Financial Times vekur athygli á að Mexíkó á mótleiki, sem geta skaðað fjölda starfa innan Bandaríkjanna; ef Trump er alvara með hótun um 35% tolla á framleiðslu frá Mexíkó

Ég held að ábendingarnar séu þarfar - en Mexíkó er land með 122 milljónum íbúa, m.ö.o. ekki svo miklu fámennara en Rússland. En Trump-istar láta eins og að efnahagsuppbygging Mexíkó - eingöngu sogi störf frá Bandaríkjunum; þar með skaði bandarískan almenning!
----En myndin er miklu mun flóknari en þetta, sbr:

Donald Trump’s Mexico-bashing hurts American interests too

  1. "Soaring bilateral trade has turned Mexico into the US’s second-biggest export market..."
  2. "...equal to the Chinese, Japanese, German and UK markets combined."

Þetta hefur vantað í umræðuna - að Mexíkó er orðið annar stærsti útflutningsmarkaður Bandaríkjanna!

  1. Sannarlega hefur nokkuð af framleiðslustörfum færst til Mexíkó.
  2. En þ.e. einfaldlega kolrangt, að það þíði --> Að efnahagsuppbygging Mexíkó, sé öll á kostnað bandarískra borgara; eins og Trumpistar gjarnan láta!
  3. Velmegun í Mexíkó hefur samhliða verið í vexti - síðan NAFTA samningurinn varð virkur.
  4. Og það þíðir --> Að neytendamarkaðurinn í Mexíkó -land með 122 milljón íbúa- hefur sífellt stækkað --> Og fjöldi bandarískra fyrirtækja, við erum að tala um mikinn fjölda bandarískra starfa, kannski ekki í bílaframleiðslu; sem hafa orðið til af þessa völdum á því árabili.
  • Ef ætla mætti -Trumpista- þá hefur NAFTA samningurinn - ef menn hlusta á þá - eyðilagt mikinn fjölda bandarískra starfa.
  • En á sama tíma, þá er einnig uppbygging Mexíkó -- að skapa störf innan Bandaríkjanna.
    --Auðvitað ekki sömu störfin.
    --Auðvitað ekki störf í sömu greinum.
    --Ekki heldur störf endilega á sömu svæðum innan Bandaríkjanna.
  1. Og þessi störf geta komist í hættu!
  2. Ef Mexíkó sem mótleik við tollum Trumps - setur tolla á móti á þá bandarísku framleiðslu, sem í vaxandi mæli hefur verið að streyma inn í Mexíkó, þó frá öðrum svæðum innan Bandaríkjanna, en þau önnur störf sem hugsanlega hafa tapast - hafa horfið frá.

Punkturinn er -- að Trumpistar virða horfa á viðskipti með gríðarlega gamaldags hætti.
--Þ.e. "zero/sum" - en þeir virðast alfarið hafna hugtakinu "mutual gain."

En þ.e. einmitt hvað er að gerast --> "Mutual gain."

  1. Þ.e. Mexíkó græðir efnhagsuppbyggingu, sem hefur verið hraðað mjög síðan NAFTA samningurinn virkjaðist.
  2. Og Bandarísk framleiðsla, græðir á móti -- sífellt stækkandi neytendamarkað handan landamæranna.

--Gríðarleg aukning hafi orðið á viðskiptum milli landanna tveggja!

  1. Störf hafa horfið.
  2. En önnur hafa orðið til.

En ekki á sömu svæðum --> Þess vegna gat Trump fengið atkvæði frá svæðum, þaðan störf hafa horfið.
--En hvað ætli að gerist --> Ef Mexíkó fer að hóta miklum fjölda starfa innan Bandaríkjanna, sem hafa orðið til --> Á öðrum svæðum?
--Sem andsvar við --> Einhliða tolla-aðgerðum Trumps, gegn Mexíkó?

 

Málið er að Trump er þegar farinn að skaða bandaríska framleiðslu!

"His threat to “terminate” Nafta has meanwhile pummelled the peso currency down to its weakest level in two decades..."

Þetta veldur því, að bandarískar vörur hafa hækkað verulega innan Mexíkó - sem ógnar markaðsstöðu bandarísks neysluvarnings á markaði þar.
--Ef Trump gengur lengra en hann fram að þessu hefur gegn Mexíkó.
--Gæti Mexíkó dottið inn í efnahagssamdrátt - og þá strax orðið verulegt tap starfa innan Bandaríkjanna, þar sem neysluvarningur seldur til Mexíkó er einkum framleiddur.

Og það án þess, að gera ráð fyrir -- mögulegum tollaðgerðum Mexíkó.
--Sem hugsanlega hefnd gegn tollaðgerðum -- Trumps!

  1. "That last happened in 2011 when the US refused to open its roads to Mexican trucks and faced in return tariffs on many products, such as apples, for which Mexico is the number-one US export market."
  2. "That both sides settled quickly points to the fact that around half of US states count Mexico as their first or second-biggest export market."

Takið eftir -- ca. helmingur bandarískra fylkja.
--Hefur Mexíkó sem mililvægasta útflutningsmarkað utan landsteina!

  • Eins og þetta sýni, sé Mexíkó líklega ekki vopnlaust.
    --Ef Trump fer raunverulega að virkja 35% tollhótanir sínar.
  1. "US farmers have already warned of “devastating” consequences if international trade is disrupted..."
  2. "...and US agriculture employs twice as many as the car manufacturing sector Mr Trump wants to protect."
  3. "If he carries out his Mexico threats, he will not be able to sweep such considerations under the carpet for long."

Það eru einmitt - landbúnaðarvörur, sem Mexíkó flytur svo gríðarlegt magn inn af.
Halda menn virkilega - að bændurnir og landbúnaðarverkamennirnir - hiki við að strunsa til Washington? Ef Trump ógnar þeirra störfum?

  • Ég get einmitt séð fyrir mér -- fjölmennar mótmælastöður bænda, og landbúnaðarverkamanna - ásamt fólki úr verksmiðjum sem afgreiða matvæli í neytendapakkningar til útflutnings; í Washington DC.
  • Ef Mexíkó hótar því með ákveðnum hætti - að setja tolla á móti á bandarískar landbúnaðarvörur.

Hvað ætli að pópúlistinn Trump geri þá?
--Mexíkó gæti verið virkilega áhugaverður prófsteinn á það.
--Hvort að stefna Trumps sé yfir höfuð á hús setjandi.
Eða hvort hún falli strax á fyrstu prófraun - þ.e. deilunni um NAFTA!

 

Niðurstaða

Það er einmitt málið - að það fer mjög mikið eftir því hvar þú ert í Bandaríkjunum, eftir því hvort að almennt verkafólk; þeirra hagsmuni Trump segist þjóna -- lítur á NAFTA samninginn sem góðan samning eða ekki.
--En það hafa verið fylki - sem hafa sannarlega tapað.
--En á sama tíma eru til staðar önnur svæði, önnur fylki - sem hefur vegnað vel í kjölfarið, og bætt sinn hag mjög sennilega að mörgu leiti þeim samningi að þakka!

Fjöldi starfa hafa tapast á sumum svæðum.
Meðan að sum önnur svæði hafa séð verulega fjölgun starfa í staðinn.
--Og við erum ekki endilega að tala um -- verri störf.

En þetta eru auðvitað - önnur störf.
Og störf í öðru.

  1. Punkturinn í þessari færslu er sá, að framsetning Trumps á þann veg, að störf hafi bara tapast --> Sé einungis, önnur hliðin á málinu.
  2. Því störf hafa einnig á svipuðum tíma, orðið til.

--Og þeim störfum gæti verið ógnað, ef það hefst viðskiptastríð milli Mexíkó og Bandaríkjanna.
--Mexíkó yrði að sjálfsögðu fyrir - hlutfallslega meira tjóni.
--En Mexíkó gæti verið tilbúið í að taka þá áhættu -- --> Í trausti þess, að bandarískir landbúnaðarverkamenn, bændur og starfsfólk verksmiðja er pakka matvælum í neytendapakkningar; verði þeirra bandamenn, innan Bandaríkjanna --> Gegn stefnu Trumps!

Það gætu virkilega orðið fjölmennar mótmælastöður, gegn stefnu Trumps -- frá fólki af þeim svæðum er geta orðið fyrir miklu höggi; ef innflutningur Mexíkó á bandarískum landbúnaðarvörum - minnkar hressilega!

Kannski eftir allt saman --> Lætur Mexíkó ekki Trump labba yfir sig á skítugum skónum!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ómar Ragnarsson

Þegar upp var staðið græddu Bandaríkin á Marshallaðstoðinni þegar hún ýtti undir "efnahagsundrið" í Evrópu milli 1950 og 1970. Henry Ford græddi á því að borga verkamönnum sínum svo há laun, að margir þeirra höfðu efni á því að kaupa bíl (Ford) sem ekki hefðu annars átt möguleika á því. 

Ómar Ragnarsson, 19.1.2017 kl. 01:58

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nákvæmlega minn kæri.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.1.2017 kl. 10:06

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband