Mig er búið að gruna þetta lengi, vegna þess að ég hef lengi fylgst með þróuninni í Japan, sem lenti í frægri kreppu veturinn 1989-1990 er risastór spekúlanta bóla í verðlagi á landi sérstaklega á Tokyo svæðinu sprakk með látum og Japan datt í snögga djúpa kreppu!
--Síðan þá hefur Japan heilt yfir verið í stöðnun, ef tíminn ca. síðan 1990 er lagður saman, þá nokkurn veginn jafnast út smávegis hagvaxtartímabil vs. smávegis samdráttartímabil í línu sem verður nokkurn vegin alveg flöt!
Gavyn Davies - Its the demography, stupid!
Hann summar niðurstöðu nýlegra rannsókna í þeirri bloggfærslu!
- Hvort heimili spara meir en þau eyða er greinilega undir áhrifum af því hver aldur ábúenda er - en yngri heimili með börn á framfæri bersýnilega eyða meira hlutfallslega í hlutfalli við tekjur en eldri heimili.
--Eftir því sem heimilum í eldri kanntinum fjölgar á kostnað yngri heimila, fjölgi heimilum þ.s. í vaxandi hlutfall tekna -- fer í sparnað frekar en eyðslu.
**Þetta hefur augljós áhrif á neyslu vs. fjárfestingu vs. sparnað. - Sama trend þ.e. fjölgun fólks í eldri hópum er einnig að leiða til þess að hlutfallsega fleiri eru í aldurshópum sem nálgast eftirlauna-aldur, eða í aldurshópum sem komnir eru á eftirlauna-aldur, eða á eftirlaun.
**Það þíðir að vinnandi höndum fækkar í hlutfalli við peningamagn í boði. - Þegar fjölmennur aldurshópur er að nálgast eftirlauna-aldur, þó sá sé enn við störf - þá skapar sá hópur hlutfallslega fjölgun meðal þeirra enn vinnandi, sem huga meir að sparnað en neyslu.
- Ef fólk sér fram á að æfilíkur haldi áfram að vaxa - þá hvetur það þá sem eru vinnandi enn frekar til sparnaðar, því þeir vilja þá spara enn meir því þeir sjá fram á að geta lifað svo lengi á eftirlaunum - svo þeir geti haft það bærilega!
Útkoman sé það sem við sjáum í dag, þ.e. vegna þess að sífellt fleiri vilja spara, þá sé fé sem sækist eftir ávöxtun --> Sífellt að aukast í hlutfalli við þá framleiðslu sem fyrir er.
Sem rökrétt -sbr. lögmál framboðs og eftirspurnar- leiðir til þess að vextir lækka, þ.e. framboð vex á fé sem sækist eftir ávöxtun - samtímis og framleiðslan stendur í stað, eða vex hægar en nemur hlutfalls vexti fjármagns er sækist eftir ávöxtun.
- Rökrétt afleiðing sé það ástand sem er til staðar, þ.e. lítll hagvöxtur eða nærri því stöðnun hagvaxtar -- og ofurlágir vextir á fé!
- Þessu fylgja þó slæmar hliðarverkanir, þ.s. féð leitar eftir ávöxtun áfram, virðist að hluta til sækja í steynsteypu eignir -sbr. hækkun fasteignaverðs- og í land -sbr. hækkun landverðs.-
- Sumir halda því fram að þessu fylgi hættuleg verðbólga á fasteignamarkaði.
- Og í verðlagi á landi.
- Það þurfi því að hækka vexti - vilja sumir meina!
Ég held að það hefði afar varasamar afleiðingar af öðru tagi.
- En grunnvandinn sé, að of mikið fé sækist eftir ávöxtun --> Það væri þá spurning, hvað ætti að standa undir, hækkaðri vaxtakröfu?
- Efa að hagkerfis grunnurinn ráði við það dæmi, og mundi því láta undan síga! M.ö.o. stöðnun eða hægur vöxtur, þróaðist í -- samdrátt.
- Þá auðvitað víkkar gjáin þarna á milli - fjármagnsins og hagkerfis grunnsins enn frekar --> Og líkleg afleiðing yrði sennilega, fjármálahrun og líklega að mjög margir mundu tapa sínum sparnaði.
Gavyn Davies --:
- "Carvalho, Ferrero and Nechio estimate that the demographic transition has reduced r* by 1.5 percentage points in developed economies since 1990."
- "And Federal Reserve authors, in a significant recent paper, conclude that their demographic model accounts for 1.25 percentage points decline in r* and trend GDP growth since 1980."
Skv. rannsókn Seðlabanka Bandaríkjanna sem hann vitnar í -- þá sé niðurstaða höfunda þeirrar skýrlu, að nánast öll meðal lækkun hagvaxtar og meðaltals jafnvægis vaxta síðan 1990 --> Sé af völdum fólksfjöldaþróunar!
Að auki telja höfundar þeirrar skýrslu, að framhalds áhrif fólksfjöldaþróunar muni halda meðaltals jafnvægis vöxtum í Bandaríkjunum og meðal hagvexti lágum áfram í langan tíma.
Þeir meta meðaltals jafnvægis vexti í dag vegna fólksfjöldaþróunar 0,5%. Og telja það ástand líklegt að endast lengi!
Niðurstaða
Mér finnst þetta sannfærandi niðurstaða, þar sem að hún virðist staðfesta hvað hefur verið grunur minn um allnokkurt skeið - en ég varð vitni á sínum tíma af þróuninni í Japan, síðan hvernig fólksfjöldaþróun þar og stöðnunin hefur haldist þar í hendur, og viðhaldið samfelltum hagkerfis doða í Japan sl. 30 ár.
Það virðist rökrétt að við séum hér á Vesturlöndum að ganga inn í sambærilegt tímabil, með mjög lágum hagvexti og lítilli hlutfallslega séð eftirspurn, og því slakri fjárfestingu - - til langs tíma; því áframhaldi ofur lágra vaxta til langrar framtíðar héðan í frá!
- Þetta virðist þó gera ungu fólki erfitt fyrir, þ.e. peningar í leit að ávöxtun virðast að einhverjum hluta leita í steynsteypu og hækka húsnæðisverð, samtímis og verð á landi einnig hefur hækkað.
- Lítil fjárfesting, skili síðan slakari tækifærum fyrir ungt fólk - samtímis því að það á síður efni á húsnæði hvort sem er til leigu eða kaupa.
M.ö.o. þar getur legið bakgrunns orsök þeirrar sprengingar í pópúlisma sem við sjáum stað á vesturlöndum -- þegar vinnandi fólk og ungt fólk í vaxandi örvæntingu kýs flokka, er boða í vaxandi mæli róttækari breytingar.
Árekstur kynslóðanna virðist við blasa!
Því hagsmunir kynslóðanna - rekast á!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Nema hvað atvinnuleisið er allt hjá unga fólkinu ?
Og sjáðu til gamalmenni geta líka grætt á fjárfestingu í nýsköpun og framförum, þau ger það bar ekki ef ekki er hægt að græða á því fyri reglugerðafrumskógum og sköttum.
Guðmundur Jónsson, 25.10.2016 kl. 11:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning