27.7.2016 | 04:38
Mikilmennskubrjálæði Trumps - gæti leitt fram töluverða einangrun Bandaríkjanna, ásamt hnignun heimsvalda þeirra
En Trump og fylgismenn virðast hafa þá hugmynd að Bandaríkin séu sjálfur miðpunktur heimsins, að þau geti -hvorki meira né minna- en skipað heiminum fyrir verkum, sett heiminum skilyrði.
Þegar kemur að bandamönnum Bandaríkjanna, virðist Trump hafa þá hugmynd, að Bandaríkin geti krafist -- skatts af þeim, auk þess að hann virðist hafa þá hugmynd, að þau mundu sætta sig við þvingað viðskiptakerfi Merkantílískt í eðli sínu er hannað væri til þess að Bandaríkin eingöngu græði.
En ég bendi ykkur á að lesa mjög áhugavert viðtal við Trump: Donald Trump on NATO, Turkeys Coup Attempt and the World -- þ.s. hann ítrekað tönnslast á orðalaginu "hvað höfum við upp úr þessu" -- það virðist miðpunktur hans nálgunar; að Bandaríkin eigi einungis að starfa með ríkjum - sem geta greitt Bandaríkjunum allan kostnaðinn sem hugsanlega á fellur ef Bandaríkin taka þátt í þeirra vörnum, og síðan eigi viðskiptafyrirkomulag það sem Bandaríkin búa við gagnvart þeim - að fela í sér nettó gróða Bandar.
- Á tímum Kalda-stríðsins, viðhöfðu svokölluð Sovétríki, stýrt og lokað viðskiptakerfi við svokölluð bandalagsríki -- sem stjórnað var gersamlega af miðstjórnarvaldi Sovétríkjanna.
- Þetta virðist eiginlega vera --> Hugmynd Trumps.
--Einhvers konar COMECON fyrirkomulag, þ.s. með sambærilegum hætti færi fram nákvæmlega stýrð verslun, með nákvæmlega stýrðum skiptum á gæðum.
- Merkilegt að hugsa til þess - að viðskiptamaðurinn Trump sé sennilega að leita til Sovétríkjanna sálugu.
______Og bandalagsríki Sovétríkjanna, voru - í raun og veru, ófrjáls leppríki.
- En einhvern veginn, virðist Trump og fylgismenn, halda að það sama eigi við um bandalagsríki Bandaríkjanna -- að þau séu í reynd, ófrjáls leppríki.
Þess vegna geti hann, Trump, sett þeim stólinn fyrir dyrnar.
Skipað þeim fyrir verkum -- og ef hann sé nægilega ákveðinn, fái hann sitt fram.
- Svo virðist hann raunverulega halda, að hann geti beitt Kína einhverju svipuðu, þ.s. Kína sé svo háð Bandar.markaði.
- Þ.e. hann geti umpólað viðskiptum Kína við Bandaríkin -- eða hann mundi væntanlega hóta einhliða tollamúrum.
--Að auki hótar hann að taka Bandaríkin út úr Heims-viðskiptastofnuninni, en einhliða tolla aðgerðir af því tagi sem hann talar um, eru brot á reglum "WTO."
Ef hann lætur verða af þessu -- þ.e. setur einhliða háa tollamúra; eftir að ég reikna fastlega með -- að kröfum hans verði algerlega hafnað!
Þá á að sjálfsögðu eftir að verða mjög harkalegt samskiptarof milli hvort tveggja í senn - bandalagsríkja Bandaríkjanna, og annarra landa svo sem Kína - sem einhliða tollamúrar Trumps muni einnig bitna á.
- Það getur mjög vel svo farið -- ef Bandaríkin undir stjórn Trumps, setja á einhliða tollamúra -- sem án vafa orsaka heimskreppu.
- Sem líklega veldur því að upp rís mjög sterk óánægjubylgja í fjölmörgum mikilvægum ríkjum heims - gagnvart Bandaríkjunum -- -- þegar bylgja atvinnuleysis hellist yfir.
--Sú bylgja hellist einnig yfir í Bandar. sem ekki geta sloppið við þær kreppuafleiðingar heldur.--
--Þá er sennilegt að upp rísi óánægjubylgja innan bandar. samfélags gegn Trump.-- - Að helstu viðskiptaríki heims, fyrir utan Bandaríkin -- leitist við að halda eins miklu af núverandi heimsviðskiptakerfi gangandi, og framast er mögulegt - án beinnar þátttöku Bandaríkjanna.
- M.ö.o. að leitast verði við, að einangra --> Bandaríki Trumps.
- Það áhugaverða við þá sviðsmynd --> Að ef við gerum ráð fyrir að öðrum löndum takist þessi aðlögun, að eiga viðskipti sín á milli - án þátttöku Bandaríkjanna.
- Þá er sennileg afleiðing --> Að stefna Trumps valdi því, að Bandaríkin -- hreinlega tapa þeim miklu áhrifum innan viðskiptakerfis heimsins, sem þau hafa haft undanfarna áratugi.
- M.ö.o. að ófyrirséð afleiðing -frá sjónarhóli fylgismanna Trump og hans sjálfs- sé að í stað þess að styrkja valdastöðu Bandaríkjanna --> Þá leiði sú stefna að setja heiminum stólinn fyrir dyrnar, til -- stórfelldrar veikingar áhrifa Bandaríkjanna, innan heims kerfisins.
Ef við gerum ráð fyrir að þær ályktanir séu réttar!
Þá virðist sennileg afleiðing verða -- mikil valdatilfærsla frá Vesturlöndum til - einkum Kína, en einnig nokkru leiti til Indlands og einhverju leiti til Rússlands!
En -> Ef Bandaríkin, leitast við að einangra sig, segja sig frá viðskiptakerfi heimsins - sem þau sjálf bjuggu til.
Og önnur lönd, þ.e. Kína - Asíulönd - Evrópa - Suður-Ameríka - Afríka o.flr. --> Ákveða að einfaldlega halda kerfinu í gangi!
- Þá rökrétt er það Kína -- sem verður megin þungamiðja viðskiptakerfisins, í stað Bandaríkjanna.
- Völdin yfir því, og stjórn á því reglukerfi sem þar er að finna -- flytjast þá stórum hluta þangað.
___________Þetta gæti leitt til þess, að loksins hverfi heimurinn frá því dollarakerfi sem verið hefur -- en meðan að Bandaríkin hafa enn ráðið mestu innan heims-viðskiptakerfisins, hafa þau getað varið stöðu dollarsins.
En, ef Trump segir Bandaríkin frá heims-viðskiptakerfinu, þá hverfur einnig sú aðstaða sem Bandaríkin hafa fram að þessu haft - þar innan, til að verja stöðugt stöðu síns gjaldmiðils.
- Kína mun örugglega nota tækifærið -- til að setja sinn gjaldmiðil í hásætið.
Renminbið -- verður kannski ekki alveg eins óskorað og Dollarinn hefur verið!
En evran er þarna til staðar áfram - svo jenið.
--En renminbi í kjölfarið gæti sókt gríðarlega hratt á!
Og fjöldi landa tekið það upp í viðskiptum sín á milli - í stað dollars viðskipta.
- Það gæti orðið ein megin afleiðing helstefnu Trumps.
- Að binda endi á veldi dollarsins --> Og völd Bandaríkjanna yfir heims-viðskiptum.
___Ég skal ekki segja að Bandaríkin verði einhver N-Kórea, en eins og sagt er á ensku "they won't prosper under Trump."
Niðurstaða
Margir hafa spáð yfirvofandi hruni veldis dollarsins, en allar spár um slíkt fram að þessu hafa ekki reynst á rökum reistar. En yfirgengilega heimskuleg stefna Trumps -- gæti einmitt haft þær afleiðingar - að binda endi á veldi dollarsins.
--Að auki gæti önnur megin afleiðing orðið sú, að Bandaríkin glati þeim miklu áhrifum innan heims viðskiptakerfisins - sem þau hafa fram að þessu haft, þ.e. ef Trump lætur virkilega verða af því, að segja sig úr því --> Þá rökrétt glata Bandar. samstundir stjórninni yfir því.
En vandi við mikilmennskubrjálæði Trumps - er, hann "eins og George Bush gerði á sínum tíma" stórfellt ofmetur raunverulega getu Bandaríkjanna; til að ráða yfir öllum hinum.
- Ef Kína spilar í kjölfarið sig með snjöllum hætti --> Þ.e. gætir þess að ofmeta sína stöðu ekki --> Þá gæti Kína grætt mjög marga bandamenn sem Kína hefur fram að þessu ekki haft --> Í kjölfar þeirrar óánægjubylgju er mundi hefjast, ef Trump veldur heimskreppu.
Samtímis, ef Kína gætir að sér, gætir þess að notfæra sér ekki með of harkalegum hætti sína stöðu --> Þá er það vel hugsanlegt, að meðan að samskipti Bandaríkjanna mundu sennilega kulna mjög mikið við sína Bandamenn, og Evrópu.
--> Þá samtímis batni samskipti Kína við sömu lönd, verulega!
Ef Kína spilar sína stöðu af skynsemi, gæti Kína grætt mikla valdastöðu!
--Án umtalsverðrar andstöðu!
En þ.e. lykillinn, að Kína mundi einnig þurfa að gæta sín á --> Stöðu-ofmati.
_________
Ef Rússlands Pútíns --> Mundi spila sig með varfærni, þ.e. forðast þá mögulegu og huganlegu útkomu, að -- hefja átök við Evrópu - eða NATO lönd án Bandaríkjanna!
Þá gæti Rússland auðveldlega náð fram, endi bann aðgerða gegn Rússlandi.
Og raun samþykki Evrópu á því, að Rússland hafi -- áhrifasvæði innan Evrópu.
--T.d. Úkraínu og lönd er áður voru innan landamæra Sovétríkjanna.
- Ef Pútín mundi gæta sín á --> Stöðu ofmati, gæti hann grætt veruleg aukin áhrif Rússlands, samtímis og stórfellt stöðu ofmat Trumps --> Mundi valda verulega miklum samdrætti raunverulega áhrifa og valda Bandaríkjanna.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning