Skv. yfirlýsingu talsmanns hersveita er styðja stjórnvöld í Damaskus - er stefnt að töku Aleppo fyrir 20. janúar 2017 er Donald Trump tekur formlega við embætti

Miðað við fréttir af stöðugum hörðum árásum á varnir uppreisnarmanna í Aleppo í samhengi við harðar loftárásir flughers Rússa -- er stefnt að því að þær árásir haldi áfram fullkomlega linnulaust, í von um að takmarkið að taka svæði uppreisnarmanna í Aleppo fyrir valdatöku Donalds Trumps náist fram!

Assad, allies aim to seize all Aleppo before Trump takes power: official

Þessi mynd virðist sýna nokkurn veginn núverandi stöðu eftir að uppreisnarmenn hafa misst nokkurn veginn helmings síns yfirráðasvæðis í Aleppo!

  1. Uppreisnarmenn skv. fréttum segjast hafa náð jafnvægi að nýju á varnarlínuna - sem er nú smærri hringur en áður.
  2. Þau hverfi sem eftir eru - eru þéttbýlli skilst mér en þau sem uppreisnarmenn hafa misst á undanförnum dögum --> Sem getur þýtt að sókn þar inn, verði tafsamari - uppreisnarmenn fastari þar fyrir.
  • Sérstaklega er kemur að þeim hópum sem tengjast svokölluðum "Frjálsum-sýrl.-her" en leyfar hópa er tengjast honum, upphaflega uppreisnin gegn Assad - hefur enn verið að finna í Aleppo.
    --Þeir hópar sennilega eru líklegast mannaðir einstaklingum frá þeim svæðum sem þeir verja -- sem skapar að sjálfsögðu mjög erfiða spurningu, þ.s. í annan stað eru fjölskyldur þeirra sjálfra að þjást, en einnig að láta lífið <--> En á móti kemur spurningin, hvort þeir geta treyst stjórninni, að refsa ekki þeirra fjölskyldum harkalega fyrir - ef þeir gefast upp.
    --Það gæti verið að sú óvissa haldi þeim í baráttunni, þrátt fyrir að matarbirgðir séu svo á þrotum skv. fréttum, að sultur blasir fljótlega við.
  1. En eitt öflugasta tæki stjórnvalda, hefur verið það elsta sennilega í sögu hernaðar gegn borgum --> Þ.e. umsátur.
  2. Hverfum - bægjum - hefur verið haldið í umsátri, þangað til matarbirgðir hafa þrotið. Uppreisnarmenn sem eiga fjölskyldur á sama svæði, þá stara á eigin fjölskyldur á brún hungurs --> Það sé líklega -umsátur- og -hungur- sem hafi verið öflugasta vopnið í átökum um að binda endi á uppreisnir hér og þar.
  3. Sl. ár hefur töluverður fj. slíkra umsátra lokið með -- uppgjöf, eftir að matur var algerlega búinn og íbúar farnir að svelta.
    --Ekki hafa fréttir neinar borist af því, hvað síðan kom fyrir þá uppreisnarmenn - er gáfust upp, svo fjölskyldur þeirra fengu mat.
  • Það getur vel verið -- að það verði ekki árásir, heldur -hungur- sem á endanum leiðir fram endalok umsátursins um Aleppo!

Hungur sem vopn -- hefur allaf verið fullkomlega miskunnarlaus aðferð!
En að sama skapi -- þegar því er beitt, mjög áhrifaríkt!

Hungur tekur alltaf þó tíma að virka -- umsátur getur tekið fleiri ár!

 

Enginn heldur út gegn hungurvofunni - endalaust!

Þannig að það sé líklega engin spurning - að ef umsátrinu er viðhaldið áfram. Og ef það þíðir að - engar matarsendingar til uppreisnarmanna berast.
--Þá getur borg í umsátri einungis haldið út í takmarkaðan tíma.

  • Þau 5.000 ár sem hungur hefur verið notað með velheppnuðum hætti, til að taka borgir.

Hefur það margítrekað - virkað!


Það sem þó væri forvitnilegt að vita - er mannfall sveita er styðja Assad!

En uppreisnarmenn eftir að hafa barist linnulaust síðan ca. ágúst 2011, eru orðnir "veterans." Þ.e. hermenn með reynslu.
--Að auki höfðu þeir nægan tíma, til að undirbúa sig fyrir árás!
--Auk þess að þeir þekkja sín svæði vel!

Fram að þessu, hafði þeim alltaf tekist að brjóta á bak aftur - árásir inn í sín hverfi. Orðnir mjög færir í því að slátra þeim.

Á hinn bóginn, er ein aðferð sem einnig sl. 5.000 ár hefur virkað, þ.e. að ráðast fram með nægum mannafla -- en það þíðir einnig, mikið mannfall þeirra er ráðast fram!
--Fyrir atlöguna að Aleppo, virðist hafa verið mikill liðsafnaður - þ.e. Íranar sjálfir með hópa úr Lýðveldisverðinum - skv. nýlegri frétt hafa Íranar viðurkennt a.m.k. 1.000 menn fallnir -- það eru bara "Republican Guard Troops."

Hvað með - mannfall Hezbollah?
Hvað með - mannfall "Pro Syrian Militias" undir stjórn Írana, en mannaðar Sýrlendingum?
Hvað með - mannfall Shíta "militias" frá Írak, sem eru þarna einnig í einhverjum fjölda?
Hvað með - mannfall hins eiginlega hers stjórnvalda?

  1. A.m.k. virðist eitt algerlega klárt, að mannfall hlýtur að hafa verið mikið.
  2. En málið er að verið er að berjast í rústahrúgum, í návígi --> Þá er ekki unnt að beita skriðdrekum að ráði, né öðrum brynvörðum tækjum --> Heldur snúast bardagar líklega um - einvígi milli vopnaðra hermanna!
  3. Í slíkum átökum, yfirleitt falla fleiri af þeim er ráðast fram, en af þeim sem - verjast.
  • Spurning þó hve mikið manntjón verður af loftárásum, sem stöðugt er beitt.

Ég mundi ekki verða steinhissa -- ef heildarmannfalla þeirra er hafa ráðist fram!
Væri orðið á bilinu 5-6þúsund.

Á síðasta ári -- viðurkenndi Assad, heildarmannfall herja hans á bilinu 60-70þ. frá því að stríðið hófst!
--Bardagar í návígi eru mjög mannskæðir.

 

Ég á þó ekki von á því að úr þessu er lítur út sem yfirvofandi fall Aleppo, þíði að stríðið taki endi!

Það breytist þó - þ.e. verður líklega meir í ætt við skærustríð "hit and run tatics." Heldur en það sem átökin hafa verið - herir að takast á um stjórnun landsvæða.
--En það hefur verið, skæruher til staðar.

Skæruátök geta verið umtalsvert stór í skala, þó eðli þeirra verði líklega síður en hefur verið í þá átt - að gerð væri tilraun til að halda tilteknu landsvæði.
--Það þíðir auðvitað að skæruliðar þurfa afdrep einhvers staðar.

  1. Það hafa nærri 6 milljón Sýrlendinga flúið landið.
  2. Milljón í viðbótar gæti kosið flótta - þ.e. fólk er tengist þeim hópum er hafa verið að berjast, annað af tvennu - stuðningsmenn eða tengt einstaklingum er hafa verið að berjast.

Ef við erum að tala um 6-7 milljón varanlega landflótta, fólk sem hefur flúið átökin - vegna þess að svæði þau er það fólk bjó á, hafa verið lögð gersamlega í rúst.

Sá stóri hópur virðist einkum Súnní Íslam, þ.e. tilheyra þeim hópi er hefur verið meirihluti Sýrlendinga -- þaðan sem uppreisn fékk einna helst fylgi/stuðning - sem sést ekki síst á því að allir uppreisnarhópar eru Súnní.

  • Það virðist sennilegt að svo fjölmennar flóttamannabúðir - þó þær séu dreifðar milli Tyrklands, Lýbanon og Jórdaníu --> Þegar haft er í huga, að þar fer fólk sem líklega margt hvert upplifði heimili sín eyðilögð - líkur á að hafa misst ástin eða ástvini.
  • Líklegt að upplifa það að geta ekki snúið aftur - sem væri mörgu leiti sambærilegt við það, er Ísraelar hröktu fjölda Palestínumanna úr landi, meðan 1948 stríð Ísraels og Araba herja stóð yfir og lyktaði með sigri Ísraela -- sem þíddi að flóttamenn hafa aldrei getað snúið aftur heim.
    --Þeir urðu eins og þekkt er, áratugum saman -- uppspretta átaka við Ísrael, og hryðjuverka gegn Ísrael.

Sýrlendingar landflótta --> Eru mun fleiri!
Því líklegt að þeir geti viðhaldið --> Átökum gegn Assad að töluvert stærri skala!

Önnur samlíking væri þá, átökin í Afganistan -- þ.s. fjölmennar flóttamannabúðir Afgana í Pakistan, er spruttu upp í kjölfar 1979 innrásar Sovétríkjanna - en hafa viðhaldist samfellt síðan þá.
--En í þeim búðum spratt fram nokkrum árum eftir brotthvarf herja Sovétríkjanna, hreyfing svokallaðra - Talibana "sem mig rámar í að þíði stúdentar."

Sú hreyfing hefur síðan verið <-> Ósigrandi, vegna hins örugga afdreps í flóttamannabúðum innan Pakistan, sem og vegna þess að hafa þaðan stöðugt aðgengi að - nýliðum.
--Talibanar hafa því alltaf getað, endurskipulagt lið sitt - þjálfað nýliða, og komið aftur inn sterkir - aðeins seinna.

  • Það er vel hugsanlegt --> Að framhalds átökin í tengslum við Sýrland, verði í sambærilegu fari.
  • Þ.e. að róttækir hópar, en það má vel vera að nýir slíkir spretti fram innan búðanna sjálfra, sbr. Hamas í Gaza í útjaðri Ísraels.
  • En punkturinn er sá, að eftir gríðarlegt mannfall stríðsins - það að mjög sennilega hefur mannfall þess hluta sýrlensku þjóðarinnar verið meira - vegna stöðugra loftárása og stórskota árása á öll þau svæði er voru á einhverjum punkti í uppreisn - er gerði þau eiginlega öll að rústahrúgum og leiddi fram fjöldaflótta af þeim svæðum meðal íbúa.
    ----> Er örugglega til staðar yfrið nægt hatur til að viðhalda blóðhefndum nk. 100 ár eða svo.

Átökin í Afganistan -- hafa eftir allt saman verið linnulaust frá 1979 og nú er nærri árslokum 2016.

 

Niðurstaða

Assad, eða nánar tiltekið - Íran og Hezbollah, getur tekist að stjórna þeim svæðum innan Sýrlands sem mestu máli skipta, þ.e. þeim er innihalda helstu þéttbýlis svæðin. Þau svæði í ljósi þeirra aðferða er hefur verið beitt - þ.e. loftárása og stórskotaliðsárása, eru þó víða mjög mikið í rústum -- þó finna megi svæði enn innan Sýrlands sem eru heil.

Óskaplegt tjón - þíðir líklega að fyrir landinu blasir - sára fátækt. Þó svo að átökin mundu ekki halda áfram - sem þau örugglega gera!
--Landið er þá í raun og veru "failed state" þó svo að með áframhaldandi stuðningi Írana - Hezbollah og Rússa; má vel vera að unnt verði að viðhalda stjórninni í Damaskus.

Að mínu viti hefði verið mun betra - ef landinu hefði verið formlega skipt, til að binda endi á átökin!
--En þess í stað, hafi -tel ég- verið tekið það val, að viðhalda átökunum líklega um alla fyrirsjáanlega framtíð.

En með því að svipta þá sem flúið hafa öllum möguleikum á að snúa aftur til baka!
Þá sé það líklega fullkomlega öruggt, að átökum verði viðhaldið -- kynslóð eftir kynslóð.

Landið verði þá áfram, líklega eins lengi og unnt er að sjá fram í tímann - "failed state."
--M.ö.o. sé sigur sá sem við blasi, ef menn kalla það sigur, sá -- að ríkja yfir rústunum.
--En þó í ástandi sem líklega verður áframhaldandi stöðugt stríðs ástand!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Aleppo er þegar fallin, og mun verða undir áhrifum stjórnarhersins innan viku. Tyrkir eru þegar búnir að ráðast inn í Sýrland, og Ukraína er að búa sig undir að ráðast á Krímskaga.

Rússar sitja um kyrrt, og bíða eftir Casus Belli.

Casus Belli, sem Einar kallinn vill gera allt í að gefa þeim ... og afleiðingar þessa, verða endalok NATÓ samkomulagsins.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.11.2016 kl. 22:38

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Bjarne, hvað varstu að reykja?

Einar Björn Bjarnason, 30.11.2016 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 2
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 29
  • Frá upphafi: 845417

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 28
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband