Christoph Reuter hjá Der Spiegel veitir áhugaverða greiningu á stöðu mála í Sýrlandi

Hann bendir á að Pútín hafi náð mörgum af markmiðum sínum - en grunur margra hefur verið að fókus loftárása Rússlandshers hafi verið einkum á að veikja uppreisnarsveitir sem tilheyrðu hófsamari armi uppreisnarinnar. Vegna þess, að Pútín hafi reiknað það út þannig, að það væri stöðu Rússlands hagstætt í samhengi Sýrlands --> Að róttækari sveitir uppreisnarmanna, tækju yfir sviðið!

Þetta hafi nú tekist, þ.e. hófsamari armur uppreisnarmanna sé mestu út þurrkaður!
--Eftir séu nú nær eingöngu, mismunandi róttækir hópar með mismundandi skilgreiningu á ofsatrúar Súnní Íslam! M.ö.o. "jihadist movements."

  1. Aftir á móti hafi Bandaríkin nær ekkert gert í málinu, til að hindra þá útkomu -- en t.d. hefðu Bandaríkin getað sent til þessara uppreisnarhópa, öflugri vopn - ekki síst loftvarnarflaugar!
  2. Þess í stað, hafi Bandaríkin -- dregið saman aðstoð sína til uppreisnarmanna Súnní, sem skilgreindir voru - tiltölulega hófsamir.
    --Sem líklega skýri einnig að verulegu leiti, af hverju þeim hópum hafi hnignað!
    --Þ.e. ekki einungis vegna fókuss lofthernaðar Rússa!
  • Niðurstaðan sé sú --> Að þetta styrki rök þeirra sem halda því fram, að rétt sé að styðja Assad!
    --Vegna þess að hann sé sagður "the lesser evil."
    **Það fer auðvitað eftir því, hvað akkúrat er átt við með "lesser evil."

Why The Cease-Fire in Syria Won't Help

 

Af því að Assad er "secular"

Þessi viðbára heyrist afskaplega oft -- að stjórn Assads sé "lesser" evil vegna þess að hún sé "secular."

  1. Hinn bóginn er vert að muna - að verstu harðstjórar mannkynssögunnar, hafa einmitt verið "secular." Hverja á ég við?
    --Segjum, Stalín - Hitler - Maó formann - Pol Pot. Það má bæta Saddam Hussain við -- en í hans valdatíð dóu 1,7 milljón manns, sem ekki líklega hefðu farist ef ekki hefðu komið til ákvarðanir sem Saddam Hussain tók.
  2. Þetta er nefnilega gríðarlega útbreiddur misskilningur --> Að "secular" þíði hófsamt afl! Eins og fólk sé algerlega búið að gleyma ofstæki kommúnismans.
  3. Bendi á umfjöllun um hræðilega glæpi Assad stjórnarinnar: Hrannmorð í dýflissum Assads

Tökum dæmi um trúarstjórn - Múllana af Íran. Skv. hinni útbreiddu kenningu að trúarstjórn hljóti alltaf að vera versti mögulegi möguleiki -- þá hlýtur væntanlega stjórnin í Íran að vera eins hræðileg a.m.k. og Benjamin Netanyahu segir Íransstjórn vera - eða, hægri sinnaðir Repúblikanar í Bandaríkjunum!

  1. En Íran hefur aldrei ráðist á annað land, en það gerðu secular stjórnvöld Sovétríkjanna a.m.k. 3-skipti, þ.e. Ungverjaland, Tékkóslóvakíu og Afganistan. Og Saddam Hussain, secular stjórnvald Íraks á 8. áratugnum fram á 10. áratuginn, réðst á 2-lönd þ.e. Íran 1980 og Kúvæt 1992.
  2. Íran breiðir út hryðjuverk -- er sagt.
    Íran styður sannarlega öfgahreyfingar meðal Shia Íslam - sem þekkt er að hafa beitt sér í átökum innan Mið-austurlanda.
    --Þau átök eru minna þekkt, en átök við öfgasinnaða Súnní hópa - því Shia hreyfingar hafa almennt séð ekki beitt sér á Vesturlöndum.
    **Höfum í huga, að á sama tíma hefur t.d. leyniþjónusta Ísraels ítrekað reynt að ráða af dögum, einstaklinga innan Írans - sem ráða yfir mikilvægri þekkingu, tekist í nokkur skipti.
    **Bandaríkin beittu mjög þekktri tölvuárás á Íran fyrir nokkrum árum.
    Þ.e. nefnilega punkturinn í átökum hópa er styðja Íran --> Að þeir beita sér í samhengi þeirra átaka, sem Íran á við lönd --> Sem sjálf hafa gegnum árin beitt Íran og Írana margvíslegum kárínum.
    --Þeim átökum hefur svipað um margt til "kalds stríðs."
    --Þ.e. leyniþjónustur og allskyns "irregular" hópar beita sér --> En ekki, herir landanna beint. Sem viðheldur "denyability."
    M.ö.o. hefur enginn hreinan skjöld!
    En málið er að ég kem ekki auga á það að hegðan Írans í samhengi þeirra átaka, sé áberandi verri en annarra landa sem hafa verið að kljást við Íran sl. 30 ár!
  3. Síðan fæ ég ekki séð það, ef maður ber Íran við t.d. Rússland - annað en það, svokölluð - lýðréttindi, áhrif sem almenningur hefur á stjórnun landsins; séu verulega meiri í Íran - en í Rússlandi.
    --Að sjálfsögðu lýðréttindi innan Írans miklu mun betri, en var innan Íraks í tíð Saddams Hussain, eða innan Sýrlands í gervallri stjórnartíð Assadanna.
    **Sem þíði ekki ekki að Íran - sé lýðræðisland sambærilegt við Vesturlönd - en almenningur virðist samt hafa einhver áhrif á stjórnun landsins.

Íran er m.ö.o. dæmi um -- svokallað íslamskt lýðveldi!
--Að sjálfsögðu gæti íslamskt lýðveldi endað sem miklu mun verra dæmi en Íran!

  • En punkturinn var sá - að það eru dæmi um miklu mun verra stjórnarfar sem var "secular."

Sem þíðir - að við getum ekki alveg sett það þannig fram!

Að "secular" sé ætíð betra en trúarstjórn!

  1. Það eru auðvitað til -- hófsamar "secular" stjórnir t.d. í Frakklandi. Þ.s. lýðréttinda er gætt, og réttinda fólks almennt.
  2. Samtímis, hafa verið til afar afar - róttækar og hættulegar "secular" stjórnir.

Það sama gildir að sjálfsögðu einnig fyrir -- trúarstjórnir!

  1. Að þær geta verið sæmilega manneskjulegar, þ.e. öfgum haldið sæmilega í skefjum.
  2. Eða þær geta að sjálfsögðu verið róttækar og jafnvel afar hættulegar!

--Það verði að skoða / meta einstök dæmi, hvert fyrir sig!

--Það sé engin algild regla - að trúarstjórn sé verri en "secular" stjórn, eða öfugt!

____________________

  1. Í samhengi glæpa Assad stjórnarinnar - sé ekki með sanngyrni unnt að kalla Assad stjórnina, annað en - róttæka "secular" stjórn!
    --Þ.e. skipulögð fjöldamorð í díflyssum landsins.
    --Miskunnarlausar loft- og stórskotaárásir á byggðir landsins undir stjórn uppreisnarmanna, þ.s. engin tilraun virðist hafa verið gerð til að takmarka manntjón almennra borgara. Þær árásir hafi hafist alveg frá upphafi, með fullkomnu miskunnarleysi.
    --Síðan virðast raunverulega hafa verið í gangi tilraunir til að hrekja á brott íbúa sem tilheyra meirihluta trúarhópi landsins - Súnní Íslam, m.ö.o. meir en 5 millj. brottflúnir. --> Sambærilegt við þjóðernishreinsanir.
    --Eins og gjarnan gerist í borgaraátökum sem fara í þannig far --> Þá leiðir slíkt til, gagn hreinsana á svæðum undir stjórn andstæðinga á þeim hópum sem taldir séu hallir undir stjórnina.
    --Sem hafi leitt til þess að 6 milljónir eru flóttamenn innan landsins, dreift á héröð stjórnarsinna - sem og stjórnarandstæðinga!
    **Þetta er stærsta flóttamannavandamál í tengslum við styrrjöld sem sést hefur síðan undir lok Seinni Heimsstyrrjaldar!
    **En niðurstaða Der Spiegel í umfjöllun minni sem hlekkjað er á, er að þó uppreisnarmenn hafi einnig framið mikið af glæpum -- sé digur meirihluti glæpa gegn mannkyni framinn af stjórnvöldum!
  2. En það þarf að muna, að fyrirmynd Bath flokksins í Sýrlandi -- er fasista alræðis stjórnarform. Bath stjórnirnar í Sýrlandi og Írak voru alltaf - totalitarian.
  3. Þó að stjórnin í Sýrlandi hafi heimilað - kosningar á seinni árum. Var þess alltaf gætt, eins og undir Pútín í Rússlandi - að þær kosningar feli ekki í sér nokkra ógn við völd þeirra sem ráða landinu. M.ö.o. hafi kosningarnar í Sýrlandi - ætíð verið eins merkingarlausar, og kosningar undir Pútín eru í samhengi Rússlands.
  4. Assad stjórnin hafi þróast smám saman frá -alræðisfyrirkomulagi- yfir í stjórnarform er svipar mjög til stjórnarforms Pútíns. Þ.s. lýðræði er viðhaft á leiktjaldaformi - þ.e. án nokkurra raunverulegra áhrifa á stjórnun landsins.

 

Vegna þess að Vesturlönd hafi í reynd aldrei stutt uppreisnarmenn með öflugum hætti, sambærilegan við stuðning Pútíns við Assad!

Bendir Christoph Reuter hjá Der Spiegel á það að nú sé til staðar vaxandi vantraust á Vesturlöndum meðal íbúa á svæðum undir stjórn uppreisnarmanna!

T.d. sé fullkomlega í óvissu hvernig það á að geta virkað -- samkomulag Rússa og Bandaríkjamanna, um að heimila jafnhliða!
--Loftárásir á ISIS sveitir -- loftárásir á sveitir hliðhollar "al-Qaeda."

  1. "Jabhat Fatah al-Sham (JFS)" eða "Front for the Conquest of Syria" -- hafi t.d. nýlega verið virkasta hreyfingin í átökum nýlega í grennd við Aleppo.
  2. Sem leitt hafi til þess að umsátrið um Aleppo rofnaði í nokkra daga -- sem dugði til þess að umtalsverðu magni matvæla og annarra vista, varð komið til borgara á svæði undir stjórn uppreisnarinnar.
    --Þetta hefur auðvitað aukið verulega stuðning við JFS.
  3. Síðan skv. samkomulagi Rússa og Bandaríkjamanna - eiga sveitir annarra uppreisnarhópa að aðskilja sig frá svæðum undir stjórn JSF.
    --En þetta virðist varla framkvæmanlegt - þ.s. margvíslegir hópar sem í bandalagi verja nú svæði undir stjórn uppreisnarmanna í Aleppo, hjálpast að við það að verja þá víglínu.
  4. En ef aðrir hópar ættu að aðskilja sig -- gætu þeir það vart, nema með því að gefa eftir landsvæði til stjórnarhersins - og sveita sem styðja stjórnarherinn.
    --Það hlyti að veikja vígstöðuna heilt yfir hjá þeim sem leitast við að verja þann hluta Aleppo sem lítur uppreisnarmönnum --> Þar með auka líkur á að sú vígsstaða hrynji.
  5. Þannig, að það hljóti að vera afar ólíklegt!
    --Að þeim kröfum verði mætt, að hóparnir aðskilji sig.
    --Þannig að unnt verði að greina hópana í sundur úr lofti.

Christoph Reuter bendir á að útkoman geti orðið sú -- að loftárásir á uppreisnarmenn í Aleppo --> Fái stimpil Bandaríkjanna!

Sem væri að sjálfsögðu háðsleg útkoma fyrir stefnu Obama stjórnarinnar í Sýrlandi.

  • Sem veltir auðvitað upp þeirri spurningu -- hvort Bandaríkin hafi afskrifað uppreisnarmenn.
    --Það geti alveg verið!

 

Assad vs. róttækir Jihadistar?

Málið er að svo óskapleg slæm er ógnarstjórn Assads!
--Að jafnvel í slíku samhengi - - fæ ég ekki séð að hún sé skárri kostur!

  1. Á hinn bóginn, líklega leiði sú útkoma að áhrif tiltölulegra hófsamra Súnní afla hverfi að mestu innan svæða uppreisnarmanna, til þess að Vesturlönd hætti frekari afskiptum af átökum innan Sýrlands!
  2. Enda róttækt Íslam augljóslega slæmur valkostur -- þó menn geti ekki fengið sig til stuðnings við Assad.
  3. Lofi Rússlandi - Tyrklandi - Saudi Arabíu - og Íran --> Að eiga þennan leikvöll!

Í slíku samhengi á ég alls ekki von á að nokkur minnsta hætta sé á að átökum linni!
--En ef menn halda að sigur stjórnarhersins sé yfirvofandi.
--Ættu menn að kynna sér skoðun rússnesks hershöfðingja á stjórnarher Assads!

In a recent report, former Russian colonel Mikhail Khodarenok gave the Syrian forces devastating marks. "Assad's soldiers busy themselves with collecting bribes at checkpoints," the report reads. "The Syrian forces have not conducted a single successful offensive in the past year."

He writes that much of the fighting is conducted by foreign units, mercenaries and Syrian militias. "Assad's generals do not believe their troops can bring the country to order without military aid from foreign states." He says a dramatic dearth of men, morale and supplies is responsible. "It is impossible to win the war with such an ally as Assad's army." That's why "a drastic decision" is needed to end the Syria campaign in 2016, involving the withdrawal of troops and leaving only the military bases, he writes.

  • Hershöfðinginn m.ö.o. lauk máli sínu með því, að ráðleggja brottflutning rússn. liðsafla, og á að einbeita fókus á að tryggja flotastöðina í Tartus og flugvöllinn við Ladakia.

M.ö.o. virðist Mikhail Khodarenok staðfesta það, að það séu Shíta hersveitir í bandalagi við Íran -- sem hafi tryggt þá hernaðarsigra sem unnist hafi sl. ár!
--Meðan að her Assad stjórnarinnar megi sín lítils, spilling og lélegur agi ráði ríkjum.

Mig grunar að útkoman verði einhvers konar skipting á Sýrlandi!
--Vísbending nú uppi, að Erdogan af Tyrklandi ætli að tryggja sér sneið!--Rússland klárlega ætli sér að lágmarki sneið er tryggi strandhéröðum landsins sé stjórnað af öflum vinveittum Rússlandi.

  1. En þ.e. alveg hugsanlegt að átök haldi áfram á öðrum svæðum, þó Tyrkland tryggi sér verndarsvæði á eigin landamærum - en þó Tyrkir mundu væntanlega viðhalda einhverju öryggi á eigin verndarsvæði.
    --Gætu átök verið fyrir utan það svæði.
  2. Sama gæti gilt við hugsanlegt -- verndarsvæði sem Rússar mundu tryggja sér að lágmarki, á svæðum þ.s. Alavar búa sem líklegir eru til að vera vinveittir rússneskum hermönnum er gættu hugsanlega slíks svæðis.
    --Að átök gætu hugsanlega geisað utan þess svæðis.

Það er nefnilega einn möguleiki er geti farið vaxandi, að það verði enginn allsherjar friður --> Heldur að lönd sem telja sig hafa hagsmuna að gæta, tryggi þá hagsmuni; en láti þar staðar numið!

  • En strangt til tekið -- skiptir ISIS litlu máli fyrir Rússland, ef áhrif þess einangrast fyrst og fremst við Mið-austurlönd.
  • Það má einnig vera, að Tyrkland meti það þannig að -- það sama eigi við fyrir Tyrkland, að hagsmunir Tyrklands nái eingöngu til þess að gæta öryggis landamæra Tyrklands.

 

Það má vera að samkomulag Rússa og Bandaríkjanna, feli í sér það að Bandaríkin gefi uppreisnina upp á bátinn -- samtímis og Bandaríkin hætti að gagnrýna loftárásir Rússa á uppreisnarmenn; verði bætt samvinna um loftárásir á stöðvar ISIS

Það sé á hinn bóginn -- líklega ósennilegt að Rússland beiti sér nokkuð frekar þar til viðbótar!

Hagsmunir Rússlands séu að tryggja sér -- stöðvarnar á strönd Sýrlands!
--Þeir nái strangt til tekið, ekki lengra en það!

  1. Rússland gæti þá verið að eftirláta baráttuna gegn ISIS.
  2. Yfir til -- Írans, annars vegar, og Bandaríkjanna og NATO, hins vegar.

En ISIS er sannarlega veruleg ógn við áhrif Írans!

  • Fyrir utan þetta, þá skiptir verulegu máli -- hve miklu púðri Íran er til í að verja áfram, til þess að halda Assad á floti.
    --En það sé Íran - og Shíta sveitir hliðhollar Íran -- sem hafi haldið Assad á floti.
  • Á móti, sé það stór spurning, hve miklu púðri Saudar og Araba furstadæmi við Persaflóa, eru tilbúin til að verja til að viðhalda tilraunum til þess - að veikja valdastöðu Írans innan Mið-austurlanda.

En meðan að enginn bilbugur sé á Íran -- eða Arabalöndunum!
--Þá halda átökin bersýnilega áfram!

En meðan mikilvægir utanaðkomandi þátttakendur í átökunum -- eru ekki enn búnir að fá nóg.
Geta væntanlega þessi átök staðið lengi enn!
--Eftir allt saman stóð stríðið í Lýbanon allan 9. áratuginn, rúman áratug samanlagt.

 

Niðurstaða

Vandi Sýrlendinga er auðvitað sá að allir valkostir eru slæmir! Greinilega hefur verulegur fjöldi íbúa alltaf haldið tryggð við stjórnina í Damaskus -- þrátt fyrir óskaplega grimmd þeirrar stjórnar!
--Rétt að benda á sögulegan samanburð, að meirihluti Þjóðverja líklega studdi Nasista a.m.k. fram til 1943, og Stalín - og Maó formaður þrátt fyrir að vera verstu morðingjar heimssögunnar -- eiga sér enn marga talsmenn.
--Stjórn Assads hefur ríkt lengi, þ.e. það lengi að Sýrlendingar þekkja ekkert annað.

Margir líklega kjósa að verja slæman valkost -- þegar annar valkostur virðist þeim fyrst og fremst bjóða upp á óvissu, og að auki líkur á að sá verði ekki endilega betri.
--Hinn bóginn er stjórnin raunveruleg ógnarstjórn - hefur alltaf verið.
--Og hún hefur lengi verið óskaplega spillt.
--Svo fyrir utan það atriði, þá er hún drottnuð af minnihlutahópi Alava, sem miskunnarlaust hefur mismunað milli hópa og gert það alla tíð.

  • Slíkt stjórnarform er í eðli sínu ákaflega óstöðugt.
    --En skipulögð mismunun elur á ósætti milli hópa.
    --Spilling dregur úr trausti íbúa, og stuðningi.

Þannig að það er alls ekki undarlegt -- að báðir Assadarnir við völd.
--Hafa lent í fjölmennum uppreisnum.
--En víða er ekki munað eftir uppreisn sem faðir núverandi Assads, barði niður snemma á 9. áratugnum eftir að hafa barist við þá uppreisn í nærri því áratug.

  • Þannig að jafnvel þó maður ímyndaði sér að unnt væri að sameina landið aftur undir Assad.
    --Mundi líklega eðli stjórnarformsins, leiða til nýrrar uppreisnar í framtíðinni.

Hinn bóginn held ég virkilega að engin von sé til þess að Sýrland sameinist að nýju undir núverandi Assad! Jafnvel þó að Vesturlönd gersamlega hætti öllum afskiptum.
--Uppreisn no. 2 hafi í raun og veru gersamlega lagt samfélags uppbyggingu landsins í rúst - það verði ekki undið klukkunni til baka.

En hve mörg ár til viðbótar átök geta staðið -- veit enginn!

--En misskilningur margra er að utanaðkomandi aðilar hafi búið uppreisnina til --> Þegar sjálft stjórnarfyrirkomulagið sem verið hefur undir Assödunum, er fullkomlega nægileg skýring að ekki þarf að bæta við frekari skýringum.

Málið er að, skipulagt misréttis stjórnarform undir einræðis fyrirkomulagi, sé næstum fullkomin uppskrift að uppreisn!
--Þá er ég að meina, að slíkt stjórnarform leiði nær algerlega örugglega til blóðugrar uppreisnar! Einungis spurning um tíma!

  1. 2.-blóðugar uppreisnir á áratuga valdatíma Assadanna!
  2. Þannig að ég að sjálfsögðu fullkomlega hafna kenningunni um meintan stöðugleika þess einræðis fyrirkomulags sem hefur þar verið til staðar!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Þetta er löng grein sem er full af allskonar bollalengingum.

Það eru tvö atriði sem mig langar a tæpa aðeins á.

Þú segir að vandamálið sé að það sé erfitt að aðskilja moderate frá htyðjuverkamönnum og að Rússar séu af hagkvæmnisástæðum búnir að drepa flest alla sem eru moderate.

Þetta er mjög ánægjulegt að lesa af því þetta sýnir að Pentagon er að reyna að bakka út úr lyginni um Moderate uppreisnarmenn.

Nú þegar til alvörunnar kemur í kjölfar friðarsamninga og Bandaríkjamenn þurfa samkvæmt samningnum að aðskilja þessa ýmynduðu vini sína frá hryðjuverkamönnumm kemur babb í bátinn.

Það hafa aldrei verið neinir hófsamir hryðjuverkamenn í landinu.Þeir hófsömu voru bara kennitala sem var notuð til að moka vopnum til hryðjuverkamanna.

Þetta hafa allir hugsandi menn sem fylgjat með átökunum löngu gert sér ljóst.

Þegar svona er komið og það finnast engir hófsamir,hvað er þá annað til ráða en að segja bara að Rússar hafi drepið þá alla.

Lavrov er búinn að flengja þá sundur og saman út af þessu ,og málið verður sífellt vandræðalegra fyrir þá.

.

Árás Bandaríkjamanna á Sýrlenska herinn gæti hugsanlega verið liður í að sprengja samkomulagið í loft upp til að Pentagon geti leynt þessum staðreyndum.

Það eru 0% líkur að þessi árás hafi verið óviljaverk,hver sem tilgangurionn var.

.

Afskifti Rússa hafa alltaf beinst að einu atriði.

Að útrýma hriðjuverkamönnum og að reyna að búa svo um hnúta að Sýrland breytist ekki í aðra Libyu.Ekkert annaðþ

Rússar gera engann greinarmun á hryðjuverkamönnum eftir kennitölum ,og það fer ósegjanlega fyrir brjóstið á Bandaríjamönnum ,af því þeir hafa áratugum saman verið í einni sæng með þessu liði og eru búnir að fjárfesta óhemju í þessum mannskepnum.

.

Sem betur fer virðist vera að fjara undan stuðningi landa heims við þessar drápsherferðir Bandaríkjamanna ,en það verður að gerast með gát af því leiðtogar ríkja heims gera sér ljóst að minnsta andstaða við þessa glæpaklíku sem stjórnar Bandaríkjunum í dag ,getur kostað þá lífið og þjóðina þeirra endalausar hörmungar.

Ég er samt farinn að eygja von ,að réttlætið sigri að lokum.

Borgþór Jónsson, 19.9.2016 kl. 00:54

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alltaf má treysta því að þú trúir áróðri óvina NATO landa.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 19.9.2016 kl. 21:40

3 Smámynd: Borgþór Jónsson

Ég er ekkert sérstaklega á móti Nato,enda hefur NATO komið sér vel fyrir okkur Islendinga þegar við höfum lent í átökum við önnur ríki.

Við höfurm reyndar aldrei lent í átökum við nein ríki ,nema NATO ríki.

Það sem er athugavert er hvernig þessu batteríi er stjórnað.

NATO hefur í áraraðir verið stjórnað af Bandarískum harðlínumönnum og verið notað sem skálkaskjól fyrir ofbeldisverk þeirra um allan heim.

.

Þó að óhæfuverkin í Serbíu hafi ekki verið framin af NATO var NATO samt einskonar gæðastimpill fyrir stríðsglæpinn sem þar var framinn.

Það er alveg vitað í dag að loftárásir Bandaríkjamanna og eyðilegging landsins, kom í kjölfar gríðarlegrar lygaherferðar gegn Milosevic þar sem glæpaklíkan í innsta hring Bandaríkjanna fór hamförum ásamt öllum vestrænum fjölmiðlum til að skapa aðstæður fyrir komandi stríðsglæp.

Það voru aldrein nein fjöldamorð í Srebrenica. Þetta var enginn misskilningur eða skortur á upplýsingum.Þetta var einfaldlega lygi.

Milosevic var svo að lokum myrtur í fangelsi NATO til að það kæmist ekki upp um lygarnar í réttarhöldum.

Næsta stórafrek á þessu sviði var Irak.

Aftur stórfengleg lygaherferð sem endaði með stríðsglæp og morði á þjóðhöfðingja.

Lybia sama meðal þar sem endirinn varð morð á þjóðhöfðingja.

Núna stendur yfir samskonar aðgerð í Sýrlandi. Lygaherferð í fjölmiðlum (sarin gas ) og lokatakmarkið átti að verða morð á þjóðhöfðingja. Assad must go.

Samhliða þessu stendur svo yfir ófrægingarherfeð af áður óþekktri stærðargráðu gegn Rússlandi og Vladimir Putin

Lokatakmarkið þar er örugglega það sama ,morð á þjóðhöfðingja og upplausn landsins

Munstrið er alltaf hið sama.lygaheferð ,hernaðaríhlutun ,morð .

Og þú talar alltaf fyrir þessu eins og enginn sé morgundagurinn.

Þú ert örugglega ekki svo vitlaus að þú sjáir ekki munstrið,en þú virðist nálgast málið eins og áhangandi fótboltaliðs.

Þeir mótmæla alltaf ef liðið þeirra fær á sig vítaspyrnu ,alveg sama þó þeir sjái greinilega að það var víti.

En þetta er ekki fótboltaleikur ,og þegar við sjáum að forystumenn okkar eru farnir að fremja stórkostlega glæpi gegn mannkyni eigum við að hætta að styðja viðkomandi stjórnmálamenn og koma þeim undir lás og slá.

Borgþór Jónsson, 20.9.2016 kl. 10:03

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Eldri færslur

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 6
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 22
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband