Ritstjóri þýska spegilsins segir Trump að einu leiti hafa á réttu að standa

Tengingin er við málefni - NATO. En Christiane Hoffmann segir Evrópu verða sjálfa að gera meira í eigin vörnum. Að Evrópa geti ekki lengur, eigin hagsmuna vegna, gefið sér það að Bandaríkin verði alltaf til staðar -- til að verja Evrópu.
--Þannig að hún tekur undir kröfuna þá, að Evrópulönd sem verja minna af landsframleiðslu til varna en 2% af þjóðarframleiðslu -- auki sitt framlag til varna í 2% af þjóðaframleiðslu.

Europe Must Plan to Defend Itself

Defense spending among NATO members

Það eru sögulegar ástæður fyrir því, af hverju framlag Þýskalands er svo hlutfallslega lágt!

Ég vísa til - Seinni Styrrjaldar. En þegar nýr þýskur her var búinn til á 6. áratugnum, ca. áratug að aflokinni þeirri styrrjöld.
Þá var að sjálfsögðu langt í frá - gróið um þau sárindi sem hernám Þjóðverja hafði skapað.

Það m.ö.o. hefði gert aðrar V-evrópskar þjóðir -- hræddar.

Ef -hafandi í huga að Þýskaland reis fljótt aftur eftir stríð sem stærsta hagkerfi V-Evrópu- hefði þá byggt upp langsamlega stærsta og öflugasta herafla NATO - á eftir herafla Bandaríkjanna.

Hinn bóginn, eru yfir 60 ár liðin síðan nýr þýskur her var búinn til.
Og löngu kominn tími til þess, að Þýskaland taki að sér það varnarhlutverk.
--Sem rökrétt sé að Þýskaland axli.

  • Að einhverju verulegu leiti, er einnig að glíma við - langvarandi andstöðu innan Þýskalands sjálfs, þ.e. eins og í Japan - er ekki almennur stuðningur við, stækkun herafla landsins.
  • Að sjálfsögðu stendur sár reynsla Seinna-stríðs, ennþá í fólkinu í Japan og Þýskalandi.

Bæði löndin eru lýðræðislönd, og það þarf að skapa nýrri stefnu - stuðning heima fyrir þ.e. innan Japans og Bandaríkjanna!
--Trump er ekki beinlínis vinsælasti þjóðarleiðtogi heimsins í þeim löndum.

M.ö.o. það að vitað er að krafan kemur frá Trump.
Eykur ekki endilega - vinsældir þess, að fylgja slíkri kröfu fram.

  1. Það er samt full gróft, eins og bandarískir hægri menn í dag gjarnan setja þetta upp.
  2. Að Evrópa -"free ride"- á bandarísku skattfé.
  • En menn gleyma því þá - að bandalag Vesturlanda, snýst ekki bara um hermál.

Einnig er um að ræða -- samstarf innan alþjóðastofnana heimsins.
Þar sem, Vesturlönd hafa staðið saman, um að viðhalda sameiginlegri valdastöðu.

  1. Sbr. þá virðist Evrópa eiga meir í -- AGS en Bandaríkin, Framkvæmdastjóri AGS hefur alltaf verið frá V-Evrópu.
  2. Á sama tíma, hefur framkvæmdastjóri "WTO" eða Heimsviðskiptastofnunarinnar, alltaf verið Bandaríkjamaður.

--Án samstöðu Evrópu + Bandaríkjanna!
Gæti Evrópa ekki haldið stöðu sinni í AGS.
Bandaríkin ekki stöðu sinni innan "WTO."

  • Það er ekki eins og það -- gagnist Bandaríkjunum nákvæmlega ekki neitt, að ráða mestu innan "WTO."
  • Og Evrópa að sjálfsögðu tekur mikið tillit til sjónarmiða Bandaríkjanna, þó hún fram að þessu hafi alltaf - framkvæmdastjóra AGS.
  1. Ef samstaða Bandaríkjanna og Evrópu rofnar.
  2. Þá þar af leiðandi, veikist staða beggja -- þ.e. Bandaríkjanna og Evrópu á sama tíma.

Þetta er hvað Trump og hans stuðningsmenn gjarnan gleyma.
Er að hve miklu leiti valdastaða Bandaríkjanna.
Er að þakka - samvinnu Bandaríkjanna við sín bandalagslönd.

 

Niðurstaða

Bandaríkin rökrétt í framtíðinni - munu fókusa í vaxandi mæli á Kyrrahafssvæðið, eftir því sem völlurinn á Kína vex.
Það, þó engar frekari ástæður væru nefndar, þíði að Evrópa mjög sennilega þarf í vaxandi mæli - að taka yfir eigin varnir.

Auðvitað þarf það að gerast í viðráðanlegum skrefum.
Ef Bandaríkin pökkuðu saman t.d. á einu ári, og kveddu samstarfið við NATO.
--Væri V-Evrópa ekki í aðstöðu til þess, að fylla upp í þá gjá í vörnum V-Evrópu er þá myndaðist.

En á t.d. 10-ára tímabili, ætti V-Evrópa vel að geta bætt í verulega.
Evrópa á vel að geta myndað varnargetu er getur dugað ein og sér, til að halda aftur af Rússlandi.

  • Í dag er Evrópa líklega ekki nægilega hernaðarlega öflug, ein og sér - til að veita örugga fælingu þegar kemur að Rússlandi.
    --En Evrópa ætti að vera vel fær um að byggja upp nægan fælingarmátt.

Þannig að Bandaríkin geti fókusað krafta sína á Kyrrahafssvæðið í framtíðinni.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Það er einmitt tilfellið með Trump, þó svo að hann sé eins og trúður og ég óttist að hann geti jafnvel orðið hættulegur, þá hefur hann furðu margt til síns máls. Til dæmis sagði fréttamaður við hann um daginn að Pútín væri morðingi, og þá svaraði hann á þá leið að þeir sjálfir væru ekki svo góðir heldur. Þetta sýndi eina ferðina enn að almennir Bandaríkjamenn virðast ekki sjá sín eigin hryðjuverk í Mið-Austurlöndum, en Trump hefur óhikað bent á hvernig þeir hafa sjálfir hagað sér.

Sveinn R. Pálsson, 18.2.2017 kl. 10:02

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fáir sem komast til metorða eru algerlega vitlausir.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 18.2.2017 kl. 16:03

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þosteinn, ja hérna hér - eru engin takmörk fyrir því hvaða rugli þú ert til í að trúa - einmitt, barnaklámshringur.
Þegar þú sérð slíkar fullyrðingar sbr. barnaklámshringur á æðstu stöðum í tengslum við þá sem voru tengdir Obama og Clinton -- þá á það einungis ein viðbrögð skilið; hlátur!

Ég heyrði að slíkar fullyrðingar voru uppi á rússn. stjónvarpsstöð - sem varpar efni sínu einnig í Bandar.
--En datt ekki í hug, að nokkrum heilvita manni mundi koma til hugar, að taka slíkt alvarlega yfir höfuð.

    • Og einmitt, þeir sem tengjast Obama og Clinton - eru elítur.

    • Meðan að milljarðamæringarnir sem tengjast Trump - eru ekki.
      --Virkilega?

    Losaðu þig svið þess konar fordóma. Menn sem hafa milljarðamæringa sem helstu vini - eru augljóslega að ljúga er þeir segjast vera -- hreinsa einhverjar elítur.
    --Þvert á móti, kallast slíkar hreinsanir, sem Trump er að framkvæma --> pólitískar hreinsanir.
    Vertu ekki svona bláeygur að Trúa milljarðamæringnum og vinum hans.

      • Pólitískar hreinsanir - eru sjaldan af því góða.

      • Því þær leiða án vafa til þess, að þegar Repúblikanar - næst tapa.

      • Þá munu Demókratar hefna sín -- með því að hreinsa alla Repúblikana.

      Þ.s. slík -tit for tat- hegðan leiðir fram -- er vaxandi vantraust á stjórnkerfinu í Bandaríkjunum.
      --Þessar hreinsanir eru m.ö.o. ekki að laga nokkurn hlut.

      Heldur grafa undan trausti almennt á stjórnkerfinu.
      --En þegar einn pólitískur hópur - hreinsar annan út.
      --Þá tryggir það að - þeir sem ekki eru sammála pólit. skoðunum þeirra sem eru að hreinsa, þá fullkomlega vantreysta þeim stofnunum, sem með slíkum hætti eru - pólit. hreinsaðar.

      Eða m.ö.o. slíkar hreinsanir - tryggja, að allir aðrir en þeir sem eru stuðningsmenn þess hóps, sem er að framkvæma slíkar pólit. hreinsanir -- þá vantreysta meir þeim stofnunum sem þannig eru pólit. hreinsaðar.
      --Þess vegna, skaðar þetta traust á þeim valdastofnunum, sem pólit. hreinsanir af slíku tagi eru framkv. innan.

        • Þvert á móti eru þetta - slæmar fréttir!

        • Þ.s. þetta þíðir, aukin átök í framtíðinni í Bandar. - um stjórnkerfið.

        Kv.

        Einar Björn Bjarnason, 18.2.2017 kl. 22:02

        4 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

        Það er ekki aveg efnislega innihaldið per se í þessu ákveðna máli sem er stingandi heldur hvernig hann segir þetta og í öllu samhenginu.  Það eru alveg ákveðnar ástæður fyrir að svona er fyrirkomulagið varðandi Nato og var sennilega ekki síst vilji BNA að hafa fyrirkomulagið með þessum hætti.  Það hvernig hann hefur talað um Nato er stuðandi, að mínu áliti, og mjög stuðandi í öllu samhenginu.  Jú jú, örugglega popúlískt upplegg og til einhverra vinsælda fallið í örstuttan tíma.  En innihaldleysi ummæla Trump þarna er sláandi og búmm hljóðið heyrist lengi líkt og þegar slegið er í tóma tunnu eða tank.

        Ómar Bjarki Kristjánsson, 19.2.2017 kl. 09:58

        Bæta við athugasemd

        Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

        Um bloggið

        Einar Björn Bjarnason

        Höfundur

        Einar Björn Bjarnason
        Einar Björn Bjarnason
        Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
        Nóv. 2024
        S M Þ M F F L
                  1 2
        3 4 5 6 7 8 9
        10 11 12 13 14 15 16
        17 18 19 20 21 22 23
        24 25 26 27 28 29 30

        Eldri færslur

        2024

        2023

        2022

        2021

        2020

        2019

        2018

        2017

        2016

        2015

        2014

        2013

        2012

        2011

        2010

        2009

        2008

        Nýjustu myndir

        • Mynd Trump Fylgi
        • Kína mynd 2
        • Kína mynd 1

        Heimsóknir

        Flettingar

        • Í dag (22.11.): 2
        • Sl. sólarhring: 9
        • Sl. viku: 31
        • Frá upphafi: 856020

        Annað

        • Innlit í dag: 2
        • Innlit sl. viku: 31
        • Gestir í dag: 2
        • IP-tölur í dag: 2

        Uppfært á 3 mín. fresti.
        Skýringar

        Innskráning

        Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

        Hafðu samband