Áhugaverð áhrif vals franskra hægri manna á Fillon - gæti verið að auka lögmæti flokks Le Pen í augum kjósenda

Það kemur til af því, að Francois Fillon er sammála afstöðu Front Nationale og þar með Marine Le Pen í nokkrum veigamiklum atriðum.

FN hefur talað gegn hjónabandi samkynhneigðra para - en nú hafa franskir hægri menn valið frambjóðanda sama sinnis.
FN hefur lengi barist gegn fjölgun innflytjenda og sérstaklega gegn fjölgun Múslima í Frakklandi - nú hafa franskir hægri menn valið frambjóðanda með sömu viðhorf í þessum atriðum og Le Pen og FN.

Sú afstaða er nokkuð vinsæl meðal stuðningsmanna Francois Fillon að Fillon fyrir bragðið sé samkeppnishæfari gagnvart FN - en hófsamari hægri maður væri, einmitt með því að mæta FN þráðbeint í þeim málum sem FN hefur lengi - einokað.

En á móti, þá tel ég það að megin hægri flokkur Frakklands hafi nú frambjóðanda með slík viðhorf, einnig veiti þeim lögmæti í augum franskra kjósenda!
--Þar með grafi undan þeim málflutningi andstæðinga FN - að hann sé öfgaflokkur.
--En það verður augljóslega tel ég mun erfiðara en áður, síðan sífellt eriðara því oftar sem Fillon og Le Pen koma fram í frönskum fjölmiðlum, sammála um ofangreind atriði!

Image result for fillon vs. le pen

Það áhugaverða er -- að sennilega hafi þetta þau áhrif að færa fókus kosningabaráttunnar inn á svið efnahagsmála og félagsmála!

En það þarf alls ekki að vera slæmt fyrir FN -- hafandi í huga stefnu Fillon!

French conservatives back Fillon for president, Left flounders

  1. "But Fillon's hard-line reform plans - cutting public spending by 100 billion euros over five years,..."
  2. "...scrapping a tax on the wealthy..."
  3. "...and pushing the retirement age to 65..."
  4. and cutting public sector jobs.."

En Marine Le Pen -- síðan hún varð leiðtogi Front Nationale -- hefur smám saman verið að mjaka félagsmálastefnu og efnahagsstefnu FN-til vinstri.
--Og nú virðist afa hægri sinnuð stefnumótin Fillon - þar með "lögmæta" þær áherslur Marine, og líklega að auki að hörð hægri stefna Fillon skapi Marine Le Pen tækifæri að höggva veruleg skörð inn í hópa - vinstri sinnaðra kjósenda!

Fillon win sets up bitter battle with Le Pen over future of France

  1. "She (Marine Le Pen) has called for the retirement age to be brought back down to 60"
  2. "...demanded a bolstering of public services..."
  3. "...and developed a protectionist programme that involves leaving the EU, restoring tariffs and national border controls for people and goods..."

Þetta eru einfaldlega -- vinstri sinnaðar áherslur!
--Mjög pópúlískar sbr. krafan að færa aldurinn er fólk fer á eftirlaun aftur niður í 60 ára, sem augljóslega væri dýrara en franski ríkissjóðurinn hefði í reynd efni á!

"Nationwide, about 45 per cent of blue-collar workers and 38 per cent of unemployed people or youngsters seeking their first job say they plan to vote for Ms Le Pen..."

M.ö.o. - þessar áherslur Marine eru að skila FN-fylgi meðal vinstri sinnaðra kjósenda, þeirra sem hefðu annars kosið kommúnista eða sósíalista.
--Og harðar hægri sinnaðar áherslur Fillon - að sjálfsögðu munu herða á flótta vinstri manna yfir til Front Nationale.

  1. Það sem ég á við, er að -- þegar fókusinn færist á félagsmál og efnahagsmál, þá sé líklegt að stefna Fillon -- verði afar afar umdeild.
  2. Marine Le Pen líklega mundi lítið þurfa að gera, því gagnrýni vinstri manna á Fillon eigi eftir að verða afar hörð -- meðan að þeirra frambjóðandi vegna neikvæðra áhrifa óskaplegra óvinsælda sitjandi forseta, ótrúlegur 4% stuðningur við Hollande skv. nýlegum könnunum - eigi litla möguleika og sé því ólíklegur til að ógna stöðu Le Pen; þess í stað þá líklega hjálpi þeirra gagnrýni að fókusa franska kjósendur á gagnrýni á -- stefnu Fillons.
  3. Það geti átt eftir að breyta viðhorfum margra franskra kjósenda, þegar þeir stara á efnahagsmála og félagsmála pakka Marine Le Pen og Francois Fillon -- og áhrifin geta orðið á þá leið, að gagnrýnin smali fylginu til FN í þetta sinn.
  4. Það gæti meira að segja gerst, að sú kosningaþróun skapist - að kjósa Le Pen vegna andstöðu við stefnu Fillons.

Þannig eins og ég sagði í gær -- þá grunar mig að val hægri manna á Fillon -- sé frekar tækifæri fyrir Marine Le Pen og Front Nationale - en ógn!

  • Marine muni sennilega græða á því - ef fókusinn verður á að gagnrýna stefnu Fillons - sem bersýnilega ógnar stefnu allra franskra vinstri manna, sem og mjög sennileg að vera afar óvinsæl meðal franskra launamanna!
    --Og auðvitað þeirra sem nálgast eftirlauna-aldur.

Þannig að það gæti reynst vera mjög rétt taktísk ákvörðun hjá Marine Le Pen -- að taka upp vinstri sinnaðar áherslur í félagsmálum, og efnahagsmálum.

 

Niðurstaða

Ég held að það eigi eftir að reynast afar áhugasamur vinkill hjá frönskum hægri mönnum að hafa valið svo óskaplega hægri sinnaðan frambjóðanda sem Francois Fillon. En einmitt vegna þess að hann virðist deila viðhorfum með Front Nationale og Marine Le Pen í nokkrum mikilvægum málum. Þá sennilega grafi það val hægri manna undan tilraunum til að viðhalda þeirri sýn á FN-að þar fari öfgaflokkur. Þess í stað geti megin áhrif þessa vals franskra hægri manna verið á þá leið - að auðvelda Marine Le Pen þá taktísku nálgun er hún hefur um töluvert skeið fylgt fram, að færa stefnu FN-í félagsmálum og efnahagsmálum, sífellt lengra til vinstri. Sem skv. skoðanakönnunum virðist vera að leiða til yfirtöku FN-á verkamanna fylgi innan Frakklands, sem og til víðtæks stuðnings ungs fólks við FN.

Það getur leit til þess, að félagsmál og efnahagsmál færist í forgrunn - og kosningabaráttan fari að snúast um deilur í tengslum við stefnu Francois Fillons.
--Sem mundi sennilega verða vatn á myllu taktískrar sóknar FN-inn á svæði vinstri flokkanna.

Ég held að möguleikar Marine Le Pen séu verulegir að 6-mánuðum liðnum þegar þetta er haft í huga!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Mjög athyglisverður þessi pistill þinn, Einar Björn, með fróðlegum staðreyndum og hugleiðingum, og undarlegt að engir hafi orðið til þess að þakka hann.

Jón Valur Jensson, 29.11.2016 kl. 00:14

2 Smámynd: Borgþór Jónsson

 Ég held að innflytjendamálin spili þarna mest inn í ,enda er það aðallega á því sviði sem Fillon hefur nálgast Le Pen.

Fillon hefur gert sér ljóst eftir Brexit og Trump, að það dugar ekki lengur að hundsa vilja almennings í þeim málum.

Þetta brennur einfaldlega of mikið á almenningii til að það sé hægt að horfa fram hjá því einu sinni enn.

Fillon færir sig því nær Le Pen á þessu sviði til að koma í veg fyrir að kjósendur leiti til hennar ,bara út af þessumm málum.

Sennilega hefðu margir íhaldsmenn látið sér lynda að missa NATO og ESB ef innflytjendamálum væri háttað með þeim hætti sem þeir sætta sig við.

Nú er Fillon búinn að setja undir þann leka.

Le Pen þarf hins vegar að reyna að lokka til sín miðjufólkið með gylliboðum,en það verður hægara sagt en gert af því miðju og vinstri fylgið hefur líka mjög sterka sannfæringu í innflytjendamálum ,sem er gagnstæð skoðunum Le Pen.

Ég held líka að hún muni ekki hafa erindi sem erfiði í þeim málum ,enda ESB í húfi. Enginn vinstri eða miðjumaður er tilbúinn að Fórna ESB fyrir lækkaðann lífeyrisaldur eða álíka.

Ég held líka að utanríkismál muni hafa aukið vægi í kosningunum.Hræðilega mislukkuð stefna Frakka undanfarið hefur verið þeim gríðarlega kostnaðarsöm ,og fólk á erfitt með að sætta sig við áframhald á þeirri braut. 

.

Mér sýnist að vinstri og miðjumenn muni að lokum þjappa sér um Fillon ,og hann verði næsti forseti Frakklands.

Það sem Le Pen hefur áorkað ,er að færa Republikana nær áherslum National Front í sumum málum.

Borgþór Jónsson, 29.11.2016 kl. 00:19

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, í þetta sinn gætir þú reynst sannspár - þ.e. auðvitað það "narrative" sem stuðningsmenn Fillon halda á lofti.
--Hinn bóginn er ég algerlega viss að breytingar á utanríkisstefnu Frakkl. skv. vilja Le Pen og Fillon, verða - hræðileg mistök.
Frakkar verða þá að súpa biturt seyði af því klúðri er gæti orðið Bush skala mega klúður í Miðausturlöndum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.11.2016 kl. 02:31

4 identicon

Vel lagt upp, verð að segja að það verður áhugavert að fylgjast með.  En, hvernig er með frakka ... hafa þeir ekki slæma reynslu af einkavæðingunni, eins og annars staðar?

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 29.11.2016 kl. 20:40

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 29
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband