Erdogan lýsir yfir neyðarástandi

Það sem er áhugavert við þetta er að á 20. öld, þá stjórnaði fjöldi einræðisherra í nafni laga um neyðarástand. Algengasta formið var að völd voru fyrst tekin með byltingu - strax gefin út yfirlýsing um neyðarástand, því síðan aldrei formlega aflýst.
Þaðan í frá stjórnað skv. neyðarrétti - sem gjarnan í löndum leiddi til þess, að hver sem er gat verið handtekinn hvar sem er, ekki þurfti sannanir til að dæma viðkomandi - viðkomandi fékk ekki að hitta lögmann - eða hafa samband, o.s.frv.
Í fjölda dæma frömdu slíkar ríkisstjórnir gjarnan mikið af hryðjuverkum á eigin borgurum, þá er ég að vísa til pyntinga, drápa af hendi lögreglu og hers sem aldrei var refsað fyrir, að fólk hvarf og fannst kannski aldrei.

Dæmi, herforingjastjórnin er lengi sat í Argentínu, stjórn Pinochet lengi framan-af stjórnaði skv. neyðarlögum, eða meðan verið var að fremja megnið af þeim fjöldamorðum sem sú stjórn stóð fyrir.

  • Tek fram, að ég er alls ekki að fullyrða að nokkurt af slíku standi til hjá Erdogan!

Einfaldlega að benda á það að á 20. öld voru lög um neyðarástand misnotuð ákaflega herfilega í miklum fjölda dæma -- sérstaklega á tímum Kalda-stríðsins.

Erdogan Declares 3-Month State of Emergency in Turkey

Turkey's Erdogan announces three-month state of emergency

Áhugaverður tyrkneskur skríbent:

How the Internet Saved Turkey’s Internet-Hating President

Innlegg í umræðuna hvort þetta var alvöru valdaránstilraun -- hann greinilega efar ekki að svo hafi verið.

Turkish President Tayyip Erdogan speaks during a news conference following the National Security Council and cabinet meetings at the Presidential Palace in Ankara, Turkey, July 20, 2016. REUTERS/Umit Bektas

Haft eftir Erdogan!

  1. “The aim is to rapidly and effectively take all steps needed to eliminate the threat against democracy, the rule of law and the people’s rights and freedoms,”
  2. “This measure is in no way against democracy, the law and freedoms,”
  3. “On the contrary it aims to protect and strengthen them.”
  4. “We will remain within a democratic parliamentary system, we will never step away from it,”

Það verður auðvitað fylgst mjög vel með þeirri stefnu sem hreinsanir ríkisstjórnar hans virðast vera að taka -- en t.d. í Rússlandi Pútíns, þá er sannarlega enn þing - og reglulegar kosningar; en þingið í reynd ræður engu.

M.ö.o. Pútín hefur sýnt fram á, að unnt er að hafa lýðræði í leiktjaldastíl.
Án þess að kjósendur í reynd hafi val um annað en flokk Pútíns, og Pútín sjálfan.

  1. Ef ekki er höggvið frekar að hinni frjálsu pressu, en athygli hefur vakið að -- frjálsa pressan innan Tyrklands stóð með ríkisstjórninni, í gegnum valdaránstilraunina.
  2. Enginn stjórnmálamaður þekktur innan Tyrklands -- tók afstöðu með tilrauninni.
  • En gríðarlegt umfang hreinsana Erdogans vekur skiljanlegan ugg.

______Ef þ.e. svo að internetið hafi að einhverju verulegu leiti, bjargað Erdogan!

Þá einnig hefur þetta sýnt fólki ef til vill fram á -- að fyrst það var unnt að virkja fólk með hraði gegn valdaránstilraun.
Þá geti það allt eins einnig virkað á hinn veginn, að ef Erdogan -- seilist of langt.
Þá sé einnig unnt að virkja fólkið gegn honum.

En ég hef séð vangaveltur á þann veg - að þetta hafi verið "empowering" stund.
M.ö.o. að fólk hafi lært að það hafi afl!
Og í kjölfarið - ef til vill, þá þori það frekar!

Erdogan hafi samúð um hríð - en það geti snúist í höndunum á honum ef tyrkjum finnst hann ganga alltof langt.

 

Niðurstaða

Margir hafa sagt að nú sé hinsta stund lýðræðis innan Tyrklands komin. Miðað við rás atburða virðist margt til staðar - er bendi í þá átt!
Á hinn bóginn, sé það ef til vill óljóst hversu langt Erdogan vill í raun og veru ganga.
Óþarfi ef til vill að ákveða akkúrat núna að hann ljúgi að eigin þjóð, er hann segist ekki ætla að taka lýðræðið af henni.
Á hinn bóginn á móti, er það góð spurning akkúrat hvaða skilning hann leggur í lýðræði.

Fylgjast áfram með er sjálfsagt eina ráðleggingin sem maður getur veitt!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salmann Tamimi

Mjög góð grein. Þetta er mína skoðarnir: Tyrknaska þjóðin er vakandi og þykja vænt um sína nýfengin lýðræði, Hvörki Erdogan né annan geta svipt hana þetta sem hún orkaði siðasliðin 30 árum. 

Salmann Tamimi, 21.7.2016 kl. 00:00

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þakka fyrir heimsóknina, menn þurfa einmitt að varas sig á þeirri freystandi ályktun að þeir viti niðurstöðuna þegar, áður en hún er raunverulega orðin - og möguleikarnir eru enn fleiri en einn -- en að gefa sér niðurstöðuna of snemma getur verið varasamt.
Ef menn ákveða t.d. að hún sé slæm, bregðast við í samræmi við þá ályktuun - þá samtímis er hætta sú að þeir fyrirfram útiloki aðra möguleika en þann sem þeir stara á.
Á ensku nefnt - "self fulfilling prophecy."

Menn þurfa að vara sig á -- freystandi álykunum. Hafa þolinmæði til að útiloka ekki fyrirfram, aðra möguleika en þann sem þeir halda að séu líklegur.
__En þannig ályktanir geta verið dregnar af fordómum eftir allt saman.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 21.7.2016 kl. 01:26

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband