26.10.2016 | 03:25
Líklega er samningur ESB við Bandaríkin um viðskiptasamning þvert yfir Norður Atlantshaf -- dauður!
Mig grunar að það sé reyndin eftir að Vallóníu svæðið í Belgíu, þ.e. frönsku mælandi hluti Belgíu -- drap viðskiptasamning ESB og Kanada!
--Þó Framkvæmdastjórn ESB hafi ekki enn formlega gefið samninginn upp á bátinn!
--Virðist ljóst að sá samningur sé nú endanlega dauður!
En málið er að hvers vegna -CETA- samningurinn féll, bendir til þess sterklega að svokallað "Trans Trade and Investment Partnership" sé einnig búið að vera!
Ceta failure will undermine basis of EU trade policy
Belgium sinks EU-Canada trade deal after Wallonia veto
Ceta debacle heralds a period of disintegration for the EU
Megin ástæða andstöðunnar virðist vera - "investor-state dispute settlement (ISDS)"
Sérstakt dómskerfi/úrskurðarkerfi eða "tribunal" sem bæði -CETA- og -TTIP- gera ráð fyrir. Í Lissabon sáttmálanum 2009 - þá náði Framkvæmdastjórnin yfir til sín samningum um slíka sérstakra dómsstóla/úrskurðarkerfi -- sem virka í samhengi viðskiptasamninga og fjalla um deilur erlendra fyrirtækja og þess ríkis sem gert hefur samning er kveður á um slíkt sérstakt dómskerfi/úrskurðarkerfi tengt samningnum.
Fyrir 2009 gátu einungis einstök lönd gert samninga um slík "tribunals" -- en með því að aðildarlöndin samþykktu 2009 að Framkvæmdastjórnin tæki það að sér að semja um slík fyrir hönd allra aðildarlandanna!
Þá skapaðist sá möguleiki - að alþjóða viðskiptasamningur sem Framkvæmdastjórnin semdi um fyrir hönd aðildarlandanna allra -- innihéldi slíkt "tribunals" kerfi er meðhöndlaði deilur milli aðildarríkjanna og fyrirtækja utan við ESB aðildarlönd er deildu við einstök aðildarlönd um atriði er tengjast viðskiptum.
- Í seinni tíð, hefur mikil andstaða við þetta fyrirkomulag vaknað innan einstakra aðildarríkja -- sérstaklega í tengslum við fyrirhugaða samninga við Bandaríkin.
- En þeir samningar, mundu ef af verður, fela í sér verulega opnun fyrir bandarískar landbúnaðar-afurðir.
- Mikil andstaða er í Evrópu við genabreyttar afurðir - andstaða sem ég tel fullkomlega "irrational"- en er eigi að síður útbreitt í Evrópu.
- Á móti mundu evrópsk þjónustufyrirtæki - fá stórbættan aðgang að Bandaríkjunum.
-- --> Það sé ekki endilega furðulegt að Vallónía hafni -CETA- þ.s. um er að ræða landbúnaðarsvæði, þ.s. andstaðan við aukið aðgengi bandarískra landbúnaðarafurða, er mjög sterk!
Tengingin yfir til -TTIP- er mjög lifandi í huga fólks!
M.ö.o. að líklega hafi það litið svo á, að það væri einnig að hafna -TTIP.-
- Almennt séð geta aðildarríki ekki stöðvað viðskiptasamninga þ.s. fyrir mörgum árum síðan, þá afhentu þau til Framkvæmdastjórnarinnar réttinn til að semja fyrir sína hönd.
- Á hinn bóginn, er aðildarlöndin afhentu yfir til Framkvæmdastjórnarinnar réttinn til að semja fyrir hönd aðildarríkjanna - um sérstaka dómstóla eða úrskurðaraðila sem taka að sér deilur milli utanaðkomandi fyrirtækja og aðildarríkja einstakra.
- Þá gerðu þau það með -- skilyrðum!
Búnar voru til 2-skilgreiningar þ.e. "blandaðir samningar" og "venjulegir viðskiptasamningar."
Ef samningur telst "blandaður" þá hafi öll aðildarríkin réttinn til að samþykkja eða hafna!
- Fjöldi aðildarríkja taldi að -CETA- væri "blandaður samningur" og heimtaði að fá réttinn til að samþykkja eða hafna -- í júlí lét Cecilia Malmstrom undan, kommissari utanríkisviðskipta!
- Erfitt er að sjá annað, en þar með hafi skapast fordæmi um það sama gildi fyrir -TTIP.-
Í því ljósi - virðist nær fullkomlega öruggt!
Að -TTIP- verði einnig alveg örugglega hafnað af einhverju aðildarlandanna, kannski Vallóníu!
- Hvað þetta þíðir fyrir getu Framkvæmdastjórnarinnar að gera nýja alþjóðlega eða fjölþjóðlega samninga -- á eftir að koma í ljós!
- En bent hefur á að þetta geri líklega samninga Breta og ESB um viðskipti í samhengi BREXIT -- óskaplega erfiða!
- Því þeir samningar hefðu í för með sér enn stærri hugsanleg inngrip, en -CETA- ef Bretar ættu að fá að halda sambærilegu aðgengi fyrir sín þjónustufyrirtæki og nú er reyndin.
- Þannig að það blasi þá sennilega við -- að vegna ákvörðunar -Cecilia Malmstrom- þá leiði það fordæmi sennilega einnig til þess, að sérhvert aðildarríki ESB muni með sambærilegum hætti hafa neitunarvald um hugsanlegan 2-hliða viðskiptasamning Bretlands og ESB í framtíðinni.
--Þar á meðal héraðið Vallónía, vegna stjórnarskrár Belgíu.
- Þetta gæti verið hvers vegna Theresa May -- hefur ákveðið að hefja BREXIT viðræður strax á upphafsmánuðum nk. árs!
Og hvers vegna það virðist hún ætli að reyna að gera viðskiptsamninginn í samhengi þess ferlis -- því ferlið skv. Gr. 50 - er á valdsviði Ráðherraráðsins.
Þannig að ef samningur mundi verða kláraður innan ákvæða Gr. 50 - þá væri hann afgreiddur í veginni meirihlutatkvæðagreiðslu ráðherra einstakra aðildarríkja í Ráðherraráðinu - en ekki af einstökum þjóðþingum aðildarríkja.
Niðurstaða
Ég fagna ekki endilega yfirvofandi dauða -TTIP.- En víðtæk andstaða sem komin virðist upp gagnvart stórum viðskiptasamningum, þá ekki síður gagnvart -TPP- er líkleg að leiða til þess, að allir slíkir samningar verði settir a.m.k. í frost!
En það getur verið eina leiðin, að fresta því að klára þá samninga formlega í nokkur ár í von þannig séð um betra árferði síðar meir!
Eða ella blasir við að sennilega þurfi að aflýsa þeim öllum með tölu sennilega á nk. ári.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 6
- Sl. sólarhring: 7
- Sl. viku: 568
- Frá upphafi: 860910
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 510
- Gestir í dag: 3
- IP-tölur í dag: 3
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning