Skv. umfjöllunum er Kushner sagður maðurinn að baki kosningasigri Trumps. En hann kvá hafa skipulagt ásamt eiginkonu sinni - net kosningabaráttu Trumps, sem talin er í dag hafa skilað Trump fyrst útnefningu frambjóðanda Repúblikana flokksins, síðan alla leið í Hvíta húsið.
Því ekki undarlegt að Trump kalli Kushner --:
"Jared has been a tremendous asset and trusted advisor throughout the campaign and transition and I am proud to have him in a key leadership role in my administration, Trump said in a statement."
Jared Kushner Named Senior White House Adviser to Donald Trump
Trump's son-in-law Kushner to become senior White House adviser
Jared Kushner to be named senior adviser to the president
Jared Kushner og Ivanka Trump
Sem sá maður sem Trump treystir best - mun Kushner hafa mjög mikil raunveruleg völd
- Kushner gæti verið maðurinn að baki - áherslum Trumps um stuðning við Ísrael.
- Og því að Trump hefur tekið harða stefnu gegn Íran. Meira að segja gengið það langt, að kalla Íran - helsta stuðningsland hryðjuverka í heiminum.
Ég hef velt því fyrir mér - hvernig á því standi!
En Kushner er - hreintrúaður gyðingur þ.e. "orthodox jew" og sem slíkur fylgir nákvæmlega í einu og öllu, reglum trúarinnar t.d. um helgidaga og auðvitað - reglur um neyslu matvæla.
--Ivanka Trump tók upp gyðingatrú - er hún kvæntist Kushner.
Sem hreintrúaður gyðingur - þá er Kushner mjög líklega mjög áfram um stuðning við Ísrael.
--Og þar með einnig mjög fylginn hagsmunum Ísraels!
- Sem aðal ráðgjafi.
- Gæti Kushner haft stöðu - hliðar-varðar sbr. "gatekeeper" að Donald Trump.
--Þ.e. sá sem stjórnar aðgengi að Trump!
--Hann gæti einnig verið sá, sem einna helst matar upplýsingar til Trumps.
Auk Kushner mun samt sem áður - Stephen Bannon, Reince Priebus, Kellyanne Conway -- samt án vafa hafa beinan aðgang að karlinum Trump.
--Líklega að auki, Peter Navarro - sem hefur fengið stöðu aðalráðgjafa um viðskiptamál Kína.
En að öðru leiti virðist sennilegt að Kushner stjórni umferðinni að Trump.
En -hliðarverðir- eru alltaf taldir mjög valdamiklir
En með því að ráða því að stórum hluta hverjir fá að hitta - stóra karlinn. Og einnig, að miklu leiti að - matreiða upplýsingar þær sem stóri karlinn fær í hendur.
--Þá öðlast -hliðarverðir- gjarnan mjög veruleg völd!
- Þarna gæti verið komin skýringin á því - af hverju Trump virðist hafa ákveðið að fylgja línu Ísraels í málefnum Mið-austurlanda.
- Sem líklega skýri - af hverju hann hefur skipað Írans hauka í ríkisstjórnina, og sjálfur sagt Íran - hættulegasta land Mið-austurlanda.
En þ.e. mikill misskilningur að Ísrael hafi áhuga á -chaos- í Mið-austurlöndum.
--Ísrael einmitt sé á þeirri línu - að styðja einræðisstjórnir í Arabalöndum.
--Fyrir utan, ríkisstjórn Sýrlands!
En t.d. samskiptin við Egyptaland hafa batnað mjög mikið, síðan Sisi hershöfðingi tók völdin þar. Ísrael virðist einnig hafa -understanding- gagnvart Saudi Arabíu. Og við Rússland að auki.
- En megin upplifun Ísraels um ógn - er Íran.
- Þ.s. Ísrael gæti viljað láta gerast.
- Gæti verið, að Trump semji við Rússland, um að -- gefa bandalagið við Íran upp á bátinn.
- Því Ísrael vill losna við Hesbollah í Lýbanon. Og lækka seglið á áhrifum Írans innan Mið-Austurlanda.
- Þá þyrfti Pútín að fá eitthvað á móti.
--Trump gæti tæknilega boðið það, að bandarískt herlið ásamt rússnesku, mundi taka það að sér að endurreisa stöðugleika innan Sýrlands.
--En gegn því, að Assad og Pútín mundu gefa bandalag við Hezbollah og Íran - eftir.
Í leiðinni, mundu herir beggja, leggja ISIS að velli innan Sýrlands!
- Þá mundu Bandaríkin taka að sér, fyrir Ísrael, að berja á Hezbollah og Íran.
- Gegnt samkomulagi við Pútín um að halda herstöð og flotastöð í Sýrlandi, og stjórninni í Damaskus --> Endir yrði bundinn á stríðið þar, með Erdogan af Tyrklandi að auki inni í þeirri mynd.
--Líklega yrðu þá Kúrdar einnig sviknir á þeirri vegferð!
Það má þá hugsa sér - einhvers konar valdaskiptingar samkomulag innan Sýrlands!
--Með breyttum valdahlutföllum, sem hluta að samkomulagi er fæli í sér nýja valdaskiptingu milli hópanna, nokkru leiti skv. fyrirmynd sem finna má í Lýbanon.
- Súnnítar fengju þá væntanlega meiri völd en áður.
- En minnihlutastjórn Alavíta héldi embætti forseta, ekki ólíkt því að í Lýbanon er forseti landsins alltaf kristinn meðan forsætisráðherrann er alltaf Súnní Múslimi.
Þetta er auðvitað allt vangaveltur!
Íran mundi auðvitað ekki sitja hjá með hendur í skauti.
Ef gerð yrði slík tilraun!
Bandarískt herlið sem sent væri á vettvang - gæti lent í langvarandi átökum, ekki ósvipað upplifun Ísraela sjálfra er þeir sátu rúman áratug í Lýbanon.
--Og auðvitað, ef átökin yrðu við Íran að auki -- gætu þau orðið mjög stór í sniðum.
- Þannig að slík afskipti Bandaríkjanna, með það að markmiði að tryggja hagsmuni Ísraels, gætu falið í sér mjög mikla áhættu fyrir Bandaríkin!
Niðurstaða
Það gæti átt eftir að skipta verulega miklu máli, að hreintrúaður gyðingur skuli vera sá maður í Hvíta húsinu, sem Donald Trump ber mest traust til. En -eins og fram kemur- þá grunar mig að í gegnum Kushner geti verið komin áhersla framboðs Trumps á stuðning við markmið Ísraels innan Mið-austurlanda. Sem má sjá m.a. stað í því að Trump hefur skipað Íran hauka í mikilvægar ráðherrastöður í sinni ríkisstjórn, sbr. "CIA / National Security Adviser."
Samt sem áður, virðist stefna þó í að Trump horfi meir til Kína!
--Sem getur þítt að forgangsröðun Trumps sé -- fyrst Kína.
Þar hefur hann - Kína haukinn, Navarro sér til halds og trausts.
--Og viðskipta-hauka sem hann hefur einnig ráðið, sem virðast vilja vaða strax á Kína.
- En Kushner mun samt sem áður örugglega gæta þess að Trump gleymi ekki - Ísrael.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (23.11.): 0
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 24
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 22
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Einar flott grein og hvort þú sért á sömu skoðun og ég þá vona ég að Trump nái 8 árum og einhverjir hans líkir taki við. Hvort það verði synir eða tengdasynir þá betra.
Valdimar Samúelsson, 11.1.2017 kl. 10:33
Eg er sama sinnis og Tillerson þegar russland er annars vegar. Við þurfum að hætta að lita a þa sem ovini statt og stöðugt. Staðreyndin er su, að russar eiga meir sameiginlegt með okkur en ekki. Það eru fyrst og fremst illa hugsaðar aðgerðir vesturlanda sem neyða russa til að vernda hagsmuni sina. Orð eins og að russar seu "striðsglæpamenn" sagt af bandarikjamönnum sem eru verstu tölvuþrjotar, njosnarar og striðsglæpamenn sögunnar gerir asakanirnar "vefengjanlegar". Þjofur sem uthropar þjof, er ekki sanleikur.
það sem þarf að gera er að setja russa i okkar bas, og þar með fellur öll andstaða við israel af sjalfu ser.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.1.2017 kl. 20:10
Bjarne, ég ber mikla virðingu fyrir rússn. menningu og rússn. þjóðinni - þ.s. ég vill losna við eru þau stjórnvöld er ráða Rússl. og þá stefnu sem þau stjórnvöld viðhalda!
-Sem sé sjálf orsök þeirra átaka við Vesturlönd sem Rússl. stendur í seinni árin.
M.ö.o. ef Rússl. gefur upp þá átaka-stefnu við Vesturlönd, færir stefnuna nær þeirri stefnu er Yeltsin hafði; væri lítill vandi að láta það sem þú talar um - ganga eftir!
-Það hefði verið hvað ég hefði viljað láta gerast --> En vandinn sé Pútín og hans fólk, sem hafi eyðilagt þann möguleika a.m.k. svo lengi sem hann sé við völd!
-Ef Rússar skipta um landstjórnanda, og sú stefna verður aftur - Vesturlanda vinsamleg, sé enginn vandi að láta framtíð hratt vaxandi - hratt dýpkandi samskipta ganga upp.
Ég mundi einmittt vilja sjá Rússland sem -- bandalagsland Vesturlanda.
_En það geti ekki gerst með Pútín eða menn tengda hans stjórn, við völd.
Þú getur kennt Pútín um allt misjafnt sem hafi gerst í samsk. Vesturlanda og Rússl. - seinni árin.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2017 kl. 22:25
Valdimar, þú vilt m.ö.o. að Bandaríkin verði nokkurs konar - konungsdæmi :) Með valda-ætt? Svona eins og Saudi Arabía hvað það varðar?
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.1.2017 kl. 22:32
Hvað sem áherslum Kushners líður er vel skiljanlegt að Trump vilji hafa hann sér við hlið, enda afar fær maður. Þeir íslensku álitsgjafar sem gagnrýna þessa ráðningu vegna frændsemi átta sig ekki á að Trump er ekki framsóknarmaður úti á landi sem þarf að redda tengdasyni sínum þægilegri innivinnu. Hann hefur nú þegar ákaflega þægilega innivinnu.
Þorsteinn Siglaugsson, 11.1.2017 kl. 23:19
Þorsteinn, rétt að sem milljarðamæringur persónulega hefur Kushner enga þört fyrir þetta starf. Hann virðist enginn bjáni í viðskiptum - en mér skilst að hann hafi stjórnað viðskiptaveldi því er faðir hans upphaflega bjó til - frá unga aldri.
--Hann virðist eiginlega hafa betur heppnaða viðskiptasögu en Trump sjálfur.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 12.1.2017 kl. 01:02
Já kannski Einar þ.e. ef Trump nær tökum á liðinu í Ameríku en svo getur hreinlega að NWO öflin séu ekki viðráðanleg. Ég hefði líka vilja vera sem Territory of USA með sjálfsstjórn og möguleika á að verða fylki númer 51 sumir telja DC state en það er ekki ríki. Sem territory þá erum við undir vernd USA og allan alríkispakkann.
Það verður alltaf barátta á milli ESB sinna og USA sinna. Gleymum ekki að samkvæmt lögum geta Vestmaneyingar lagt inn bréf til UN og sagt við erum nýtt land.:-) bara smá pælingar sem eru ekkert vitlausari en innganga í ESB.
Valdimar Samúelsson, 12.1.2017 kl. 14:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning