Íslamska ríkið sprengir í loft upp fræga mosku í Mosul borg þar sem al Baghdadi lísti yfir stofnun Íslamska ríkisins 4. júlí 2014

Þetta mætti kalla táknræn endalok Íslamska ríkisins, að sprengja sjálfir al-Nuri moskuna í Mosul borg sem reist var á árunum 1172-1173.
--Þann 4. júlí 2014 lísti trúarleiðtogi og leiðtogi ISIS formlega yfir stofnun íslamska ríkisins.
Sá atburður að sjálfsögðu hefur gert bardaga undanfarinna daga táknræna að vissu marki, eftir því sem herlið sem sækir gegn íslamska ríkinu í Mosul borg, nálgaðist moskuna frægu.

al-Nuri moskan eins og hún leit út áður fyrr!

http://ifpnews.com/wp-content/uploads/2017/01/Mosul_Grand_Mosque.jpg

Að sögn yfirmanna herliðsins er sæki fram gegn íslamska ríkinu, var moskan sprengd er herliðið átti einungis 50 metra eftir: Islamic State blows up historic Mosul mosque where it declared 'caliphate'.

Loftmynd sýnir rústir al-Nuri moskunnar - greinilega nær öll hrunin saman!

https://media3.s-nbcnews.com/j/newscms/2017_25/2047271/170621-mosque-ac-506p_5f0007d08bc132f3e8777f1a3142f3a1.nbcnews-ux-2880-1000.jpg

Það má táknrænt séð líta á þetta sem endalok íslamska ríkisins!

al-Baghdadi þann 4. júlí 2014

http://www.telegraph.co.uk/content/dam/news/2017/06/16/TELEMMGLPICT000132083133-small_trans_NvBQzQNjv4BqPub6cMGLJeoIKaont4MAjPjQiGVJTn9Dl0DGXdwYz48.jpeg

Eyðilegging fornrar mosku er auðvitað einungis nýjasta hervirki íslamska ríkisins.
--Síðustu leyfar herliðs íslamska ríkisins í Mosul eru nú að berjast í elsta hluta borgarinnar, lauslega áætlað einungis 300 talsins eftir þar. Sókt sé að þeim úr öllum samtímis.

Þó sóknin hafi gengið hægt í tilraun til að lágmarka að einhverju marki mannfall íbúa - þá sé enginn vafi að endirinn sé nálægur í Mosul borg.

Nærri mánuður er síðan, atlaga frá landi hófst á Raqqa borg: U.S.-backed force launches assault on Islamic State's 'capital' in Syria.

Bardagar um Raqqa gætu tekið einhverja mánuði - ef miðað er við hve lengi hefur verið barist um Mosul.
--Þeir eru a.m.k. hafnir, samtímis því er bardagar um Mosul nálgast endalok.

  • Endalok íslamska ríkisins nálgast!

 

Niðurstaða

Það hylli undir endalok íslamska ríkisins - bardagar um stærstu borgina er íslamska ríkið hefur ráðið, Mosul í Írak -- séu á lokametrum. Bardagar um Raqqa í Sýrlandi, er hefur verið formleg höfuðborg ISIS síðan 2013 -- eru hafnir fyrir tæpum mánuð. En þeir bardagar geta átt eftir að taka töluverðan tíma, hafandi í huga að bardagar um Mosul hófust á lokamánuðum 2016.

Eftir að landsvæði undir stjórn ISIS hafa öll fallið - hættir það ekki að vera hættulegt.
En það verður þá smættað niður í að vera - hryðjuverkasamtök, ekki ríki lengur.
--Aðstaða þess til flókinna aðgerða, verður þá mun minni en áður.
--En flóknar aðgerðir krefjast verulegrar þjálfunar, og einhvers staðar þarf slík þjálfun að geta farið fram; án umráðasvæðis verður erfiðara til muna að tryggja aðstöðu fyrir þjálfun.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Af hverju ætti Islamska Ríkið að sprengja upp trúar stað sinn?

Þetta er eitt af þeim dæmum, þar sem þú ert bara með trúar-ofstæki og spyrð ekki spurninga sem þú átt að gera. Að sprengja upp Moskuna, hefur meir "áróðursmátt" fyrir óvini ISIS en fyrir þá sjálfa.  Þó þeir hefðu geymt heilu gámurnar af líkum þar, myndi "sprengja hana upp" ekki hylma yfir því.

Mjög líklegt, að Bandaríkjamenn hafi látið sérsveitir sínar koma þessu fyrir þarna ... og sprengt á réttum tíma.

Gefur þeim byr undir vængi, og dregur úr almennum stuðningi fyrir ISIS ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 22.6.2017 kl. 05:51

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þurfum ekki að spyrja - af hverju - þeir hafa þegar sprengt þessa mosku. Kannski réð örvænting aðgerð þessara síðustu hermanna ISIS í Mosul. Eða þeir töldu að moskan hefði öðlast táknræna merkingu við það er al Baghdadi lýsti yfir stofnun íslamska ríkisins 2014. Að fall hennar væri m.ö.o. nokkurs konar saurgun eða helgisspjöll að -- vantrúaðir mundu taka bygginguna yfir. En þannig skilgreina þeir alla er berjast við ISIS -- vantrúaðir.
--Það sé fullt af mögulegum ástæðum, af hverju þeir tóku þá ákvörðun.
--ISIS fullyrðir að einungis ISIS sé réttmætt skilgreining á Íslam.
--Múslimar sem berjist við ISIS séu gengnir af trúnni, þar með ekki Múslimar.
Þetta eru öfgamenn meira að segja í samhengi við aðra öfgaíslamista.
Þannig fólk hugsar ekki með sama hætti og venjulegt fólk.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.6.2017 kl. 09:59

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 6
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 856024

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband