Skv. erlendum fréttum hefur Framkvæmdastjórn ESB heimilað Ítalíu að leysa úr bankakrísu innan Ítalíu -- án þess að farið sé eftir reglum þeim sem Framkvæmdastjórninni ber að framfylgja skv. lögum ESB um úrlausn bankagjaldþrota!
En þær reglur spruttu fram í evrukrísunni milli 2010-2012, ekki síst skv. kröfum ríkisstjórnar Þýskalands og var ætlað að lágmarka framlög ríkissjóða m.ö.o. skattgreiðenda til gjaldþrota banka.
Ekki síst höfðu menn í huga er ríkissjóður Írlands varð nærri því gjaldþrota í kjölfar þess að veita mjög umfangsmiklar tryggingar -- sem síðar leiddu til óskaplegs kostnaðar fyrir írska ríkið.
--Skv. þeirri lagasetningu sem þá spratt fram innan ESB, er ekki heimilt að leggja skattfé inn í gjaldþrota banka, fyrr en: A)Eigendur bankanna hafa verið núllaðir út. B)Ótryggðar skuldir hafa verið núllaðar út. C)Ótryggðar innistæður hafa verið núllaðar út!
- Eins og frægt er, var þessum reglum beitt er stærsti banki Kýpur varð gjaldþrota.
- Mikið af ótryggðum innistæðum voru núllaðar - í umræðu um það bankagjaldþrot var sagt að verulegt hlutfall þeirra ótryggðu innistæðna hefði verið í eigu rússneskra aðila.
--Ég læt ósagt, hvort að það hafi skipt einhverju umtalsverðu máli, um það að ESB framfyldi þessum þá nýju reglum fram í tilviki Kýpur.
--Hinn bóginn er Kýpur dvergríki - meðan að Ítalía er eitt af stærstu ríkjunum innan evrunnar.
- Ekki sama Jón og séra Jón m.ö.o.
Italy winds up Veneto banks at cost of up to 17 billion euros
Rome sets aside 17bn to wind down failing lenders
Eftir 2-ja ára samningaviðræður milli Framkvæmdastjórnar ESB og stjórnvalda Ítalíu - er niðurstaðan eftirfarandi!
- Intesa Sanpaolo bankinn, stærsti viðskiptabanki Ítalíu -- kaupir Banca Popolare di Vicenza og Veneto Banca; fær í móti meðgjöf frá ítalska ríkinu að andvirði lítilla 17 milljarða evra, þ.e. 5,2 milljarða evra strax, auk 12 milljarða evra í tryggingum.
--Það virðist að samkomulagið feli í sér að góðar eignir séu metnar samanlagt upp á 1 milljarð evra.
--12 milljarðar séu trygging meðan að farið verði í kostnaðarsamt ferli í að meta mikið magn mislélegra lána -- óvíst að allt það fé endi sem kostnaður ríkisins. - Framkvæmdastjórnin virðist að auki hafa heimilað ítalska ríkinu að leggja fé í 3ja-bankann, þ.e. Monte dei Paschi di Siena, í borginni Siena - hugsanlega elsti starfandi banki í heimi stofnaður á endurreisnartímabilinu á Ítalíu -- upp á litlar 8,8 milljarða evra.
Ekki hef ég þekkingu á ítalskri bankagjaldþrots löggjöf - en skv. samkomulaginu verður farið með gjaldþrotamál Banci Popolare di Vicenza og Veneto Banca skv. ítalskri löggjöf um gjaldþrot banka og fjármálafyrirtækja.
--Ekki, eins og áður er komið fram, skv. gildandi löggjöf um slíkt skv. núgildandi sameiginlegri löggjöf evrusvæðis innan ESB.
- Ég geri ráð fyrir því - að það leiði til mýkri meðferðar fyrir eigendur hins gjaldþrota Banca Popolare di Vicenza og Veneto Banca, en annars hefði orðið.
- Og síðan það, að allar innistæður verði tryggðar af ítalska ríkinu -- en væntanlega er slík trygging hluti af meðgjöfinni með þeim tveim gjaldþrota bönkum til Intesa.
--Skv. frétt eru þúsundir einstaklinga hluti eigenda.
--Sjálfsagt hafa margar þekktar fjölskyldur í Veneto héraði verið meðal eigenda, og beitt sínum pólitísku áhrifum innan stjórnkerfis Ítalíu og flokkakerfis Ítalíu.
Það sé þó rétt að nefna tvennt!
- Að ef ótryggðar innistæður hefðu verið núllaðar, eins og gert var á Kýpur - hefði það hugsanlega getað leitt til óróa meðal ítalskra innistæðueigenda víðar á Ítalíu.
--Það má velta því fyrir sér, hversu miklar líkur voru á slíku, þ.e. áhlaupi á ítalska bankakerfið.
--En ef Framkvæmdastjórnin sannfærðist um það, að hættan væri hugsanlega umtalsverð - má vera að slíkur ótti hafi haft a.m.k. eitthvað um ákvörðun hennar að gera. - Ef eigendur bankanna tveggja hefðu verið núllaðir út + ótryggðar innistæður; þá hefði það líklega verið töluvert efnahags áfall fyrir Veneto hérað á Ítalíu.
--Ekki klár á því hve alvarlegt það hefði heilt yfir verið fyrir ítalskan efnahag.
--En auðvitað, víðtækari fjármagns flótti hefði getað valdið töluverðum efnahagsskaða víðar á Ítalíu.
Niðurstaða
Það má vera að skýringin að baki ákvörðun Frakvæmdastjórnarinnar liggi í því fornkveðna --: Ef þú skuldar banka 10 milljónir, er það þitt vandamál -- ef þú skuldar banka 10 milljarða, er það vandamál bankans.
Ítalía er sennilega að auki með viðkvæmasta fjármálakerfið á gervöllu evrusvæði, þ.s. sennilega hundruð milljarða evra í slæmum lánum hanga sem myllusteinn, samtímis því að ítalska hagkerfið er enn dragbítur á meðalhagvöxt evrusvæðis.
Til viðbótar, þá skuldar ekkert aðildarland evrusvæðis eins mikið fé í opinberum skuldum og ríkissjóður Ítalíu.
Ekki síst, svo miklar eru ríkisskuldir Ítalíu að önnur aðildarlönd evrusvæðis líklega treysta sér ekki til að ábyrgjast þær skuldir.
--Að lokum, Ítalía er eitt af evrulöndunum sem er "to big to fail" þ.e. evran líklega mundi ekki hafa það af ef ríkissjóður Ítalíu yrði gjaldþrota.
Þannig að útkoman í tilviki Ítalíu - sé ekki bara vegna þess að Ítalía sé stórt land innan evrusvæðis meðan að Kýpur er dvergríki.
Heldur líklega að auki vegna þess, að það síðasta sem restin af evrusvæði líklega vill - sé ný fjármálakreppa hugsanlega nægilega stór til að skapa aðra sameiginlega krísu fyrir allt svæðið.
--Kýpur hafi ekki verið nægilega stór til að rugga öllum bátnum.
--Meðan að Ítalía sannarlega sé það!
En útkoman sé óneitanlega sú:
- Að reglum sé framfylgt þegar smáríki lendir í vandræðum.
- En ekki þegar eitt af stærstu aðildarríkjunum lendir í vanda!
--Sumir jafnari en aðrir m.ö.o.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 07:03 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning