slíkt - það þarf ekki nema nokkra þingmenn Repúblikana til að styðja þá kröfu, að þingmeirihluti fyrir slíku geti orðið til.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 02:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning