11.11.2016 | 02:33
Spurning hvað Trump gerir út af Íran -- en hann hefur fordæmt 6-velda friðarsamninginn við Íran, kallað Íran eina helstu uppsprettu hryðjuverka í heiminum!
Það er vitað að Bush forseti vegna þrýstings frá Ný-íhaldsmönnum, íhugaði árásir á Íran á sínum tíma -- en Bush lét ekki af því verða!
Meira að segja Bush tók ekki þá áhættu að hefja stríð við Íran!
Trump í kosningabaráttunni, einfaldlega tók upp -- prógramm Repúblikana um Íran, sem er vitað að er verulega undir áhrifum Ný-íhaldsmanna í flokknum.
--Spurning m.ö.o. hver eru akkúrat áhrif Ný-íhaldsmanna á stefnu Trumps?
Stríð gegn Íran væri enn verri hugmynd, en innrásin 2003 í Írak!
Íran er ekki einungis stærra land en Írak, heldur miklu mun fjöllóttara!
- Þetta er ein af hinum risastóru spurningum sem vakna þegar maður íhugar stefnu Trumps!
- En erfitt er að sjá að ef Trump snýr Bandaríkjunum til baka til stefnu fjandskapar við Íran - þ.e. endurreisn refsiaðgerða að fullu af hálfu Bandaríkjanna, og líklega þrýstingur frá Bandaríkjastjórn á önnur lönd - að gera slíkt hið sama.
- Auk þess að reikna má með því, að endurreist væri sú aðferð - að refsa erlendum fyrirtækjum fyrir að eiga viðskipti við Íran.
Að útkoman yrði með margvíslegum hætti slæmur fyrir Bandaríkin sjálf.
Mér virðast líklegustu áhrifin af slíkru umpólun Trumps!
Að Íran mundi halla sér að Kína!
En Íran er gríðarlega vænn biti - ef maður íhuga þá staðreynd að Íran hefur aðgang að tveim höfum þ.e. Kaspíahafi og Persaflóa, en við hvor tveggja svæðin eru mjög auðugar olíu- og gaslyndir.
Kína er þegar stærsti fjárfestirinn í Írak, í olíuvinnslu þar -- og það virðist augljóst að Kína væri til í að veita fé til Írans, ef Bandaríkin loka á viðskipti fyrir Íran og írönsk fyrirtæki - í dollar.
- Síðan væri nákvæmlega ekki neitt, sem hindraði Íran í því að endurreisa sitt kjarnorkuprógramm til fyrra horfs.
- Þ.s. að Íranar hafa varið miklu fé til að grafa þau mannvirki - undir fjöll, en af fjöllum á Íran nóg -- eins og sést á kortinu að ofan.
--Það þíðir að þau mannvirki eru fullkomlega örugg fyrir lofthernaði.
M.ö.o. yrðu megin áhrif slíkrar stefnu líklega að tryggja að -- Kína eignaðist mjög verðmætan bandamann við Persaflóa!
Og gæti líklega komið sér þar upp her- og flotastöðvum, á landsvæði Írans -- beint andspænis herstöðvum - flotastöðvum og flugherstöðvum Bandaríkjanna á landsvæðum Arabaríkjanna við Persaflóa.
Ég er sem sagt að segja - að slík stefnumótun væri afar óskynsamleg fyrir Bandaríkin, og af hálfu Trumps.
--Stríð við Íran væri fullkomið brjálæði!
Niðurstaða
Mjög margt orkar tvímælis í stefnuyfirlýsingum Trumps meðan hann var í kosningabaráttu. Afstaða hans gegn Íran er mjög gott dæmi einmitt um það. En ef maður hefur í huga að Íran er þessar mundir bandamaður Rússlands - jafnvel þó að það bandalag sé hugsanlega einungis eins lengi og það hentar báðum löndum, en ég efa að þau séu í raun og veru - vinir. Þá orkar það samt augljóslega fremur tvímælis, að ætla í beina andstöðu og harðar aðgerðir gegn megin bandamanni Rússlands í Mið-austurlöndum. Samtímis og Trump hefur einnig talað um að draga úr spennu milli Bandaríkjanna og Rússlands!
Trump þarf bersýnilega að skýra stefnu sína betur!
______
Svolítið skemmtilegt að fylgjast með því, hvernig Rússland er að reyna um þessar mundir, að sleikja upp Trump, sbr:
Trump's foreign policy approach almost same as that of Putin: Kremlin
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:01 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 856020
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 31
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það að Trump sé "buisness" maður, er eithvað sem "vonandi" er jákvætt í þessu sambandi. Slíkir menn taka á málunum, á annan hátt.
Eins og fréttir hafa sýnt, og sannað nú. Er fólkið sem studdi Hillary, ofbeldismenn og oaldarfólk. Fólk, sem ekki styður lýðræði.
Ástæðan fyrir því að ég bendi á þetta, er að ef við hugsum okkur heiminn, þá er ekki nóg að fara bara eftir skoðunum "Herr. Stolzenberg", heldur erum við að tala um minst 130 ríki, sem þarf að tala við. Við skulum vona, að bakgrunnur mannsins sé jákvæður i þessu sambandi. Eins og þú bendir á, er margt af því sem hann sagði áður ... tvírætt. En, það sem ég "tel" að muni gerast og vona að gerist, er að hann tali við Rússa, komist að samkomulagi við þá og þannig bindi enda á vandamálin í kringum Sýrland og Ukraínu. Tveir hlutir, sem maður verður gera sér grein fyrir, og það er að ef við viljum frið ... sem ég vona að þú viljir líka, verðum við viðurkenna "krím" sé Rússneskt og að hluti Sýrland verði undir Rússnesku eftirliti. En það er alveg hægt að ræða við Rùssa, og að mínu áliti, mun meira fást út úr viðræðum við þá ... ef þeir eru meðhöndlaðir sem jafningjar, og ekki með stríðs hótunum.
Síðan er spurningin, sem við þurfum að hafa í huga. Hvað gerum við, ef kaninn og rússinn vilja fara í stríð? erum við svo blind, að við viljum bara drepa rússa ... eða erum við tilbúin til að "semja" um friðinn?
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.11.2016 kl. 08:33
Þú m.ö.o. vilt að Trump samþykki kröfu Rússlands um yfirráðasvæði þ.e. full umráð yfir Sýrlandi þannig að Rússland fái að klára með aðstoð Írana og Hezbollah hreinsun að stórum hluta Súnní Araba hluta íbúa Sýrlands <--> Sem líklega hefði þær afleiðingar að auka mjög hatur innan Mið-austurlanda milli Shíta og Súnníta þar, efla þar með stórum stuðning við öfgahópa Súnníta í Mið-austurlöndum; að auki væri stór aukin hætta á að stríð Súnníta og Shíta í Mið-austurlöndum útbreiddist frekar um þau - m.ö.o. gæti þetta verið mjög nærri eins óskynsamleg nálgun á málið er Bush ákvað að steypa Saddam Hussain!
En sú aðgerð var óskynsamleg, vegna þess að hún kollvarpaði valdajafnvægi í Mið-austurlöndum, styrkti Íran vs. Arabalönd -- leiddi til þess að Arabalönd hafa verið að reyna með óbeinu stríði gegn Íran; að færa það valdajafnvægi aftur til baka!
---> Þar með sé ég ekki að, höggva frekar í þann knérunn, þ.e. auka enn meir á eflingu áhrifa Írans í Mið-austurlöndum á kostnað Arabaríkjanna, sé aðferð til að stuðla að friði.
**Líklegra sé að eins og að það að taka Saddam af valdastóli, er kollvarpaði valdajafnvægi er hafði áratugum verið til staðar!
**Að ef útkoman í Sýrlandi, verður síðan - annar sigur Írans á Aröbum, þá muni það auka enn frekar á - átök Írana og Araba, leiða til enn verra ójafnvægis í Mið-austurlöndum, og harðari átaka!
Síðan viltu gefa Rússlandi Úkraínu -- þar gæti svipuð atburðarás hafist er Bush réðst á Írak, er Rússar mundu reyna að yfirtaka Úkraínu -- þ.e. sambærileg "destabilization of E-Europe to that of the destablization of the Middle-east."
En Úkraínumenn munu berjast við Rússa - síðan mundi koma flóttamannabylgja - skærustríð - frekari flóttamanna bylgja - áframhaldandi skærustríð.
Evrópa lenti í sama vanda og löndin í kringum Írak.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.11.2016 kl. 10:47
Einar byrjum á byrjuninni. Trump vill ekki stríð nema gegn þeim sem ráðast að Bandaríkjunum. Hann vill styrkja varnir Bandaríkjanna. Ef Rússar og Bandaríkin mynda sterkt bandalag þá reynir engin að ögra þeim og ESB er þegar peð. NATO verður ekkert og um að gera að svelta þá.
Valdimar Samúelsson, 11.11.2016 kl. 11:17
Nei, ég vil ekki að hann samþykki "full" yfirráð. Enda er slíkt í dag, ófært. Ef þú skoðar "war map", sérðu líka að Rússar eru ekki á höttunum eftir því. Tyrkir eru í Sýrlandi, og Rússar eru ekkert á þeim buxunum að stoppa þá. YPG er þar líka, sama gildir um Bandaríkjamenn, Belga ... o.s.frv. Skipting Sýrlands er óhjákvæmileg, enda yrði allt annað ófært. Alveg sama á hvora hliðina, slíkt myndi hallast ... úr því yrði alltaf, blóðbað. Sama gildir um Ukraínu, Donetsk og þau héruð "þurfa" að verða hluti af Ukraínu, en jú lengra sem líður frá og því meir sem Ukraína reynir að berja á þeim og þrjóskast við, því erfiðara verður fyrir þessa aðila að sameinast.
Stríð við Rússa er "not an alternative". Hugarfar "Stolzenbergs" og annarra "kumpána", er líka "not an alternative".
Hvað er það sem við erum að reyna fá út pólitískt? Jú, gas og olíu fyrir Evrópu, án þess að vera bundnir Rússum, eða mið-austurlöndum. Og þar með sjálfstæði fyrir lönd í austur Evrópu, ekki satt. Þetta er það, sem við báðir viljum fá.
Sjálfstæði, fáum við öll í gegnum betri efnahag og betra líferni.
Þetta er það, sem verið er að reyna að ná fram og við fáum þetta aldrei með stríði við Rùssa. Jafnvel þó við sigrum, þá töpum við.
Hvort sem okkur líkar það betur eða verr, verðum við að koma til móts við Rússa. Það sem þeir eru að krefjast, er ekkert "ósanngjarnt". Í raun, hefði Ukraína átt að "skila" Krím, að sjálfsdáðum. Ef þeir hefðu verið "séðir" og ekki ofstopamenn sem vilja bara stríð, hefðu þeir getað haldið Krím og "leigt" það Rússum. Soros, peningar hans og græðgi manna ... gerði hluti enn verri en þeir þurftu að vera.
En ef við göngum til móts við þá, þá verður "pipeline" frá Rússum til Evrópu, ásamt Pipeline frá Írak, Evrópu í gegnum Tyrkland að raunveruleika. Sama gildir "Silk route", og "Sibirian route", þar sem vöruflutningar eru mögulegir milli Evrópu og Asíu, landleiðina. Sjóleiðin er ennþá mánuð á leiðinni, og flugleiðin er dýr.
Þetta er það, sem skiptir okkur máli. Hitt, að Krím verði hluti að Ukraínu getum við fengið með tímanum. Með betri "samskiptum" við Rùssa, verður einnig betri samgöngur og þar með er hægt að sameina fólkið sem býr milli þessarra hluta.
Málið er svona ... því betra sem líferni Rússa verður, og því betri "viðskipti" við okkur sem þeir fá, því erfiðara verður fyrir þá að einangra sig. Þó þeir séu stórir. Sama og Nixon gerði við Kína.
Bardagarnir, sem við heijum eiga að vera á viðskiptaborðinu ... ekki með sprengjum og rítingum.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 11.11.2016 kl. 12:05
Bandaríkin og Rússland bandalag, Valdimar Samúelsson, það gerist aldrei.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 11.11.2016 kl. 20:58
Eg held að Einar hafi rétt ,bandalag Rússa og Bandaríkjamanna væri alltof mikil ögrun fyrir harðlínumenn í báðum löndum. Ég er ekki einu sinni viss um að Putin mundi standa það af sér ,hvað þá Trump.
Hinsvegar held ég að það ætti að vera tiltölulega auðvelt að bæta samskifti ríkjanna,það er ekki mikið sem skilur á milli þeirra hvort sem er.
.
Trump hefur enga reynslu í utanríkismálum ,svo það veltur á miklu hvaða fólk hann velur í stjórnina með sér og hvernig sætaskipan verður.
Giuliani hefur undanfarið verið eins og hundur í bandi á eftir Trump ,en hann er einmitt einstaklega "hawkish" þegar kemur að Iran.Það leynist töluverð hætta í því.
Hinsvegar er staðan á svæðinu svo flókin nú um stundir að það væri óðs manns æði fyrir Trump að fara að standa í einhverjum verulegum deilum Við Íran.
Það verður samt að teljast líklegt að hann ygli sig eitthvað framan í þá til að sína lit.
Einhvern veginn hef ég á tilfinningunni að Trump verði ekki forseti sem byrjar stríð að ástæðulausu,en það gæti hinsvegar verið stuttur í honum þráðurinn ef honum er ögrað.
.
Það sem verður væntanlega athyglisverðast er að sjá hvernig sambandi Trump og Evrópu verður háttað.
Margir háttsettir menn hafa móðgað Trump mjög gróflega í aðdraganda kosninganna,en kannski hefur það engin áhrif þegar á hólminn er komið.
Þegar 2 vikur voru til kosninga blés ekki byrlega fyrir Trump og menn héldu að það væri óhætt að tala frjálslega.
Samt er hætt við að fyrstu fundir verði frekar vandræðalegir.
Junker sneri svo hnífnum enn frekar í sárinu með því að segja að það þyrfti að kenna Trump hvernig Evrópa virkar.
Líklega er það rétt ,en sennilega ekki mjög klókt að segja það opinberlega.
.
Ég held að við komum til með að sjá Evrópu snúa sér í auknum mæli til austurs.
Fyrir því eru nokkrar ástæður.
Í fyrsta lagi eru Bandaríkin að verða ótraustari bandamaður en þau hafa verið og Evrópa mun leggja aukna áherslu á að bæta samskiftin við Rússa af því tilefni.
Raunar veiktist NATO verulega þegar kom í ljóst að það var ekki vilji innan stóru Evrópuríkjanna til að verja t.d. Eystrasaltsríkin.
Það er mjög aulvelt að laga samskiftin af því að í raun skilur ekkert á milli nema að koma Minsk samkomulaginu í höfn.
Krímskagi er Rússneskur og allir viðurkenna það í raun,eða að minnsta kosti vita að það verður aldrei öðruvísi og það borgar sig ekki lengur að standa í illindum út af því.
Það borgar sig ekki að vera skaða sig á einhverju sem verður með engu móti breitt.
.
Í annan stað virðist Silkileiðin vera að komast í gagnið. Það hefur á síðustu vikum orðið mikil framvinda í því máli og nokkur fyrirtæki eru farin að veita þjónustu á þeirri leið.
Það virðist vera búið að leysa þau skriffinnsku vandamál sem voru í sambandi við það og allt er skyndilega að fara á fulla ferð.
Leiðirnar liggja í gegnum Rússland svo það gengur eiginlega ekki lengur að vera að standa í illindum við þá út af engu,það eru of miklir hagsmunir í húfi. Ef Trump lætur svo verða af hótunum sínum að taka upp viðskiftadeilur við Kína ,verður enn ábatasamara fyrir Evrópurikin að versla þar. Ekki síst Þjóðverja.
Það er líka ekki ómaksins vert að vera styggja Kínverja að óþörfu með einhverjum ýfingum við Rússa ,og Kínverjar hafa venjulega sitt fram þessa dagana.
.
Í þriðja lagi eru stórar kosningar í Evrópu á næsta ári og það er mjög líklegt að þær styrki flokka sem eru vinsamlegir Rússum og verðandi forsetar verði að taka upp vinsamlegri stefnu en hefur verið gagnvar Rússum til að ná kjöri.Ég held að það sé töluverð eftirspurn eftir því í Evrópu að slaka aðeins á spennunni.
.
Kannski gamall draumur Putins verði að veruleika á næstu árum,frá Vladivostok til Lissabon.
Putin hefur allt frá byrjun verið mjög Evrópusinnaður og alla tíð haft þennan draum sinn í huga held ég.
Það hefur verið alveg sama hvernig vestrænir ráðamenn hafa úthúðað honum og kallað hann Hitler og þaðan af verra,hann kallar þá alltaf "partners".Hann veit að einn daginn bráir af þeim og bíður rólegur.Hann vill ekki loka neinum dyrum.
Það eina sem hann hefur ekki liðið þeim er að fara með NATO upp að landamærum Rússlands.
Borgþór Jónsson, 12.11.2016 kl. 03:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning