17.3.2017 | 23:32
Rex Tillerson segir hernað gegn N-Kóreu mögulegan valkost
Þetta er eiginlega frekar stuðandi yfirlýsing - en ég reikna með því að fyrrum forstjóri ExonMobile viti mæta vel að það sé vita gagnslaust að gefa yfirlýsingar sem viðkomandi meinar ekki.
--Þannig að Tillerson sé líklega alvara!
Tillerson - "If they elevate the threat of their weapons program to a level that we believe requires action, that option is on the table."
Tillerson delivers stark warning to North Korea of possible military response
US strategic patience with N Korea has run out, says Tillerson
Eins og ég hef áður bent á -- fylgir gríðarleg áhætta hugsanlegri árás á N-Kóreu!
Það sem þarf að hafa í huga, að engin leið er að reikna út fyrirfram - hver viðbrögð Kim Jong-un mundu verða við -- bandarískum loftárásum.
--Ég held að það væri órökrétt að gera ráð fyrir því.
--Að slík árás, starti ekki Kóreustríðinu aftur.
- Kóreustríðinu lauk með vopnahléi - aldrei saminn formlegur friður. Sem þíðir, að allt og sumt sem þarf til að starta því að nýju - að herirnir fari að skjóta.
--Hafandi í huga að N-Kórea hefur mikið af stórskotaliði í færi við Seoul.
Þíddi líklega árásir á skotmörk í N-Kóreu, nánast tafarlausa stórfellda eyðileggingu innan borgarmarka höfuðsstaðar S-Kóreu. - Síðan væri engin leið að útiloka, að Kim Jong-un mundi fyrirskipa að skjóta öllum sínum eldflaugum - í einu. Um leið og það fréttist, að bandarískur flugher væri að reyna að eyðileggja mikilvæga þætti vígbúnaðar N-Kóreu.
--Kim á mikið af flaugum er bera hefðbundnar sprengjur - og þær draga lengra en stórskotaliðssveitir N-kóreanska hersins.
--Þannig að ef maður gerir ráð fyrir að öllu sé skotið á loft, mundi þessum flaugum rygna innan klukkustunda frá bandar. árás -- yfir borgir S-Kóreu.
--M.ö.o. gætu yfir 100.000 S-Kóreumenn látist á fyrsta sólarhring átaka. Óskaplegt tjón orðið á mannvirkjum víða um S-Kóreu. - Síðan er það spurning, hvort að Kim hafi tekist að koma kjarnasprengju fyrir á eldflaug.
--En að slíkt hafi enn verið gert, a.m.k. ennþá er óstaðfest.
--A.m.k. er ekki fyrirfram unnt að vita með vissu, að ekki sé hætta á -- kjarnorkurásás. - En það þarf ekki nema ein kjarnasprengja að hæfa borg, til þess að sú borg væri að mestu eyðilögð - íbúar hennar stórum hluta látnir.
--Svo eins og kortið sýnir vel, er það stutt yfir til Kína - að óhagstæðir vindar gætu borið geyslavirk ský yfir - og eitrað landsvæði þar í landi.
--Án vafa væri Kínverjum ekki skemmt. - Eða geislavirk ský, gætu borist til Japan - gert það sama þar.
Þá er auðvitað það litla vandamál - hver á að stjórna N-Kóreu, ef landið leggst á hliðina?
En slík yfirtaka - mundi án nokkurs vafa, kosta óskaplegar upphæðir.
Niðurstaða
Ég er einfaldlega að segja - hernaðarárás á N-Kóreu það mikið hættuspil, vegna fullkomlega óútreiknanlegra viðbragða N-Kóreu, hafandi í huga umfang hefðbundins vopnabúrs N-Kóreu, hafandi í huga að ef þ.e. notað af fullum kröftum -- eru afleiðingar þess vel reiknanlegar.
--Jafnvel þó maður reikni ekki með hugsanlegri kjarnorkuárás.
Að slík hernaðarárás Bandaríkjanna, væri óðs manns æði.
------------
- Hvað á þá að gera?
- Nato er að því þegar, þ.e. setja upp gagneldflaugakerfi.
--Sl. 10-15 ár hefur NATO verið að setja upp vaxandi fjölda slíkra kerfa, og í dag eru þau líklega nægilega góð, að líkur séu á að slík kerfi geti skotið niður flaugar frá N-Kóreu, áður en þær ná til Evrópu eða Bandaríkjanna, eða Japans.
Það væri algerlega órökrétt af N-Kóreu að framkvæma fyrstu árás, þegar óvissa væri veruleg að flaugarnar gætu náð alla leið.
--Á sama tíma, er árás af fyrra bragði á N-Kóreu af hálfu Vesturlanda einnig órökrétt - þó það væri með hefðbundnum vopnum, því Vesturlönd geta aldrei verið 100% örugg að gagnflaugakerfi nái hverri einustu flaug skotið á loft af hálfu N-Kóreu.
Það framkalli - "standoff" þ.s. báðir aðilar fæli árásir hins.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er satt það þýðir ekki að tala meira en þessi maður er hálf brjálaður ef ekki alveg. Það sem ég held er að það sé leiðangur núþegar komin af stað og auðvita njósnara net á staðnum til hjálpar.
Valdimar Samúelsson, 18.3.2017 kl. 08:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning