Moskva segist sammála ummælum Trumps, að NATO sé úrelt!

Ætti ekki að koma nokkrum á óvart, en í seinni tíð undir Pútín, er NATO skilgreint sem - fjandsamlegt samband, og að auki - leyfar af Kalda-stríðinu.
--Þetta auðvitað flokkast undir fyrirbærið, áróður!

En ummæli Trumps, að sögn hans sjálfs í viðtali sl. sunnudag, stafa af því - ef marka má það viðtal; að NATO komi að hans mati ekki að gagni, í baráttu gegn hryðjuverkum.
--Mig grunar að Trump meini --> ISIS, er hann talar um slíka baráttu.

Germany says NATO concerned about Trump 'obsolete' remark

 

Fyrst varðandi áróðurinn frá Rússlandi!

  1. Þá einfaldlega - hrundi Varsjárbandalagið.
  2. En síðan Pútín hefur ríkt í Rússlandi, hefur verið haldið uppi þeim áróðri - að NATO hefði átt að leggja niður samtímis. En þá er eiginlega verið að íja að því, að Varsjárbandalagið hefði verið - lagt niður. Sem einfaldlega er - lýgi.
  3. En NATO hrundi ekki --> Enda er NATO gerólík stofnun Varsjárbandalaginu, þ.e. að ástæða þess að Varsjárbandalagið hrundi, er að það var stofnun sem haldið var saman með valdi.
    --En stofnanir sem haldið er saman með valdi - hrynja ef valdið sem heldur þeim saman, er hrunið.
    --Þar sem að NATO er ekki haldið saman með valdi, heldur sameiginlegum vilja meðlima-landa, þá var engin ástæða til þess að NATO hætti --> Þ.s. hinn sameiginlegi vilji aðildarlandanna að halda áfram með NATO, hefur aldrei þorrið.

Skilgreining Rússlands á NATO sem - fjandsamlegt samband!
--Er einnig áróður!

  1. En Rússlandi stafar ekki hin minnsta hætta frá NATO.
  2. Það sé algerlega - bandbrjálað að halda öðru fram. Þá meina ég - jaðrar við geðsýki.

Sú ábending að NATO hafi ráðist að einhverjum í fortíðinni.
Breyti engu þar um!

  • Lykilatriðið er -- að Rússland ræður yfir það miklum birgðum kjarnavopna, að notkun Rússa einna á öllum sínum vopnum - mundi duga til að eyða öllu lífi á Jörðinni.
  • Sem þíði, að menn þurfa að vera alvarlega geðsjúkir, til að ætla að ráðst af fyrra bragði með hernaði á Rússland.

Það þíði -- að þeir sem halda því fram, að NATO sé ógn við Rússland, því það geti verið að NATO íhugi að ráðast á Rússland af fyrra bragði.
--Eru þá í reynd að halda því fram, að stjórnvöldum NATO landa --> Sé stjórnað af geðsjúklingum.

Sem ég er fremur viss, að ekki er reyndin.
--En menn þurfa að vera fullkomlega "irrational" að fyrirhuga slíka árás af fyrra bragði.

  • Það þíði, að tal stjórnvalda Pútíns - og netverja er styðja Pútín - reglulega um ógnina frá NATO fyrir rússland --> Er einfaldlega, áróður!
    --Það sé það jákvæðast sem unnt sé að kalla það, geðveikistal.

 

NATO úrelt?

  1. Tilgangur NATO - er að verja landamæri og landsvæði þeirra landa, sem tilheyra NATO.
  2. Það er í reynd - allt og sumt.

Til þess þar af leiðandi að NATO sé úrelt --> Þarf það að vera orðið fullkomlega óhugsandi, eða afskaplega fjarstæðukennt --> Að það geti gerst að landsvæðum eða landamærum NATO landa - sé ógnað með hernaðarárás.

  • Ég mundi ekki vera sammála því, að það sé rétt -- að ástand það sem NATO stendur frammi fyrir, sé það friðsamt - að slíkt árás á NATO land eða lönd af fyrra bragði, sé fullkomlega óhugsandi eða ákaflega ólíkleg.

Því miður mundi ég einmitt líta svo á að Rússland Pútíns - sé einmitt slík ógn.

  1. En við höfum orðið vitni af innrás Pútíns í Georgíu fyrir rúmlega áratug.
  2. Síðan 2-innrásir Pútíns í Úkraínu, þ.e. Krím-skaga og síðan með málaliðum í A-Úkraínu.
  • Það sé algerlega hugsanlegt, að Pútín geri slíkar tilraunir víðar.

En ég sem áhorfandi af verkum Pútíns í langan tíma!
--Hef veitt ákveðinni, stigmögnun athygli.

Þ.e. næsta aðgerð Pútíns - gegn landi.
Virðist gjarnan ganga lengra - en aðgerðin á undan.

  • Ég er að tala um - Evrópulönd.

Þar sem að öryggisógn frá Rússlandi er bersýnilega til staðar!
Er NATO greinilega ekki úrelt, þ.s. hlutverk NATO er að verja NATO lönd.

 

Þeir sem sjá um hryðjuverk!

Eru lögreglusveitir landanna, þ.e. NATO landa - ásamt leyniþjónustum og öðrum öryggis stofnunum.

  • Hlutverk herja er að fást við - ógnanir af hernaðarsviðinu.

Til þess að hryðjuverkaógn komi á svið herja, þarf hún m.ö.o. verða svo stór í sniðum, að lögreglusveitir og aðrar öryggissveitir ráði ekki við málið.

Slíkt á oftast nær við, ef það skellur á -- eiginlegt stríð.
En ef ekki er um innrás að ræða, þá á ég við -- skæruátök.

Mér virðist ekki ógnun sú sem Evrópa stendur frammi fyrir frá ISIS -- vera af þeim skala á umráðasvæði NATO landa; að það flokkist undir -- stríð af því tagi sem herir verða að fást við.

--Þetta sé lögreglumál!
Þar af leiðandi falli ummæli Trump að NATO sé ekki að virka gegn hryðjuverkum -- um sjálf sig.
Þar sem að barátta gegn hryðjuverkum - er ekki hlutverk hersveita NATO landa.
Heldur lögreglusveita NATO landa og leyniþjónusta.

T.d. Europol er samstarfsvettvangur lögreglusveita í Evrópu m.a. gegn hryðjuverkum.

 

Niðurstaða

Það hefur lengi verið draumur Pútíns - að losna við NATO. Líklega virðist mér vegna einmitt þess, að Pútín horfir löngunaraugum til landa er í dag tilheyra NATO.
--Tilvist NATO hindri Pútín í því að fá þeirri löngun svalað.

M.ö.o. að NATO sé vörn fyrir þau lönd, sem Pútín vill að tilheyri rússnesku yfirráðasvæði sem í dag eru meðlimir að NATO.
--Tal Pútíns um NATO sem fjandsamlegan hóp --> Lýsi líklega einna helst, vonbrigðum hans að fá ekki löngun sinni fullnægt.

Hann plotti þó stöðugt um að fá þeim draumum fullnægt.
En hafi ekki haft erindi sem erfiði fram að þessu.

  • En fullnæging þeirrar ánægju, mundi örugglega fela það í sér - að Pútín þvingaði með hervaldi þau tilteknu lönd sem hann vill meina að með réttu - tilheyri Rússlandi.

Málið sé að Pútín virði ekki sjálfsákvörðunarrétt þjóða!
Hann hafi enn í dag sömu stórveldis hugsunaina er einkenndi Stalín á sínum tíma.

Draumur hans um að losna við NATO - snúist um að komast yfir þau tilteknu lönd.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Svanur Þór Eyþórsson

Þú ert FAKE NEWS

 Þú talar um áróður, en ert samt að breiða út áróðri. Það voru ekki Rússar sem komu af stað borgarastríði í Úkraínu heldur þínir menn og súpa seiðið . Og hver var ástæðan? Jú Nato vildi fá her og flotastöðvar á Krím. Þú villt meiri stríð en hálvitinn hann Mckain Er það ekki nóg að þú og þínir likar er búnir að eyðileggja fjögur ríki. Líbýa er í rúst eftir NATO, Írak eru rústir einar, Sýrland rústir einar með aðstoð NATO ríkja og Jemen er á góðri leið að líkjast restinni með diggri aðstoð Nato/USA ríkja við Sádana. Hvað viltu eiginlega meira? Núna viltu stríð við Rússa!

Mundu að það var 98% af fólkinu í sjálfstjórnarríkinu Krím sem kausganga í Rússland. Og HÆTTU að fara með rangar fréttir. Ef þú hefur einhvern vafa, því ferðu ekki og kannar það, frekar en að vera með áróður um annað. Hvað gerði Nato í Kosovo? NATO er úrelt fyrirbæri. Það gegnir því einu hlutverki að ógna Rússlandi og Kína eins og sést á myndinni hjá honum Þorsteini. Þú talar um að Rússar vilji hertaka austur evrópu eða eitthvað slíkt. En hvað hefur Rússland að gera með meira land? Pútin flaug yfir 9 tímabelti í sínu eigin landi sem er ca eins langt og frá Moskvu og til New York og sagði “hvað höfum við með meira land að gera.” Þú slefar sama áróðrinum sem og þínir líkar í Demokrataflokknum.

Sérðu ekki hvað mikið er reint að eyðileggja samskipti Trump og Putins. Hvers vegna? Þú hefur sennilega viljað fá Hittlery frekar sem forseta því þá fengir þú meiri stríð.

Talandi um ISIS. Hverjir eru það sem stjórna þeim og viðhalda? Auðvitað Bandaríkjamenn. Þú sérð ekki í gegnum lygarnar.

Þú veist að þú ert að lepja upp áróðurinn frá Sorro og þessu eina prósenti sem þykist ráða öllu. Trump vill góð samskipti við Rússland og hvað er að því?

Hvernig væri nú að setjast niður og semja frið og senda þetta 1% niður til heljar. Hættum að hlusta á menn sem egna til stríðs eins og Einar Björn.

Áfram Trump

Svanur Þór Eyþórsson, 17.1.2017 kl. 17:52

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Svanur, þú bersýnilega veist ekkert um átökin í Úkraínu.

En allt málið frá upphafi hefur einkennst af árás Pútíns á Úkraínu.
Það á öllum stigum þess - þ.e. má færa klukkuna fyrir frægan atburðarás er leiddi til falls ríkisstjórnarinnar í Kíev, og flótta forsetans.

En aðgerð Pútíns, hófst um ári áður en sá forseti lagði á flótta, eftir að ríkisstjórn hans féll.
------

Síðan auðvitað, bætti Pútín heldur betur í -- þegar stjórnin féll eftir að hafa misst þingmeirihluta sinn, og forsetinn valdi flótta úr landi.

Þ.e. gerði innrás í Krímskaga -- falsaði síðan kosningaúrslit, innlimaði skagann og notaði fyrirfram ákveðin kosningaúrslit í áróðursskyni.

Síðan gerði hann aðra innrás í A-Úkraínu þ.s. rússn. her hefur herjað á Úkraínu samfellt síðan meira eða minna -- þ.s. Pútín beitir þeirri blekkingu á kjána eins og þig, að nota málaliða þ.e. ekki rússn. hermenn í einkennisklæðum.
--En hann að sjálfsögðu borgar allt þ.s. laun - vopn - einnig laun embættismanna á hernumdu svæðunum í A-Úkraínu -- og stjórnar því sem hann vill.

En kjánar eins og þér látið sem að þarna sé -- uppreisn í gangi, drekka lygarnar hans Pútíns eins og sannleikur væri.

    • Þér eruð með heimskustu einstaklingunum sem hafa sent inn athugasemdir hérna.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 18.1.2017 kl. 06:03

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (21.1.): 0
    • Sl. sólarhring: 5
    • Sl. viku: 35
    • Frá upphafi: 0

    Annað

    • Innlit í dag: 0
    • Innlit sl. viku: 34
    • Gestir í dag: 0
    • IP-tölur í dag: 0

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband