Trump ásakar öryggisstofnanir Bandaríkjanna - fyrir glæpsamlega leka

Höfum í huga, að Trump hefur ekki neitað því - að Michael Flynn hafi verið sekur um það athæfi einmitt, sem Flynn hefur verið ásakaður fyrir.
--Þ.e. að hafa átt símtal seint á sl. ári við Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
--Þannig að Trump hefur ekki a.m.k. fram að þessu - þrætt fyrir þann punkt.

Trump renews fight with intelligence agencies

Trump - “The real scandal here is that classified information is illegally given out by ‘intelligence’ like candy. Very un-American!”

Erm, maður veltir því fyrir sér - þar af leiðandi - hvað Trump á við.

  1. En þar sem Trump hefur rekið Flynn, ekki þrætt fyrir sekt Flynn þegar kemur að þessu símtali.
  2. Ekki hefur Trump heldur - þrætt fyrir að efni símtalsins sé það, sem fram kemur að það hafi verið - skv. upplýsingum fjölmiðla.

https://static01.nyt.com/images/2016/01/28/world/28trumpbelgium-web2/28trumpbelgium-web2-facebookJumbo.jpg

Var Trump að reyna að þagga niður þær upplýsingar, sem lekið sannarlega var í fjölmiðla?

En þetta er eina skýringin sem ég kem auga á!
--En staðfest hefur verið, að Trump var varaður við Flynn - af embætti ríkissaksóknara Bandaríkjanna, dögum áður en Trump formlega tók við sem forseti.
--Þannig að Trump vissi um -- athæfi Flynn, áður en hann formlega skipaði Flynn í embætti Þjóðaröryggisráðgjafa.

  1. Það eina sem ég fæ séð úr þeim staðreyndum.
  2. Er að Trump hafi ætlað sér - að þagga málið niður.

Nú þegar hann hafi neyðst til að láta Flynn fara frá sér.
Sé hann fyrst og fremst reiður þeirri útkomu.

Að upplýsingar - sem Trump þræti ekki fyrir.
Hafi verið komið til fjölmiðla - sennilega af einhverjum starfsmanni CIA eða FBI.
Líklega í trássi við fyrirmæli frá Trump sjálfum.

  • Það er að sjálfsögðu hneyksli ef Trump var með yfirhylmingartilraun af slíku tagi.
    --Það eiginlega vekur frekar áhuga manns á þeirri spurningu - hvort Trump veit meira um málið, en hann fram að þessu hefur viðurkennt?
    --Veltir því aftur upp, hvort Flynn var að þessu fyrir Trump, m.ö.o. að Flynn hafi verið að taka fallið fyrir - Trump m.ö.o.

 

Niðurstaða

Mér virðist Trump fyrst og fremst skjóta sjálfan sig í fótinn - með nýjustu árás sinni á öryggis- og njósnastofnanir Bandaríkjanna.
En eina leiðin til þess að ég fái kvörtun Trumps til að ganga upp.
Hafandi í huga að hann - neitar ekki því sem fram hefur komið í fjölmiðlum um símtal Michael Flynns við sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum.
Og hann rak Flynn einmitt þegar málið komst í hámæli - í stað þess að gera tilraun til að koma Flynn til varnar.

--Að Trump sé óbeint að viðureknna - að hafa verið að gera tilraun til að, þagga málið niður innan kerfisins.
--M.ö.o. að málið sé frekar það, að starfsmaður sem lak málinu - sé einungis sekur um að hafa komið Trump í bobba, fyrir að hafa lekið sannleikanum til fjölmiðla.

Að mínu mati, sé það -- skandall.
Að Trump hafi virst ætla að þagga málið í fyrsta lagi.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Geisp, Nei - þetta eru ekki falsaðar fréttir.
Trump hefur ekki -ath- dregið þær í efa.
Hann er einungis að skammast yfir því - að upplýsingunum var lekið.
--> Það þíðir, óbeina viðurkenningu hans sjálfs á því að þær séu sannar.
En ef hann kannaðist ekki við að þetta væri rétt - hefði hann ekki, rekið Flynn eftir allt saman, heldur staðið vörð um hann.
----------
M.ö.o. ég tek ekkert mark á slíkum -fake news- fullyrðingum.
Sérsaklega er ekkert bendi til þess að þær fullyrðingar standist.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 16.2.2017 kl. 15:05

2 Smámynd: Ómar Bjarki Kristjánsson

Ef ég á að segj alveg eins og er, að þá er ég orðinn svo svartsýnn, að ég bíð bara eftir því að Trump starti stríði.  Þá mundi allt annað hverfa í skuggan vegna þess.  Kallinn getur ekki útskýrt neitt og er með allt niðrum sig og er að stórskaða orðspor Bandaríkjanna á hverjum degi.

Hinn möguleikinn er að repúblikanar sjálfir taki í taumana.

Ómar Bjarki Kristjánsson, 16.2.2017 kl. 17:41

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Sammála þér Ómar Bjarki, þetta er borðleggjandi. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 16.2.2017 kl. 18:30

4 Smámynd: Jónas Gunnlaugsson

Ég er að reyna að skilja málefnið.

Pútín  rak banksterana frá Rússlandi.

Þá stuðluðu vesturlönd að því að fella löglega stjórn Úkraínu, og nýja stjórnin var andsnúin Rússlandi.

Rússar höfðu haft flotastöð, Sevastopol  á Krímskaga frá árinu 1783.

Flestir í austurhluta Úkraínu og Krímskaga tala Rússnesku.

Rússar færðu því Krímskagann aftur, en Krútséeff  hafði fært hann á milli sýsla í Rússlandi, það er yfir í Úkraínu.

Áður voru bæði stjórnsýslusvæðin í Rússlandi og Rússar vildu hafa Krím áfram í Rússlandi.

Þegar Rússakeisari á árunum fyrir fyrri heimstyrjöld úthýsti  banksterunum,

þá sendu þeir erlenda bolsévika með sand af peningum til Rússlands til að steypa Rússakeisara, o

g enduðu með því að drepa 66 miljónir Rússa.

Nú færa vesturlönd herafla að landamærum Rússlands af því að Pútín rak  heims peninga bókhaldið frá Rússlandi.

Nú er kominn nýr forseti í Bandaríkjunum, og hann heitir Trump.

Trump hefur sagt að hann vilji vingast við Rússa og vinna með þeim í að friðvæða veröldina.

Það var og er búið að vera stríð í tíð fyrri stjórna, svo að gott er að friðvæða veröldina.

Það er ágætt að Rússar og Bandaríkjamenn semji og stjórni veröldinni í sameiningu.

000

Núna þykir fjölmiðlum stórfyrirtækjanna. BANKSTERANNA, það þjóna hagsmunum sínum að láta eins og það sé rangt að semja við Rússa. Við skulum biðja fyrir Trump og Pútín að þeim takist að stýra heiminum til betri framtíðar. Allt annað er glötun.

15.2.2017 | 12:50

Egilsstaðir, 16.02.2017  Jónas Gunnlaugsson

Jónas Gunnlaugsson, 16.2.2017 kl. 21:43

5 Smámynd: Guðmundur Böðvarsson

Hef vaxandi trú á Trump. Hann þarf bara að hreinsa almennilega til í Washington.

Guðmundur Böðvarsson, 16.2.2017 kl. 22:25

6 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Gaman að fylgjast með þessu hjá þér Einar og af því að þú veist svo mikið um þetta og lögin í kringum þetta símtal Mike Flynns við sendiherra Rússa,  þá kanski getur þú útskýrt það fyrir okkur hin hvaða lög Mike Flynn (Trump) braut?

Nú er það svo að allir þeir sem hafa gegnt starfinu sem að Mike var að taka við hafa samband við annara landa fólk sem starfar á vegum utanríkisraaðuneitis og eða varamarmqlaraðuneitis. Mike hafði samband við yfir 30 ríki.

Þetta er gert þegar nýr forseti tekur við, þá er hann og starfmenn hans tilbúnir á firsta degi (20. janúar klukkan 12:01) að taka við störfum.

En allur þessi æsingur um þetta fræga símtal er að koma demókrötum í klípu. Auðvitað hlaut að koma að því, hver lak hluta af símtali Mike's í fjölmiðla?

það þykir líklegt að það sé einhver eða einhverjir sem voru að starfa fyrir Hussein Obama, enda kemur símtalið first fram 3. janúar, Hussein var í Forsetastólnum. 

Ný spurning hefur komið fram; hvenær vissi Hussein Obama um þessar símahleranir á Trump og hans áhangendur eins og t.d. Mike Flynn og hvenær fyrirskipaði Hussein símahleranirar og var það Hussein sem lak þessu í fjölmiðla, eða var það gert af fyrirskipun Hussein.

Það sem ég veit um lögin fyrir leka í fjölmiðla á Classified upplýsingum  þá er það minst 10 til 15 ár í fangelsi.

Símahleranir án leifis dómara eru mörg ár í fangelsi, hversu mörg veit ég ekki.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.2.2017 kl. 00:24

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Jóhann, lög frá 1798, sem beinlínis banna almennum borgurum Bandaríkjann, að ræða öryggismálefni Bandaríkjanna - við opinbera erindreka eða opinber starfsmenn erlends ríkis.
--Talið sé þó að ósennilegt sé að þau verði notuð gegn Flynn, þ.s. aldrei hafi þau lög verið notuð í sakamáli.

Logan Act - Wikipedia

"Mike hafði samband við yfir 30 ríki."

Þ.e. ekki verið að ræða - hvað hann gerði, eftir að hann tók við störfum. Heldur, seint á sl. ári.
Þá var hvorki hann sé Trump búinn að taka við sínu starfi.
Þ.e. eiginlega fullkomlega "irrelevant" hve mörg lönd hann - hafði samskipti við.

"Ný spurning hefur komið fram; hvenær vissi Hussein Obama um þessar símahleranir á Trump og hans áhangendur eins og t.d. Mike Flynn og hvenær fyrirskipaði Hussein símahleranirar og var það Hussein sem lak þessu í fjölmiðla, eða var það gert af fyrirskipun Hussein." - "Það sem ég veit um lögin fyrir leka í fjölmiðla á Classified upplýsingum  þá er það minst 10 til 15 ár í fangelsi." - "Símahleranir án leifis dómara eru mörg ár í fangelsi, hversu mörg veit ég ekki."

Þetta er bara - grín.
En heldur þú virkilega að sími sendiherra Rússlands.
Sé ekki alltaf og stöðugt, hleraður?

Virkilega?
Og svo hafi verið í tíð margra forseta.
--M.ö.o. óskaplega barnalegar athugasemdir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.2.2017 kl. 01:42

8 Smámynd: Jóhann Kristinsson

Þessi lög sem þú vísar í hafa aldrei verið notuð til að hegna einhverjum fyrir að ræða við erlenda embættismenn, eru eins og hrossakjötsátu lögin á Islamdi, hafa ekki verið notuð, annars væri búið að rasskella margan Íslendinginn á Lækjartorgi, veit ekki hvort að er loksins búið að útrýma þessum lögum, en það var talað um að gera það í den tid.

Það er nú einu sinni svo að það, er bannað að hlera símtöl borgara USA nema með leifi feisa dómstóls. 

Ef að símahleranir á símtali erlendraborgara við borgara USA, þá ber hleraranum að eyða öllu sem gæti nafngreint manninn, þetta var ekki gert í símtali Flynn's við ambassador Rússa og þar af leiðandi voru lög brotin. Ég veit nú ekki hversu mörg ár í fangelsi er við þessu broti, en þau eru ansi mörg.

Næsta brot var að leka confidential upplýsingum, sem þetta símtal var og i raun og veru öll símtöl eru, þar verður sá sem sekur er fundinn að dúsa i fangelsi í 10 til 15 ár minnst.

Nú var símtali Trump's við forseta Mexikó og Ástralíu lekið og kanski hefur fleirum símtölum verið hleruð og ef ekki voru heimildir til að hlera símtölin, þá bætis sú sekt ofan á leka sektina.

Vandamálið er, það verður erfitt að finna leka manneskjuna, en aumingja manneskjan ef hún finnst.

Svo er það auðvitað spurningin hvort að þessar ólöglegu hleranir og lekar voru gerði af skipun Hussein Obama, ef svo verður sannað þá vorkenni ég honum ekkert, eins og eg mundi vorkenna manneskjunni sem hleraði og lak upplýsingunum í fjölmiðla.

Svo vísa ég i athugasemdir hér að ofan um hvort að Flynn er sekur um brot eða ekki. Það hefur bara ekkert að gera með sök við hlerunum og lekunum, hvort að Flynn er sekur eða saklaus, tvö aðskilin mál, í raun og veru þrjú.

Kveðja frá Houston

Jóhann Kristinsson, 17.2.2017 kl. 22:05

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband