Virðist lítið að marka orð forseta Filippseyja - en rétt fyrir opinbera heimsókn til Japans segir hann bandalag við Bandaríkin standa styrkum fótum, um sl. helgi í Kína sagði hann Bandaríkin hafa tapað, að hann ætlaði að halla sér að Kína

Þetta verður að telja alveg einstakan málflutning -- en ummæli Duterte meðan hann var í heimsókn í Kína um daginn eru fræg orðin, sbr:

Duterte aligns Philippines with China, says U.S. has lost

"In this venue, your honors, in this venue, I announce my separation from the United States," - "Both in military, not maybe social, but economics also. America has lost." - "I've realigned myself in your ideological flow and maybe I will also go to Russia to talk to (President Vladimir) Putin and tell him that there are three of us against the world - China, Philippines and Russia. It's the only way,"

En nú þegar hann er á leið til Japans, kemur töluvert annað upp úr karlinum, sbr:

Philippines' Duterte softens stance toward U.S. before Japan visit

Um bandalagið við Bandaríkin og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna! -->
"The alliances are alive," Duterte told Japanese media in Manila on Monday, Kyodo News reported. "There should be no worry about changes of alliances. I do not need to have alliances with other nations."

Og enn skemmtilegra, aðspurður hvað hann meinti með frægum orðum sínum í kína :)

"Duterte told Japanese media he had been expressing a personal opinion, not speaking for the government when he mentioned separating from Washington, the Nikkei newspaper said." -  "He said he only plans to have an "alliance of trade and commerce" with China, Kyodo reported."

Sem mætti íslenska sem --> Ég meinti ekkert með þessu :)

Karlinn virðist m.ö.o. alger - vindhandi! Spurning hvort þ.e. fleira sem hann, meinti ekki?

Philippine President Rodrigo Duterte interacts with reporters during a news conference upon his arrival from a four-day state visit in China at the Davao International Airport in Davao city, Philippines October 22, 2016. REUTERS/Lean Daval Jr.

Duterte virðist hafa fengið töluvert í Kínaheimsókninni!

Rodrigo Duterte Gets Closer to China, and the Neighbors Notice

  1. "The Philippine trade secretary, Ramon Lopez, said that China had agreed to spend $15 billion on projects to help achieve the biggest infrastructure boom in the Philippines since the authoritarian rule of President Ferdinand Marcos."
  2. "One of the deals that is likely to give China particular satisfaction is a pledge by the state-owned CCCC Dredging to enlarge the Cebu International and Bulk Terminal port."  - "That company carried out most of the reclamation for creating the artificial islands in the Spratly archipelago in the South China Sea that the former Philippine government protested in its recent case against China at The Hague."

-- --> Þetta virðast samt einungis vera - viljayfirlýsingar!

Sem Kína gæti ákveðið síðar meir að gleyma!

  • En Kína hefur a.m.k. boðið upp á mjög stórt agn fyrir Filippseyjar.
    15 milljarða fjárfesting er ekkert slor!
    Þó að ég mundi persónulega vera nervös við að veita kínverskum ríkisfyrirtækjum þetta mikil ítök í mínu landi!
    Þ.s. þau leiða að sjálfsögðu til -- efnahagslegra áhrifa aðila í beinum eignatengslum við valdaflokkinn í Kína!

Það verður að koma í ljós hvað allt þetta þíðir --> En eitt sem Duterte samþykkti, var að ræða deilur um Suðurkínahaf beint milliliðalaust við Kína!
--Í fréttinni hlekkjað á, eru mjög skemmtilegar yfirlýsingar kínversks prófessors, með greinileg tengsl innan valdaflokksins, fyrst honum er tranað fram svo áberandi!

"Yan Xuetong, a professor of international relations at Tsinghua University and a prominent foreign policy hawk:"

  1. “China has improved relations with Duterte immediately, and set up a way to settle the South China Sea disputes peacefully,”
  2. “Generally speaking, this problem in the South China Sea is over, and the United States cannot do anything now."

Þetta hljómar full - "triumphant." Og hann lætur að því er virðist eins og að einungis Filippseyjar skipti máli, ekki þurfi að ræða neitt við Indónesíu - Malasíu eða Víetnam.
--Sem einnig deila við Kína um sama hafsvæði!

 

Spurning hvort að Duterte er með uppboðsferli á bandalagi við Filippseyjar?

En þ.e. erfitt að ráða í tilgang Duterte -- ef hann jafnvel veit það sjálfur.
En ef þ.e. "method in his madness" þá hefur hann í hendi -- óskuldbindandi loforð frá Kína um 15 milljarða Dollara fjárfestingu.

Í heimsókninni til Japans -- gæti vel verið að hann sé að fiska eftir því, hvað Japan er tilbúið að gera fyrir Filippseyjar, gegnt því að Filippseyjar hangi áfram í bandalags kerfi Bandaríkjanna!

En þetta gæti verið tilgangur Duterte!
Að fiska pening og verkefni fyrir sitt heimaland!

Þetta er að sjálfsögðu einungis tilgáta!
--Hann hefur örugglega ekki enn skulbundið sig um nokkurn hlut gagnvart Kína, nema hann væri algert fífl.
--Sama gildir sennilega á móti af Kína hálfu.

Það má vel vera að Duterte prófi tvíhliða viðræðuferli!
--En ég persónulega stórfellt efa að stjórnendur Kína gefi eftir neitt af kröfum þeirra fyrir hönd Kína um fulla eign á hafsvæðinu öllu sem stjórnendur Kína hártoga að Kína eigi!

Hugsanlega að filippseyskir fiskimenn fái aftur að stunda veiðar! En upp á náð og miskunn fullkomlega!

  • Ef ég gef mér það að Duterte gefi enga yfirlýsingu um að formlega falla frá fyrri kröfum -- eða niðurstöðu alþjóðlega réttarins sem var Filippseyjum í vil.

Þá geti hann alltaf bakkað til baka - ef að hans mati ekkert bitastætt kemur út úr slíku tvíhliða ferli.

__Svo auðvitað kemur í ljós, hvað Duterte fiskar af pening -- ef þ.e. hans tilgangur!

 

Niðurstaða

Eins og ég sagði síðast, grunar mig að Duterte sé fyrst og fremst að leita eftir fjármagni og framkvæmdum - sé að spila Washington á móti Pekíng í því skyni. Hann hafi í raun og veru sennilega ekki áform um að hætta við núverandi bandalag við Bandaríkin og önnur bandalagsríki Bandaríkjanna á Kyrrahafssvæðinu.

Sem þíði ekki endilega, að hann geri engar frekari tilraunir til þess - að fá væna fjárfestingu frá Kína! En það þurfi ekki að vera að þaðan fái hann á endanum nokkuð, ef hann á endanum veitir Kína engar raunverulegar tilslakanir fyrir rest.

--Þarna sé í gangi pókerspil!
--Sem Duterte sé grunar mig að gera tilraun til beinnar þátttöku í!

 

Kv.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

Mér skilst á Filippseyingum sem ég ræði við, að þetta séu oft rangar þýðingar á því sem Duterte segir, en einnig er hann kjaftfor og bráður.

Það sem hann er fyrst og fremst að segja, er að hann lítur á Filippseyinga sem fátæka þjóð sem þurfi að efla viðskipti og uppbyggingu, en hafi ekki hag af því að fara í stríð við nágrana sína út af þessum skerjum.

Einnig segir hann að Kaninn hafi notað þá í því skini að selja þeim vopn og að horfið verði frá þeirri stefnu að kaupa allt af þeim.

Nú berast fréttir af því að Ameríkanar séu komnir með herskip á svæðið kring um þessi sker og séu farnir að ögra Kínverjum þarna, en það er einmitt það sem þeir ætluðu að etja Filippseyingum út í. Það er því auðséð að það væri ekki friðvænlegt á svæðinu ef Duterte hefði fylgt hefðbundinni stefnu.

Sveinn R. Pálsson, 25.10.2016 kl. 21:40

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Sveinn, þú ert að samþykkja túlkanir Kínverja á herskipaumferð Kana -- en þetta hafsvæði telst vera alþjóðleg siglingaleið skv. gildandi alþjóðasáttmálum, ef Bandaríkin samþykkja rétt Kína til að loka því af með einhliða hætti fullkomlega --> Þá setur það varasamt fordæmi!
--En þá er verið að grafa undan nærri öllum alþjóðasamningum er gilda, samtímis!

Síðan, þá er Kína ekki bara í deilu við Bandaríkin - vegna einhliða tilrauna Kína til að slá eign sinni á hafsvæðið umrædda -- heldur öll sín nágrannalönd fyrir Sunnan Kína er eiga strandlínu að Suðurkínahafi.

Af hverju þú tekur málstað Kína - fullkomlega gagnrýnislaust að ég fé best séð, skil ég ekki!
En Kína er þarna að spila mjög gamaldags leik - sem nefnist, réttur hins sterka!

M.ö.o. Kína er "bully" eða það telur löndin fyrir Sunnan sig vera of veik, til að geta stöðvað einhliða yfirtöku Kína á svæðinu!

    • Ef Filippeyjar mundu gefast upp á deilunni við Kína fyrir sitt leiti.

    • Þíðir ekki að hætta á styrrjöld sé afstaðin -- jafnvel þó Filippeysjar geifist upp fyrir hótunum Kína; þá virðast lönd eins og Víetnam - Malasía og Indónesi - alls ekki á þeim buxum.

    • Þau lönd eru sterkari en Filippseyjar --> Líklegust viðbrögð þeirra, eru sennilega á þá lund, að auka enn við sín hernaðarútgjöld!

    M.ö.o. að undanláttsemi Filippseyja, gæti aukið hraðan í hernaðaruppbyggingunni, með þeim hætti að hin löndin, upplifi sig -- í viðkvæmari stöðu eftir slíka uppgjöf!
    Og herði þá róðurinn fyrir sitt leiti!

      • Ég átta mig ekki á því - af hverju þú stendur með þeim sem er að beita smærri löndin í kringum sig, augljósum yfirgangi og ofbeldi!

      Bandaríkin eru einungis að krefjast þess - að alþjóðasamningar um alþjóðlega siglingaleiðir, séu virtir af Kína -- þ.e. að það slái ekki eign sinni einhliða á alþjóðlegt hafsvæði, og heimti að ráða því hver siglir þar um!
      --En það felur m.a. í sér þá hættu, að Kína loki silgingaleið --> Sem er mjög mikilvæg fyrir öll löndin á svæðinu, og einnig að auki fyrir Japan og S-Kóreu!

      Sannarlega er hætta á styrrjöld ef Kína bakkar ekki með þessa einhliða yfirtöku tilraun!

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 26.10.2016 kl. 02:39

      3 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

      Ég er að horfa á þetta fyrst og fremst frá hagsmunum Filippseyinga, sem eru að hafa frið á svæðinu. Duterte fjallar oft um það í sínum ræðum að Bandaríkjamenn séu víða að egna þjóðum út í stríð og síðan sé allt ein rjúkandi rúst á eftir, en þeir sjálfir hafi hagnað af því að selja vopnin. Þetta þekkja Filippseyingarnir því þeir hafa keypt mikið af Kananum og núna undanfarið hefur verið þrýst mjög á þá um að kaupa meira.

      Duterte segir stopp við þessu rugli.

      Sveinn R. Pálsson, 26.10.2016 kl. 08:45

      4 Smámynd: Sveinn R. Pálsson

      Það kann að vera að á heimsvísu séu viðhorfin að breytast gagnvart Kananum. Duterte fer um alla Asíu núna og talar á þessum nótum gegn þeim og auðvitað vilja þessar þjóðir ekki að uppreisnaröfl séu studd til að koma af stað átökum og sundrungu, eins og Kaninn hefur verið að gera. Ráðamenn á svæðinu, sem og um allan heim, hlusta á Duterte og sjá að þetta er rétt hjá honum. Það getur verið að út um allan heim séu menn að snúast gegn Bandaríkjunum.

      Sveinn R. Pálsson, 26.10.2016 kl. 09:11

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (20.1.): 10
      • Sl. sólarhring: 10
      • Sl. viku: 65
      • Frá upphafi: 859307

      Annað

      • Innlit í dag: 10
      • Innlit sl. viku: 57
      • Gestir í dag: 10
      • IP-tölur í dag: 10

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband