Mér fannst þetta atriði vert umhugsunar, en menn eru að velta fyrir sér -- hvernig eldur gat breiðst frá 4. hæð, upp á 24. hæð - á 15 mínútum; skv. sjónarvottum!
--En þetta ætti ekki að geta gerst!
Mér virðist bruninn benda til þess, að utanáhúsaklæðningar þurfi að taka til skoðunar, þ.e. nánar tiltekið - leggja bann við notkun klæðningarefna er geta brunnið.
Þetta þurfi öll lönd heimsins nú að skoða, Ísland að sjálfsögðu einnig, í ljósi þess er virðist hafa gerst í brunanum mikla í London.
Það getur vel verið að íbúðaturninn er brann í London, hafi haft fyrsta flokks brunavarnarhönnun, með niðurhólfun -- en mistök við val á klæðningarefni utan á turninn; getur hafa dugað til þess að flytja eldinn þá milli þeirra hólfa - þannig að ef slík hólfun var til staðar getur hún hafa ónýst með öllu vegna mistaka við val á utanhúsklæðningarefni.
Þetta er auðvitað fullkomlega skelfilegt til að hugsa, að ein mistök geti gert hús að brunagildru.
- En athygli hefur verið vakin á plast-klæðningu sem sett var utan á húsið fyrir liðnu ári.
- En byggingarreglugerðir í Bretlandi virðast ekki krefjast þess að utanáklæðningar á hús, séu eldfastar.
Eins og sjá má á myndum, hefur klæðningin greinilega brunnið utan á húsinu!
Þessi mynd virðist greinilega sýna klæðninguna loga utan á húsinu!
Eins og sést, virðist eldurinn hafa borist hratt upp bygginguna á einni hlið hennar! Meðan að eldur virðist ekki enn hafa farið að loga á stórum hluta hæðanna! En íbúar hafi lokast hratt inni, um leið og eldur náði til -- eina stigagangsins í húsinu! Hugsanlega á þeim punkti, var aðaleldurinn í klæðningunni utan á húsinu. En lítt inni á hæðunum sjálfum á þeim punkti.
Það virðist möguleiki, að eldur hafi getað komist inn um glugga einhverra íbúðarglugga - á hæðum fyrir ofan hvar eldurinn byrjaði; eftir að hann komst í klæðninguna - þannig eldur í klæðningu flýtt fyrir útbreiðslu eldhafsins upp hæðirnar á húsinu.
--Eldurinn getur beinlínis hafa borist í klæðninguna, eftir að gluggi springur á íbúð þ.s. eldurinn fyrst kom upp, og eldtungur síðan út um þann gluggja farið að sleikja klæðninguna nærri þeim glugga.
--Síðan getur eldurinn hafa borist eftir klæðningunni að næsta glugga fyrir ofan, umkringt þann glugga er klæðningin í kringum þann glugga fór að skíðloga, glerið á þeim glugga sprungið, þá eldurinn borist inn á þá hæð -- síðan ferlið endurtekið sig koll af kolli, lóðrétt upp hæðirnar inn um glugga á hæðunum beint fyrir ofan eldsupptökin.
- Myndirnar virðast geta bent sterklega til þeirrar tilteknu sviðsmyndar -- sbr. eins og sést á mynd að ofan, að ein hliðin á húsinu skíðlogar - lóðrétt upp!
--Sést einnig mjög vel á víedóunum.
Vara við mjög ljótum myndum á þessari síðu - sem sýna fólk veifandi út um glugga, sem án nokkurs vafa lét síðan lífið: Fears that new cladding made Grenfell Tower 'light up like a matchstick': First bodies are removed from building as 12 are confirmed dead and dozens missing amid chilling warning that 'nobody on top three floors survived'.
Myndir virðast benda til þess að eldurinn hafi farið hratt upp eina hliðina á húsinu alla leið upp á topp, síðan smám saman borist á hæðunum sjálfum um allt húsið!
Annað mynband með fréttalýsingu af atburðinum! Ath, sjokkerandi myndir af fólki horfandi út um glugga sem sennilega lét lífið!
Það hljómar þannig að eldur í klæðningu - geti einmitt skýrt rosalega hraða dreifingu eldsins lóðrétt nærri beint upp alla leið upp á topp, áður en hann virðist síðan hafa breiðst innan hæðanna sjálfra!
Eins og sést á myndunum á vídeóunum - er framan-af, klárlega eldur alla leið upp á topp.
--En á sama tíma, er eldlaus hluti á öllum hæðum alla leið upp á topp.
--Margir virðast hafa komist niður með því að bregðast hratt við, en síðan hefur stigagangurinn lokast sá eini í húsinu, og fólk lokast inni á hæðunum!
En ef menn voru ekki snöggir að hverfa niður, hefur sennilega mjög fljótlega möguleikar á björgun -- gufað upp.
--Mjög margir geta hafa látið lífið á efstu hæðum byggingarinnar!
--Vegna þess að sennilega slokknaði eldurinn ekki fyrr en nærri allt er brunið gat var brunnið, þá gæti reynst mjög erfitt að - komast að því, hve margir raunverulega létu lífið.
- En líkin geta einfaldlega hafa brunnið fullkomlega til ösku, beinin líka.
12 dead in fire that destroyed 24-storey building
Death toll in London tower block blaze rises to at least 12
Niðurstaða
Þetta með klæðninguna á háhýsinu, virðist fullkomlega sjokkerandi. Ef eldur getur brotist út í einni íbúð, gluggi endanlega sprungið út þar -- eldur síðan borist í eldfima klæðningu, þaðan svo eftir klæðningunni nánast lóðrétt upp alla leið upp á topp.
--Síðan inn um glugga, þegar klæðning fer að loga hringinn í kring um þá glugga á hverri hæð, gler í þeim gluggum sem þá líklega springa svo eldurinn berst inn um þá.
--Þannig gæti eldurinn hafa borist framhjá öllum eldvarna-hurðum, ef þær voru til staðar, og einnig framhjá sérhverri eldhindrun er hafi hugsanlega verið byggð inn milli einstakra hæða!
Þannig slæm ákvörðun um val á klæðningu, til þess að minnka hita-útgeislun frá húsinu, og lækka þannig hitunarkostnað -- hafa breytt húsinu í tifandi eldsprengju!
Spurning hvort að íslenskar byggingareglugerðir -- hveða á um að klæðningar skuli vera eldfastar, eða hvort að klæðningar geta einnig á Íslandi, gert hús að brunagildrum?
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.6.2017 kl. 10:36 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Leiðinlegt að þurfa að benda á þetta, en það þarf hitastig milli 1400-1800 gráður, í meir en 2 tíma til að bein verði að ösku. Þetta er hærra hitastig, en þarf til að bræða stál. Þannig að byggingin myndi hrynja og verða að rusli ... löngu áður en beinin yrðu að ösku.
Þetta ættu menn að vita eftir 9/11, enda búið að ganga í saumana á því ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 15.6.2017 kl. 17:59
Gasleiðslur lágu eftir stigagöngunum og breyttu þeim í eldhaf.
Guðmundur Böðvarsson, 15.6.2017 kl. 22:00
Bjarne Örn Hansen, a.m.k. allt annað brunnið úr beinunum en steinefnin - þ.s. eftir þá verður hlýtur að vera ákaflega brothætt.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.6.2017 kl. 22:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning