28.5.2017 | 22:34
Rússland komið með nýja farþegaþotu - fljótt á litið samkeppnisfær við aðrar tegundir 2-ja hreyfla farþetaþota af smærri gerð
Irkut MS 21, eins og vélin er kölluð, skv. tæknilýsingum sem til eru á netinu - virðist tilheyra nýjustu kynslóð 2-ja hreyfla farþegaþota. Og ef þær lýsingar eru sæmilega réttar, virðist geta a.m.k. verið sambærileg við nýjustu gerðir slíkra þota nú í boði annars staðar eða rétt við það að vera teknar í notkun.
Skv. frétt: Russia squares up to Boeing, Airbus with maiden jet flight.
Keppinautar:
Engin leið er að meta fullyrðingar rússneskra miðla þess efnis, að nýja vélin sé fullkomnari og hagkvæmari - en hinar nýjustu Boeing 737 eða Airbus A320; sem eru nú komnar í framleiðslu.
737Max voru ekki afhentar fyrri en 16/5 sl. eða fyrir mjög skömmu - því ekki enn komnar óháðar fregnir af því, hver reynslan af þeim sé.
104 A320neo hafa verið afhentar síðan 2016 - Airbus virðist eiga mikið af útistandandi pöntunum, sem bendi til þess að vélin standi undir væntingum.
Bmbardier C-gerðin, skv. fregnum frá Swiss-air, sem er fyrsta félagið að taka þær í notkun -- virðist vera mjög góð; þ.e. ef marka má talsmenn Swiss-air, sé vélin að skila ívið betri hagkvæmni en sölubæklingar Bombardier lofa - félagið a.m.k. virðist hæst ánægt með kaupin.
Embraer virðist ganga vel að selja sína E-jet, þannig að þá væntanlega stendur hún undir væntingum -- en reikna má með því að slæmar fregnir berist hratt út milli félaga.
- Hin rússneska, Irkut MS 21.
- Kínverska, Comac C919.
Eru síðan -- spurningamerki!
Það sem ég tek eftir er lýsingar á Comac C919 eru réttar - að hún virðist af ívið "less advanced conception" en Irkut MS 21.
Þ.e. smíðuð nærri alfarið úr málmi - en ekki eins og sú rússneska, og aðrar sambærilegar nýjar vélar --> Að verulegu leiti úr fjölliðu- "composite" efnum.
Það færir manni þann grun, að strúktúr hennar sé ívið þyngri en hinna.
Sem mundi þá koma niður á burð og eldsneytiseyðslu - þar með rekstrarhagkvæmni.
- Meðan að Irkut MS 21 --> Virðist fljótt á litið, fullkomlega sambærileg við, allra nýjustu og fullkomnustu vestrænu vélarnar af sambærilegri stærð.
Það kannski ætti ekki að koma á óvart - að Kínverjar eigi enn eftir, a.m.k. 1-skref - til að ná að standast fullkomlega tæknilega!
- Það verður að koma í ljós - hversu vel Rússum gengur að selja sína vél út fyrir landsteina.
- Íran a.m.k. ætti að vera til í kaup - rekstraraðili fjölda rússneskra véla af eldri kynslóð.
--Eitt vandamál Rússa, með að brjótast inn á Vestræna markaði.
--Er einfaldlega það, að stóru framleiðendurnir bjóða heilu framleiðslulínurnar af mismunandi stórum vélum.
--Það sé gjarnan ákveðin hagkvæmni í því, að hafa vélar frá sama framleiðenda.
- Breiddin, setji Airbus og Boeing í ákveðin sérflokk.
- Meira að segja í samanburði við - aðra Vestræna framleiðendur.
Fram að þessu, hafi ekkert Vestrænt flugfélag -- prófað að reka rússneskar tegundir farþegaþota, svo ég viti til!
Slæm samskipti Rússlands og Vesturlanda - gæti einnig verið hindrun í sjálfu sér.
Niðurstaða
Ef maður hugsar út í það, sé áfram líklega mestar líkur á því að Rússland selji sínar farþegaþotur einna helst til -- fátækari Asíulanda og Afríkulanda. En Rússland hefur oft boðið sínar vélar - ívið lægra verði en sambærilegar Vestrænar vélar hafa fengist á.
--Hinn bóginn má vera að annað gildi um Irkut MS21 vegna þess hve tæknilega fullkomin hún virðist vera, auk þess smíðuð úr efnum sem líklega eru ekki sérlega ódýr.
- Það getur þá verið, að Rússar bjóði þær á sambærilegu verði - vegna hás framleiðslukostnaðar.
Það væri þá hugsanlega, einna helst spurning um lönd - sem hafa jákvæðari samskipti við Rússland, en Vestræn lönd hafa; sbr. Íran og Indland, Mið-Asíulönd, einhver Mið-austurlanda fyrir utan Íran hugsanlega, hugsanlega einhver Suður-Ameríkulönd, og Afríkulönd.
Sennilega ekki mjög líklegt að hin nýja vél Rússa, finni leið inn á Vestræna markaði - meðan að samskipti Rússlands og Vesturlanda haldast svo slæm sem þau séu!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sæll frændi. Þvert ofan í trú flestra vesturlandabúa var liprasta orrustuflugvél Seinni heimsstyrjaldarinnar hvorki Spitfire né Mustang, heldur Yak-3. Á seinni hluta stríðsins á austurvígstöðvunum fengu flugmenn á Messerchmitt 109 fyrirmæli um það, að ef þeir kæmust í tæri við Yak vél með bungu fyrir olíukæli framan á, skyldu þeir flýja strax.
Sukhoi 37 með stefnukný (vectored thrust) er af mörgum talin liprasta orrustuþota síðari ára og þegar Kanarnir ætluðu að sýna X-31 á flugsýningu í París 1995, stal Sukhoi sjóinu gersamlega.
Á flugsýningunni sýndu Rússar Iljusin 76 og virtist hún á pappírnum og til að sjá vera afar eiguleg og þar á ofan lang ódýrasta breiðþotan.
En þegar gengið var inn í vélina var svo leiðinleg fúkkalykt þar inni að vélin féll þegar talsvert við það, því að lyktin sást ekki á tölum frekar en lyktin frá kísilverinu í Helguvík.
Fyrir um tíu árum kom einn af helstu sérfræðingum Cargolux í heimsókn til Íslands og hélt mjög fróðlegan fyrirlestur um val þess flugfélags á flugvélum.
Hann sagði að við fyrstu sýn hefðu Rússar boðið langbest, en þegar farið var að afla upplýsinga um endingu hreyfla og fleira varðandi reksturinn hefði niðurstaðan orðið sú, að til lengri tíma litið yrði rússneska dæmið dýrara, einkum vegna lélegrar endingar hreyflanna.
Ómar Ragnarsson, 28.5.2017 kl. 23:21
Innanbreiddin er 11 sentimetrum meiri en á Airbus 320 og 24 sentimetrum meiri en á Boeing 737, og ef mönnum finnst 2 - 4 sentimetrar á hvern farþega lítið, er það ekki þannig, því að það munar ótrúlega mikið um hvern sentimetra í breidd sæta varðandi þægindi, hvort sem um er að ræða bíla, samkomusali eða flugvélar.
Allar mjóu Boeing þoturnar voru hvað svona stærðir snertir, framleiddar miðað við meðalstærð fólks 1950.
Síðan hefur meðalhæðin vaxið um 10 sentimetra og meðalbreiddin líka vaxið.
Ómar Ragnarsson, 28.5.2017 kl. 23:33
Flugfélögin væntanlega pæla í viðhaldskostnaði sannarlega, en ekki síður eldsneytiseyðslu per sæti.
Spurning hvort að víðari búkur þíðir ekki meiri eldsneytiseyðsla á dæmigerðum ferðahraða per farþega, þ.e. ódýrar rekstrarlega sé að hafa vél ívið mjórri en lengri miðað við sama farþegafj.
--Sem sé mundi mig gruna, líklegri skýring þess af sömu skrokkvídd sé viðhaldið - áratug eftir áratug.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2017 kl. 07:47
Mér var sagt einu sinni varðandi "afterservice" viðhalda varahluti og annað að það væri ekki nándar eins vel skipulagt hjá Rússanum - hans skoðun var að skilningur Rússa á mikilvægi þess þáttar væri ekki eins vel þróaður og hjá Vestrænum framleiðendum -- slík þjónusta væri afar mikilvægur þáttur einnig.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2017 kl. 07:56
Studia hafi verið gerð á Tubolev 2ja hreyfla fáanleg með Vestrænum hreyflum er kostaði minna að kaupa en kostnaðarlega hafi þeim ekki litist á málið þegar það var skoðað nánar. Grunar t.d að þurft hefði að eiga töluvert meira af varahlutum upp á rekstraroryggi sem hafi verið hluti af þessu.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2017 kl. 08:10
Su37 er ekki lengur a dagskra ... en besta flugvel veraldar, er Su35s. Ef menn hafa fyrir því að lesa fakta siður CIA, þá sjá menn að Rússar nota tækni sem önnur lönd hafa ekki getað kopierað. Það sem um er að ræða, er þol vélanna ... Rússar eru með 4 sinnum minni flugher, en kaninn ... en sýndu í Sýrlandi, að þeir geta sent hverja vél upp í loftið 4-5 sinnum á sólarhring, sem er 4-sinnum oftar en kaninn hefur getað. Þetta léku Rússar í 6 mánuði ...
Ef hluti þessarar tækni, er til staðar í farþegaflugvél þeirra ... þá er það góðs viti ... og góð meðmæli með rekstargetu hennar. Hitt eru Rússar þekktir fyrir, og það er að "trasla" með eftirlitið. En það hefur ekkert með hæfni, styrk og þol vélarinnar að gera ... það er hægt að fá rusl bíl frá 1917 til að ganga í dag, ef maður bara passar að skipta nógu oft um varahluti ...
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.5.2017 kl. 17:22
Bjarne, geisp - ef þú sendir sömu vél svo oft, þá þarftu A)rótera flugmönnum, annars ofþreytast þeir, og B)hafa flugvöllinn nægilega nærri --> Flugvöllur Rússa er í einungis nokkurra mínútna flugfæri frá flestum þeim stöðum þar sem Rússar beittu sprengjum.
--Þetta eru engin geimvísindi, stutt að fljúga fram og til baka, rótera flugmönnum. Þá getur sama vél verið notuð allan sólarhringinn --> Einhvern veginn er ég viss, að Kanar hafi mjög oft gert slíkan hlut!
Su35 er ekki "stealth" vél - hún er lipur í lofti, hraðskreið, með gott drægi.
--En "stealth" vél hefur alltaf óhjákvæmilega forskot - þ.s. í nútíma hernaði, skýtur sá flugmaður hinn niður - sem fyrstur er að sjá.
"Stealth" vél getur alltaf skotið fyrsta -- verið búin að setja allar sínar eldflaugar af stað, áður en þær rússn. vita að hún er þarna - um leið og hún hefur skotið flaugunum, vita þær af "stealth" vélinni -- en Rússarnir verða of önnum kafnir að forðast flaugarnar til að hafa tíma til að ná miði á hana -- áður en hún hefur fært sig nægilega til að "stealth" eiginleikarnir gera hana torséða að nýju -- þannig að aftur verður hún að skugga sem þeir sjá ekki, geta ekki náð miði á.
Sambærilega lipur "stealth" vél mun alltaf hafa mjög mikið forskot - burtséð frá því hversu góð annars, "non stealthy" vélin er.
--En það reyni ekki á slíkt, nema "stealth" vélin láti svo lítið að hefja návígi --> En "Stealth" vélin hefur enga ástæðu að fara það nærri rússn. vélunum, að þær geti náð á hana miði og beitt vopnum sínum.
Þannig geti "stealth" vél flogið hringi í kringum SU35 án þess að rússn. vélarnar geti mikið gert í því -- og nokkurn veginn leikið sér að þeim, eins og kettir að músum - þ.e. ráðist að, að vild.
--Valið alltaf tímann og staðinn!
SU35 mun eiga í óhjákvæmilega miklum vandræðum með F22.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.5.2017 kl. 19:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning