27.7.2016 | 04:38
Mikilmennskubrjálæði Trumps - gæti leitt fram töluverða einangrun Bandaríkjanna, ásamt hnignun heimsvalda þeirra
En Trump og fylgismenn virðast hafa þá hugmynd að Bandaríkin séu sjálfur miðpunktur heimsins, að þau geti -hvorki meira né minna- en skipað heiminum fyrir verkum, sett heiminum skilyrði.
Þegar kemur að bandamönnum Bandaríkjanna, virðist Trump hafa þá hugmynd, að Bandaríkin geti krafist -- skatts af þeim, auk þess að hann virðist hafa þá hugmynd, að þau mundu sætta sig við þvingað viðskiptakerfi Merkantílískt í eðli sínu er hannað væri til þess að Bandaríkin eingöngu græði.
En ég bendi ykkur á að lesa mjög áhugavert viðtal við Trump: Donald Trump on NATO, Turkeys Coup Attempt and the World -- þ.s. hann ítrekað tönnslast á orðalaginu "hvað höfum við upp úr þessu" -- það virðist miðpunktur hans nálgunar; að Bandaríkin eigi einungis að starfa með ríkjum - sem geta greitt Bandaríkjunum allan kostnaðinn sem hugsanlega á fellur ef Bandaríkin taka þátt í þeirra vörnum, og síðan eigi viðskiptafyrirkomulag það sem Bandaríkin búa við gagnvart þeim - að fela í sér nettó gróða Bandar.
- Á tímum Kalda-stríðsins, viðhöfðu svokölluð Sovétríki, stýrt og lokað viðskiptakerfi við svokölluð bandalagsríki -- sem stjórnað var gersamlega af miðstjórnarvaldi Sovétríkjanna.
- Þetta virðist eiginlega vera --> Hugmynd Trumps.
--Einhvers konar COMECON fyrirkomulag, þ.s. með sambærilegum hætti færi fram nákvæmlega stýrð verslun, með nákvæmlega stýrðum skiptum á gæðum.
- Merkilegt að hugsa til þess - að viðskiptamaðurinn Trump sé sennilega að leita til Sovétríkjanna sálugu.
______Og bandalagsríki Sovétríkjanna, voru - í raun og veru, ófrjáls leppríki.
- En einhvern veginn, virðist Trump og fylgismenn, halda að það sama eigi við um bandalagsríki Bandaríkjanna -- að þau séu í reynd, ófrjáls leppríki.
Þess vegna geti hann, Trump, sett þeim stólinn fyrir dyrnar.
Skipað þeim fyrir verkum -- og ef hann sé nægilega ákveðinn, fái hann sitt fram.
- Svo virðist hann raunverulega halda, að hann geti beitt Kína einhverju svipuðu, þ.s. Kína sé svo háð Bandar.markaði.
- Þ.e. hann geti umpólað viðskiptum Kína við Bandaríkin -- eða hann mundi væntanlega hóta einhliða tollamúrum.
--Að auki hótar hann að taka Bandaríkin út úr Heims-viðskiptastofnuninni, en einhliða tolla aðgerðir af því tagi sem hann talar um, eru brot á reglum "WTO."
Ef hann lætur verða af þessu -- þ.e. setur einhliða háa tollamúra; eftir að ég reikna fastlega með -- að kröfum hans verði algerlega hafnað!
Þá á að sjálfsögðu eftir að verða mjög harkalegt samskiptarof milli hvort tveggja í senn - bandalagsríkja Bandaríkjanna, og annarra landa svo sem Kína - sem einhliða tollamúrar Trumps muni einnig bitna á.
- Það getur mjög vel svo farið -- ef Bandaríkin undir stjórn Trumps, setja á einhliða tollamúra -- sem án vafa orsaka heimskreppu.
- Sem líklega veldur því að upp rís mjög sterk óánægjubylgja í fjölmörgum mikilvægum ríkjum heims - gagnvart Bandaríkjunum -- -- þegar bylgja atvinnuleysis hellist yfir.
--Sú bylgja hellist einnig yfir í Bandar. sem ekki geta sloppið við þær kreppuafleiðingar heldur.--
--Þá er sennilegt að upp rísi óánægjubylgja innan bandar. samfélags gegn Trump.-- - Að helstu viðskiptaríki heims, fyrir utan Bandaríkin -- leitist við að halda eins miklu af núverandi heimsviðskiptakerfi gangandi, og framast er mögulegt - án beinnar þátttöku Bandaríkjanna.
- M.ö.o. að leitast verði við, að einangra --> Bandaríki Trumps.
- Það áhugaverða við þá sviðsmynd --> Að ef við gerum ráð fyrir að öðrum löndum takist þessi aðlögun, að eiga viðskipti sín á milli - án þátttöku Bandaríkjanna.
- Þá er sennileg afleiðing --> Að stefna Trumps valdi því, að Bandaríkin -- hreinlega tapa þeim miklu áhrifum innan viðskiptakerfis heimsins, sem þau hafa haft undanfarna áratugi.
- M.ö.o. að ófyrirséð afleiðing -frá sjónarhóli fylgismanna Trump og hans sjálfs- sé að í stað þess að styrkja valdastöðu Bandaríkjanna --> Þá leiði sú stefna að setja heiminum stólinn fyrir dyrnar, til -- stórfelldrar veikingar áhrifa Bandaríkjanna, innan heims kerfisins.
Ef við gerum ráð fyrir að þær ályktanir séu réttar!
Þá virðist sennileg afleiðing verða -- mikil valdatilfærsla frá Vesturlöndum til - einkum Kína, en einnig nokkru leiti til Indlands og einhverju leiti til Rússlands!
En -> Ef Bandaríkin, leitast við að einangra sig, segja sig frá viðskiptakerfi heimsins - sem þau sjálf bjuggu til.
Og önnur lönd, þ.e. Kína - Asíulönd - Evrópa - Suður-Ameríka - Afríka o.flr. --> Ákveða að einfaldlega halda kerfinu í gangi!
- Þá rökrétt er það Kína -- sem verður megin þungamiðja viðskiptakerfisins, í stað Bandaríkjanna.
- Völdin yfir því, og stjórn á því reglukerfi sem þar er að finna -- flytjast þá stórum hluta þangað.
___________Þetta gæti leitt til þess, að loksins hverfi heimurinn frá því dollarakerfi sem verið hefur -- en meðan að Bandaríkin hafa enn ráðið mestu innan heims-viðskiptakerfisins, hafa þau getað varið stöðu dollarsins.
En, ef Trump segir Bandaríkin frá heims-viðskiptakerfinu, þá hverfur einnig sú aðstaða sem Bandaríkin hafa fram að þessu haft - þar innan, til að verja stöðugt stöðu síns gjaldmiðils.
- Kína mun örugglega nota tækifærið -- til að setja sinn gjaldmiðil í hásætið.
Renminbið -- verður kannski ekki alveg eins óskorað og Dollarinn hefur verið!
En evran er þarna til staðar áfram - svo jenið.
--En renminbi í kjölfarið gæti sókt gríðarlega hratt á!
Og fjöldi landa tekið það upp í viðskiptum sín á milli - í stað dollars viðskipta.
- Það gæti orðið ein megin afleiðing helstefnu Trumps.
- Að binda endi á veldi dollarsins --> Og völd Bandaríkjanna yfir heims-viðskiptum.
___Ég skal ekki segja að Bandaríkin verði einhver N-Kórea, en eins og sagt er á ensku "they won't prosper under Trump."
Niðurstaða
Margir hafa spáð yfirvofandi hruni veldis dollarsins, en allar spár um slíkt fram að þessu hafa ekki reynst á rökum reistar. En yfirgengilega heimskuleg stefna Trumps -- gæti einmitt haft þær afleiðingar - að binda endi á veldi dollarsins.
--Að auki gæti önnur megin afleiðing orðið sú, að Bandaríkin glati þeim miklu áhrifum innan heims viðskiptakerfisins - sem þau hafa fram að þessu haft, þ.e. ef Trump lætur virkilega verða af því, að segja sig úr því --> Þá rökrétt glata Bandar. samstundir stjórninni yfir því.
En vandi við mikilmennskubrjálæði Trumps - er, hann "eins og George Bush gerði á sínum tíma" stórfellt ofmetur raunverulega getu Bandaríkjanna; til að ráða yfir öllum hinum.
- Ef Kína spilar í kjölfarið sig með snjöllum hætti --> Þ.e. gætir þess að ofmeta sína stöðu ekki --> Þá gæti Kína grætt mjög marga bandamenn sem Kína hefur fram að þessu ekki haft --> Í kjölfar þeirrar óánægjubylgju er mundi hefjast, ef Trump veldur heimskreppu.
Samtímis, ef Kína gætir að sér, gætir þess að notfæra sér ekki með of harkalegum hætti sína stöðu --> Þá er það vel hugsanlegt, að meðan að samskipti Bandaríkjanna mundu sennilega kulna mjög mikið við sína Bandamenn, og Evrópu.
--> Þá samtímis batni samskipti Kína við sömu lönd, verulega!
Ef Kína spilar sína stöðu af skynsemi, gæti Kína grætt mikla valdastöðu!
--Án umtalsverðrar andstöðu!
En þ.e. lykillinn, að Kína mundi einnig þurfa að gæta sín á --> Stöðu-ofmati.
_________
Ef Rússlands Pútíns --> Mundi spila sig með varfærni, þ.e. forðast þá mögulegu og huganlegu útkomu, að -- hefja átök við Evrópu - eða NATO lönd án Bandaríkjanna!
Þá gæti Rússland auðveldlega náð fram, endi bann aðgerða gegn Rússlandi.
Og raun samþykki Evrópu á því, að Rússland hafi -- áhrifasvæði innan Evrópu.
--T.d. Úkraínu og lönd er áður voru innan landamæra Sovétríkjanna.
- Ef Pútín mundi gæta sín á --> Stöðu ofmati, gæti hann grætt veruleg aukin áhrif Rússlands, samtímis og stórfellt stöðu ofmat Trumps --> Mundi valda verulega miklum samdrætti raunverulega áhrifa og valda Bandaríkjanna.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 22:42 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
- Ég er eindregið þeirrar skoðunar - Ísrael geti ekki unnið str...
- Trump, hefur viðurkennt að geta ekki greitt - 464 milljón dol...
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 6
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 35
- Frá upphafi: 856024
Annað
- Innlit í dag: 4
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 4
- IP-tölur í dag: 4
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning