Rússar segjast vera að þróa orrustuvél er næði 4-földum hljóðhraða

Verkefnið hefur verknafnið Mig 41, og kvá ætlað að koma í staðinn fyrir Mig 31, en sú vél kom í stað Mig 25

Sannast sagna átta ég mig ekki á því hvaða þörf væri fyrir svo óskaplega hraðskreiða orrustuvél -- en til samanburðar var hámarks hraði Mig 25, MAC 3 - ef notuð sem könnunarvél, MAC 2,8 - ef notuð sem orrustuvél.

Mig 25

File:Russian Air Force MiG-25.jpg

Mig 25 var alls ekki fær um að berjast í návígi við aðrar orrustuvélar, enda einungis fær um 2,2g þyngarálag með fulla eldsneytistanka -- þannig að notkun hennar byggðist á stórum langdrægum radar, ásamt því að hún gat borið stórar og langdrægar eldflaugar - ætlað einkum til þess að skjóta niður sprengjuvélar.
--En það eru dæmi þess að Mig 25 hafi skotið niður orrustuvélar, t.d. íraskar Mig 25 í átökum við Íran 1980-1988.

Mig 31

File:Russian Air Force MiG-31 inflight Pichugin.jpg

Mig 31 var hönnuð fyrir nokkurn veginn sama hlutverk, var með sterkari búk þannig að styrktarþol búksins fór í 5g - sem samt telst lítið. Tæknibúnaður var af nýrri kynslóð, radar mun fullkomnari -- hennar hlutverk var að verja Sovétríkin síðan Rússland fyrir sprengjuvélum - stýriflaugum og háfleygum njósnavélum.

Hvorki Mig 25 né Mig 31 hafa nokkra umtalsverða getu til að bera sprengjur!
--Þær hafa aldrei verið notaðar sem sprengju- eða árásarvélar á jörðu niðri.

  • Báðar háfleygar og langdrægar -- það ásamt langdrægum radar, þíddi að hve vél gat gætt verulega stórs svæðis innan lofthelgi Sovétríkjanna, eða Rússlands.

Lockheed SR-71 Blackbird

File:Lockheed SR-71 Blackbird.jpg

Lockheed SR-71 Blackbird er áhugaverð til samanburðar, því hún er eina flugvélin sem komst í framleiðslu sem ég veit um - sem hafði hreyfla sem voru -- "ramjet."

Fræðilega getur ramjet virkað upp í MAC 6.
--En þ.e. absolút fræðilegt hámark.

En dæmigerðir "Turbojet" eða "Turbofan" hreyflar eru mjög nærri absolút mörkum við MAC 3.

Mig 41 - skv. óljósum upplýsingum, er unnin út frá Mig 31 -- ekki ósvipað því að Mig 31 var unnin út frá Mig 25.

  1. Skv. því mundi Mig 41 hafa svipaða "mission" m.ö.o. ekki gerð til þess að berjast í návígi, enda vél gerð til flugs á MAC 4 -- enn ólíklegri til að vera fær um þröngar beyjgur eða snögga loftfymleika.
  2. Líklega væri óhjákvæmilegt að beita sama trixi og Bandaríkin beita við sína fullkomnustu orrustuvél, þ.e. að vopnin eru varðveitt í litlum geymslum inni í búknum, opnaðir eldsnöggt litlir hlerar til að hleypa vopni út.
    --Til þess að sjálfsögðu halda loftmóttstöðu niðri.
  3. Mjög líklega væri þessi vél ekki heldur gerð til árása á Jörðu niðri, og sennilega einnig óhentug til lágflugs. Þ.e. "opmtimized" fyrir háflug fyrst og fremst.
  4. En ef maður gefur sér, að þessi gríðarlegi flughraði náist -- þá auðvitað gæti slík vél væntanlega varið enn stærra svæði - hver um sig innan lofthelgi Rússlands.
    --Sem getur hugsanlega verið hvers vegna pælt er í meiri hraða.
  5. Að auki má vera, að pæling sé einnig að gera þeim mögulegt, að "tækla" hugsanlegar ofur hraðfleygar sprengjuvélar framtíðar, og/eða könnunar-vélar.
  • Lockheed SR-71 var takmörkuð við MAC 3,4 ca. bout, til þess að hlífa skrokknum.

Málið var hitaþol þeirra efna sem voru notuð!
--Það virðist benda til þess að hreyflarnir hafi verið færir um að koma henni hraðar!
--Auk þess að skrokkhönnun og hönnun vængja hafi tæknilega virkað fyrir meiri hraðar.

Þess vegna verður mjög forvitnilegt hvort að Rússar raunverulega láta verða að því, að þróa arftaka Mig 31 fyrir 4-faldan hljóðhraða!

  1. Stóra málið er það hita-álag sem skrokkur - vængir - hreyflar; verða fyrir á svo miklum hraða.
  2. Spurning ekki síst hvort kostnaður er viðráðanlegur.
    --En ofurhitaþolin efni, eru gjarnan - ofurdýr.

Kínverjar hafa þróað ramjet-eldflaug sem þeir kalla "CX-1"

Image result for Chinese CX-1 Ramjet Supersonic Anti-Ship Cruise Missile

Þetta er langt í frá fyrsta ramjet flaugin sem þróuð hefur verið -- t.d. þróuðu Bretar flaug sem hét Bloodhound á seinni hluta 6. áratugarins.

Þær eldflaugar eru ekki hannaðar fyrir hraða mikið umfram MAC 2.
--Væntanlega vegna þess, hve kostnaður við hitaþolinn efni vex hratt, eftir það.

 

Niðurstaða

Ég skal viðurkenna að ég er smávegis skeptískur á það að Rússar láti raunverulega verða af því, að þróa arftaka Mig 31 sem langfleyga og háfleyga orrustuvél færa um flug á 4-földum hljóðhraða

Málið er ekki að ég hafi efasemdir um færni Rússa, til að þróa flugvél fær um slíkan hraða. Ég er frekar að horfa á kostnað!

En ekki einu sinni Bandaríkin létu verða af því að framleiða orrustuvél sem fær væri um flug á hraða um eða yfir MAC 3.

Tilraunir voru gerðar á sínum tíma með orrustuvélar útgáfu af Lockheed SR-71, en ekki tekin til framleiðslu.
--Og það voru aldrei framleidd sérlega mörg eintök af SR-71 könnunar- og njósnavélinni.

Sjálfsagt vegna kostnaðar --> Rökrétt séð, yrði Mig-41 enn dýrari en SR-71.

  • Sennilegra sé að arftaki Mig 31 verði þróuð, en hraðinn takmarkaður ca. við núverandi hraða Mig 31.
    --En arftakinn verður fullkomnari að öllu leiti, kannski með einhverja "stealth" eiginleika - frekar en að stefna á að verða "hypersonic."

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Ég hugsa að þeir  vilji koma þessum kvitt í gang til þess að láta kanann (og aðra) njósna um þessa blessuðu rellu.  Og reyna að smíða aðra eins.

Njósnirnar munu halda mannskap við efnið, og rannsóknirnar munu kosta formúgu.

Það er fleira hernaður en skothrið.

Ásgrímur Hartmannsson, 21.9.2016 kl. 17:08

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það getur vel verið rétt, meðan að skv. mínu mati, sé mun sennilegra að arftaki Mig 31 verði gerð fyrir svipaðan hraða og sú vél, frekar að farin yrði sú leið að -- draga úr stærð arftakans á radar sbr. "stealth."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.9.2016 kl. 18:18

3 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Lockheed SR-71 var ekki knúinn ramjet, heldur turbo-jet.  Sjá m.a. hér: http://www.nasa.gov/centers/armstrong/news/FactSheets/FS-030-DFRC.html og víða ananrs staðar á netinu. Max. hraði SR-71 var Mach 3,2 og takmarkaðist við getu hreyflana, en gat farið í Mach 3,3 ef hitinn á loftinu inn á compressorinn fór ekki yfir 427°C. Ramjet hefur hins vegar ekki compressor, og reyndar mjög fáa hreyfanlega hluti.

Erlingur Alfreð Jónsson, 21.9.2016 kl. 23:13

4 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Erlingur, þegar SR-71 er yfir kominn á nægilegan hraða, virkar "inlet coan" og "afterburner" saman sem ramjet!
Þ.e. gjarnan talað þannig að SR-71 sé knúin af "turbo-ramjet."

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2016 kl. 00:37

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú misskilur eitt, SR-71 er skilvirkust á MAC 3,2. Ekki að hún komist ekki hraðar.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 22.9.2016 kl. 00:39

6 Smámynd: Erlingur Alfreð Jónsson

Þú sagðir að vélin væri knúin ramjet, það er ekki rétt hún er knúin turbo-jet; þannig er mótorinn skilgreindur af framleiðanda. Hins vegar er hönnun mótorsins þannig að loftinu er fleytt framhjá compressornum eftir því sem hraði eykst og þá fer hann að virka meira eins og ramjet. Turbo-ramjet er því réttara en ramjet.

En þú leiðréttir sjálfan þig í athugasemd 4 varðandi "ramjet", sem er vel.

Ég misskildi ekki neitt varðandi hraðann. Vélin er hönnuð til að cruisa á Mach 3,2 og getur það í svona 90 mínútur án þess að þurfa eldsneytisáfyllingu. Yfirleitt var aldrei farið hraðar en Mach 3,3 með samþykki yfirmanns. Þú lætur að því liggja að vélin geti farið mun hraðar en það yrði aldrei í langan tíma því hana skortir eldsneyti til þess að geta það.

Erlingur Alfreð Jónsson, 22.9.2016 kl. 07:45

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

    • "So how fast does the SR-71 really go.......The fastest published speed of the SR is Mach 3.5. There are several factors that limit the speed of the SR, one is the shock waves generated by various parts of the plane, at around Mach 3.6- 3.8 the shock wave off the nose of the aircraft narrows enough to go into the engine, while there is the inlet spike (which slows the air to subsonic before it enters the engine), the shock wave bypasses the spike and causes the engine to unstart.

    • Second is the heat generated by the plane moving through the atmosphere, even titanium has it's limits, and the heat generated by the SR brings the fuselage to the brink. Just recently I found out that during a Lockheed Skunk Works study to see how much money and development it would take to get the SR to go faster than it's designed top speed 3.2- 3.5, the designers discovered (among other things) that the metal divider between the windshield was heating up so much above mach 3.5 that it was affecting the integrity of the windshield, and at that point they had stretched the glass technology to the max! So Mach 3.2 to a max of 3.5.Now according to Richard Graham: "The design Mach number of the SR-71 is 3.2 Mach.

    • When authorized by the Commander, speeds up to Mach 3.3 may be flown if the CIT limit of 427 degrees C. is not exceeded. I have heard of crews reaching 3.5 Mach inadvertently, but that is the absolute maximum I am aware of." "

    Skv. þessu er hámarks hraðinn MAC 3,5 -- eins og ég fyrst sagði, vegna takmarkana þess efnis sem vélin er gerð úr.
    Við MAC 3,6 fer annað vandamál að bæra á sér, sem hefði væntanlega krafist -- hönnunarbreytingar.

    Vélin flaug eins og þú segir vanalega á bilinu MAC 3,2 - 3,3.

    Ég hef ekki séð nokkra tengingu við eldsneyti sem hraðatakmörkun.

      • Augljóslega þarf ramjet alltaf turbojet eða turbofan fyrir flugtak, og hröðun upp í a.m.k. MAC 1.

      • Þegar hraðinn er tæknilega nægur, svo "RAF effect" geti tekið við.

      Mér skilst að þegar vélin flýgur sem -- ramjet. Þá sé aflið mun meira, eldsneytis-eyðsla sé minni per floginn km. Turbo-jet hluti hreyfilsins sé hlutfallsega aflminni.
      --Gegni því hlutverki að koma vélinni á loft, og til lendingar - og upp í nægan hraða svo hún geti flogið sem - ramjet.

      Ég mundi ekki vilja túlka þess vél svo að hún hafi -- ekki verið ramjet.
      --En þú vilt sjálfsagt halda áfram að rífast um það atriði.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 22.9.2016 kl. 19:26

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Jan. 2025
      S M Þ M F F L
            1 2 3 4
      5 6 7 8 9 10 11
      12 13 14 15 16 17 18
      19 20 21 22 23 24 25
      26 27 28 29 30 31  

      Eldri færslur

      2025

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (20.1.): 10
      • Sl. sólarhring: 10
      • Sl. viku: 65
      • Frá upphafi: 859307

      Annað

      • Innlit í dag: 10
      • Innlit sl. viku: 57
      • Gestir í dag: 10
      • IP-tölur í dag: 10

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband