25.8.2016 | 00:33
Noregur að setja upp mannhelda girðingu á landamærum við Rússland!
Mér finnst eiginlega stórmerkilegt að 5.500 sýrlenskir flóttamenn hafi ferðast í gegnum Rússland alla leið til landamæra Noregs við Rússland! Þar sem að þetta er virkilega ekki lítiðfjörlegt ferðalag! Síðan er ekki síður merkilegt, að ferðalag Sýrlendinganna - geti vart hafa farið fram án vitneskju eða vilja rússneskra stjórnvalda!
Norway Will Build a Fence at Its Arctic Border With Russia
Maður velti fyrir sér hvað Pútín gangi til að heimila þetta langa ferðalag Sýrlendinganna í gegnum Rússland!
- "The government says a new gate and a fence, about 660 feet long and 11 feet high and stretching from the Storskog border point..."
- "The fence will be built in the coming weeks, before winter frosts set in, to make it harder to slip into Norway via a forest."
- "Deputy Justice Minister Ove Vanebo defended the decision, calling the gate and fence responsible measures."
Eins og fram kemur í fréttinni - gerðist þetta 2015.
Engir Sýrlendingar hafi ferðast þessa leið í gegnum Rússland það sem af er þessu ári.
Þannig að ríkisstjórn Noregs er þá greinilega að loka á þennan möguleika!
Frekar en að hún sé að fást við einhverja - krísu sem sé bersýnilega viðvarandi.
Það sem þetta ef til vill segir okkur!
Að mögulegar ferðaleiðir flóttamanna séu ef til vill töluvert fleiri en margir halda. En við vitum að sumarið 2014 komu margir yfir Miðjarðarhaf yfir til Ítalíu frá Lýbýu.
2015, var megin straumurinn í gegnum Tyrkland síðan yfir Eyjahaf til Grikklands.
- Þó 5.500 sé einungis brotabrot af heildarstraumnum 2015.
Þá sýni þetta ef til vill okkur - að flóttamenn geti farið lengri leiðir, ef auðveldum fljótfærari leiðum er lokað.
En þ.e. t.d. alveg tæknilega mögulegt fyrir þá, að fara yfir Miðjarðarhaf þar sem hafið mjókkar móts við Spán.
Auðvitað að auki, geta flóttamenn siglt frá Tyrklandi út á Svartahaf -- síðan leitað til lands t.d. í Rúmeníu eða Búlgaríu.
- Menn mega ekki halda að það eitt að loka landamærum norðan við Grikkland -- augljóslega loki á alla möguleika flóttamanna til Evrópu.
Niðurstaða
Flóttaleið alla leið Norður til Noregs í gegnum Rússland virðist manni við fyrstu sýn svo afskaplega ólíkleg. En samt komu 5.500 flóttamenn þá leið til Noregs 2015. Sem eins og ég benti á, geti vart annað verið en að rússnesk stjórnvöld hafi vitað af.
Þetta sýni ef til vill fram á, að flóttamenn muni leita nýrra leiða til Evrópu - þegar leitast verði við að loka þeim leiðum sem einna mest hafa verið notaðar fram að þessu.
Örugglega til nokkrar auðveldari leiðir, en langa leiðin til Noregs í gegnum Rússland.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Já, mjög athyglisvert, Einar Björn. Vökull ertu.
Jón Valur Jensson, 25.8.2016 kl. 01:54
5500 flóttamenn eru ekki margt fólk.
Eftir því sem ég hef lesið er þetta mest fólk sem er á ferðamannapassa í Rússlandi en hefur ákveðið að flýja til Noregs frekar en að snúa heim aftur.
Meðan þau eru í Rússlandi eru þau því ferðamenn en ekki flóttamenn.
Að sjálfsögðu vissi Putin af þessu og það kom til nokkurra deilna milli landanna af þessu tilefni.
Putin er hinsvegar alveg sama hvert fólkið fer,það eina sem skiftir hann máli er að það fari að lögum og yfirgefi landið.
Það er ekki í verkahring Rússneskra yfirvalda að skifta sér af hvert fólk fer.
Borgþór Jónsson, 31.8.2016 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning