Kúbu-stefna Obama virðist ætla lifa af forsetatíð Trumps

Þrátt fyrir að Trump lýsi því yfir að hann hafi horfið frá Kúbu stefnu Obama, þá kemur annað í ljós þegar breytingar hans á stefnu Obama gagnvart Kúpu eru skoðaðar!

Trump keeps rolling back Obama legacy by tightening travel and trade with Cuba

Trump rolls back parts of what he calls 'terrible' Obama Cuba policy

Trumnp - "Effective immediately, I am canceling the last administration's completely one-sided deal with Cuba,"

  1. En Trump hefur ákveðið að viðhalda stjórnmálasambandi við Kúbu. Sendiráðið í Havana sem opnað var með pomp og prakt, verður opið áfram.
  2. Bandaríkjamenn af kúbversku ætterni, geta áfram ferðast til Kúbu - en nú verða þeir að ferðast um í skipulögðum hópum.
    --Eftirlit verði haft með því, að þær ferðir séu raunverulega -- "cultural exchange."
  3. Bandaríkjamenn af kúbverskum ættum, geta enn sent peninga til ættingja sinna á Kúbu.
  4. Bandarísk fyrirtæki er höfðu hafið - skemmtiferðaskipasiglingar til Kúbu, með viðkomu farþega í landi, geta haldið þeim ferðum áfram.
  5. Starwood Hotels Inc. - mun mega reka áfram Hotel Havana, sem keðjan hafði tekið yfir og standa yfir dýrar endurbætur á.
  • Bandarískum borgurum verður bannað að nátta á gististöðum í eigu kúpverska ríkisins.

“The requirement is that individuals who are going to Cuba actually engage in a full-time schedule of activities designed to enhance their interaction with the Cuban people and consistent with the policy objectives of ensuring that the money goes to the Cuban people and not to the military and intelligence services,”

Leitast verði við að hafa aukið eftirlit með ferðum Bandaríkjamanna til Kúbu - til þess að þær ferðir séu raunverulega "cultural exchange" þ.e. fólk að hitta ættingja, eða heimsækja æskustöðvar, eða heimsóknir í öðru menningarskyni.

Obama heimilaði ferðir í slíkum erindagerðum -- en ekki var viðhaft neitt eftirlit með því, hvort að ekki væri um eiginlegar túristaferðir að ræða.

En nú skal fylgst með slíku!

Þetta virðist með öðrum orðum ekki dramatískar breytingar.

Ég reikna með því, þ.s. næsti forseti Bandaríkjanna verði án efa Demókrati, þá verði losað um þessi mál á næsta kjörtímabili.

Auk þess, stefni í að í kosningum til Fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, eigi Repúblikanar undir högg að sækja - vegna vaxandi óvinsælda Trumps -- það sennilega leiði til þess að Demókratar nái þar þingmeirihluta.

Ekki ósennilegt að samhliða því að 2020 nái sennilega Demókrati kjöri sem forseti, þá sennilega leiða miklar óvinsældir Trumps til þess að Demókratar sennilega nái það ár einnig meirihluta í Öldungadeild Bandaríkjaþings.
--Þannig að nýr forseti Demókrata taki við í jan. 2021 með meirihluta í báðum þingdeildum.

  • Þá á ég fastlega von á að liðkað verði verulega um stefnuna gagnvart Kúbu.
    --En fyrri stefna hefur fram að þessu, haft nákvæmlega engin áhrif í þá átt, að breyta um landstjórnendur á Kúbu.
    --Mín skoðun er, að efnahagsuppbygging, sé mun líklegri að stuðla að slíku.
  • Þannig, að mínu viti - mundi frekari opnun mun sennilegar leiða til breytinga -- þó þær breytingar geti tekið töluverðan tíma að skila sér.
    --Bemdi á S-Kóreu, en þar var á endanum skipt úr einræði yfir í lýðræði.
    --Sama í Chile - ég held að efnahags uppbygging hafi haft mikil áhrif þar um, m.ö.o. efling millistéttar, er hafi leitt þær breytingar í báðum löndum.
    --Efnahagsuppbygging styrki millistétt, þ.e. þekkt afleiðing efnahagsuppbyggingar.

 

Niðurstaða

Það sem skipti máli sé að þó þrengt sé að réttindum Bandaríkjamanna til ferðalaga til Kúbu, sem getur leitt til þess að ferðum Bandaríkjamanna til Kúbu fækki eitthvað að nýju, eða a.m.k. það hægi verulega á fjölgun.
--Þá fela breytingar Trumps ekki það í sér, að horfið sé til baka aftur til þess ástands er var til staðar, áður en Obama forseti hóf opnunarferli gagnvart Kúbu.

Það þíðir, að mjög auðvelt verði undir næsta forseta Bandaríkjanna - frá og með embættistöku hans eða hennar 2021 -- að styrkja tengsl Bandaríkjanna og Kúbu að nýju, og síðan halda þeirri vegferð áfram.

En ég er fastlega þeirrar skoðunar, að meiri tengsl séu líklegri til að skila breytingum.
Auk þess, að ég er einnig þeirrar skoðunar, að hvatning til efnahagslegrar uppbyggingar, sé einnig líkleg til að stuðla að jákvæðum breytingum á Kúbu.

En það séu þau klassísku áhrif, að efnahagsuppbygging byggi upp millistétt, síðan sé það millistéttin þ.e. áhrif fjölgunar þess hóps - sem í fjölda tilvika sl. 100 ár hafi leitt breytingar til aukins frelsis.

  • Gamla stefnan hafi miklu frekar hjálpað flokkseinræðisstjórninni á Kúpu að halda velli.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Landið heitir Kúba (Cuba), ekki Kúpa, en hefur að vísu lengi verið á kúpunni undir stjórn kommúnista.

Jón Valur Jensson, 17.6.2017 kl. 05:42

2 identicon

Að Kúba, sé á kúbunni er svona álíka mikil þversögn byggð á vankunnáttu og marg annað. En að "stefna" Obama lifi af Trump, er líka þversögn, því hann breitir einungsi þeim þáttum sem "þarf".  Þetta bendir á, að Kúbu stefna Obama hafi verið langt frá því að vera svo vinaleg eins og fjölmiðlar telja fólki trú um.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 17.6.2017 kl. 08:47

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 27
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband