26.10.2016 | 03:25
Líklega er samningur ESB við Bandaríkin um viðskiptasamning þvert yfir Norður Atlantshaf -- dauður!
Mig grunar að það sé reyndin eftir að Vallóníu svæðið í Belgíu, þ.e. frönsku mælandi hluti Belgíu -- drap viðskiptasamning ESB og Kanada!
--Þó Framkvæmdastjórn ESB hafi ekki enn formlega gefið samninginn upp á bátinn!
--Virðist ljóst að sá samningur sé nú endanlega dauður!
En málið er að hvers vegna -CETA- samningurinn féll, bendir til þess sterklega að svokallað "Trans Trade and Investment Partnership" sé einnig búið að vera!
Ceta failure will undermine basis of EU trade policy
Belgium sinks EU-Canada trade deal after Wallonia veto
Ceta debacle heralds a period of disintegration for the EU
Megin ástæða andstöðunnar virðist vera - "investor-state dispute settlement (ISDS)"
Sérstakt dómskerfi/úrskurðarkerfi eða "tribunal" sem bæði -CETA- og -TTIP- gera ráð fyrir. Í Lissabon sáttmálanum 2009 - þá náði Framkvæmdastjórnin yfir til sín samningum um slíka sérstakra dómsstóla/úrskurðarkerfi -- sem virka í samhengi viðskiptasamninga og fjalla um deilur erlendra fyrirtækja og þess ríkis sem gert hefur samning er kveður á um slíkt sérstakt dómskerfi/úrskurðarkerfi tengt samningnum.
Fyrir 2009 gátu einungis einstök lönd gert samninga um slík "tribunals" -- en með því að aðildarlöndin samþykktu 2009 að Framkvæmdastjórnin tæki það að sér að semja um slík fyrir hönd allra aðildarlandanna!
Þá skapaðist sá möguleiki - að alþjóða viðskiptasamningur sem Framkvæmdastjórnin semdi um fyrir hönd aðildarlandanna allra -- innihéldi slíkt "tribunals" kerfi er meðhöndlaði deilur milli aðildarríkjanna og fyrirtækja utan við ESB aðildarlönd er deildu við einstök aðildarlönd um atriði er tengjast viðskiptum.
- Í seinni tíð, hefur mikil andstaða við þetta fyrirkomulag vaknað innan einstakra aðildarríkja -- sérstaklega í tengslum við fyrirhugaða samninga við Bandaríkin.
- En þeir samningar, mundu ef af verður, fela í sér verulega opnun fyrir bandarískar landbúnaðar-afurðir.
- Mikil andstaða er í Evrópu við genabreyttar afurðir - andstaða sem ég tel fullkomlega "irrational"- en er eigi að síður útbreitt í Evrópu.
- Á móti mundu evrópsk þjónustufyrirtæki - fá stórbættan aðgang að Bandaríkjunum.
-- --> Það sé ekki endilega furðulegt að Vallónía hafni -CETA- þ.s. um er að ræða landbúnaðarsvæði, þ.s. andstaðan við aukið aðgengi bandarískra landbúnaðarafurða, er mjög sterk!
Tengingin yfir til -TTIP- er mjög lifandi í huga fólks!
M.ö.o. að líklega hafi það litið svo á, að það væri einnig að hafna -TTIP.-
- Almennt séð geta aðildarríki ekki stöðvað viðskiptasamninga þ.s. fyrir mörgum árum síðan, þá afhentu þau til Framkvæmdastjórnarinnar réttinn til að semja fyrir sína hönd.
- Á hinn bóginn, er aðildarlöndin afhentu yfir til Framkvæmdastjórnarinnar réttinn til að semja fyrir hönd aðildarríkjanna - um sérstaka dómstóla eða úrskurðaraðila sem taka að sér deilur milli utanaðkomandi fyrirtækja og aðildarríkja einstakra.
- Þá gerðu þau það með -- skilyrðum!
Búnar voru til 2-skilgreiningar þ.e. "blandaðir samningar" og "venjulegir viðskiptasamningar."
Ef samningur telst "blandaður" þá hafi öll aðildarríkin réttinn til að samþykkja eða hafna!
- Fjöldi aðildarríkja taldi að -CETA- væri "blandaður samningur" og heimtaði að fá réttinn til að samþykkja eða hafna -- í júlí lét Cecilia Malmstrom undan, kommissari utanríkisviðskipta!
- Erfitt er að sjá annað, en þar með hafi skapast fordæmi um það sama gildi fyrir -TTIP.-
Í því ljósi - virðist nær fullkomlega öruggt!
Að -TTIP- verði einnig alveg örugglega hafnað af einhverju aðildarlandanna, kannski Vallóníu!
- Hvað þetta þíðir fyrir getu Framkvæmdastjórnarinnar að gera nýja alþjóðlega eða fjölþjóðlega samninga -- á eftir að koma í ljós!
- En bent hefur á að þetta geri líklega samninga Breta og ESB um viðskipti í samhengi BREXIT -- óskaplega erfiða!
- Því þeir samningar hefðu í för með sér enn stærri hugsanleg inngrip, en -CETA- ef Bretar ættu að fá að halda sambærilegu aðgengi fyrir sín þjónustufyrirtæki og nú er reyndin.
- Þannig að það blasi þá sennilega við -- að vegna ákvörðunar -Cecilia Malmstrom- þá leiði það fordæmi sennilega einnig til þess, að sérhvert aðildarríki ESB muni með sambærilegum hætti hafa neitunarvald um hugsanlegan 2-hliða viðskiptasamning Bretlands og ESB í framtíðinni.
--Þar á meðal héraðið Vallónía, vegna stjórnarskrár Belgíu.
- Þetta gæti verið hvers vegna Theresa May -- hefur ákveðið að hefja BREXIT viðræður strax á upphafsmánuðum nk. árs!
Og hvers vegna það virðist hún ætli að reyna að gera viðskiptsamninginn í samhengi þess ferlis -- því ferlið skv. Gr. 50 - er á valdsviði Ráðherraráðsins.
Þannig að ef samningur mundi verða kláraður innan ákvæða Gr. 50 - þá væri hann afgreiddur í veginni meirihlutatkvæðagreiðslu ráðherra einstakra aðildarríkja í Ráðherraráðinu - en ekki af einstökum þjóðþingum aðildarríkja.
Niðurstaða
Ég fagna ekki endilega yfirvofandi dauða -TTIP.- En víðtæk andstaða sem komin virðist upp gagnvart stórum viðskiptasamningum, þá ekki síður gagnvart -TPP- er líkleg að leiða til þess, að allir slíkir samningar verði settir a.m.k. í frost!
En það getur verið eina leiðin, að fresta því að klára þá samninga formlega í nokkur ár í von þannig séð um betra árferði síðar meir!
Eða ella blasir við að sennilega þurfi að aflýsa þeim öllum með tölu sennilega á nk. ári.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning