Trump virðist vilja hefja viðskiptastríð við Kína

Það þarf að hafa í huga - að ástandið sem hann talar um fyrir meira en 30 árum, þ.e. þegar Kaldastríðið var í fullum gangi, var með þeim hætti að fyrir utan Evrópu og N-Ameríku, voru iðnvædd ríki sem voru meðlimir að viðskiptakerfi Vesturlanda -- einungis S-Kórea, Japan, Ástralía og Nýja Sjáland.

Sennilega er samanlagður fólksfjöldi þessara landa - ca. 1 milljarður!

  1. Sl. 30 ár hefur orðið gríðarleg bylting, sem felst í iðnvæðingu hagkerfa með samanlagðan fólksfjölda um 3 milljarða manna!
  2. Þessi hagkerfi -- hafa nú öll gerst meðlimir að viðskiptakerfi Vesturlanda!

Þetta er að sjálfsögðu gríðarlega dramatísk breyting!
Og að sjálfsögðu leiðir slík stökkbreyting, til gríðarlegra breytinga á samkeppnisumhverfi landa!

 

Kvörtunin sem heyrist - er að á árum áður hafi Vesturlönd grætt á viðskiptakerfinu; en geri það ekki lengur -- því þurfi að breyta, og Trump lofar að breyta því fyrir Bandaríkin!

Ég er að sjálfsögðu því fullkomlega ósammála, að viðskiptakerfið skaði Bandaríkin!
Trump kvartar sérstaklega undan Kína!
Og þeirri tilfærslu starfa til Kína er hefur orðið!

  1. Það getur enginn neitað því, að mjög mikið af framleiðslustörfum hafa flust til Kína.
  2. En spurningin er um -- tap! Trump segir að þetta sé hreint tap Bandaríkjanna!
  • En þá leiðir hann fullkomlega framhjá sér -- að Kína getur framleitt þann varning mun ódýrar; það sé hvers vegna störfin fluttust þangað!
  • Það þíði m.ö.o. að sömu störf geta ekki haldist í Bandaríkjunum --> Nema með verndartollum, frá þeim sjónarhóli - hefur Trump á réttu að standa, með hugmynd sína um verndartolla - til að færa eitthvað af þeim störfum aftur til baka!
  • En þá hugleiðir hann ekki eitt viðbótar vandamál <--> Sem er nefnilega það, að fyrst að Bandaríkin geta ekki framleitt þann varning nema með hærri kostnaði en Kína, að þá þíðir sú staðreynd að þá mundu verndartollarnir alltaf þurfa að vera til staðar --> Sem þíðir að sjálfsögðu - að sú framleiðsla getur einungis þrifist innan Bandaríkjanna, ef varningurinn bæði innfluttur og sá sem er framleiddur innan Bandaríkjanna er jafn dýr.

Það er hvers vegna --> Að verndartollastefna Trumps, mun lækka lífskjör - ekki hækka þau!
Og að auki --> Yrði sú breyting, varanleg -- ekki skamm tíma.

  1. En vegna þess að tollarnir þurfa alltaf að vera til staðar - til að framleiðslan haldist í landinu --> Þá verður varningurinn alltaf dýrari en hann gæti verið, án tolla!
  2. Þess vegna lækka lífskjörin, með því að varningur sem settur er verndartollur á -- verður dýrari.
    Og þau lækka því meir sem þeim vöruflokkum væri fjölgað.
    Að auki, einnig því meir sem verndartollurinn væri hærri.

 

Það sem hið galopna viðskiptakerfi er að framkalla!

Er að lönd eru farin að sérhæfa sig! En þ.e. rökrétt afleiðing þess að hafa algerlega galopið viðskiptakerfi - og að auki heimila fyrirtækjum að starfa hvar sem þau vilja.
---Sérhæfing auðvitað leiðir til skilvirkni í þessu tilviki.

Það sem Trump mun í raun og veru gera -- er að minnka heildarskilvirkni hagkerfi heimsins.

  1. Þ.e. hluti ástæðunnar af hverju -- aðgerð Trumps mundi valda heimskreppu.
  2. En önnur ástæða er einnig það rask sem verður -- en í dag er gríðarlega mikið flutt af varningi milli landa, og að auki þá nota fyrirtæki íhluti framleidda héðan og þaðan úr heiminum, og í mörgum tilvikum er ekki hægt að skipta um íhlutinn án fyrirvara vegna sérhæfni, þannig að ekki væri í mörgum tilvikum unnt að skipta yfir í hlut framleiddan innan tollamúrs -- fyrr en næsta kynslóð af vöru hefði verið þróuð.
    **Mörg fyrirtæki lenda þá í því, að vara þeirra allt í einu er ósamkeppnisfær!
  3. 3-ástæðan er auðvitað sú, að þegar varningur verður dýrari --> Þá minnkar kaupmáttur almennings. Sem leiðir til minnkunar á neyslu --> Þannig að samdráttur verður í kaupum almennings á varningi.
    --Þess vegna mundi skella á kreppa innan Bandaríkjanna, ef Trump hrindir stefnu sinni í framkvæmd.
    --Og hliðarverkun væri einnig heimskreppa, því að minnkun neyslu í Bandar. vegna tollamúra, mundi einnig skaða efnahags þeirra landa sem selja varning til Bandar. -- sem settur væri verndartollur á!
  • Ef við tökum Ísland sem dæmi --> Þá augljóst græðir Ísland gríðarlega á þessu frjálsa heims kerfi --> En við getum hvort sem er ekki framleitt megnið af hátæknivarningi sem til er --> Þannig að við græðum án nokkurs vafa á að kaupa hann þaðan, hvar ódýrast er að framleiða hann!


Þetta vindur auðvitað sjónum aftur að spurningunni - hvort að almenningur í Bandaríkjunum græðir á alþjóða viðskiptakerfinu, hvort að viðskiptasamningar þeir sem Bandaríkin hafa gert séu tilræði við almenning!

  1. Augljósa svarið er að sjálfsögðu það - að ef verndartollastefna skapar kreppu í Bandaríkjunum.
  2. Ef hún lækkar kaupmátt, ekki bara tímabundið heldur varanlega.
  3. Ef hún fækkar að auki störfum innan Bandaríkjanna.
  4. Ef hún til viðbótar skapar -- heimskreppu.

Þá augljóst hefur almenningur í Bandaríkjunum einhvern umtalsverðan hag af viðskiptakerfinu og viðskiptasamningum þeim sem Bandaríkin hafa gert!

 

Niðurstaða

Það sem menn þurfa að skilja - er að viðskiptakerfið sem sett var á fót af Vesturlöndum, er ekki Merkantilískt kerfi. En Merkantilísk kerfi, eru alltaf sett upp með þeim hætti - að þau færa með skipulegum hætti gróðann til einhvers miðlægs lands sem stjórnar kerfinu.
___Það má nánast skilja kröfu Trumps, að hann vilji að Bandaríkin ástundi Merkantílisma.

COMECON viðskiptakerfi Varsjárbandalagsríkja, var Merkantilískt kerfi - þ.e. stjórnað af Sovétríkjunum, og skipulagt þannig að meðlimalönd þess fúnkeruðu öll sem hluti af hagkerfi Sovétríkjanna, og það voru alltaf stjórnendur Sovétríkjanna er réðu þar öllu.

Vandi við Merkantilísk kerfi -- er að þau krefjast alltaf valds!
Þ.e. einungis unnt að halda uppi með valdi -- dæmi um Merkantilískt kerfi annað, var auðvitað einokunarverslun Dana við Ísland á öldum áður!

Það sést því t.d. vel á því -má kalla fulla sönnun- að alþjóðaviðskiptakerfið er ekki Merkantilískt, að fjölmörg ríki hafa á seinni árum -- sjálfviljug gengið í það!
---T.d. Kína!

Kína er á seinni árum einmitt meðlimur viðskiptakerfis Vesturlanda!
Og þar með orðið "stakeholder" þ.e. hluta eigandi að því!
---Það að semja um aðild Kína, hafi verið mjög snjall leikur.
---Því það tryggi að Kína geri ekki tilraun til þess, að leggja það í rúst!

  1. En það gæti allt breyst með Trump --> En ef Trump tæki upp þá stefnu að leggja einhliða á verndartolla á fjölda vöruflokka sem Kína í dag framleiðir.
  2. Þá mundi hann minnka mjög gróða Kína af sinni þátttöku í viðskiptakerfinu.
  3. Og því vilja þess til þess að starfa innan þess samhengis!

Annars held ég að afleiðing stefnu Trumps yrði án vafa Kalt-stríð við Kína, því að verndartollastefna hans mundi mjög sennilega duga til að skapa kreppu í Kínaveldi -- stjórnendur þess mundu að sjálfsögðu ekki kunna Trump neinar þakkir þar um!
---Síðan mundi Kína, þá þegar fara í það að skapa utan um sig, sinn eigin viðskiptaklúbb!

Þannig að Trump mundi þá framkalla -- klofning Kína ásamt líklegum fylgiríkjum frá viðskiptakerfi Vesturlanda! Og að auki Kalt-stríð við Kína!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband