21.10.2016 | 01:41
Forseti Filippseyja segist halla sér að Kína, að Bandaríkin hafi tapað - meðan honum er tekið með kostum og kynjum í opinberri heimsókn í Kína
Það er erfitt að vita hve mikið alvarlega er unnt að taka Rodrigo Duterte, en á sama tíma og Duterte segir eitt - virðast skilaboð ríkisstjórnar hans í Manilla nokkuð önnur:
Duterte aligns Philippines with China, says U.S. has lost
U.S. has few good options for response to Philippines' Duterte
"In this venue, your honors, in this venue, I announce my separation from the United States," - "Both in military, not maybe social, but economics also. America has lost." - "I've realigned myself in your ideological flow and maybe I will also go to Russia to talk to (President Vladimir) Putin and tell him that there are three of us against the world - China, Philippines and Russia. It's the only way,"
En á sama tíma og hann segir þetta í opinberri heimsókn í Kína, sagði helsti efnahagsráðgjafi og talsmaður Duterte í Manilla:
"We will maintain relations with the West but we desire stronger integration with our neighbors," - "We share the culture and a better understanding with our region."
Fyrir utan þetta, segja bandarískir embættismenn, að stjórnvöld Filippseyja hafi ekki aflýst fyrirhuguðum heræfingum bandaríkjahers og hers Filippseyja - né óskað formlega eftir nokkurri breytingu á samskiptum þjóðanna, eða hernaðarsamvinnu!
- Góð spurning hvernig á að túlka nettó-ið af þessu!
Rauða línan er svæðið í Suðurkínahafi sem Kína segist eiga!
Bláu línurnar sé skiptingin skv. reglum Hafréttarsáttmálans, skv. honum eiga nágrannalönd Kína - allt svæðið í sameiningu! Deila Kína og nágranna landanna minnir í sumu á deilu Íslands og Breta um landhelgismál, er þeir fullyrtu þeir ættu óvéfengjanlegan sögulegan rétt á Íslandsmiðum um alla framtíð.
Ein kenning er sú, að Duterte sé að gera tilraun til þess að - spila Peking og Washington, í tilraun til þess að fá fyrirgreiðslu frá báðum samtímis!
Fyrri forseti eyjanna, setti deilu Filippseyja og Kína undir alþjóðadómstól - sem eins og þekkt er, dæmdi Filippseyjum í vil.
--Hinn bóginn hefur Kína stjórn, sagst ætla að hundsa þá niðurstöðu fullkomlega!
- Möguleikinn er sá, að stefnubreyting Duterte sé einfaldlega tilraun -- til að láta reyna á það, hvað hann geti náð fram -- með því að sleikja upp Kína!
En forseti Kína sagði eftirfarandi:
- "The two sides agreed that they will do what they agreed five years ago, that is to pursue bilateral dialogue and consultation in seeking a proper settlement of the South China Sea issue," --> Hvað sem það þíðir! En ég trúi því ekki að það mundi þíða að Kína gæfi eftir fingurspönn af því sem Kína segist - eiga.
- "I hope we can follow the wishes of the people and use this visit as an opportunity to push China-Philippines relations back on a friendly footing and fully improve things," --> Sem ég á erfitt með að trúa að raunverulega náist fram, nema Duterte veiti Pekíng einhver - bindandi loforð.
Eins og sést á kortinu að ofan, þá segist Kína eiga nærri allt Suðurkínahaf!
- Eins og sést, nær svæðið sem Kína segist eiga -- nærri alveg upp að ströndum nágranna landanna.
- Að auki sést vel hversu miklu mun fjarlægari strönd Kína er, þannig að augljóslega gat Kína ekki haldið fram nokkrum rétti - skv. reglum Hafréttarsáttmálans.
- Kína heldur því fram -- að löndin fyrir Sunnan Kína - eigi engan rétt, þá meina ég - virkilega alls engan! Að sögulegur réttur Kína, sé óvéfengjanlegur. Reyndar neitar Kína fullkomlega fram að þessu - að ræða í nokkru takmarkanir á þeim rétti, sem Kína segist eiga!
- Þó hafa hinar þjóðirnar einnig, siglt um svæðið í meir en árþúsund, og nýtt það í a.m.k. það lengi, þ.e. til fiskveiða og siglinga! Þannig að ég kem ekki auga á að hvaða leiti - Kína á rétt umfram sína granna!
- M.ö.o. sé ég ekki annað úr þessu -> En að Kína sé að spila afar gamlan leik -> Sem nefnist, réttur hins sterka -> Þeir veiku skuli þekkja sinn stað! -> Sem sé, að beygja sig fyrir rétti hins sterka!
M.ö.o. sé þetta klassískur yfirgangur rísandi stórveldis gagnvart grönnum!
Sem hið rísandi stórveldi, telur of veika, til að verja sinn rétt!
Þannig að þar af leiðandi, sé engin ástæða fyrir stórveldið annað, en að fara sínu fram!
Þeirrar stórfurðulegu afstöðu gætir hjá hópi fólks á netinu - að Bandaríkin með dularfullum hætti, séu hin seki aðili á svæðinu!
Sannarlega má alveg muna eftir því, að áratugum saman -- tröðkuðu Bandaríkin ítrekað á rétti sinna eigin granna í S-Ameríku og Mið-Ameríku, steyptu ríkisstjórnum að vild skv. vilja bandarískra stórgróssera, og höguðu málum að vild skv. eigin geðþótta!
- Hinn bóginn, þá eru það ekki Bandaríkin, sem í þetta sinn eru að auðsýna yfirgang af slíku tagi.
- Heldur Kína!
Það sé að sjálfsögðu -- ekki í nokkru réttlætanlegra, að Kína beiti sína granna geðþótta yfirgangi í trausti þess, að nágranna löndin beygji sig fyrir styrk hernaðarmáttar Kína.
- Þó það sé full ástæða til kaldhæðni, þegar Bandaríkin nú gagnrýna hátterni Kína.
- Er sú gagnrýni - a.m.k. ekki ranglát, því hegðan Kína við sína granna, er sannarlega ranglát í þetta sinn!
- Það sem mig grunar auðvitað!
- Er að Bandaríkin, styðji málstað granna Kína --> Einfaldlega í von um að Bandaríkin geti grætt á því, t.d. í formi bandalaga gegn Kína.
--> Málið er, að einmitt slíkt getur hugsanlega gengið eftir!
En fyrr á árinu, samþykkti Obama að heimila Víetnam að kaupa bandarísk vopn!
Obama heimsókti Hanoi, og var tekið þar með kostum og kynjum, ekki síðri móttökur en Duterte nú fær í Filippseyjum.
Filppseyjar eru auðvitað veikasta ríkið á svæðinu!
En á sama tíma hafa Filippseyjar upp á lítið að bjóða, t.d. engin olía - ég held að laun þar séu ekki lægri en enn má finna í Kína.
--Duterte væri brjálaður að heimila Kína herstöðvar - væri sama og binda endi á sjálfstæði landsins.
- Hugsanlegt er að hann fái nokkrar fjárfestingar frá Kína.
- Kannski fá fiskimenn frá Filippseyjum aftur að veiða fisk við Scarborough sker.
En afar ólíklegt væri að Kína mundi gefa í nokkru eftir af því sem Kína segist eiga -- gagnvart Filippseyjum.
- Þannig að ég hugsa að afar ósennilegt sé að Duterte raunverulega láti verða af því, að segja upp hernaðar samvinnu við Bandaríkin.
- Sennilega sé hann að tékka á hvað hann fær frá Kína -- með því að sleikja aðeins upp leiðtoga Kína.
Á meðan láti hann fyrri málatilbúnað gegn Kína -- bíða!
Án þess endilega láta málin niður falla!
Eftir allt saman unnu Filippseyjar dómsmálið - þó landið hafi ekki enn grætt neitt á því.
Bandaríkin -- kannski, samþykkja að láta alfarið vera að gagnrýna stjórnun Duterte í framhaldinu, líti á hann sem næsta -- Marcos t.d.
- Það má vera að allt og sumt sem hann vill sé, að Vesturlönd sætti sig við þróun á Filippseyjum til baka yfir til einræðis undir Duterte.
__Meðan hann fái einhverja fjárfestingu frá Kína!
Niðurstaða
Eiginlega er það eina sem unnt er að gera, að bíða og sjá -- hvað afar misvísandi ummæli Duterte vs. ummæli ríkisstjórnar hans, akkúrat þíða fyrir framtíð Filippseyja.
--En í annan stað segist Duterte ætla að halla sér að Kína.
--Meðan ef hlustað er á ríkisstjórnina, virðist nær ekkert breytt.
Good cop <--> Bad cop?
En ég virkilega sé ekki að Filippseyjar hefðu eitthvað rosalega mikið upp úr því að verða leppríki Kína -- eða það væri í einhverjum skilningi betri framtíð en annars blasir við.
- Mig grunar að Duterte sé einfaldlega - eftir auknum viðskiptum við Kína, og fjárfestingum.
- Meðan hann ætli ekki í raun og veru, hætta formlega við bandalagið við Bandaríkin -- en reyni t.d. knýja Bandaríkin til að sætta sig við það, að hann verði forseti til lífstíðar.
--M.ö.o. tilraun til að fleyta rjómann af samskiptum við risaveldin 2.
Verður að koma í ljós hvort honum takist að spila Washington á móti Pekíng.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 15:45 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þarna virðist Washington hafa sagt að USA mundi ekki skipta sér af svæðisbundnum deilum, og þá er strax farið í landvinninga. "Yang, called on Washington to "honour its promise of not taking a position in territorial disputes""
Jónas Gunnlaugsson | 14. júní 2016
Það er fróðlegt að ófriðarseggurinn, yfirgangsmaðurinn, fer strax af stað með ófrið og yfirgang, ef að hann heldur að hann komist upp með það.
Yang biður Washington að hafa í heiðri loforðið um að skipta sér ekki af svæðisbundnum deilumálum.
"Yang, called on Washington to "honour its promise of not taking a position in territorial disputes"
Þarna virðist sem að stjórnin í USA hafi gefið út yfirlýsingu um afskiptaleysi, og Kínverjar treysta því svo vel, að þeir fara í landvinninga.
Þá fer USA að reyna að stöðva Kína, og þá ávítar Kína, USA fyrir að standa ekki við orð sín um að láta ófriðar og árásar aðilann óáreittan.
Þetta er kennslubókardæmi um mistök í alþjóða stjórnmálum,
Egilsstaðir, 21.10.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 21.10.2016 kl. 15:17
Þetta er allt þvættingur í herra Yang -- Kína hefur engan fornan rétt þarna umfram nokkurn annan aðila - né hafa Bandaríkin nokkru sinni veitt loforð af slíku tagi, fullyrðingar Kina eru - tilbúningur eða falsanir kínverskra stjórnvalda.
--Deilur Bandaríkjanna við Kína - snúast um það, að svæðið telst alþjóðlegt hafsvæði skv. alþjóðalögum, en Kína er að leitast við að loka svæðinu fyrir umferð annarra en þeirra, sem Kína vill heimila að sigla þar um.
**M.ö.o. ætlar Kína að stjórna umferðinni! Um hafsvæði sem er eitt mikilvægasta siglingasvæði á heimshöfunum.
Bandaríkin sjá ekki ástæðu til að -- samþykkja að Kína hafi rétt til að stjórna þar umferð.
Þaðan af síður, sjá Bandaríkin ástæðu til að samþykkja - falsanir kínverkskra stjórnvalda, þegar þau fullyrða að sannanir séu til frá fornu fari að Kína hafia alltaf átt þessa svæði, og eigi rétt á því umfram alla aðra, þar á meðal umfram sögulegan rétt sinna granna sem ekki hafa siglt þarna um eða nýtt þau hafsvæði í skemmri tíma en Kína.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 21.10.2016 kl. 15:42
Þessi Yang virðist eiga nokkuð undir sér.
Þetta hjá mér byggir allt á þessari grein frá MSN NEWS
Beijing refuses to move on sea disputes as US meet ends
http://www.msn.com/en-us/news/world/beijing-refuses-to-move-on-sea-disputes-as-us-meet-ends/ar-BBtYjlW
© Provided by AFP China's top diplomat Yang Jiechi addresses the US-China Strategic and Economic Dialogues in Beijing, on June 7, 2016
Egilsstaðir, 21.10.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 21.10.2016 kl. 16:32
Þið eruð nú meiri sauðhausarnir ... kynþátta hatur, og ekki einu sinni lesið mankynsöguna. Yang hefur 100% rétt fyrir sér, og Kínverjar hafa rétt í þessu máli.
Hitt er svo aftur á móti annað mál. Að ég er sammála þér í því, að Duerte er ekki allur þar sem hann er séður. Hann er ábyggilega að spila póker hérna. Og hvað varðar eyjaklasan í South China sea ... þá ... fyrir ykkur sem aldrei lesið neitt af viti, nema Ku Klux Klan sögur Demokrata í Bandaríkjunum, og Svik og Pretti Clint fjölskyldunnar. Þá er þetta svipað mál, og Deila Íslands og Noregs um Jan Mayen. Jan Mayen, liggur á Íslenskum grunni ... en er í eign Noregs. Drengir, af hverju hefur Noregur rétt á eyjunni?
Þessar eyjur, tilheyrðu Kína ... í gegnum allar aldir mankyns sögunnar. Fyrir ykkur sem ekki lesið ... það er í kringum Sinai stríðin, sem þessar eyjur fara að verða disputed ... og þá er það fyrst og fremst "japan" sem vill leggja höld á þær. Hvorki Filipseyjar, né Vietnam hafa nokkurn tíma verið þarna ... nema í draumalandinu. Svona svipað og Íslendingar og Jan Mayen.
Kínverjar setja upp herstöð, til að "festa" tilkallið sitt. Sumir (kaninn) vill ekki viðurkenna "herstöð" sem bústað. Ef svo er ekki, get Norðmenn hipjað sig heim frá Jan Mayen, Svalbarða ... og Suður pólnum líka.
Þetta er bara fyrirsláttur ... heldur ekki vatni, eins og máltækið segir. Undirritað skjal af sigurvegurum Síðari Heimstyrjaldarinnar ... segir "nóg" um málið. Eyjurnar voru "viðurkenndar" af öllum aðilum, að tilheyrðu Kína ... punktur, pasta ... ekkert meir um það að segja.
Þangað til ... að menn uppgötvuðu, að þarna er um þriðjungur olíu og gas eignar jarðarinnar.
Það breitir ýmsu ... að sjálfsögðu. Ásamt þeirri almennu stefnu bandaríkjanna, að reyna að stemma stigu við "olíu" aðgengni Kína ... þar sem þeir eru þegar orðið heimsveldi.
Restin strákar, og reynið að lesa Tsun Tsu, eða Sun Zi ... hernaður er pólitík.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 22:03
Alveg eins og með Ísland, Noreg og Jan Mayen ... þá geta ekki Kínverjar staðið einir að eyjunum. Kaninn hefur ýmislegt til síns máls ... "herstöð" er ekki föst búseta.
Vandamálið er bara svona ... að hinir, eru ekki "einu sinni" með herstöð á þessum skerjum.
Vissulega liggja eyjurnar nálægt Vietnam og Filipseyaj, en ekki á landgrunni Kína ... og þaðan af síður Japan. En skoðið nú "sjávarbotn" þessa svæðis hér https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/c/cf/South_China_Sea.jpg?1477084424996
Þið sjáið "nine-dash-lines" i miðjunni, og tilheyra í raun "engu" landi.
So when China announced its claim, as much ambiguous and greedy as it was, few neighboring countries raised protests——in fact by then they weren't even sovereign nations, and the claim predated the United Nations Convention on the Law of the Sea, which nowadays serves as the major legal base for other South East Asia countries to protest against China.
Svo að Kína hefur "rétt" hér ... vandamálið er það, að "krafa" þeirra er frekar loðin ... svona svipað loðin og krafa Rússa og Norðmann á Svalbarða, eða Jan Mayen.
En eins og stendur að ofan, Kínverjar voru þarna ... löngu fyrir UN lögin og ... löngu áður en hinar þjóðirnar, urðu þjóðir.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 21.10.2016 kl. 22:23
Jónas Gunnlaugsson - Hann einfaldlega endurtekur lygar kínverskra stjórnvalda.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 22.10.2016 kl. 01:36
Til þín, Einar Björn Bjarnason.
China's top diplomat Yang Jiechi, skýrir stefnu Kínverskra stjórnvalda.
Og til þín Bjarne Örn Hansen,
Geta þá þjóðir Evrópu og Ameríku, krafist eignar á þeim löndum, þar sem þessi lönd stunduðu fiskveiðar og kaupmensku, í árhundruð, og reyndar árþúsund.
Sennilega gætu Rómverjar, Róm, Ítalía, Frakkland, Þýskalans, Holland, Bertland, Dnnnmörk, Noregur, Svíþjóð, Finnland, Færeyjar, krafist eignar á spildum.
Ég man og sá skip frá fimm af þessum þjóðum á Seyðisfirði, þá voru þau í „landlegum,“ vegna veðurs.
Einnig er sagt frá veiðiskipum frá Bandaríkjunum, Boston, og trúlega hefur Kanada komið við sögu.
Ég ætla ekki að fara að leita að þessu á netinu, en það ætti að vera auðvelt.
Hægt er að lesa sögu hinna ýmsu fiskveiðiþjóða og nú nýlega kom saga hvalveiða við Ísland eftir Smára Geirsson.
Bið ykkur vel að lifa.
Egilsstaðir, 22.10.2016 Jónas Gunnlaugsson
Jónas Gunnlaugsson, 22.10.2016 kl. 16:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning