5.6.2017 | 17:42
Harkalegar deilur við Persaflóaríkið Qatar blossa upp - viðskiptabanns aðgerðir og slit stjórnmálasambands innleiddar af fjölda Múslimalanda
Aðgerðirnar virðast leiddar af Saudi-arabíu, þ.e. Saudi-arabía, Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, Egyptaland og Bahrain - slitu stjórnmálasambandi við Quatar á mánudag, auk viðskiptabanns aðgerða, bann á ferðir íbúa Qatar til sömu landa - bann við komum skipa, og flugvéla frá Quatar, eða viðkomu skipa eða flugvéla á leið til Quatar.
- Ekki virðist a.m.k. enn, að bann sé við kaupum á gasi frá Quatar - af hálfu Arabaríkjanna við Persaflóa.
--En Doha í Quatar virðist vera stærsta umskipunar-/útflutningshöfn í heiminum á náttúrugasi á vökvaformi.
--Nágrannalönd Quatar við Persaflóa, virðast töluvert háð þeim útflutningi, ef marka má fréttir.
Yemen, Maldive eyjar og Líbýa hafa síðan bæst við lönd sem virða bannið á Quatar.
Saudi Arabía hefur auk þess lokað á - Al Jazeera.
Arab powers sever Qatar ties, citing support for militants
Business impact of Qatar-Gulf rift
Qatar and its neighbors may lose billions from diplomatic split
Qatar's dispute with Arab states puts LNG market on edge
Gulf rift threatens air travel
Ég held að við eigum öll að hlægja að ásökuninni - að Quatar styðji hryðjuverk!
- Höfum í huga, hverjir ásaka - þ.e. Saudi-arabía sérstaklega, og einræðisherrann í Egyptalandi Sisi, auðvitað Sameinuðu-arabísku-furstadæmin.
- Allt saman einræðisríki, lögregluríki.
- Allt lönd, sem við vitum að hafa stutt við margvíslega vopnaða hópa, sem styðja við þeirra utanríkisstefnu.
Við vitum að Quatar hefur dælt peningum í vopnaða hópa íslamista í Mið-austurlöndum, ekki síður en Saudi-arabía og önnur furstadæmi við Persaflóa.
- En Quatar hefur aðra stefnu þegar kemur að stuðningi við slíka hópa -- en einræðisríkin nágrannar sínir.
- Ólíkt einræðisríkjunum, hefur Quatar innleitt stjórnarskrá, sem hefur styrkt réttindi þegna og takmarkað geðþóttavald emírsins - kosið hefur verið til sveitastjórna reglulega síðan 2003 og þings síðan þá - en þingkosningar er áttu að fara fram 2013, hafa ekki enn farið fram; nýr emír tók við 2013.
--Quatar telst því "constitutional monarchy" ekki ósvipað og Danmörk t.d., en lýðræði þó ekki enn orðið fullkomlega traust.
--Al Jazeera virðist starfa í Qatar - með mjög litlum afskiptum stjórnvalda í Qatar.
Ein deilan er auðvitað sú, að Saud fjölskyldunni er í nöp við umfjöllun þess fjölmiðils. - Quatar heldur heimsmeistaramótið í fótbolta 2022.
Quatar hefur heimilað hópum sem vinna gegn stjórnvöldum í Saudi Arabíu, og stjórnvöldum nágrannalanda - að hafa aðsetur í Quatar.
Það grunar mig, að séu hin eiginlegu undirrót ásökunarinnar, að - styðja hryðjuverk.
Auk þess að Quatar styður gjarnan - aðra íslamistahópa en bandamenn Sauda, ekki síst þá tengda Bræðralagi Múslima. Íslamistahópar, andstæðir stjórnvöldum araba-einræðisríkjanna.
- Þekki ekki hverjar kröfur nágrannalanda Quatar akkúrat eru.
En þykir líklegt, að krafist sé að Quatar þrengi að Al-Jazeera, þannig að stöðin hætti að birta gagnrýnar umfjallanir um stjórnvöld þeirra landa.
Að Quatar hætti að styðja Íslamistahópa - sem ekki njóta stuðnings Saudi-araba og annarra flóa Araba -- sérstaklega hópa tengda Bræðralagi-múslima.
Og hætti að veita stjórnarandstæðingum stjórnvalda nágrannalanda sinna, skjól.
- Ef marka marka má fréttir, sé það ekki endilega augljóslega ómögulegt fyrir Quatar, að neita að gefa eftir kröfum granna sinna meðal Arabaríkja.
--Þ.s. að mati fjölmiðla, geti Quatar flutt sitt gas áfram á erlenda markaði.
--Quatar geti bætt sér upp að landamærum hafi verið lokað, með auknum skipaflutningum.
--Viðskipti Quatar við nágrannalönd - séu ekki það stór í sniðum, að lokun á þau viðskipti leggi efnahag Quatar í rúst.
::Mesti skaðinn geti verið fyrir megin flugfélag Quatar, og uppbyggingu ferðamennsku.
Hin löndin gætu auðvitað farið út í hafnbanns aðgerðir.
Þau gætu einnig notað flugheri til að hindra samgöngur í lofti.
Quatar hefur auðvitað sinn eigin flugher, ekki síður tæknilega vel búinn!
--Ekki endilega ljóst, að Saudi-arabía ásamt bandalagslöndum, væru til í slík átök.
Niðurstaða
Það virðist allt í einu kominn nýr spennupunktur í Mið-austurlöndum. Óþekkt á þessari stundu hversu langt bandalagsríki Saudi Arabíu eru til í að ganga í beitingu þrýstingi á Quatar. Í þeim tilgangi að beygja utanríkisstefnu Quatar að þeirra vilja - og husanlega að einhverju leiti, stefnu Quatar í innanríkismálum.
- Quatar + Íran, eru miklu mun lýðfrjálsari lönd.
- En Saudi-arabía, Bahrain, Sameinuðu-arabísku-furstadæmin, og Egyptaland.
--Í þeim löndum öllum, séu harðsnúnar einræðisstjórnir við völd.
Það þurfi greinilega að taka ásökun - einræðisríkjanna, um stuðning við hryðjuverk.
Með fjölda saltkorna, sérstaklega í ljósi þess - hvaða lönd eru að ásaka.
Greinilega líkar þeim ekki stefna Quatar í utanríkismálum, en Quatar virðist hafa fylgt eigin stefnu - leitast við að vera sjálfstætt "power" í Arabaheiminum. M.ö.o. ekki fylgiland Saudi-arabíu.
Það geti verið hin eiginlega ástæða, að Saudi-arabía umberi ekki lengur tilburði Quatar, til að vera sjálft valdamiðja á svæðinu, þeirra hneigð að styðja Íslamistahópa sem ekki njóta velþóknunar Sauda.
--Hin eiginlega deila snúist um völd!
--Að einhverju leiti sé sennilega einnig lýðfrelsi í Quatar, ógn í augum einræðisherranna!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (24.1.): 4
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 36
- Frá upphafi: 859325
Annað
- Innlit í dag: 3
- Innlit sl. viku: 34
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"The enemy of my enemy, is my friend"
Í þessu tilviki, eiga vesturlönd að styðja Quatar.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.6.2017 kl. 18:15
Góð spurning - mér virðist mun sennilegra hafandi í huga nýlega viðkomu Trumps á svæðinu, að hann hljóti að hafa vitað af þessu fyrirfram, þannig að sennilega er "implied acceptance" a.m.k. núverandi Bandar.stjórnar.
--Trump virðist einnig líka við einræðisherra.
Það geti samt vel verið að Bandar. láti vera, að opinberlega að taka afstöðu til deilunnar.
Þó það virðist ósennilegt að Bandar.stj. hafi ekki vitað af málinu, hvað stóð til.
Spurning hvað Evr. gerir, það væri a.m.k. valkostur Evr. að standa fyrir utan, t.d. halda viðsk. óhikað áfram við Quatar - láta deiluna engin áhrif hafa á þeirra viðsk. v. lönd á svæðinu, hvort sem um Quatar eða önnur lönd þar á svæði er um að ræða.
--Það er augljóslega ekki mikill vinskapur milli meginlandsríkja V-Evr. og núverandi stjv. í Washington.
Efa, ef Evr. tekur afstöðu til deilunnar, að Evr. mundi taka afstöðu með Quatar - ef ljóst væri að Bandar.stjv. væri sjálf með afstöðu gegn Quatar.
--Einfaldlega þá vegna þess, að það væri ekki nægilegir hagsmunir í húfi fyrir Evr. - að láta það mál valda deilum við Washington.
Hinn bóginn má vera að Washington, taki -eins og ég benti á sem möguleika- enga opinbera afstöðu gegn Quatar, eða um deiluna yfir höfuð, nema t.d. að hvetja deilu-aðila að stilla sig!
Enda eftir allt saman, Quatar eitt af löndunum á svæðinu - er lengi hafa verið í bandalagi við Bandar.
**Óvíst að Bandar. vilji stríðsátök, þ.s. það gæti skaðað efnahag Bandar. - þ.s. líklegar afleiðingar stríðsátaka v. Persaflóa, væri að sprengja a.m.k. tímabundið upp heims olíuverð.
Að Bandar. beittu þá þeim þrýstingi á Sauda og bandamenn Sauda, að ganga ekki það langt að stríð geti hafist eða verði óumflýjanlegt.
Kannski er það líklegast!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.6.2017 kl. 20:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning