Ríki heims munu líklega leitast við að einangra Bandaríkin - þegar ljóst er að Trump ætlar að hafna Parísarsamkomulaginu um aðgerðir gegn hitun lofthjúps Jarðar!

Afleiðing þess að það virðist ljóst að Donald Trump ætli formlega að hafna svokölluðu Parísarsamkomulagi, þ.s. ríki heims skuldbundu sig til sameiginlegra aðgerða gegn hitun lofthjúps Jarðar -- verður líklega alvarlegt áfall fyrir stöðu Bandaríkjanna á heimsvísu!

  1. En líkur virðast á því - að önnur lönd muni halda sig við samkomulagið.
  2. Þannig einangrist Bandaríkin í afstöðu sinni!
  • Þetta veldur að sjálfsögðu - viðbótar hnignun orðstírs Bandaríkjanna á heimsvísu.
  • Sem mun án nokkurs vafa - valda frekari hnignun hnattrænna áhrifa Bandaríkjanna!

--Donald Trump sé sannarlega ekki ... "making America great again."

Trump intends to pull U.S. out of Paris climate deal: source


Ein afleiðing, verður líklega, stórbætt samskipti Evrópu og Kína!

EU and China strengthen climate ties to counter US retreat

Skv. Financial Times - munu leiðtogar ESB aðildarríkja, á sameiginlegum fundi í Brussel nk. föstudag þ.s. leiðtogi Kína einnig verður -- handsala sameiginlegt bandalag ESB og Kína, um aðgerðir gegn hitun lofthjúps Jarðar.

--Þetta eru risastórar fréttir -- því það sé ekkert minna en byltingarkennd breyting.
--Að ESB starti formlegu bandalagi við Kína --> Raunverulega gegn Bandaríkjunum.

Þó það snúist ekki um öryggismál! Heldur loftslagsmál!

Þá sé algerlega óhætt um leið að segja, að ESB muni ólíklega taka þátt í nokkrum átökum Bandaríkjanna við Kína -- ef slík átök yrði einhverra hluta vegna í framtíðinni.

  1. Það má eiginlega ganga svo langt að segja.
  2. ESB taka afstöðu með Kína --> Gegn Bandaríkjunum, í þessu máli.

Það sé að sjálfsögðu einungis -- í mesta lagi, fyrsta skrefið í hugsanlegri kulnun samskipta Evrópu og Bandaríkjanna!
Það sé þó áhugavert, þó ólíklegt sé að þau ummæli tengist þessu tiltekna máli þ.s. það hljóti að hafa verið samið um við Kína í samningalotu er hljóti að hafa tekið töluverðan tíma, ég vísa til ummæla Merkel -- eftir fundinn við Donald Trump um daginn, að Evrópa yrði að standa í auknum mæli ein, gæti mun síður treyst á Bandaríkin!

 

Ástæða þess að Kína í leggur svo mikla áherslu á loftslagsmál, hlýtur að vera að stjórnvöld Kína hafi sannfærst að manngerð gróðurhúsahitun Jarðar sé alvarleg ógn!

En ég mundi kalla tengsl manna - CO2 og gróðurhúsahitunar.
Fullkomlega sönnuð!

800,000-year Ice-Core Records of Atmospheric Carbon Dioxide (CO2)

Ice core basics

Að mínu mati fela þessar 2-myndir í sér fulla óhrekjanlega sönnun!

http://cdn.antarcticglaciers.org/wp-content/uploads/2012/07/Vostok_420ky_4curves_insolation_to_2004.jpg

  1. Takið eftir því hvernig hitastig - fylgir alltaf nokkurn veginn sveiflum í CO2 sl. nokkur hundruð-þúsund ár.
  2. Takið einnig eftir því, að ískjarnar hvort sem þeir eru teknir á Grænlandi eða Suðurskautslandinu - sýna sömu hitasveiflurnar sl. 450þ. ár.
  • Á efri myndinni - sést skýrt, að CO2 í dag er það mesta sem mælst hefur sl. 400þ. ár.

Einungis einstaklingar í sterkri afneitun, geta efast um sannleiksgildi gróðurhúsahitunar af manna völdum - úr þessu!

--Ítreka, fullkomin óhrekjanleg sönnun!

http://cdn.antarcticglaciers.org/wp-content/uploads/2013/10/Ice_Age_Temperature.png

  1. Það að síðan -- Kína gangi nú fram fyrir skautu, til varnar mannkyni.
    --Ásamt Evrópusambandinu.
  2. Meðan að Donald Trump -- sendir fingurinn til vísindalegra staðreynda.
    --Sýnir þannig hversu fullkomlega hann skortir dómgreind.

Að sjálfsögðu mun þetta valda gríðarlegu höggi fyrir orðstír Bandaríkjanna!
Meðan að afstaða Kína - mun lyfta orðstír Kína að sama skapi, og ESB samtímis!

Ég hugsa að höggið fyrir orðstír Bandaríkjanna!
Verði líklega enn stærra, en af ólöglegu stríði George Bush 2003, og afleiðingum þess.

--En afleiðingar þess Bandaríkin skaða baráttu mannkyns gegn yfirvofandi afleiðingum hnattrænnar hlínunar!
--Geta orðið miklu mun kostnaðarsamari og alvarlegri fyrir mannkyn, en afleiðingar heimskulegra ákvarðana George Bush.

  • Ég hef lengi sagt, að Trump geti átt eftir að valda margföldum skaða fyrir mannkyn, á við George Bush.

Donald Trump virðist ætla að sanna að sá ótti minn var ekki ástæðulaus!
Donald Trump getur orðið að versta forseta Bandaríkjanna, í gervallri sögu þess lands!

 

Niðurstaða

Það sé stöðugt að koma betur og betur í ljós - hversu risastór afleikur það var fyrir hægri sinnaða kjósendur innan Bandaríkjanna, að hafa flykkst um Donald Trump.

Ekki bara það, að ráðsmennska hans muni líklega valda tjóni, sem börn allra Jarðarbúa og barnabörn, muni þurfa að glíma við. Þar með talin, einnig börn og barnabörn kjósenda hans.

Þá virðist að í stað þess að standa fyrir aðgerðum til að - þrengja bilið milli ríkra og fátækra eins og Trump hafði lofað; muni ráðsmennska Trumps valda mestu víkkun þess bils sem sést hafi innan Bandaríkjanna - um áratugi.

Þeir kjósendur sem ekki voru sjálfir persónulega vell auðugir - hafa bersýnilega kosið gegn hagsmunum sínum persónulegum, sem og hagsmunum sinna barna og barnabarna.

--Stað þess að "make America great again" stefnir í að Donald Trump muni valda mestu hnignun áhrifa Bandaríkjanna í heims málum og stærsta hruni orðstírs Bandaríkjanna, sem sést hafi síðan a.m.k. í tíð Woodrow Wilson forseta - eða rúm 90 ár!

--Og það merkilegasta af öllu, svo óvinsæl geta Bandaríkin orðið vegna ráðsmennsku Trumps -- að ris Kína vmæti einfaldlega ekki nokkurri umtalsverðri andstöðu annarra ríkja!

Trump hefur gert Bandaríkin að - athlægi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Merry

Vonandi mun Trump samþykkja Parísarsamninginn annars mun hann missa mikið af stuðningsmönnum hans.

Merry, 31.5.2017 kl. 19:38

2 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Þetta er alveg út í hött. Menn samþykkja ekki svona vitleysu bara til að vera vinsælir. Trump hefir sína vísindamenn og það er ekki síður stór hópur sem telur enga ógn á mannkynið en aftur á móti ógnin felst í þessar sálfræðiherferð glóballistanna sem hafa verið að hræða börn í skólum landsins yfir árin og þar er ein kynslóð af fullornu fólki sem trúir engu öðru að það verði heimsendir í einhverri merkingu. Lesið sögu okkar og annála eða bara fylgið glóbal listunnum.  

Valdimar Samúelsson, 31.5.2017 kl. 21:28

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Valdimar, eg endurtek að hitun af manna völdum er full sönnuð. Ef Trump er með mann sem segir annað. Er sa greinilega ekki visindamaður.

Við erum að tala um fullkomnar sönnur sem sagt engar efasemdir að mannleg hitun sé staðreynd og að hún sé alvarleg.

Það að Trump taki mark á vitleysingum sem segja annað er endanleg sönnun þess að hann valdi ekki þeirri ábyrgð að vera forseti.

Tjónið fyrir alla Jarðarbua verður mikið ef honum teksy að skaða baráttuna gegn þeim allra vagesti sem mannkyn stendur nú frammi fyrir.

Ég er að tala um sð honum verði aldrei fyrirgefið. Þó 100 ár liði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2017 kl. 22:56

4 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Hef aldrei skilið þá fádæma þvælu í fólki að hlýnun sé *slæm.*  Hvað er að heima hjá fólki?

Ásgrímur Hartmannsson, 31.5.2017 kl. 23:50

5 Smámynd: Jón Valur Jensson

Enga trú hef ég á hnatthlýnun af mannavöldum.

Eldgos á jörðu og sólgos hafa miklu meiri áhrif á veðurfar en útblástur bíla, skipa og flugvéla samanlagður.

Það er reyndar full ástæða til að draga úr mengun, t.d. af notkun dísilolíu og öðru því, sem valdið getur krabbameini.

Fjarstætt þykir mér, að ný stórveldabandalög fari að myndast vegna þessa máls, nema þeir í Evrópusambandinu ætli að láta Kommúnista-Kína draga sig á asnaeyrum vegna þessarar hjátrúar sinnar (og þinnar, Einar Björn! laughing )

Jón Valur Jensson, 1.6.2017 kl. 00:21

6 Smámynd: Helga Kristjánsdóttir

Rétt Valdemar, Trump hefur sína vísindamenn og þeir ekki lakari en Evrópusambandsins. Blindur átrúnaður ESb'sinna hér á Íslandi lék sama leikinn þegar neyða átti íslendinga til að greiða Icesave. 

Helga Kristjánsdóttir, 1.6.2017 kl. 01:05

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Helga, þitt blinda hatur á Evrópusambandinu er hlægilegt - en Kína hefur sjálft tekið ákvörðun um að standa með Evrópusambandinu í þessu máli.
--Augljóslega stjórnar Evrópusambandið ekki Kína.
--Augljóslega, ákveða stjórnvöld Kína þetta, vegna niðurstaðna eigin vísindamanna!
----------
Hvaða ástæðu hefur þú að ætla að vísindamenn Kína hafi rangt fyrir sér?
--Þú getur skoðað myndirnar að ofan, og hlekkina að ofan á vísindavefi.
Staðreyndirnar liggja fyrir og það mjög vendilega sannaðar af færustu vísindamönnum þessarar plánetu.

Samstarf vísindamanna frá öllum heimshornum, ekki bara Evrópu eða Kína, heldur hverri einustu heimsálfu.
--Og auðvitað, með þátttöku fjölda vísindamanna frá N-Ameríku.

    • Þeir sem Trump hefur í kringum sig, eru þröngsýnir hálfvitar.
      --Ekki vísindamenn fyrir 5-aura.

    Og Trump er stórkostlegt fífl að taka mark á slíku liði.
    --Og þeir sem taka enn mark á blaðrinu gegn "manmade global warming" eru löngu komnir í sömu stöðu -- > og síðustu kommarnir sem enn trúa á Marx og Lenín.

    Afneitun ykkar er álíka heimskuleg orðin, og síðustu kommanna!
    --Og verður í framtíðinni ekki minna hlægileg.

    :Ykkar sjálfra vegna, þurfið þið að koma ykkur í raun-heiminn.
    --Það getur ekkert rökrænt verið eftir -- í andstöðu, þegar fullar vísindalegar sannanir liggja fyrir.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 1.6.2017 kl. 08:37

    8 Smámynd: Valdimar Samúelsson

    Sérðu ekki Einar það þarf ekkert að sanna það að smá hlýnun á sér stað en er það mál sem við þurfum að hafa áhyggjur af.?

    Saga okkar segir frá hita og kulda skeiðum til skiptis síðurtu 1000 árin Borkjarnar segja í milljónir ára.

    Ég spyr bara hvað er að mennta og elítufólkinu. Ég spyr líka hvernig er hægt að vera svo vitlaus að ætla að breyta öllum heiminum fyrir 0.4 C á heimsvísu.

    Taktu allan CO2 úr dæminu mun kólna.Nei það mun verða óbærilegt að lifa á jörðinni og ég er engin vísindamaður.

    Bættu neins miklu CO 2 inn aftur mun hitna, Fyrra dæmin þá mun gróður jarðar hverfa og eina sem gæti bjargað jörðinni eru eldgos.

    Valdimar Samúelsson, 1.6.2017 kl. 09:32

    9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jón Valur Jensson, það sést svart á hvítu á myndunum að CO2 er meir í lofthjúpnum í dag en nokkru sinni sl. 400þ. ár. Að hiti hækkar sl. 400þ. ár alltaf í takt við aukningu CO2 í lofthjúpnum.
    --Engra frekari sannana er þörf.
    Þ.e. búið að útiloka alla mögulega náttúrulega þætti til að skýra þessa miklu umframaukningu CO2.

    Þetta er manninum að kenna.
    --Sannanirnar eru í dag orðnar fullkomlega áreiðanlegar, að órökrétt er með öllu að efast lengur um "manmade global warming."

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 1.6.2017 kl. 09:33

    10 Smámynd: Valdimar Samúelsson

     Einar sjálfur. Hefir þú verið var við hlýnun jarðar. Hefir þú séð í fréttum að hita stig í ýmsum löndum sér meira en það var. Ekki segja mér frá jöklunum hér og í Grænlandi.  

    Valdimar Samúelsson, 1.6.2017 kl. 09:37

    11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Valdimar Samúelsson, ef þú horfir á hagsögu Ísl. þá er hagkerfið á Ísl. meðaltali upp sl. 100 ár -- en á þeim 100 árum hafa komið skammtíma niðursveiflur sumar er hafa staðið nokkur ár; en samt er meðaltalið til langs tíma - upp.
    ----------
    Þetta sama gildir um hitun - að skammtíma sveiflur eru enn til staðar, þó að CO2 gildin tryggi án nokkurs minnsta vafa að hitinn mun aukast stöðugt þangað til að hiti á Jörð nær jafnvægi í samræmi við breytta samsetningu lofthjúpsins.
    --Svo fremi mannkyn hætti að bæta við meira CO2.

    Ef mannkyn heldur því áfram, helst hitunin einnig áfram.
    ------------
    Skammtímasveiflurnar sem þú ert að horfa á skipta engu meira máli en skammtíma kreppurnar á Ísl. um heildarsveifluna.

    Þú ert að nota þær þó til að styrkja þína afneitun.
    --Horfðu á CO2 gildin í myndunum að ofan, og hvernig sl. 400þ. ár aukning CO2 gilda - alltaf skilar samsvarandi hlýnun.

    Þetta eru þær upplýsingar sem öllu máli skipta.
    Sú staðreynd að CO2 gildi sl. 400Þ. ár aldrei hafa hærri verið.

    Það sé útiokað með öllu - að mannkyn eigi ekki stóran þátt í þeirri aukningu.
    --Hærri CO2 gildi en áður sl. 400þ. ár þíðir meiri hitauakningu á Jörðinni en sl. 400þ. ár.

    Flóknara er það ekki.
    Sveiflan getur tekið 100 ár að koma öllu leiti fram.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 1.6.2017 kl. 09:50

    12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Ásgrímur Hartmannsson, við erum að tala um miklu stærri hlýnunar-atburð en sést hefur sl. 400þ. ár nema hugsanlega þá stóru sveiflu er varð við lok Ísaldar fyrir 9þ. árum.
    --Því meir sem hlýnar, því meir færast plöntu- og dýrategundir úr stað.

    Hvað gerist ef hveiti þrífst ekki lengur á Indlandi?
    Eða, ef hrísgrón þrífast ekki lengur í Kína?

    Þú gerir ráð fyrir því - að mannkyn sleppi við alvarleg vandræði.
    Þvert á móti, mundi hlýnun á slíkum skala -- líklega valda langsamlegu alvarlegustu krísu mannkyn hefur upplifað síðan áður en siðmenning hófst á plánetunni.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 1.6.2017 kl. 09:57

    13 Smámynd: Merry

    Ef þú horfir á sögu jarðhita og lágt hitastig jarðarinnar er hápunktur á hverju 90.000 árum. Við erum á svæðinu á háum hita tímabili núna.

    Ég held að náttúran muni stjórna sig. 

    Það er visst að víð erum að gera þetta verra nu með útslepp af co2 etc og að brenna óliu. 

    Það virðist vera eðlilegt og við munum aðeins hægja á ferlinu með því að stöðva co2 útslipp og hætta að brenna óliu.

    Merry, 1.6.2017 kl. 10:58

    14 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

    Það er bara jákvætt ef plöntu og dýralíf hreyfist aðeins norðar.  Það er hellingur af frosinni túndru sem væri alveg fínt að rækta hveiti á, svona til tilbreytingar.

    Hlýnun?  Allt lítur betur út hlýrra.

    Ásgrímur Hartmannsson, 1.6.2017 kl. 16:38

    15 Smámynd: Jón Valur Jensson

    Fjarri fer, að ég sannfærist af "rökum" þínum, Einar Björn.

    Jón Valur Jensson, 1.6.2017 kl. 16:56

    16 identicon

    Einar Björn, þegar þú ferð að tala um ágæti Kína er ég sannfærður um að þú sért hreinlega illa gefin, og jaðrir við það að vera hreinlega vangefinn.  Sérstaklega þegar talað er um að vernda lofthjúp jarðar.

    Í dag, er "air pollution" i Xian Yang, fæðingarborg konu minnar ... "109" eða "óheilnæmt".  Í vetur, sem leið fór þetta yfir 700 stig, eða hreinlega "banvænt". Í Kína, gengur fólk með skíli fyrir vitunum ... alls staðar í Kína, vegna hrikalegrar mengunar. Xin Jinping, þessi harðsvíraði Kommúnisti og vinur þinn ... leggur "bann" við að verksmiðjur séu reknar í Peking, þegar "leiðtogar" koma þangað ... til að sýna "gott loft", þennan eina dag sem heimsóknin á sér stað.  Þess á milli, er fólk að drepast drottni sínum af mengun.

    Þú ert svei mér þá hreinlega illa gefinn ... að hampra þessum skít.

    Hefurðu heirt um "Heizenberg" princip? einu niðurstöðurnar, sem eru gildar ... eru þær Rùssnesku frá Vostok.  Því Vostok var algerlega frítt frá mannlegum áhrifum.  Efsta línuritið hjá þér, er hreint bull sem fellur á "Heisenberg".

    Trump, er að bregðast RÈTT við ... því Parísar samkomulagið er gallað, og er í hag Kína ... sem eina iðnaðar ríkið, og mengun þess er skaðvænlegt öllum heiminum. Bandarískir ráðgjafar, vilja þetta endursamið.

    ESB, er lítið annað en Sovétríki nútímans.  Hér gengur um fólk, sem níðist á einstaklingnum ... nazista skríll, eins og Erdogan komst að orði. Þú hefur ekki enn, skilið hvað lýðræði gengur út á ... vernd réttar einstaklingsins. Eða skilið enn mismun "kommúnista" og "lýðræðis" ... "the individual vs. the collective".  Það er til bíomynd frá 5 áratug síðustu aldar, sem ber þetta nafn.  Kiktu á hana, því hún fjallar AKKÚRAT um þetta atriði.

    Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 1.6.2017 kl. 19:10

    17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    Jón Valur Jensson, átti ekki von á því - þú virðist hafa bitið þetta afskaplega fast í þig. Þannig að ég sé ekki fyrir mér hvaða sönnun mundi virka á þig - sennilega dugar ekkert annað á þig en að lifa nægilega lengi til að sjá eigin augum alla atburðarásina ganga fyrir sig.
    Ef aldrei er unnt að fyrirbyggja, því menn neita að sannfærast skv. bestu þekkingu vísinda.
    Vegna þess að viðkomandi hefur ákveðið, að treysta ekki vísindum.
    Þá væri aldrei unnt að fyrirbyggja nokkur þau vandræði, sem unnt væri að sjá fyrir -- skv. miklum líkindum.
    --Meira að segja er ekki unnt að fullkomlega sanna að eldgos er á leiðinni -- fyrr en þ.e. hafið.
    --Eða að jarðskjálfti sé að verða, fyrr en hann er kominn og liðinn.
    Ég hef ekki heyrt þig -- efast um vísindin tengd eldgosum eða jarðskjálftum.
    Sé eiginlega ekki af hverju þú hefur bitið það í þig svo rækilega fast - að treysta ekki bestu þekkingu vísinda þegar snýr að loftslagsmálum.

      • En vísinding tengd loftslagsmálum, eru í engu lakari vísindi, en þau sem tengjast rannsóknum á eldsumbrotum eða jarðskjálftum.
        --Alveg eins og færir vísindamenn, fylgjast með eldvirkni eða jarðskjálftavirkni - gefa öðru hvoru aðvaranir.

      • Þá eru okkar bestu vísindamenn á þessari plánetu, að gefa út skýrar aðvaranir um hvað stefni í, varðandi loftslagsmál.
        --Það sé í engu rökréttara, að leiða þær aðvaranir hjá sér -- en t.d. neita að hlusta á aðvaranir frá eldfjallafræðingum, er þeir sjá sterkar vísbendingar um yfirvofandi gos eða jarðskjálftafræðingar um yfirvofandi skjálfta.

      Ég er fremur viss að þú mundir bregðast við þannig aðvörunum.
      En aðvaranir loftslagafræðinga, eiga í engu minni rétt á sér - og þær byggjast í engu á minni rannsóknum eða síður áreiðanlegum gögnum!

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 1.6.2017 kl. 20:00

      18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

      Ásgrímur Hartmannsson, þú gerir þér enga grein fyrir - hversu stór sú sveifla getur orðið. Eða hversu alvarlegar þær afleiðingar geta orðið - þegar gróðurbelti færast norður og suður.

      Ef lönd eins og Indland eða Kína, bæði með yfir milljarð íbúa -- lenda í vandræðum með, matvælaframleiðslu.
      Þá væri sú krísa fullkomlega óviðráðanleg samstundis -- sérstaklega áhugavert að auki, í ljósi þess að um kjarnorkuveldi er að ræða.

        • Hætta á kjarnorkustríði yrði hratt óskapleg.

        En það mundi blasa við fyrir Kína, að taka yfir Síberíu af Rússlandi.
        --Mannkyn gæti mjög hratt staðið fyrir "end of the world scenario."

        Þú vilt ekki standa fyrir stefnu, sem getur framkallað það örvæntingarástand sem gríðarlega útbreidd hungursneyð væri í landi með yfir milljarð íbúa.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 1.6.2017 kl. 20:07

        19 Smámynd: Aztec

        Ég er sammála Jóni Vali og Valdimar, það er engin hnattræn hlýnun af mannavöldum, enda hefur það aldrei verið sannað. En það er hægt að blekkja með kúrfum alveg eins og hægt er að blekkja með tölfræði. Íshockey-kúrfan illræmda er t.d. hrein blekking, staðhæfing IPCC um að snjórinn í Himalaya væri að bráðna hratt var blekking (lygi), "vísindamaðurinn" sem loftslagsmafían fullyrðir að hafi sannað hlýnun af völdum CO2 var með óraunhæft líkan (innsiglað terrrarium) sem alls ekki á við um jörðina og margt annað. Meðalhitastig jarðar hefur hækkað um 1,8°C sl. 100 ár og sl. 20 ár hefur engin hnattræn hlýnun orðið. Aukning koltvíildis um 50-100 ppm (1 ppm = 0,001%) hefur ekkert að segja. Hluti CO2 af andrúmsloftinu er u.þb. 0,1% og 100 ppm af 0,1% = 0,00001% af andrúmsloftinu. Það eru gróðurhúsaáhrif á Marz og Venusi, enda er hluti CO2 í andrúmsloftinu þar um 98%, hér á jörðinni er það hverfandi.

        Mannkynið hefur engin áhrif á haft á loftslag jarðar, hins vegar hefur sólin gífurleg áhrif, eins og Jón Valur bendir á, auk þess leikur mikill vafi á áhrif skýjafars á kólnun/hlýnun, sem menn greinir á um. Á jörðinni er hlýnun sums staðar og kólnun annars staðar, þetta gerist allt í sveiflum. Ísinn við Antarktis t.d. hopar og eykst með tveggja ára millibili.

        En loftslagmafían heldur áfram með þetta svindl. Þetta er orðin að einhverjum öfgasinnuðum bókstafstrúarbrögðum, sem jú einnig eru óvísindalegar. Enda eru miklir peningar í húfi, bæði fyrir þá sem fá styrki út á þetta svo og þeir sem verzla með kvótana.  Og þeir gefast ekki upp svo auðveldlega. Pyngjan má fyrir alla muni ekki léttast. En allir styrkirnir koma úr vösum skattgreiðenda, að sjálfsögðu, svo að pyngja hins almenna borgara léttist. Og krafan um að minnka útblástur á CO2 er það mikil, að vestræn þjóðfélög myndu færast aftur á það stig sem þau voru á um miðja 19. öld ef það yrði sett í verk. Þá yrðu glóbalistarnir (hlýnunarsinnarnir) ánægðir þangað til þeir sjálfir ættu að farga bílunum sínum og öllum raftækjum. Þá færu þeir að kveina. Og það eru ekki bara tugir þúsunda manna sem græða á þessu svindli, heldur geta pólítíkusar frítt skattlagt all sem þeim sýnist og kallað það "umhverfisskatta".

        Í staðinn fyrir aðeyða tíma og fé í þessa vitleysu, þá ættu þjóðir heims að vinna saman um að minnka raunverulega mengun, sem eru í nærumhverfinu. Hér á Íslandi er t.d. allt skólfvatn látið renna óhreinsað (aðeins síað) í vatnsföll og firði, sem er hneyksli.

        Varðandi ESB (fyrst þú nefnir það oft og iðulega), þá er Helga ekki ein um það að hafa óbeit á þessari ógæfuríkjasamsteypu. Ég hef heldur ekkert gott að segja um ESB og vona að það líði skipbrot áður en Evrópa eyðileggst endanlega.

        - Pétur D.

        Aztec, 1.6.2017 kl. 21:13

        20 Smámynd: Jón Valur Jensson

        Er þetta ekki bara trúaratriði hjá þér, Einar Bjarni minn?

        Þ.e.a.s.: að þú trúir bara svona vel þessum loftslagsfræðingum?

        Vart læturðu sem þú hafir birt borðleggjandi, augljósar, knýjandi sannanir hér á síðu þinni?

        Jón Valur Jensson, 2.6.2017 kl. 04:03

        21 identicon

        Sæll Einar Björn

        Ekki kaupa ég þessa kenningu um hnattræna hlýnun af mannavöldum eða af völdum koltvísýrings (CO2), en tel að þessar orsakir séu af öðrum völdum.

        KV.
         

        No automatic alt text available.

        Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 13:23

        22 identicon

        Þorsteinn Sch Thorsteinsson (IP-tala skráð) 2.6.2017 kl. 21:57

        23 Smámynd: Aztec

        Hlýnunarsinnar eru ekki hrifnar af Dr. Judith Curry, því að hún er hlynnt vísindalegum niðurstöðum, meðan IPCC vill einungis fals og dogma.

         

        Climatologist Breaks the Silence on Global Warming Groupthink

         

        (Dr. Judith Curry is Professor and former Chair of the School of Earth and Atmospheric Sciences at the Georgia Institute of Technology.)

         

        https://www.youtube.com/watch?v=GujLcfdovE8

        Aztec, 5.6.2017 kl. 23:06

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Nóv. 2024
        S M Þ M F F L
                  1 2
        3 4 5 6 7 8 9
        10 11 12 13 14 15 16
        17 18 19 20 21 22 23
        24 25 26 27 28 29 30

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (25.11.): 2
        • Sl. sólarhring: 5
        • Sl. viku: 28
        • Frá upphafi: 856035

        Annað

        • Innlit í dag: 2
        • Innlit sl. viku: 25
        • Gestir í dag: 2
        • IP-tölur í dag: 2

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband