Mér sýnist hryðjuverkaárásin í London sýna að aðgerðir gegn hryðjuverkum eru að bera árangur

Málið sem ég vek athygli á er með hvaða hætti árásin var framin: London attackers kill seven, PM May says 'enough is enough.

  1. Theresa May - ""We believe we are experiencing a new trend in the threat we face as terrorism breeds terrorism," - "Perpetrators are inspired to attack not only on the basis of carefully constructed plots ... and not even as lone attackers radicalized online, but by copying one another and often using the crudest of means of attack."
  2. "Three attackers drove a van into pedestrians on London Bridge before stabbing revelers nearby on Saturday night, killing at least seven people in what Britain said was the work of Islamist militants engaged in a "new trend" of terrorism."

Þetta eru sem sagt -- "ad hog" árásir smárra hópa öfgamanna.
Engin vopn önnur en hnífar og ökutækið sjálft.

  1. Engar sprengjur, hvort sem heimatilbúnar eða að fullkomnari gerð.
  2. Ekki heldur skotvopn.

--Það segir manni, að yfirvöldum hafi gengið vel í því að ráða niðurlögum þrautskipulagðra hópa, sem ráða yfir þróaðri og um leið hættulegri aðferðum - og sem séu færir um að skipuleggja flóknari aðgerðir.

  1. Það að hryðjuverkamenn beita þessum afar einföldu "ad hog" árásum.
  2. Sé augljóst veikleikamerki.

Theresa May talaði um að beita auknum aðgerðum gagnvart öfgahópum er ala á hatri.
Sem leiði til árása af þessu tagi.

--Sennilegt virðist þ.s. þetta séu svo einfaldar árásir, með litlum sjáanlegum undirbúningi.

Að þær séu ekki framkvæmdar af þjálfuðum hryðjuverkamönnum.
Heldur eins og May sagði -inspired- þ.e. framin af öfgamönnum, sem hafi drukkið inn áróður öfgasamtaka og hvatningu þeirra til að standa fyrir árásum - af hvaða tagi sem er.

Ef þetta sé allt og sumt sem öfgasinnaðir -íslamistar- í Bretlandi ráða við að framkvæma.
Sé sigur yfirvalda yfir öfgasamtökum meðal breskra Múslima - hugsanlega í sjónmáli!

 

Niðurstaða

Ég ætla að leyfa mér að trúa því, að árásir af þetta einfaldri gerð - framkvæmd sennilega af óþjálfuðum aðilum, sé veikleikamerki - sem bendi til þess að yfirvöld hafi náð raunverulegum árangri gegn hreyfingum öfgasinnaðra íslamista, sem hafi verið færar um skipulagningu hættulegri hryðjuverka og er hafi ráðið yfir meðlimum þjálfaðir í notkun vopna og sprengjugerð.

Það geti þítt að hryðjuverkaógnin sé í rénun!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Nei, það er ekkert alls í rénun. Það verður meira morð þangað til hinir endurkomnu islamamenn hafa öll verið tekin og rannsökuð.

Merry, 4.6.2017 kl. 13:20

2 identicon

Sæll Einar Björn

Zíonisminn sem byrjaði með hryðjuverkum hryðjuverkahópanna Stern, Irgun og Haganah rétt fyrir stofnun Zíonista Ísraels 1948 er nú kominn á heimsvísu með Zíonista "Clean Break", "PNAC's", "Oded Yinon" planinu og með false flag hryðjuverkum. Þannig verður þetta þar til að komin verður á Zíonista New World Order ef fólk vaknar ekki upp. 


Image may contain: 1 person, text

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 14:36

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, þú og þessir brandarar þínir.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2017 kl. 15:18

4 identicon

Sæll aftur Einar Björn

Þessi brandari er reyndar orðinn nokkuð gamall, eða allt frá 15. ágúst 1871, og fyrri og síðari heimstyrjöldin hafa ræst nákvæmlega eins og Albert Pike karlinn skrifaði og skipulagði fyrir um 1871.

KV. 

 Related image
 

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 15:46

5 identicon

Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 16:12

6 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Mér sýnsit þetta þvert á móti benda til þess að það sé nóg til af svona öfgamönnum.  Og þeir víla ekkert fyrir sér.

Og nú hafa þessir öfgamenn lært að þeir hafa þarna 10 mínútur til þess að saxa fólk niður óáreittir, sem eru nytsamlegar upplýsingar.

Nýliðunin er slík að þeir geta gert eitthvað svona 2-3 á ári, jafnvel oftar, á meðan þetta helst í tízku.

Ásgrímur Hartmannsson, 4.6.2017 kl. 17:19

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, ég vil ekki þetta rosalega ruglfloð sem þú sendir frá þer er þú ferð yfir um gersamlega í ruglinu.

Þegar þú keyrir ruglið gersamlega um þverbak eyði ég þessu hjá þér, eins og í þetta sinn.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2017 kl. 22:22

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þetta plagg sagt frá 1871 er augljós nútíma tilbuningur.

Þú ert virkilega kominn djupt út í ruglið ef þú trúir á slíkt augljost bull að það sé eitthvert illuminati er skipuleggi allt slæmt er gerist að tjaldabaki.

Og ayðvitað alþjóða samtök gyðinga standa í miðjunni á þessu.

Ég er buinn að vara þig við að hætta að dreifa nýnasista áróðri. 

Næst ferðu að segja Hitlet og hans menn hafi haft rétt fyrir sér 

Ég hef sagt þér ef þú hættir ekki nýmasista bulli loka ég á þig.

Þú lætur þér ekki segjast -- bæ.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2017 kl. 22:34

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrimur, þessi tegund árása getur aldrei orðið mjög mannskæð. Þarna ná þeir 7 og eru drepnir fyrir. 

Það verða ekki ikja margir til í að falla út á að ná svo fáum. 

Þetta er pinbrick samanborið við það hvað árásirnar meðþjalfuðum hryðjuverkamonnum náðu fram.

Ef meira er beitt af þessu er einfalt að bregðast við með að fjölga gangandi löggum. Ein slík með byssu hefði stoppað þá alla.

Slík árás getur aldrei náð nema fáum því fólk hleypur í burtu. Ef hryðjuverkamennirnir ráða nú við einungid þþetta - er hryðjuverkaognin mjög mikið minnkuð.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 4.6.2017 kl. 22:47

10 identicon

Þetta er nú ekkert al-rangt hjá Einari.  Það má lesa margt út úr árásum hryðjuverkamanna upp á síðkastið ... en það sem ekki kemur fram, er að "Islam" skipulagði að beyta sýklahernaði gegn Evrópu ... Pútin kallinn eyðilagði þetta fyrir þeim, og fær litlar þakkir fyrir ... enda eins og hann sagði sjálfur við SÞ, þá var hann ekki að þessu til að "bjarga heiminum", heldur fyrir "eigin hagsmuni".

Bein hryðjuverkastarfsemi er að rýrna ... en glæpastarfsemi, eru að taka við.  Starfsemi, sem mun að öllum líkyndum ríða efnahag vesturvelda að fullu ... að mínu mati.  Ég sé ekki að menn séu "viðbúnir" einu né neinu hér ... haga sér eins og glóbar, að mínu mati.  En vera getur að ég hafi al rangt fyrir mér í því ... en ég get ekki séð að "banka" gírarnir, með sína "elektrónisku" peninga, munu geta stemmt stigu við þeirri glæpastarfsemi sem er að ryðja sér rúm.  Þver öfugt, þá tel ég að þessi "einokunarstefna" muni hafa þver öfug áhrif ...

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 4.6.2017 kl. 23:28

11 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Árásirnar þurfa ekkert að vera mjög mannskæðar.  Það eina sem þeir þurfa að gera er að halda yfirvaldinu á *alert* eins lengi og þeir hafa mannskap til.

Sem mig grunar að geti verið áratugum saman.  (Það er nýliðun í greininni, sko.)

Endalaus viðvera lögreglu fer í taugarnar á fólki, plús það að þeir ná aldrei að bregðast hraðar við en þetta, og þegar þetta hættir ekki missir fólk smám saman trúna á lögreglunni. (Sem er reyndar merkilegt að fólk hafi ennþá.)

Og þá byrjar fjörið.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2017 kl. 00:53

12 Smámynd: Jósef Smári Ásmundsson

Er sammála. Þegar búið er að koma í veg fyrir sjálfsmorðsárásir , að mestu, þá er gripið til annarra ráða. En viðbrögð við þessum árásum skipta, held ég , mestu máli.Það verður að taka þessu með yfirveguðum hætti bæði hjá yfirvöldum og almenningi. Hatrið er besti vinur hryðjuverkamannsins. Samstaðan er eina ráðið. Með tímanum verður hægt að vinna bug á þessum óhugnaði.

Jósef Smári Ásmundsson, 5.6.2017 kl. 08:40

13 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ásgrímu, 10-mínútna viðbragðstíminn, var tíminn frá næstu lögreglustöð - m.ö.o. útkall. Það eru snögg viðbrögð, eins og þú réttilega bendir á.
-Hinn bóginn sé ég ekki af hverju fólk ætti endilega vera pyrrað yfir fleiri götulöggum.
-En fleiri götulöggur eru augljósa svarið við - þessari gerð hryðjuverka.
Almenningur ætti fyrst og fremst upplifa þær löggur, sem verjendur.
Þvert á móti vera ánægt með þeirra viðverðu, ef sviðsmynd þín er rétt - að hryðjuverkamenn verði viðvarandi "low key threat."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.6.2017 kl. 16:37

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jósef Smári Ásmundsson, May var að tala um - auknar aðgerðir gegn haturshópum. Ef hún keyrir þar yfir eitthvert strik - gæti hún valdið meiri skaða en gagni. Bretarnir virðast fram að þessu mér taka algerlega rétt á málum. Mér virðist greinilega hnignun á getu hryðjuverkahópa vera að birtast, þ.e. vel.
--Þegar geta þeirra rénar, þá verða þeir sennilega síður áhugaverð leið -- íslamista aðgerðasinna.
--Þá ætti að draga úr getu þeirra, til að laða að sér mannskap.
Það sem skipti máli sé að sannfæra íslamista að virða lög samfélagsins - svo fremi að þeir, eins og gilti oftast nær með kommana í gamla daga, láta sér duga að vera háværir og fyrirferðamiklir með friðsamlegum aðgerðum; þá sé unnt að lifa við slíkt.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 5.6.2017 kl. 16:43

15 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Viðbragðstíminn verður alltaf 10 mínútur.  Vegna þess að terroristarnir eru ekki blindir.

Svo er löggan:

1: mannaflinn er ekkert nauðsynlega til - það er ekkert öllum gefið að vera lögga.  Það er náttúrlega hægt að fá auka mannskap, sem er ekki gefið að vera löggur, en þá verður fólk bara að sætta sig við að eitthvert X prósent sé vanhæft.

2: hver lögga kostar tvisvar.  Einu sinni þegar henni eru borguð laun, og svo aftur þegar hún er ekki að framleiða neitt.  Lögreglan er nefnilega ekki framleiðandi verkalýður.

3: Það er ekki mín hugmynd um útópiu að hafa löggu á hverju götuhorni.  Það er örugglega til í draumaheimi einhvers, en þann mann skil ég ekki.

Það er STASI conceptið - algjört eftirlit.  Þeir segja það A-þjóðverjarnir að það hafi verið þrúgandi.

Ásgrímur Hartmannsson, 5.6.2017 kl. 19:46

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 3
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 845414

Annað

  • Innlit í dag: 3
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 3
  • IP-tölur í dag: 3

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband