Frændurnir Bjarni og Benedikt virðast ætla að bjóða þjóðinni upp á sápuóperu í beinni? Gleðilegt nýtt ár annars öll sömul!

Sannkölluð sápuópera er einmitt hvað ég er sannfærður um að ríkisstjórn frændanna Bjarna Ben og Benedikts Jóhannessonar verði - ef þeim frændum tekst að mynda þá ríkisstjórn í janúar 2017. Líklegast virðist að þeir frændur séu að skrifa - ítarlegan stjórnarsáttmála, þ.s. formlega verði samið um helstu atriði - leitast við að negla niður hvað Sjálfstæðisflokkur skuldbindur sig til að gera fyrir - Viðreisn og Bjarta Framtíð.

  • Hinn bóginn er ég þess fullviss, að þetta plagg verði ekki pappírsins virði.

Bjarni-Benedikt

Líklegt virðist að til nefnda um mikilvæg mál verði stofnað strax!

En þ.e. gömul brella - þegar flokkar geta ekki komið sér saman um tiltekin mál - að stofna utan um þau eitt stykki nefnd!

  1. Pottþétt verður nefnd um endurskoðun sjávarútvegsstefnu.
  2. Einnig nefnd um endurskoðun landbúnaðarstefnu.
  3. Síðan einnig nefnd um Evrópumál.

Þær nefndir væntanlega fá einhvern fyrirfram uppgefinn tíma!

Meðan þær starfa - hugsanlega getur stjórnin starfað í einhverjum litlum friði í einhvern smá tíma!
En það þarf á hinn bóginn ekki endilega að vera svo - þar sem væntanlega má reikna með hressilegum deilum innan þeirra nefnda.
--Það má fastlega einnig reikna með því, þær deilur rati í fjölmiðla.
--Jafnvel þó að til standi að fresta því að þingflokkar flokkanna taki um þau tilteknu mál formlega afstöðu, fyrr en nefndirnar hafa lokið störfum.

  1. Það er sá tími sem nefndirnar starfa.
  2. Sem má vera að verði sá tími sem stjórnin getur náð að starfa - eitthvað, áður en hún spryngur.
  • En rökrétt þíðir 32 sæta meirihluti, þ.e. meirihluti upp á 1-þingmann, að sérhver þingmaður stjórnarflokkanna hefur -- neitunarvald.
  • Sem þíðir að sjálfsögðu, að stjórnin verður að -- fresta öllum umdeildum málum.

--Ég á því ekki von á því!
--Að mánuðina sem nefndirnar starfa!
--Komi hún miklu meira í verk, en starfsstjórn Sigurðar Inga.

  • Það gæti vel farið, að verkin verði færri - ef eitthvað er.

Síðan auðvitað þegar nálgast að nefnirnar ljúka störfum!
Yrði ég mjög hissa, ef það mundi nást utan um -- sameiginlega niðurstöðu.

  1. En hvernig getur t.d. fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, sjálfstæðismaður - samþykkt að skera mikið niður fjárframlög til landbúnaðarmála? Sjálfstæðisfl. á nokkra þingmenn sem kosnir eru á landbúnaðarsvæðum!
  2. Hvað um sjávarútvegsmál - þ.s. Sjálfstæðisflokkurinn á fjölda þingmanna sem eru kosnir á svæðum þ.s. sjávarútvegur er ráðandi atvinnugrein?
  3. Eða um alla þá þingmenn Sjálfstæðisflokksins, sem eru harðir andstæðingar ESB - aðildar? Geta þeir sætt sig við nokkra þá niðurstöðu, er mundi geta leitt til þess að Bjarni Ben væri að leiða ríkisstjórn til nýrra aðildarviðræðna?

--Það virðist blasa fullkomlega við.
--Að á einhverjum punkti, ég efa að heilt ár líði þangað til.
--Spryngi stjórnin í tætlur!

  • Ég hugsa að ég gefi henni - 6-->10 mánuði.

 

Niðurstaða

Ég held að efni áramótaskaups 2017 muni skrifa sig nánast sjálft í beinni útsendingu ef BB og BJ tekst að mynda Engeyingastjórnina. En ég er þess fullviss að þá muni frændurnir bjóða þjóðinni upp á sannkallaða sápuóperu.
--En ég er bjartsýnn að þegar kemur að deilum milli þingmanna stjórnar.
--Muni Engeyjarstjórnin fullkomlega slá út vinstri stjórn Steingríms og Jóhönnu er sat 2009-2013.

Endurtek síðan -- kærar kveðjur til allra á nýju ári.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband