Þessi staðfesta tilvitnun í Trump kom fram fyrir nokkru, og er hluti af þeim umdeilda sarpi sem komið hefur frá Trump.
In a March interview with Bloomberg Politics, for example,Trump was asked whether he would rule out using tactical nuclear weapons against the self-described Islamic State, also known as ISIS. He replied, Im never going to rule anything out I wouldnt want to say. Even if I wasnt, I wouldnt want to tell you that because at a minimum, I want them to think maybe we would use them.
Fyrsta vandamálið er auðvitað - getur slík fæling yfirhöfuð virkað?
Bandaríkin beittu þeirri stefnu í Kalda-stríðinu gagnvart Sovétríkjunum og Varsjárbandalaginu, að viðhalda óvissu um það með hvaða hætti Bandaríkin mundu bregðast við hernaðarárás frá Varsjárbandalagsríkjum.
Tilgangurinn var auðvitað sá -- að fæla Sovétríkin og Varsjárbandalagsríki; frá því að halda að nokkurt form af hernaðarárás á NATO ríki - væri aðgerð sem óhætt væri að grípa til.
- Vandamál við fælingu er það, að hún virkar einungis - ef mótaðilinn er með nægilega sterka rökhugsun.
- Síðan er það einnig nauðsynlegt -- að kjarnorkuárás sé skaðleg fyrir hagsmuni þess sem á í hlut.
--En það má færa ágæt rök fyrir því - að t.d. bandar. kjanorkuárás á Raqqa --> Mundi styrkja ISIS frekar en að slík árás mundi veikja þau samtök.
Málið er að ég held, að ef Trump væri forseti og lísti yfir þessari stefnu --> Mundi ISIS gera allt sem þau samtök gætu, til að mana Trump einmitt til slíks!
- En kjarnorkuárás á Raqqa, mundi stórkostlega skaða hagsmuni Bandaríkjanna sjálfra út um heim -- en meðan að Varsjárbandalagið var með á hátindinum 18 milljón manna her, er raunverulega gat lagt alla Evrópu undir sig.
--Þá er fjöldi hermanna ISIS í örfáum tugum þúsunda!
M.ö.o. hættan af ISIS augljóslega -- réttlætir ekki slíka aðgerð.
Þannig að slík árás, mundi stórkostlega skaða orðstír Bandaríkjanna út um heim.
Og auðvitað NATO landa einnig. - ISIS er í raun og veru fullkomlega sama um íbúa Raqqa!
--Nú, ef þeir mundu brenna í kjarnorku-eldi.
Þá mundi ISIS einfaldlega líta á það sem -- tækifæri til að styrkja stöðu sína innan Mið-austurlanda.
En það getur enginn vafi verið um, að stórfengleg reiðibylgja mundi ganga í gegnum Mið-austurlönd, og Múslimalönd almennt. Ef slík árás væri framkvæmd, er mundi aldrei drepa færri en tugi þúsunda -- auk þess skv. reynslunni frá Hiroshima og Nagasaki, valda geislaveiki í eftirlifendum - næstu kynslóðir á eftir.--Þannig að það getur vart nokkur maður efast um, að ISIS mundi í kjölfarið styrkja stöðu sína innan Mið-austurlanda, vegna þess aukna stuðnings sem samtökin mundu öðlast meðal íbúa Mið-austurlanda.
Þannig að þessi fælingarhugmynd Trump er fullkomlega ónýt!
Vegna þess, að það mundi hjálpa ISIS stórfenglega ef slík árás færi fram.
Þannig að þvert á að skapa fælingu -- mundi slík yfirlýsing frekar hvetja ISIS til dáða.
- Síðan mundi slík framsetning -- einnig skaða hagsmuni Bandaríkjanna!
- Vegna þess, að í henni mundi felast -- útvíkkun Bandaríkjanna á þeim tilvikum sem koma til greina; að verði svarað með kjarnorkuárás.
- En ef Bandaríkin mundu tjá heiminum -- að kjarnorkurás komi til greina sem andsvar við hryðjuverkaárás.
- Sem mundi einnig fela í sér þá yfirlýsingu Bandaríkjanna - að það virkilega komi til greina, að drepa tugi þúsunda í staðinn -- fyrir t.d. hryðjuverkaárás er mundi drepa nokkur hundruð.
Þá mundi það magna stórfenglega ótta landa sem hafa staðið í deilum við Bandaríkin.
T.d. Írans!
- Slík stefna, með því að efla svo um munar ótta þjóða sem telja það hugsanlegt að reiði Bandaríkjanna beinist að þeim í framtíðinni; mundi sennilega leiða til þess að þær þjóðir bregðist við með þeim hætti.
- Að:
A)Útvega sér kjarnorkuvopn, ef þau eiga ekki slík vopn þegar. En Bandaríkin hafa hingað til aldrei ráðist á land sem ræður yfir kjarnorkuvopnum.
B)Ef þau ráða yfir kjarnorkuvopnum, að fjölga þeim -- til að draga úr líkum þess að svokölluð 1-árás geti heppnast.
C)Ekki síst, hvatt þau til þess, að tryggja sem mest öryggi sinna vopna -- og auðvitað byggja kjarnorkubyrgi fyrir mikilvæga þætti varna.
___________________
Ég er að segja m.ö.o. að slík stefnu-yfirlýsing!
Gæti haft mikil áhrif til þeirrar áttar, að stuðla að frekari útbreiðslu kjarnavopna, ásamt því að stuðla að fjölgun þeirra.
Og einnig mundi líklega auka verulega líkur á því að núverandi upphleðsla spennu í heiminum leiði til -- nýs Kalds stríðs.
Niðurstaða
Með öðrum orðum er ég að segja, að hugmynd Trumps um að taka upp þá stefnu að lísa yfir óvissu ástandi um það hvort Bandaríkin mundu bregðast við ógnunum eða árásum frá ISIS með kjarnorkuárás --> Sé með endemum heimskuleg!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 10:49 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 8
- Sl. sólarhring: 8
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856018
Annað
- Innlit í dag: 8
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 8
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ertu sérfræðingur í málum Trumps,eða bara gaman að gefa honum utanundir af því hann tekur hinum fram?...Og það dag eftir dag--
Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2016 kl. 03:11
Ég er sammála því Einar, að Trump verði hættulegur sem forseti. Ofan á óútreiknanlegan hugsunarháttinn bætist hvatvísi af stærri gerðinni. Það er hættuleg blanda.
Sú kennd hefur löngum loðað við íslenskra íhaldsmenn Helga, að vilja vera "amerískari" en kanarnir sjálfir. Það er því í stíl við annað að hægri menn á Íslandi dýrki þennan asna á sama tíma og ameríska íhaldið reynir hvað það getur að þvo hendur sínar af honum.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.8.2016 kl. 06:37
Fyrsta vandamálið væri að koma þessari hugmynd gegnum þingið.
Það virðist vera í gangi víða sú hugmynd að forsetaembætti bandaríkjanna veiti eitthvert alræðisvald. Svo er ekki.
Næsta vandamál væri kostnaður. Hvernig ætla menn að réttlæta beitingu multimilljón dollara sprengju á mannskap sem er varla vélbyssuskota virði?
ISIS er söfnuður sem ætti erfitt með að díla við random hóp dreginn með valdi úr Kringlunni, vopnaðan haglabyssum, hvað þá her með einhvera rudimentary þjálfun.
Sjáið bara hvernig þeim gengur með Kúrda. Peshmerga er það merkilegasta sem þeir lenda í, sem eru gaurar sem eru ámóta merkilegir og FARC, sem eru gjörsamlega useless.
Hún fer saman, þessi alræðishugmynd manna um US prez, og að halda að ISIS séu einhverjir ósigrandi stríðsmenn sem rational maður léti sér detta í hug að sóa fokdýrri atómbombu á.
Dularfullar hugmyndir sem fólk hefur. Veit ekki hvernig mönnum dettur svona í hug.
Ásgrímur Hartmannsson, 5.8.2016 kl. 08:08
Og þú, telur náttúrulega "Fallujah" vera til fyrirmyndar? Eða telur að 30 ára stríð hefur ekki skapað vandamál, dauðsföll, sýkingar og annað?
Þú ert kanski svo "vitgrannur" að þú hefur ekki einu sinni athugað þessi mál til hlítar.
Þetta stríð í mið-austurlöndum hefur kostað fleiri mannslíf, fleiri sjúkdóma og stærri óhugnað en ef kjarnorkuvopn hefði verið notað. Og þá styðst maður við "Nagasaki" og "Hiroshima". Þú ert kanski einn af þeim, sem bara les "popular mumbo jumbo" um ragnarök af hálfu kjarnavopna, og engan "raunverulega" þekkingu. Þessa þekkingu ættir þú að sækja heim, hjá bandaríska hernum sem stóð að öllum umsvifum í kringum afleiðingar Nagasaki og Hiroshima. Niðurstaða þeirra er, kjarnorkuvopn eru nothæf vopn. Enda lifðu margir til yfir 80 ára aldurs, sem voru í miðri sprengingunni.
Ástæðan fyrir umræðunni, er sú ... að afleiðingar notkunar kjarnorkuvopna á Nagasaki og Hiroshima, kom í veg fyrir áralanga styrjöld ... því afleiðingar innrása bandaríkjahers á Japan, hefði orðið margfalt verri ... margfalt, en afleiðingar 10 kjarnorkusprengna.
Kjarnorkuvopn, eru fyrst og fremst "sálræn" áhrif ... til dæmis, eins og þú ... þú hefur ekki einu séð eina, en ert skít hræddur við hana. Svo hræddur, að þú ferð ekki einu sinni og lest um hana ... trúir bara hernaðaráróðri í bíomyndum, eins og nýrri lummu.
Ætli það sé ekki skárra, að láta nokkrar vetnissprengjur falla ... en að allur hinn vestræni heimur, endi í logum af völdum þessa.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 5.8.2016 kl. 08:16
Bjarne, afar ósennilegt að kjarnorkuárásin á Japan hafi verið hvað sannfærði Japana um að gefast upp; mun sennilegra að innrás Sovétríkjanna í Mansjúríu - yfirvofandi innrás þeirra í Japan, hafi verið það sem knúði Japan til uppgjafar.
--Svo er afar ósennilegt að það hefði þau áhrif á hryðjuverka-öfl að sannfæra þau um að hætta átökum við Vesturlönd, að drepa tugi þúsunda manna með kjarnorkuárásum.
--Til viðbótar að auki, er ólíklegt að slík árás veikti slík öfl -- þvert á móti mun líklegar að slík árás hefði þveröfug áhrif, að fjölga fylgismönnum slíkra vopnaðra sveita - með því að fjölga fylgismönnum á öðrum svæðum innan Mið-austurlanda.
--Ekki má gleyma því heldur, að kjarnorkuárás af svo litlu tilefni sem svar við hryðjuverkaárásum, mundi auka mjög ótta annarra landa við Bandaríkin - - þar með hvetja til frekari útbreiðslu kjarnavopna, og auka möguleika á kjarnorkustríði - því ótti við svokallaða 1-árás mundi magnast í kjölfarið; ef Bandaríkin hæfu kjarnorkuárásir á íbúa Mið-austurlanda, af svo litlum tilefnum sem að svara hryðjuverkaárásum.
-------------
Algerlega snargalin hugmynd - fullkomlega geggjuð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 5.8.2016 kl. 10:41
Ég hef meiri áhyggjur af kjarnorkuvopnum á vegum NATÓ í Tyrklandi - ásamt meintu "stofufangelsi" NATÓ starfsmanna þar en blaðri Trumps heima fyrir. NATÓ er íslendingum ekki óviðkomandi!
Kolbrún Hilmars, 5.8.2016 kl. 15:11
Láttu ekki svona Axel,man ekkert eftir neinu meira heillandi en jazzinum þeirra.
Helga Kristjánsdóttir, 5.8.2016 kl. 23:31
Sveitti bóndinn - Ég reikna með því að það hafi verið meint í kaldhæðni.
Einar Björn Bjarnason, 6.8.2016 kl. 01:45
Kolbrún, ég kannast ekki við að starfsm. NATO þar séu í stofufangelsi, eða að kjarnavopnin þar séu augljóslega í hættu.
En Erdogan þarf á NATO aðildinni að halda, ekki síður en að NATO þarf á Tyrklandi.
Það eru takmörk fyrir því hvað Erdogan getur gert, síðan væri ekkert gagn fyrir hann að taka sprengjurnar, án þess að -- geta mögulega sprengt þær.
En Kanar eru vart þau fífl, að skilja aðgang að þeim lyklum sem þarf til að virkja þær - á glámbekk.
Án þess að unnt sé að sprengja þær, eru þær vita gagnslausar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 6.8.2016 kl. 01:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning