Hver smyglar olíu fyrir ISIS - og hvar endar hún?

Það áhugaverða er - ef marka má það sem -googl- hefur skilað, þá virðist mikið af olíusölu ISIS - flæða um olíusölukerfi heimastjórnarinnar í íraska Kúrdistan.
Einnig smygli margvíslegar mafíur á svæðinu - olíu fyrir ISIS.

  1. Ástæða þess að mikið af þessari olíu virðist -- eiga leið í gegnum Tyrkland.
  2. Virðist að henni sé smyglað -- saman við olíu sem heimastjórn Kúrda hefur fengið heimild tyrkenskra stjórnvalda til að dæla í gegnum olíuleiðslu sem liggur til Ceyhan í Tyrklandi, þar sem er olíuútflutningshöfn.

En sú leiðsla virðist hafa marga punka - þar sem unnt er að setja olíu inn á.
Menn mæta á vörubílum, hafa annað af tvennu þegar samkomulag við þá sem taka við henni eða mútur eru greiddar - svo blandað við olíu frá svæðum Kúrda.

  • Sennilega endar ISIS olía einnig innan Tyrklands, í gegnum aðrar smygleiðir -- undir stjórn svæðisbundinna mafía.
  • Einnig virðist magni olíu smyglað í gegnum Jórdaníu.

Smyglararnir gjarnan hiti upp olíuna - og blandi við aðra, til að fela upprunann.

-------Svo þarf að hafa í huga, að mikið af olíu er notuð á svæðum ISIS, af ca. 8 milljón heildaríbúafj. undir stjórn ISIS, og ISIS liðum sjálfum.

Svo auðvitað, er svartamarkaðs olía á boðstólum í Sýrlandi sjálfu.
__Selt vel undir markaðsverði!

Raqqa's Rockefellers

Þessi grein heldur því fram, að mikið af olíunni -- sem staldrar við í Ceyhan endi í Ísrael fyrir rest.

Israel buys most oil smuggled from ISIS territory - report

Þarna er endurtekin ásökun að miki af ISIS olíu endi í Ísrael --> Vegna þess að Ísraelar kaupi mikið af olíu, sem heimastjórn Kúrda í Írak, selur í gegnum Tyrkland.

12,000 Oil Smuggling Trucks Photographed Crossing Into Turkey From Iraq

Áhugaverð ásökun - - leyfi henni að fljóta með, að íraskir Kúrda umberi flæði vörubíla frá umráðasvæði ISIS. Get ekki fellt dóm á sannleiksgildi þess.

Islamic State smuggling Kirkuk oil via Kurdish middlemen: report

Þessi grein beinir einnig sjónum að -- kúrneskum millimönnum fyrir smygl á ISIS olíu.

 

Rétt að nefna ásökun frá RT sem flýgur í dag víða á netinu!

Most smuggled ISIS oil goes to Turkey, sold at low prices – Norwegian report

Skv. þessu á norskur aðili að hafa rannsakað olíusmygl að beiðni norskra stjórnvalda -- og norskur netmyðill hafa afhjúpað skjalið.

  1. Vandinn er sá, að þrátt fyrir netleit, hef ég ekki fundið neina umfjöllun um þetta mál!
  2. Sem ekki notar beint orðrétt -- tilvitnun RT.
  • M.ö.o. að sama RT(Russia Today)-fréttin hafi flogið víða.

En ég hef ekki fundið nokkra umfjöllun --> Sem nálgast málið úr annarri átt.
--M.ö.o. að mitt mat sé að þessi frétt sé --> Grunsamleg!

M.ö.o. að ég stórfellt efa að þessi meinta norska skýrsla sé yfir höfuð til.

___En ég hef séð nokkuð af net-umfjöllun, þ.s. þessi tilvitnun á að staðfesta sögusagnir þess efnis --> Að tyrknesk stjórnvöld taki þátt í olíusmygli ISIS!

  1. Á hinn bóginn, ég hef enga beina vísbendingu þess séð.
  2. Þvert á móti virðist mér að smyglið sé fullkomlega útskýranlegt, án þess að stjórnvöldum Tyrklands sé yfir höfuð blandað í málið.

___Einna helst ef til vill, að þau séu sek um -- ónógt eftirlit.

 

 

Niðurstaða

Að Kúrdar smygli ISIS - olíu er ekki endilega ótrúlegt. En t.d. Verkamannaflokkur Kúrdistan, sem er andstöðuhreyfing Kúrda innan Tyrklands -- þarf að sjálfsögðu að smygla öllum sínum vopnum til landsins. Og auðvitað þá hefur PKK ekki samstarf við tyrknesk stjórnvöld um smygl.
PKK starfar Sýrlandsmegin landamæranna, og einnig hefur hann einhver ítök Íraksmegin þeirra.
__Og þeir þurfa að fjármagna vopnakaup og smygl á vopnum!
Þetta er ekki ásökun heldur ábending.

Svo eru vísbendingar um það, að annað af tvennu sé veruleg spilling í gangi við flutning á olíu frá svæðum undir stjórn heimastjórnar Kúrda í Írak, eða að þeir umberi það að ISIS olíu sé smyglað í meðfram þeirra eigin olíuútflutningi í gegnum Tyrkland til hafnar í Ceyhan.
__Þá koma upp vangaveltur þess efnis, að gróðinn af því að kaupa olíuna á undirverði af ISIS - sé einfaldlega of freystandi.

  • Í umtalsverðri kaldhæðni, getur því ISIS olía að því marki sem henni er smyglað um olíuútflutning Kúrda verið að fjármagna samtímis -- starfsemi ISIS.
    --Og laun Peshmerga liða sem berjast m.a. við sveitir ISIS.

En það sem mér virðist er það -- að smyglið sé allt útskýranlegt án þess að blanda stjórnvöldum gannlanda Íraks og Sýrlands beint í málið. Efa t.d. að Ísrael hafi þá stefnu að kaupa olíu af ISIS - og ég stórfellt efast um sannleiksgild fullyrðinga Russia Today um meint tengsl tyrkneskra stjórnvalda við slíkt smygl.


Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Vitað er:

ISIS keyrir með olíu til Tyrklands.

Tyrkir sprengja Kúrda bara í loft upp ef þeir eru með stæla.

ISIS dundar sér við að myrða Kúrda fyrir peninginn.

ISIS sprengir líka Tyrki, vegna þess að ISIS eru ofbeldishneigðir fávitar.  Tyrkir reyna að umbera það til þess að losna hraðar við Kúrdana.

Þetta er ekki eins flókið og þú heldur.

Ásgrímur Hartmannsson, 24.7.2016 kl. 20:10

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband