Ásakanir Trumps um stórfellt kosningasvindl - virðast pólitískt spinn eingöngu

Þeir sérfræðingar sem hafa rannsakað forsetakosningarnar í Bandaríkjunum - hafa fram að þessu ekki fundið nokkrar hinar minnstu vísbendingar um -- víðtækt kosningasvindl.
--Þvert á móti virðist - svindl hafa verið með minnsta móti.

Trump segist samt sem áður, vilja opinbera rannsókn á því meinta kosningasvindli sem hann heldur á lofti að hafi farið fram: Trump's call for probe of voter fraud sparks backlash.

Trump - "I will be asking for a major investigation into VOTER FRAUD, including those registered to vote in two states, those who are illegal and....even, those registered to vote who are dead (and many for a long time),"

Enn sem fyrr þegar Trump varpar fram ásökunum á - Tvitter. Þá bauð hann ekki upp á nokkurt þeim ásökunum til stuðnings!
--Persónulega efa sér stórfellt, að þessar tilraunir Trump - séu honum sjálfum til framdráttar!

Skv. kosninganiðurstöðum - vann fékk Hillary Clinton 2,2 milljón atkvæði umfram Trump.
Þó að vegna óhagstæðrar dreifingar þeirra atkvæða milli fylkja - tapaði hún keppninni um kjörmenn, og þar með kosningunum sjálfum.
--Það virðist að Trump vilji kasta rýrð á trúverðugleika þeirrar kosninganiðurstöðu - í augum bandarískra kjósenda!

  1. Það er virkilega afskaplega óvenjulegt - að sigurvegari í forsetakosningum, sé með hávaðasamar ásakanir um - kosningasvindl.
  2. En vanalega koma slíkar ásakanir - frá þeim er tapa í kosningu.
  • Virðist fljótt á litið -- órökrétt af Trump að vera að þessu.
    --Þar sem að, ef honum tekst að útbreiða þá sýn, að forsetakjör sé spillt eða ótrúverðugt - gæti útbreiðsla slíkrar trúar meðal almennings --> Hitt hann sjálfan, allt eins!

Blaðamenn WashingtonPost framkvæmdu sína eigin kosningarannsókn: We checked Trump’s allegations of voter fraud. We found no evidence at all.

  1. Fljótt á litið virðist greining þeirra trúverðug - en þeir framkæma einfalda gagnareiningu í tölvu.
  2. Það ætti rökrétt séð, að duga til að veita vísbendingar -- ef raunverulega væri til staðar, svo útbreitt kosningasvindl, að Trump hafi í reynd unnið "the popular vote" - sem mundi krefjast þess að nærri 3-milljón atkvæði hefði verið, svindl.
  3. En þá ætti slík almenn skoðun, að veita vísbendingar - hvar undarleg kosningahegðan gæti verið til staðar.

--En ekkert birtist í þeim gögnum, er veiti hinar minnstu vísbendingar -- um óeðlilega kosningahegðan.

Tump virðist vitna í 2-greiningar, önnur frá 2012: Trump Won’t Back Down From His Voting Fraud Lie.

  1. Skv. þeirri greiningu, voru allt að 1,8 milljónir látinna einstaklinga enn á lista yfir skráða kjósendur.
  2. Hinn bóginn sagði rannsakandinn sjálfur -- "We found millions of out of date registration records due to people moving or dying, but found no evidence that voter fraud resulted. — David Becker."
    --M.ö.o. virðist Trump hafa rangt eftir honum!

Hin greiningin frá 2014, hefur verið dregin í efa: Trump’s Bogus Voter Fraud Claims

  1. En skv. hinni gagnrýndu greiningu - "Using data from the Cooperative Congressional Election Study, the researchers found that 14 percent of noncitizens who responded to the survey in 2008 and 2010 said they were registered to vote."
  2. Hinn bóginn svaraði sá er hafði safnað þeim gögnum er sú greining notaði, að rannsakandinn - hefði lesið rangt í þau gögn -:
    "“Their finding is entirely due to measurement error,” one of the authors, Stephen Ansolabehere of Harvard and the principal investigator of CCES, wrote to us in an email. “Measurement errors happen. People accidentally check the wrong box in surveys. The rate of such errors in the CCES is very small, but such errors do happen. And when they do happen on a question such as citizenship, researchers can easily draw the wrong inference about voting behaviors. Richman and Earnest extrapolate from a handful of wrongfully classified cases (of non-citizens).”" - “We asked people in successive years their citizenship. That minimizes the error. Upon doing so we find NO INSTANCES of voting among people stating consistently that they are non-citizens.” -"“The CCES conducts a panel (repeated interviews of people asking the same questions) and vote validation,” Ansolabehere said. “We found that NONE of the 85 individuals in the 2010-2012 panel survey who indicated that they were non-citizens in 2010 and again in 2012 in fact voted." - “The Richman and Earnest study is an incorrect use of the survey that we manage, and a false claim of evidence of non-citizen voting. It’s a dangerous, stray false-fact.”

Repúblikaninn Lindsay Graham, gagnrýndi áakanir Trumps harkalega: Graham blasts Trump after latest voter fraud claim.

  1. "I wasn't there, but if the President of the United States is claiming that 3.5 million people voted illegally, that shakes confidence in our democracy — he needs to disclose why he believes that,"
  2. "I would urge the President to knock this off; this is the greatest democracy on Earth, we're the leader of the free world, and people are going to start doubting you as a person if you keep making accusations against our electoral system without justification,"
  3. "This is going to erode his ability to govern this country if he does not stop it."

Graham kemur þarna með þann - augljósa mótpunkt.
--Að ásakanir Trumps - gætu grafið undan hans eigin trúverðugleika!

Það sé ábyrgðalaust - að kasta svo alvarlegum ásökum fram.
Án hinna minnstu sannana!
--Þegar menn kasta ítrekað fram - alvarlegum ásökunum án nokkurra gagna þeim til stuðnings; þá rökrétt getur slík hegðan -- grafið undan trausti á þeim, sem svo ítrekar gerir.

Þannig að ég held að ég taki undir þá hvatningu til Trumps frá Graham -- að hætta þessu.

 

Niðurstaða

Ég kem ekki auga á nokkurn hinn minnsta skynsaman tilgang hjá Trump - að ítreka ásakanir um víðtækt kosningasvindl í nýlega afstöðnum forsetakosningum. En fljótt á litið, virðist mér að tilraun Trumps til að kasta rýrt á - kosninganiðurstöðuna. Gæti allt eins hitt hann sjálfan!

Þetta virkar á mann eins og hann sé að gera tilraun til að kasta rýrð á þá útkomu að Clinton fékk fleiri atkvæði kjósenda -- þó hún tapaði í kjörmannakosningunni sem - skiptir öllu máli.
--Hinn bóginn, ef hann útbreiðir þá sýn meðal kjósenda - að kosningakerfinu sé ekki treystandi, þá blasi ekki endilega við -- að það skapi Trump sjálfum aukinn trúverðugleika.

Það, eins og ég sagði, gæti allt eins -- grafið undan trúverðugleika hans eigin sigurs í augum kjósenda!
--Enda margir í gegnum tíðina bent á að kjörmannakerfið - sé ósanngjarnt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Það er grunnatriði í persónuleika Trumps alla hans hunds- og kattartíð að viðurkenna aldrei ósigur af neinu tagi. Öll hans töpuðu málaferli og gjaldþrot hefur hann talið vera sigra sína. 

Nú er höfuðatriðið að koma þessum 2,2 milljónum atkvæða fyrir kattarnef rétt eins og fjöldanum hjá Obama, sem var umfram hans fjölda við innsetningarathöfnina. 

Ómar Ragnarsson, 26.1.2017 kl. 00:43

2 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Krafa um endurtalningu ætti að vera auðsótt fyrir alla þá frambjóðendur sem um hana biðja, enda ættu allar lýðræðislegar kosningar að vera rekjanlegar, hvort sem er samkvæmt skriflegum atkvæðum eða rafrænum.  Öll rafræn kosningakerfi hljóta að teljast grunsamleg ef þau eru ekki beinlínis í eigu og umsjá þess opinbera sem ber ábyrð á talningunni.

Kolbrún Hilmars, 26.1.2017 kl. 17:12

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, endurtalning fer aldrei fram - fyrir beiðni frambjóðanda eingöngu.
--Heldur þarf að sýna fram á raunverulega vísbendingu.
Til þess að líkur séu um að yfirvöld samþykki slíka aðgerð.

Eða þannig er það a.m.k. háttað á Íslandi - efa ekki að svipað er háttað um slíka hluti í Bandaríkjunum.
--En ef ekki þyrfti nema -- beiðnina eina sér, þ.e. án sannana eða vísbendinga.

Þá grunar mig að endurtalningar væru miklu mun tíðari en þær hafa verið.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2017 kl. 03:11

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ómar Ragnarsson, líklega rétt hjá þér.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 27.1.2017 kl. 03:11

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband