24.6.2017 | 00:39
Kröfur á Qatar í 13 liðum sem bandalagsríki Saudi Arabíu lögðu fram hefur sett deilu ríkjanna við Qatar í nýtt samhengi
Þetta eru engar smáræðis kröfur eins og sjá má að neðan - en þíðingin úr arabísku er líklega ekki orð fyrir orð, en hún sýni a.m.k. hvað felst í kröfum bandalagsríkja Saudi Arabíu.
Sumar kröfurnar hljóma fremur áróðurskenndar, t.d. krafa 2 og 6, þ.s. greinilega er látið í það skýna, að Qatar sé með samskipti við hryðjuverkasamtök auk þess að fjármagna þau, gegn neitun Qatar um slíkt.
--Síðan auðvitað eru ekki endilega allir sammála því að skilgreina Bræðralag Múslima hryðjuverkasamtök.
Krafa 7, 8 og 9 - vísar líklega til stjórnarandstæðinga frá nágrannalöndum Qatar, er flúið hafa til Quatar, fengið þar hæli - jafnvel í tilvikum, ríkisborgararéttindi.
--Auðvitað, því fylgi ásökun þess efnis að með slíku sé Quatar að skipta sér af innanríkismálum granna sinna.
--Það virðist að þeir aðilar hafi fengið að starfa að áhugamálum sínum óáreittir í Qatar. M.ö.o. áhugamálum af því tagi - að berjast fyrir breytingum innan sinna fyrrum heimalanda.
Krafa 10, gæti tengst því að stjórnarandstæðingar stjórnvalda nágrannalanda Qatar, hafi frá Quatar getað beitt sér í innanlandsmálum grannlanda Quatar - gegn vilja stjórnvalda þeirra landa.
Saudi Arabia gives Qatar 10 days to meet its demands: close Al-Jazeera and cut ties with Iran
Qatar given 10 days to meet 13 sweeping demands by Saudi Arabia
Arab states issue ultimatum to Qatar: close Jazeera, curb ties with Iran
Middle East states issue demands to end Qatar crisis
Það er áhugavert að Tyrkland sé með herstöð í Qatar - ekki bara Bandaríkin!
Herstöð Tyrkja getur á næstunni reynst vera lykilatriði - en skv. frétt Reuters að ofan, hefur Erdogan ákveðið þegar að fjölga í liðssveit Tyrklandshers í Quatar; til að sýna í verki stuðning Tyrklands við Qatar.
Krafa 5 - er einmitt um það að Qatar hætti öllu hernaðarsamstarfi við Tyrkland, m.ö.o. bersýnilega er það samstarf þyrnir í augum Sauda og bandamanna Sauda við Persaflóa.
--En þessi herstöð gæti reynst lykilatriði í hugsanlegri getu Qatar að standa af sér storminn.
- En löndin fara vart að ráðast á Qatar - ef það getur þítt, stríð við Tyrkland.
Greinilega af lið 1 - þá leggja löndin áherslu á að Qatar skeri til muna niður samskipti við Íran - á hinn bóginn hafnar Qatar því með öllu að aðilar í Byltingaverði Írans séu í Qatar.
Síðan er auðvitað krafan um lokun - al Jazeera, og fréttamiðla í öðrum Arabalöndum sem Qatar rekur auk al Jazeera; áhugaverð og sýni að starfsemi þeirra miðla sé mjög slæmur hlutur í augum einræðislandanna bandamanna Saudi Araba og Saudi Arabíu.
- Það kemur að sjálfsögðu ekki á óvart -- að krafist sé að Qatar hætti alfarið sjálfstæðum afskiptum af málefnum Mið-austurlanda; þess í stað gerist leppríki Saudi-arabíu.
- Vegna þess að Tyrkland hefur herstöð í Qatar.
- Þá séu líkur þess að ráðist verði með beinum hætti að Qatar - litlar.
Þó tæknilega geti Saudi-arabía gert tilraun til þess að hindra siglingar skipa til Qatar og frá Qatar. Þá auðvitað sé verulegur hluti Persaflóa innan íranskrar landhelgi.
--Tæknilega geta skipin væntanlega siglt um landhelgi Írans.
Auk þess að Qatar sé stærsti einstaki útflytjandi gass á vökvaformi - "Liquefied natural gas".
Mörg lönd kaupi gas af Qatar og líklega mundu þau ekki sætta sig við afskipti af siglingum skipa til og frá Qatar.
--Það sé því ekki endilega víst að Qatar sé í óverjandi stöðu!
Niðurstaða
Það verður áhugavert að fylgjast með þessari deilu. En klárlega ætla stjórnvöld í Doha ekki að fara eftir þessum kröfum. Ekki fylgdi sögunni hvað Saudi Arabía og bandalagsríki ætla að gera að 10 dögum liðnum, þegar kröfurnar renna út.
--Hafandi í huga að Tyrkland virðist ætla að standa þétt að baki Qatar.
Þá sé það alls ekki án áhættu, að auka spennuna frekar!
Auðvitað hafa Bandaríkin stóra herstöð í Qatar. En þau a.m.k. hafa þá valkost, að standa til hliðar enn um sinn, meðan þeirra eigin bandamenn - rífast.
--Það virkar á mig eins og ríkisstjórn Bandaríkjanna sé ósamstíga í þessu máli. Geti því verið hugsanlega töluvert lömuð í málinu, meðan ekki liggur ljóst fyrir hver stefna stjórvalda þar akkúrat er.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 09:11 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Saudi Arabía, er að líða undir lok ... hvernig það verður, og hverjir standi að baki er erfitt að segja ... en það eru þegar ásakanir og fullyrðingar um (hversu trúverðugar þær séu) að um sé að ræða vandamál innan sjálfrar konungafjölskyldunnar. Sem á upptök sín fyrir (eða eitthvað tengd) þegar þeir hálshuggu prinsinn.
Hvað varðar Tyrkland, þá er hér um að ræða einræðisríki ... sem kastar nútímafræðum, og er "bandamenn" Evrópu.
Svo spenntu beltin ... bumpy ride ahead.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 08:00
Hvort tveggja einræðisríki með trúar ívafi sem styðja sitt hvora trúarstefnuna innan Súnní Íslam. Sannarlega "potentially explosive."
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 24.6.2017 kl. 09:04
Saudi Arabía hefur stutt hryðjuverkamenn í gegnum tíðina... vissulega með "samþykkt" bandaríkjanna. En Bandaríkin eru ekki einu "leikmennirnir" á skákborðinu. Þannig, að "endalok" Sauda, er nánast örugg ... bara spurning hvar, og hvernig.
Qatar, Kuwait, UAE, Saudi Arabia ... eru með "leik" sínum, búin að skrifa undir eigin dauðadóm.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 24.6.2017 kl. 20:49
Sé ekki að nokkurt sé öruggt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 25.6.2017 kl. 01:14
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning