Kína að skapa Bandaríkjunum tækifæri í SA-Asíu - samskipti Víetnams og Bandaríkjanna bersýnilega á hraðferð til betra horfs

Sjálfsagt er það athyglisverðasta við heimssókn Obama til Víetnams - að Obama hafi ákveðið að formlega binda endi á 50 ára langt vopnasölubann á Víetnam!
--Ósk um þetta hafi legið fyrir um nokkur ár frá stjórnvöldum Víetnam!
Þ.e. að sjálfsögðu áhugavert að Víetnam vill geta fjárfest í bandarískt smíðuðum vopnum.
Og ekki síður nú að Bandaríkin hafa gefið grænt ljós með formlegum hætti!

Obama lifts 50-year arms sales embargo on Vietnam

Vietnam Arms Embargo to Be Fully Lifted, Obama Says in Hanoi

Kort sýnir það svæði á Suður-Kínahafi sem Kína heldur fram að það eigi!

https://upload.wikimedia.org/wikipedia/commons/d/de/South_China_Sea_claims_map.jpg

Það er að sjálfsögðu Kína að þakka, þannig séð - að Bandaríkin eru að græða hratt batnandi samskipti við Víetnam undanfarin ár!

Kortið að ofan, sýnir vel -- óskaplega frekjuna í kínverskum stjórnvöldum gagnvart nágrannalöndum sínum við Suður-Kínahaf.

  1. Þeir þykjast eiga nærri allt Suður-Kínahaf, eins og sést - nánast upp að ströndum Víetnams langleiðina Suður fyrir Víetnam.
  2. Síðan einnig þykjast þeir eiga rétt, nánast upp að strönd Malasíu og Brunei, lengst í Suðri.
  3. Og ef það er ekki nóg, þá nær það svæði sem þeir halda því fram að þeir eigi - nánast upp að ströndum Filipseyja.
  • Þeir láta sem að nágrannalöndin - eigi alls engan sögulegan rétt!
    Eða rétt yfir höfuð.
  • Þó hafa þær þjóðir, nema kannski Filipseyjar, verið til staðar sem nágrannar Kína í mörg hundruð ár, Indónesía a.m.k. 1000 ár!
    --Víetnam á einnig gömul réttindi, sem rekja má a.m.k. 1000 ár aftur!
  • Kína var ekkert með siglingar til Indlands fyrir þann tíma!
    --Í tíð svokallaðs Song veldis í Kína, varð Kína mikil siglingaþjóð.
    --En var það ekki á eldri tíð en fyrir tíma Song.

Ástæður Víetnams fyrir nálgun við Bandaríkin eru augljós -- skv. því fornkveðna að "óvinur óvinar míns, sé vinur minn."

Víetnam er að sjálfsögðu ekki að taka ákvörðun um formlega óvináttu gagnvart Kína.
Það sem Víetnam er að gera má líklega kalla "hedging it's bet's" þ.e. Víetnam er að sýna Kína fram á -- að Víetnam hafi valkosti, eða nánar tiltekið - valkost.

  1. Það er magnað -ef út í þ.e. farið- að Víetnam sé að stíga þetta skref, í ljósi forsögu samskipta Víetnams og Bandaríkjanna!
  2. En það að Víetnam eigi að síður er að þessu, sýnir hve miklar áhyggjur stjórnvöld í Víetnam hafa, af vaxandi yfirgangi Kínastjórnar gagnvart grönnum sínum.

Það skiptir ekki máli -- hvern þú óttaðist í gær!
Heldur hvern þú óttast í dag -- og á morgun!

  • Og Bandaríkin eiga þetta tækifæri -þannig séð- Kína að þakka!

 

Niðurstaða
Mín skoðun er að nálgun Kína gagnvart grönnum sínum Sunnan við Kína, sé skammsýn. En heimurinn hefur séð þetta áður - þ.e. að rísandi veldi, fyllist hroka og hefji yfirgang við þá eða þau ríki, sem það ríki álítur -peð- sem ættu að bugta sig og beygja fyrir mikilfengleik þess!
--Hinn klassíski mótleikur landa sem hvert um sig er mun veikara en granni sinn, ef sá granni er með yfirgang í vaxandi mæli!

Er einmitt að leita sér að -- sterkum aðila, sem mótvægi.
Og -sem kannski kemur síðar- að grannarnir standa fyrir stofnun bandalags gegn sterka grannanum, sem þeim finnst vera að vaða yfir sig!

Ef Kína heldur áfram að traðka á rétti sinna granna - gæti þetta allt gengið fyrir sig, þ.e. að Bandaríkjunum takist að ná fram auknum áhrifum innan nærsvæðis Kína - með þeim hætti að nágrannalönd Kína leiti eftir stuðningi Bandaríkjanna til mótvægis.
--Það sé þannig séð, gjöf Kína til Bandaríkjanna!
Síðan getur það einnig gerst, að grannar Kína stofni til bandalags! En þó grannarnir hver fyrir sig eigi ekki roð við Kína - þá getur vel verið að sameiginlega eigi þeir ágæta möguleika!
--Bandaríkin gætu þá grætt nýtt stuðningsbandalag, einnig gjöf Kína til Bandaríkjanna!

Eins og ég sagði, að stefna Kína gagnvart sínum grönnum sé - skammsýn.
Það er eins og að einhver þröngsýn öfl innan Kína, séu að ráða of miklu um nálgun Kína á Suður-Kínahafi.



Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Alltaf jafn fyrirsjáaanlegur - þér og þessum rugludöllum sem þú vitnar í, dettur náttúrulega ekki í hug að velta því fyrir sér -- af hverju þær þjóðir sem semja við Bandaríkin; sjá hag sínum borgið með því að einmitt gera það!
__En ekkert bandalaga Bandar. við önnur ríki, er þvingað - Bandar. eru ekki að neyða Víetnam til þess að vilja að kaupa Bandar. vopn, eða neyða ríki SA-Asíu til að semja við Bandar. um viðskipti.
*Þessi málflutningur ykkar fellur þannig algerlega um sjálfan sig, því að þið hafið í reynd engar útskýringar, nema þá einu samsæriskenningu - sem er alltaf sú sama, að einhvern veginn er allt Bandar. að kenna -- af hverju vilja þá allar þessar þjóðir samstarf og samvinnu við Bandar.? Ef Bandar. eru svona rosalega hræðileg alltaf, eins og þið hamist alltaf við að trúa?

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.5.2016 kl. 10:51

2 Smámynd: Ásgrímur Hartmannsson

Kína er orðið hernaðarlega máttugt, og vantar:

A: hráefni

B: eitthvað fyrir fólk að hugsa um annað en ástandið heima við.

'Nam er við hliðina á Kína, og má sjá eftir eyjum í hendurnar á þeim, og þar með landhelgi.  Til að halda sínu landi þurfa þeir firepower sem þeir eru alls ekkert að fá frá Kína, augljóslega.  Kaninn reddar þeim um það, vegna þess að:

A: 'Nam er engin ógn við þá, frekar en önnur 2. heims ríki

B: Proxí stríð við Kína gengum 'Nam er betra en landstríð í Asíu.

Áhugaverðir tímar.

Ásgrímur Hartmannsson, 25.5.2016 kl. 16:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þorsteinn, allt þetta fellur fullkomlega um sjálft sig -- ef þú íhugar þá staðreynd að BRICS löndin eru öll meðlimir að WTO, ásamt Bandaríkjunum að sjálfsögðu!
---Ég á fastlega von á því, að Bandaríkin -- eftir að hafa samið við Asíu-lönd er vilja taka þátt, eftir að hafa samið við Evrópulönd er vilja taka þátt, þá líði ekki á löngu áður en Bandaríkin semja við þau S-Ameríkulönd er hefðu áhuga á sambærilegum viðskiptakjörum við Bandaríkin.

Kína er alls ekkert einangrað í nokkrum skilningi -- Bandaríkin og Kína eiga í gríðarlega miklum viðskiptum.
---Eða af hverju er þá Trump stöðugt kvartandi og kveinandi?

Indland hefur sínar eigin ástæður, að hafa áhyggjur af vaxandi veldi Kína -- sbr. uppbyggingu flotastöðva í löndum sitt hvoru megin við Indland, og einnig náin samskipti Kína við Pakistan t.d. sameiginlega þróun skriðdreka og orrustuvélar!
---Indland mun örugglega einnig íhuga samvinnu við Bandaríkin!

Ekkert að þeim löndum sem eru að semja við Bandaríkin -- eru beitt til þess nokkrum hinum minnstu þvingunum!
---Þetta tal um fasisma er algerlega óskiljanlegt.__________
Ekkert hindrar mörg sömu landa --> Að síðar meir, semja einnig við Kína!
**Reyndar örugglega munu mörg þeirra -- einmitt gera slíkt!

Þannig láta risaveldin 2-togast á um, hylli þeirra!

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.5.2016 kl. 02:35

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband