Rússneskur bankastjóri með tengsl við Pútín - sakar Washington elítuna um nornaveiðar gegn Trump

Um að ræða, Andrei Kostin - sem er bankastjóri VTB bankans, sjá vefsíðu:"VTB – World without barriers". Skv. netinu er það stærsti starfandi viðskiptabanki Rússlands, í eigu rússneskra stjórnvalda. Það þarf þar með vart að búast við öðru, en að í starfi yfirmanns þess banka - sé handvalinn maður!

Kostin og Pútín

http://static.kremlin.ru/media/events/photos/big/sxnzIjiHZ1UjCWs1WZFhALxUuuYMfzaW.jpeg

Orð Andrei Kostin þykja vestrænum fréttaskýrendum, vísbending um afstöðu stjórnar-elítunnar í Moskvu, til þess sem er í gangi í Washington!

  1. “The elite in Washington, or bureaucrats in America, are campaigning against Trump and that’s completely paralysed his ability to do anything, even to have any dialogue with Russia.”
  2. “The fight against Mr Trump using the ‘Russian card’ is close to absolute madness. I’m stunned."
  3. “Mr Putin himself, being a very experienced politician, never had very high expectations,” - As far as I understand [from] my personal observations and discussions with him, he always knew that it would be not an easy way. He is just patient."
  4. “I think it is very sad, not only because of sanctions . . . I think as a human being, having children, I am more concerned about the security and the stability. With two great nations having a huge nuclear potential  . . . we are now entering the area of a further arms race and not communicating on major international problems. That is very dangerous.”
  5. “But the blame is not with us, frankly speaking, the blame lies with the American elite,”

-------------------

Það þarf auðvitað að hafa í huga, að þetta eru orð manns -- sem fullkomlega er háður góðvilja Pútíns þegar kemur að því að vera í því starfi er hann hefur.
Hann fer auðvitað ekki að setja það í hina minnstu hættu, með því að bregða sér út fyrir - línuna frá Pútín.

Hinn bóginn get ég vel trúað því - að þeim sem standa nærri Pútín.
Þyki ástandið í Washington -- óskiljanlegur sirkus.

Þannig ástand væri að sjálfsögðu fullkomlega óhugsandi í Moskvu.
--Þ.s. orð Pútíns hafa sömu merkingu og lög.
--Þ.s. Pútín er kominn í þá stöðu, að vera sennilega valdamesti stjórnandi Rússlands -- síðan Stalín var við völd.

Allir fjölmiðlar Rússlands, séu annað af tvennu - í beinni eigu ríkisins, eða reknir af aðilum í nánum viðskiptatengslum við elítuna í Kreml.
--Það sé því fullkomlega óhugsandi sambærilegur fjölmiðla sirkus og innan Bandaríkjanna, þ.s. stórir fjölmiðlar eru ákaflega gagnrýnir á ráðamenn í Hvíta-húsinu.
--Að auki væri það einnig fullkomlega óhugsandi, það ástand innan Bandaríkjanna -- það að dómarar séu að setja lögbann á einstakar tilskipanir Trumps, og komast upp með það!

  1. Þannig einfaldlega sé það --> Að þegar lönd hafa sjálfstæða fjölmiðla, í stað þess að frelsi fjölmiðla hafi í praxís verið afnumið.
  2. Þá eru fjölmiðlar oft afar gagnrýnir á landstjórnendur!
  • Og því líklegri að vera gagnrýnir -- því minna vinsæll sem sitjandi landstjórnandi er.
  1. Og þegar dómstólar raunverulega séu sjálfstæðir.
  2. Þá hafa þeir þann rétt, að takmarka hegðan - meira að segja stjórnvalda.

Í lýðræðis-ríki, ef sitjandi stjórnandi er ákaflega umdeildur!
Og hefur gert fjölda mistaka, eins og Trump sannarlega hefur á þeim 130 ca. dögum er hann hefur setið í embætti.

--Þá er afar afar eðlilegt að gagnrýni á þann landstjórnanda, sé ákaflega fyrirferðamikil í fjölmiðlaumræðu.
--Að sjálfsögðu, ef við það allt saman bætist -- að viðkomandi sætir rannsókn sjálfstæðs lögregluembættis á vegum alríkisins.

Þá væri það öldungia stórfurðulegt, að ef ástandið væri annað en það sem við sjáum, að nánast ekkert annað komist að í fjölmiðlum þess lands, en umræða um -- vandamál tengd þeim landstjórnanda!

-------------------

En ég hugsa að elítan í kringum Pútín - sé alveg heiðarleg í því, að hafa þá skoðun að þetta sé allt óskiljanlegur sirkus!
Og líklega að auki, halda þeir að þetta sé allt -- samsæri.
--Það geti vel verið heiðarleg afstaða!
Þar sem innan Rússlands, gæti aldrei nokkuð slíkt sennilega gerst.
Nema að það væri stjórnað af plotti, er kæmi frá einhverjum innan Moskvu valdakjarnans.

Þ.s. rússneskar stofnanir séu ekki lengur sjálfstæðar.
Séu allar rannsóknir á aðilum í valdakjarnanum, líklegast spruttnar vegna valdabaráttu meðal meðlima í valda-elítunni sjálfri!

Þannig túlki þeir líklega það sem er í gangi í Washington.
--Þ.s. þeir líklega trúi því ekki, að stofnanirnar í Bandaríkjunum séu raunverulega sjálfstæðar.
--Að 3-skipting valds í Bandaríkjunum, sé raunveruleg!

Umfjallanir rússneskra fjölmiðla að hlutir séu - eins miðlægir í Bandaríkjunum, eins og í Moskvu.
Gætu alveg verið tilraun valda-elítunnar í Moskvu -- að beita þeim viðmiðum sem þeir þekkja, á Bandaríkin.

 

Niðurstaða

En málið sé að í Bandaríkjunum, er 3-skipting valds raunverulegur hlutur.
Og stofnanir eins og FBI, hafa fullt sjálfstæði til að rannsaka valdamikla menn - þegar þær stofnanir sjálfar meta að ástæða sé til.
Og dómstólar, hafa fullt vald til að slá á puttana á eigin stjórnvöldum, ef mat dómstóla sé að eigin stjórnvöld - hafa farið út fyrir lögmarkað valdsvið sitt.
Auk þess, séu fjölmiðlar í Bandaríkjunum - sjálfstæðir; þó þeir gjarnan raða sér á pólitískar línur -- þá er ekkert sem bannar þeim að vera eins gagnrýnir á sitjandi forseta og þeim sýnist svo.

Það þíði þó ekki - að það sé óhugandi t.d. að pólitík sé til staðar í rannsókn þingsins á Trump.
Hinn bóginn sé pólitík - ólíkleg þegar komi að rannsókn FBI --> Sem hafi einmitt sýnt fram á með meðferð sinni á máli Hillary Clinton, að þora að rannsaka stórpólitísk mál, er stofnuninni sýnist svo burtséð frá því hversu óþægileg þau mál séu fyrir viðkomandi stórpólitíkus.

Það sýni síðan sú stofnun, í annað sinn - með rannsókn sinni er tengist fólkinu í kringum Trump, m.ö.o. að FBI-hiki ekki að rannsaka mikilvægustu pólitíkusa landsins, ef stofnunin meti ástæðu til.
--Burtséð frá vilja þeirra pólitíkusa - hvort sá heitir Hillary Clinton eða Donald Trump.

Það sé þetta ástand - net sjálfstæðra aðila.
Sem rússneska valda-elítan, sennilega skilur ekki!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Wilhelm Emilsson

"The trouble with free elections is that you never know how they are going to turn out." Molotov

Wilhelm Emilsson, 30.5.2017 kl. 20:28

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Skemmtileg tilvitnun.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2017 kl. 19:14

3 identicon

Þegar þú segir að Bandaríkin hafi "þrískift vald", er bara hægt að svara því á einn hátt ... "sluta prata med röven", eins og Svíar segja.

Þessi þrískipta valdaímyndun, kemur frá Rómarríki ... og er bakgrunnur "heilagrar þrenningar" kyrkjunnar.  Þó hvorki þú, né aðrir "trúarofstækis einstaklingar" gerið ykkur grein fyrir málinu. Þó svo að orðið triumvat ætti allavega að slá í fyrir ykkur að einhverju leiti.

Og, allt þetta "hatur þitt" gagnvart Putin, og Trump er byggt á vankunnáttu, vanþekkingu og hreinum og beinum aulaskap.  Eins og Ómar benti þér á hér þó í öðru samhengi ... þá eru þau Bandaríki sem ég óx upp við, ekki sömu Bandaríkin og eru nú.  Ef Trump ætlaði að stofna til heimstyrjaldar, myndi ég skilja málið ... en hann hefur allavega ekki þá stefnu ... enn. En hann er löglega kosinn í bandaríkjunum, og það að "elíta" bandaríkjanna er að berjast í þessu máli á sér bakgrunn í fasisma.  Þar sem elítan vill ekki ganga að niðurstöðum kosninga, og vill breita stöðu bandaríkjanna þannig að hinir "óæskilegu" geti ekki ráðið.

Og þú, littli Mússólíni ... heldur að þetta sé dæmi um "lýðræði".

Vandamál hins núverandi heims, er eftirfarandi ...

Bandaríkin eru að verða nasistaríki ...

Evrópa er að verða Sovétríkin ...

Kína, er að verða kapitalistískt ...

Rússland, byrjar að sýna á sér "einstaklingshyggju" ...

og þá er fokið í flest skjól... en Pútin lýsti best mismun Bandaríkjanna og Rússlands.  Hann sagði að sögulega, væru Bandaríkin "thinking as the individual" á meðan Rússland "thinks as a collective".  Þetta er hin sögulega "the Individual vs. the Collective".  Þetta er bakgrunnur þessa sögulegu Bandaríkjanna.

Enginn hugsanaháttur þinn, er í þessum anda ... þú ert, í hugsunum "dæmigerður Rússi".  Í þínum huga, er það "the Collective" sem á að ráða. Í huga elítunar í bandaríkjunum, er sami hugsanaháttur ... "the Collective" ræður.  Aðal ástæðan á bak við "innflutning á múslimum", ef við tökum sem dæmi ... er ekki til að auka "fjölbreitnig", heldur til að minnka hana.  Við höfum bara tvö gen, og það sterka ræður ... og það veika hverfur.  Einfalt ... en með auknum influttningi trúaðra, minnkar áhrifamáttur frjálslyndra með tímanum.  Fólk af "trúuðum" bakgrunni, er heldur ekki "á bandi einstaklingsins", þ.e.a.s ... þeir eru "the Collective".  Þetta er undirrót, stefnu vesturvalda undanfarin 30 ár.  Lestu þig til, og þá sérðu að Evrópa og Bandaríkin eru á stefnu sem leiðir til "Feudal society", eða "the Collective".

Trump, er enginn maður til að vernda einstaklingshyggjuna. Þetta er miljarðarmæringur, sem hagnast á því að fá sem flesta útlendinga inn. Minnka launakostnað, minnka áhrifamátt einstaklingins og auka áhrifamátt "hópsins", sem "hlýðnum hóp" (trúuðum).  Hann er tækifærissinni, sem notar kjósendur til að ná valdi ... sama á við um elítuna.  Þeir eru að nota kringumstæður, til að "leggja niður lýðræðið".  Eins og Wilhelm benti svo vel á hér að ofan ... þeir vilja ekki lýðræði, því það er ekki hægt að treysta á niðurstöðurnar ... þar eru svo margir sem kjósa rangt, eins og þú sjálfur ert að básúna hér ... eins og góður "Comrate".

Pútin, heldur að hann sé að vernda gamla "rússnesk" ígyldi.  En Rússland er í þeirri stöðu, að til að halda velli þurfa þeir að fara á móti straumnum.  Þeir þurfa að setja sig á móti "heims elítunni", og eru því að "tala fyrir ígyldi einstaklingsins".  Ekki vegna þess að Pútin "skilji" hvar hann sé, heldur vegna þess að ill nauðsyn neyðir hann til þess.

Sjálfur, "trúði" ég því að EU yrði hinn nýji "Hellenska lýðræðið" ... sem myndi vernda einstaklingshyggjuna. En eins og svo margir hafa bent á, er EU bara ný mynd á Sovétríkjunum.  Gífurleg vonbrigði margra ...

Hitt er svo annað mál, við skulum ekki "treysta á það" að Putin verði alltaf á réttir línu ... en við eigum heldur ekki að kasta skít á hann þegar hann er það.  Og Trump, það er góðs viti að þessi "maður" sé á sínum stað.  Löngu kominn tím til, að við hér gerum okkur grein fyrir því að US of A er enginn bjargvættur ... og verður aldrei aftur.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 31.5.2017 kl. 19:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 254
  • Sl. sólarhring: 298
  • Sl. viku: 337
  • Frá upphafi: 846975

Annað

  • Innlit í dag: 240
  • Innlit sl. viku: 322
  • Gestir í dag: 231
  • IP-tölur í dag: 231

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband