Hver væri líklegastur til að láta drepa Donald Trump? Svar - Pútín!

Stóra spurningin í þessu atriði snýr náttúrulega að markmiðum Pútíns.

  1. En ef meginmarkmiðið er --> Að deila og drottna.
  2. M.ö.o. hámarka deilur og klofning innan bandarísks samfélags.
  3. Veikja innviði bandarísks samfélags, sem og stofnanir þess.
  4. Draga úr trausti á stofnunum bandarísks samfélags!
  • Þá gæti morð á Donald Trump slegið allar þær flugur með einum steini - samtímis.

Kenning mín þá um Pútín er þá sú, að hann sé fullkomlega samviskulaus samtímis því að hann svífist einskis í því að efla áhrif og völd Rússlands.
--Vandi Pútíns þar um, er að Rússland er í augljósri hnignun - innviðir þess veikir og það sem verra er - hnignandi.
--Þannig að til þess að efla völd Rússland --> Þarf Pútín í reynd að veikja mótaðila Rússlands enn hraðar en Rússland sjálft er að veikjast.

Mig grunar einmitt að það sé --> Strategía Pútíns sem sé virk.
--Það sjáist m.a. í óskaplega umsvifamikilli -mis information campaign- sem rússneskir ríkisfjölmiðlar reka með fullkominni blessun Pútíns út um heim allan, með rekstri þúsunda síðna á helstu stóru net-gáttunum þ.e. Facebook, Youtube, Twitter o.s.frv.
--Fyrir utan gríðarlegan fjölda af blogg síðum og - meintum óháðum fréttamiðlum sem alltaf virðast nær byggja umfjöllun sína á efni rússneskra fréttaveitna.
**Umfjöllun sé samkvæm sjálfu sér - þ.e. gegn Vesturlöndum, gallar Vestræns lýðræðiskerfis séu upphafnir með upplásinni umfjöllun um - meinta spillingu, vandamál af margvíslegu tagi - er virðist eiga að gefa mynd af -- hnignun, spillingu, getuleysi - - samtímis að öfugri mynd er haldið á lofti af Rússlandi og Pútín - þ.e. skilvirkni í aðgerðum, Rússland sé í framsókn, völd þess á uppleið.

  • Yfirleitt hafi þessi sýn mjög takmarkaða -- veruleikatengingu.
    --Mjög Orvellísk þ.e. sú ríkistengda sýn, að sannleikurinn sé það sem hentar ríkinu á hverjum tíma m.ö.o. Pútín, því stöðugt mótanlegur -- hvet fólk að lesa 1984.
  • Pútín virðist vera að -- nota netið í mjög Orwellískum tilgangi, ríkisstjórn hans sé að reka mjög vel heppnaða netvæna - misinformation campaign - sem hafi í dag aflað sér milljóna fylgismanna út um allan heim, er í vaxandi mæli trúi þeim "alternative" veruleika sem þar sé haldið á lofti.
  • Eitt atriði sem virðist sameiginlegt hinum gríðarlega fjölda netmiðla er þjóna Pútín -- er ofan í allan annan skipulagðan áróður þeirra -- sá sameiginlegi stanslausi áróður að fjölmiðlar sem halda á lofti annarri sýn -- séu ótrúverðugir.
    -netáróðursmiðlar Pútíns -þó þeir aldrei kenni sig við Pútín, þess í stað segjast óháðir- kenna sig stöðug við sannleika, það virðist eitt af þeirra sameiginlegu megineinkennum að fullyrða statt og stöðugt að þeir flytji sannleikann, samtímis og fullyrt er að miðlar sem halda öðru fram flytji lygar.
    -Það sé mjög ísmeygilegur áróður, bersýnilega ætlað að gera lesendur áróðursnetmiðla Pútíns tortryggna gagnvart miðlum sem halda öðrum hlutum á lofti, þannig að þeirra lesendur þar með ánetjist þeirri heimssýn sem áróðursmiðlar Pútíns haldi á lofti.
    -Í reynd sé þetta, skipulagður heilaþvottur í gegnum netið -- tugir milljóna um heim allan hafi í gegnum slíka ánetjun verið kerfislega heilaþvegnir.
    --> Skipulagður heilaþvottur í gegnum netið sé orðinn að meiriháttar vandamáli, því í gegnum hann ánetjast vaxandi fjöldi fólks í frjálsum samfélögum -- skipulögðum áróðri sem ætlað sé að fá það fólk til að gerast liðsmenn í því, að grafa undan stofnunum eigin samfélags og ekki síst lýðræðinu í eigin löndum.
    -Mér virðist hreinlega að þetta sé að virka! Í formi milljóna Pútín aðdáenda í Vestrænum löndum, sem í vaxandi mæli virðast skeptískir á eigin samfélög - og jafnvel fullir aðdáunar á stjórnunarfyrirkomulagi Rússlands!
    -Það má líkja þessu við áróður -- Sovétríkjanna á árum áður, sem höfðu liðsmenn í gegnum flokka er störfuðu á Vesturlöndum er skipulega unnu að því að grafa undan eigin samfélagi <--> Pútín virðist vera að endurtaka svipaðan leik og Sovétríkin léku.
  • Sá veruleiki sem netáróðursvél Pútíns haldi á lofti snúist ekki um það hvað sé -staðreyndalega rétt- heldur það hvað hentar Pútín að halda á lofti hverju sinni -- um það atriði snúist í dag tugir þúsunda vefsíðna er ljúga því að vera óháðar og mikill fjöldi Youtube miðlara sennilega mörg þúsund sem einnig ljúga því að vera óháðir.

Þetta sé sennilega umfangsmesta -misinformation campaign- veraldarsögunnar. Sem ríkisstjórn Pútíns sé í dag að reka, sem sé að skila miklum árangri. Farin að hafa raunveruleg áhrif -- í gegnum það að stjórna að stórum hluta veraldarsýn hóps netverja sem séu áhangendur þeirra miðla sem séu reknir af starfsmönnum Pútíns - sem líklega eru a.m.k. tugir milljóna í dag.
--Þetta fólk sé dreift um allan heim, vegna þess að lýðræðislönd eru svo opin, sé áhangendur vefja reknir af starfsmönnum Pútíns að finna sennilega í öllum Vestrænum lýðræðislöndum, og sennilega einnig í fjölda lýðræðislanda jafnvel þeim öllum sem ekki teljast - vestræn.

  1. Tilgangurinn sé að efla áhrif Rússlands, nánar tiltekið Pútíns sjálfs, með því að efla áhrif þeirrar veraldarsýnar -- sem Pútín heldur á lofti og telur henta markmiðum sínum sem stjórnanda Rússlands.
  2. Aðferðin sé -- að deila og drottna. Með því að sá - tortryggni og deilum, leitast við að veikja innviði lýðræðislanda, með því að efla þá sýn að þau séu veik - spillt - ekki að vinna vinnuna fyrir sína eigin íbúa -- og auðvitað, í hnignun.


Inn í þetta allsherjar "misinformation" - tilraun til að deila og drottna, veikja innviði Vesturlanda og sérstaklega Bandaríkjanna --> Gæti morð á Donald Trump einmitt smellpassað!

Auðvitað þyrfti að skipuleggja verknaðinn með þeim hætti - að það liti út sem verknaðurinn hefði verið unnin af aðilum innan bandaríska stjórnkerfisins eða tengdum bandaríska stjórnkerfinu með einhverjum hætti.

En fylgismenn Trumps eru þegar það - skeptískir - út í sitt samfélag og innviði þess --> Að Pútín þyrfti sennilega ekki að verja mjög miklu púðrí í að sannfæra þá um það --> Að vondir aðilar í Washington hefðu látið drepa Trump.

  1. Ef maður gefur sér að Pútín mundi takast að fá stuðningsmenn Trumps almennt til að trúa því að -- svokallað "deep state" í Bandaríkjunum hefði látið drepa Trump.
    Þá auðvitað yrði óskaplegur þrýstingur frá hans stuðningsmönnum - um að hefja algerlega tafarlausar nornaveiðar í gervöllu bandarísku stjórnkerfinu - sem og innan öryggisstofnana og hersins að auki.
  2. Ég tel það nærri því fullvíst, að starfandi ríkisstjórn Trumps - mundi gera sitt allra ýtrasta til að hrinda slíkum nornaveiðum í framkvæmd - til að hreinsa út meinta óvini fólksins.
    --Þær nornaveiðar gætu líkst um margt nornaveiðum Erdogans af Tyrklandi gegn meintum Gulenistum. Sem virðast í raun og veru snúst um að hreinsa út alla pólitíska andstæðinga innan stjórnkerfisins og öryggisstofnana landsins og hersins að auki.
  3. Slíkar nornaveiðar mundu að sjálfsögðu -- hafa sömu áhrif og nornaveiðar Erdogans líklega eru að hafa, þ.e. veikja stofnanirnar sjálfar með þeim hætti að miklum fjölda hæfra einstaklings - sé skipt úr fyrir einstaklinga sem teljast pólitískt rétt hugsandi - það verði meginatriðið, að velja þá sem stjórnendurnir treysta - frekar en að hæfni sé meginatriði.
  4. Að auki, þar sem slíkar nornaveiðar mundi samtímis gera stofnanirnar pólitískar - þá mundi án vafa tortryggni þeirra sem ekki styðja sýn Trumpista á samfélagið - á þær stofnanir eflast mikið; þ.s. þeir væntanlega treystu þá síður stofnunum sem teknar hefði verið stórum hluta yfir af - fylgismönnum Trumps.
  5. Þannig samtímis veikust stofnanirnar sem halda lýðræðislegu stjórnkerfi Bandaríkjanna uppi. Og þær einnig mundu njóta mun minna trausts innan samfélagsins.

Þannig gæti morð á Trump -- orðið að velheppnuðum gambýtt -- til að veikja lýðræðið innan Bandaríkjanna.

Samtímis má reikna með því -- að afleiðing morðs á Trump -> Mundi að auki verða auknar deilur innan hins bandaríska samfélags, milli þeirra hópa er mynda það!

Að auki -- má ætla að morð á Trump --> Mundi til viðbótar við ofan-nefnd áhrif, efla tortryggni gegn stofnunum samfélaga annarra Vestrænna ríkja, meðal hópa er styðja svipuð stjónarmið og Trumpistar.

 

Mín ályktun er m.ö.o. sú, að sennilegt sé að Pútín muni undirbúa morð á Trump! En ekki endilega láta framkvæma verknaðinn nærri - nærri því strax!

En Pútín vill fá hluti frá Trump -- og sennilega muni Pútín fyrst láta reyna á það hvað hann getur fengið Trump til að gera af því sem hentar markmiðum Pútíns.
--> M.ö.o. að Trump verði ekki drepinn, fyrr en Pútín telji sig ekki geta náð meira fram af þeim óskalista sem má vera að Pútín nú hafi.

  • Það er auðvitað hugsanlegt að Trump sé það vel varinn af líffvarðasveitum "US Marines" að slíkt plott sé óframkvæmanlegt.
  1. Mér virðist a.m.k. að í ljósi þess hve ég tel það afskaplega líklegt að hafa slæmar afleiðingar -- ef Trump er myrtur.
  2. Að þá sé rökrétt, þó ég sé alls ekki vinur Trumps, að vonast eftir því -- að öryggisverðir embættis Forseta Bandaríkjanna, séu það færir að slíkt plott sé líklega ekki framkvæmanlegt.

Sannarlega væri slíkt plott einnig áhættusamt!

Höfum samt í huga, að í gegnum sínar fjölmörgu áróðursveitur hefur Pútín sáð þegar það mikilli tortryggni -- að mjög margir stuðningsmenn Trumps.

Mundu hreinlega líklega vera mjög tregir til að trúa nokkurri annarri kenningu um slíkt morð -- en þeirri að þeirra eigið "deep state" hefði látið myrða Trump.

En ég er eiginlega nærri alveg fullviss -- að um leið og fréttir bærust af slíku morði, mundu flestir stuðningsmenn Trump sannfærast strax að hann hefði verið myrtur af eigin "deep state" Bandaríkjanna.

  • Þannig að það þyrfti sennilega mjög sannfærandi sönnunargögn um sekt Rússlands -- til að sannfæra þá um annað, og jafnvel gegnt mjög sannfærandi sönnunargögnum væru örugglega samt áfram a.m.k. hluti hans stuðningsmanna samt sennilega skeptískir á slíka skýringu.

--Þannig að Pútín gæti hreinlega verið það fremur létt verk -- að framkalla gríðarleg vandræði innan Bandaríkjanna -- ef hans leyniþjónusta getur framkvæmt morð á Donald Trump á annað borð með þeim hætti að engin sönnunargögn um hver raunverulega framdi verknaðinn væru til staðar.

 

Niðurstaða

Mín ábending er einföld - að enginn græði meir á því að myrða Trump en líklega Pútín sjálfur. Því að sennilega enginn annar atburður gæti verið mögulega áhrifarýkari í því markmiði - að tvístra bandarísku þjóðinni, samtímis og að innviðir Bandaríkjanna væru veiktir og traust innan samfélagsins á þeim innviðum væri samtímis verulega - eyðilagt.

Það þíði þó ekki að Pútín sé líklegur að láta myrða Trump - fyrr en Pútín telur sig græða meir á dauða Trumps - en því að halda honum lifandi áfram.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég veit það ekki, en mér finnst þú farinn að kríta heldur liðugt núna.

Sveinn R. Pálsson, 21.12.2016 kl. 08:56

2 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Ég gæti trúað að Rússarnir hafi meiri áhuga á því að koma einhverju af stað í Saudi Arabíu. Það eru vaxandi fréttir af því að eitthvað sé þar í gangi, og aldrei að vita nema Pútin reyni að fá Trump með sér þar.

https://sputniknews.com/middleeast/201612201048807716-saudi-arabia-government-prospects/

Sveinn R. Pálsson, 21.12.2016 kl. 09:44

3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Verður þetta ekki þannig að Pútín verður með Trump í vasanum?

Sveinn R. Pálsson, 21.12.2016 kl. 09:52

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

"Verður þetta ekki þannig að Pútín verður með Trump í vasanum?"

Kannski fær hann þá að lifa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2016 kl. 10:49

5 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Ekki er ég neinn sérfræðingur í heimspólitíkinni, en finnst þetta þó ekki líkleg kenning hjá þér, Einar Björn.  Trump er einmitt sakaður um að stefna að einangrun USA í utanríkismálum og þannig ólíklegasti keppinautur Putins í "þvísa" landi, stefni sá síðarnefndi á annað borð að útþenslu í utanríkismálum Rússlands.  Ætli Trump sé ekki óhætt?

Kolbrún Hilmars, 21.12.2016 kl. 13:12

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Pútin er ekki endilega að hugsa málið í samhengi Trumps -- hann líti á Bandar. sem andstæðing hovrt sem Trump er þar eða einhver annar --> Það sé sjálfur styrkur Bandar. sem ég Pútín þyrnir í auga - en um leið og einhver annar en Trump væri þar - þá mundu Bandar. beita þeim styrk með öðrum hætti eða gætu það!
--En ef það væri ringulreið innan Bandar. - þau hefðu verið alvarlega veikt innan frá, er óvíst að þau væru eins fær um að beita sér þó annar tæki síðar meir við.
_________
Síðan vitum við ekki í reynd hvort Trump stefnir á einangrunarhyggju -- en miðað við síðustu fréttir, ætlar Trump að hjóla í Kína!
**Sem kannski þvert á móti --> Bendi til aggressívari utanríkisstefnu Bandar. undir Trump.
--Ekki, síður aggressívari - eins og ýmsir stuðningsmenn Trumps virtust halda.

Þá líta málin aðeins öðruvísi út - ekki satt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.12.2016 kl. 13:57

7 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Kína hefur nú lengi talist erkióvinur Rússlands, svo Pútín er eflaust ekki sárt um þær áætlanir Trump.  En Trump er á viðskiptaskónum gagnvart Kína, ekki með vopnavaldinu.

Kolbrún Hilmars, 21.12.2016 kl. 14:04

8 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ólíkt Bandaríkjamönnum hafa Rússar aldrei drepið þjóðhöfðingja annars ríkis.

Rússar hafa heldur aldrei gert út hryðjuverkamenn til að eyðileggja annað ríki ,andstætt Bandaríkjamönnum.

,

Það er einnig nokkuð ljóst að tölvuinnbrootin í Bandaríkjunum voru ekki á vegum Rússa,enda hafa leyniþjónustur þar vestra ekki sagt að svo sé.

CIA segir aðeins að þeir séu sannfærðir um það ,en það er einmitt orðalagið sem þeir hafa notað þegar þeir eru að ljúga,fram að þessu.

FBI segir hinsvegar að gögn CIA séu ekki sannfærandi og engin önnur leyniþjónusta þar hefur tekið undir málflutning CIA.

Það er hinsvegar mjög líklegt að Rússar eigi þessi gögn,en það bendir ekkert til að Wikileaks hafi fengið þau þaðan ,enda hefur Julian Assange sagt það berum orðum.

Þessi Rússagrýla var fundin upp af kosningamaskínu Hillary til að leiða athyglina frá afbrotum og glæpum sem sagt var frá í þessum póstum og fleirum.

.

Bandarískir megin fjölmiðlarnir eru svo ekki í neinni samkeppni ,enda eru þeir allir í sömu grúppunni og hafa það eitt hlutverk að halda við völd glæpaklíkunni sem hefur hertekið Bandarískt stjórnkerfi ,enda allir í eigu og undir stjórn þessarar grúppu.

Undanfarið hafa þeir farið hamförum,en því meira sem þeir ljúga því meira minnkar traust almennings á þeim. Nú er það í 23% sem er minna en traust almennings í Bandaríkunum á Vladimir Putin

.

Núna er lygaherferðin sem farin var vegna Alleppo að snúast í höndunum á þeim eftir að fólkið slapp úr gíslingunni. Það mál á eftir að versna mikið fyrir þá.

Það var ekki lítill atgangurinn hjá þeim þegar var verið að frelsa fólkið,enda ekki skemmtilegt fyrir fjölmiðlamenn að verða berir af svona lygaherferð strax ofan í hneykslið vegna forsetakosninganna í Bandaríkjunum.

Ég hef hinsvegar aldrei skilið hvernig þeir sáu fyrir sér að þetta endaði. Voru þeir virkilega að vonast til að hryðjuverkammennirnir myndu drepa allt fólkið til að það yrðu engin sönnunargögn?

Þeir hiksta jafnvel svolítið á lyginni ráðamenn okkar þegar þeir eru spurðir af hverju þeir hafi stutt hryðjuverkamenn sem héldu á annað hundrað þúsund manns í gíslingu í Aleppo.Allavega sumir.

.

Ég er hinsvegar ekki bjartsýnn á að það takist að útrýma þessari óværu úr stjórnkerfinu. Eftir að hafa komið upp fasísku eftirlitskerfi með íbúum vesturlanda sem Stalín hefði verið grænn af öfund yfir, virðist þeim ætla að takast að taka næsta stóra skref sem er ritskoðun. Þá vantar bara að koma Hullary í stólinn og þá er komið hið fullkomna fasíska ríki sem þessi grúppa hefur unnið svo lengi að ,að raungera.

Borgþór Jónsson, 21.12.2016 kl. 15:49

9 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kolbrún Hilmars, þú heldur það - mér virðist þú þá ef til vill ekki átta þig á hversu varasaman leik Trump virðist ætla að leika -- með því að spila Taiwan sem peð. Trump er ekki einungis að ráða Kína viðskiptahauka -- heldur hauka sem boða það að hernaðarátök við Kína séu sennileg.
--Ef Trump beitir Taiwan fyrir vagn sinn - í tilraun til að beita Kína þrýstingi.
--Gæti á mjög skömmum tíma, skollið á eins hættuleg deila við Kína, og Kúpudeilan.

Mér virðist Trump ætla að beita sér -- vítt yfir sviðið gegn Kína. Þ.e. ekki einungis á - viðskiptasviðinu, eins og þú virðist halda!
--Heldur, hernaðarsviðinu einnig.

Þannig að mikil hernaðarspenna þarna á milli -- sé einfaldlega sennileg, ef Trump spilar leikinn með þeim hætti, að ætla sér samtímis -- að lækka rostann í Kína á viðskiptasviðinu og mæta vaxandi umsvifum Kína á Suður-Kína-hafi með því að fjölga bandarískum skipum á sömu slóðum -- samtímis og hann hótar ekki ósennilega - að styðja sjálfstætt Tævan.

En ég er algerlega viss, að Kína mundi taka það -- mjög illa upp.
Bendi á færslu um þetta sem ég skrifaði nýlega: Kína sendir Trump mótmæli - vegna símtals Trumps við Tsai Ing-wen leiðtoga Tævan

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.12.2016 kl. 00:34

10 Smámynd: Jóhann Kristinsson

það er ekki maður með heilbrigða hugsun sem setur svona fyrirsögn fram, aldrei datt mér í hug að þú Einar Björn Bjarnason værir með svona hugsunarhátt. 

Ég ætla að ganga svo langt að Einar Björn Bjarnason sé með öfgva hugsanir og þar af leiðandi þá hlýtur maðurinn að vera fylgin öfgva stefnu.

Ja hérna detta nú allr dauðar lýs mér úr höfði.

Kveðja frá Las Vegas

Jóhann Kristinsson, 22.12.2016 kl. 03:57

11 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Einar Björn, já ég held það! Taiwan vill ekki sjá Kína hvort sem er, aðrar þjóðir við S-Kínahaf amast við yfirgangi Kína þar.  Ef hægt er að lækka rosta Kína á þessum slóðum án vopnavalds, er það þá ekki bara af hinu góða?  En miðað við fréttir ætlar Trump bara að flytja ameríska vöruframleiðslu frá Kína og heim til USA - þ.e. stefnir ekki að neinum landvinningum.  Er það slæmt?

Kolbrún Hilmars, 22.12.2016 kl. 19:01

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband