Hvernig Trump gæti startað 3-Heimsstyrrjöldinni, án þess að ætla sér það

Margir virðast halda -- að Trump ætli sér að spila svipaðan leik og Neville Chamberlain.
---Chamberlain var ekkert illmenni, og hann ætlaði sér sannarlega að - tryggja frið.
---Þó að afleiðingarnar af friðarkaups-stefnunni, hafi verið akkúrat þveröfugar!

Er þeir tala um meinta friðastefnu Trumps gagnvart Pútín!

Skv. frétt virðast uppi hugmyndir meðal sumra stjórnmálamanna, að hefja nýja friðarkaupsstefnu - - Nato divided over renewing Russia talks

 

 

 

Ætlar Trump að vera Chamberlain hinna síðari tíma?

3-Heimsstyrrjöldin gæti haft eftirfarandi upphaf!

  1. Trump ákveður að bæta samskipti sín við Pútín, með því að tjá Pútín það að hann líti ekki á hernaðar uppbyggingu Pútíns sem ógn.
    --Síðan til að sýna Pútín að Trump vilji bara frið.
    Þá taki Trump þá ákvörðun að -- lísa því yfir að Bandaríkin ætli að mestu að draga herlið sitt frá Evrópu, og hætta að fjármagna hervarnir NATO.
  2. Pútín að sjálfsögðu, tjái Trump - að honum sé einungis friður í huga!
    Og kemur fram með tilboð til Trumps - um sameiginlegar aðgerðir gegn ISIS innan Sýrlands - til að sýna þann friðarvilja í verki.
    --Trump samþykki, og eftir nokkra mánuði hefur Trump fært nægilega fjölmennt bandar. herlið til Sýrlands - til þess að styðja við sameiginlega herför þar.
  3. En um svipað leiti, er sú sameiginlega aðgerð er hafin, hefji Pútín skipulegar ógnanir gegn A-Evrópulöndum, og tilfærslu á herstyrk í nálægð við þeirra landamæri -- á sama tíma, setji sendifulltrúar Pútíns fram kröfur til sömu landa; um umtalsverðar tilslakanir þeirra landa gagnvart Rússlandi.
    ---T.d. um rússn. herstöðvar innan þeirra landa.
    ---Um viðskiptatengsl við Rússland, undir stjórn Rússlands.
    M.ö.o. um leppríkisvæðingu þeirra landa!
  4. Ef Trump þá bregst ekkert við -- vegna þess að hann t.d. sé með fókusinn annað.
    --Segjum t.d. að Pútín tjái Trump að markmið Rússlands séu eingöngu að tryggja öryggi Rússlands -- að Pútín hafi engin markmið um að þrengja að lýðræði í þeim löndum.
    --Og hann getur haldið því fram, þó augljóst rangt væri, að enginn munur væri á þeim viðskiptum er hann væri að bjóða þeim - og ESB aðild.
  5. Segjum að Trump, með athyglina við Sýrland - meðan að Pútín dásamar hans leiðtogasnilld, og þann frið við Rússland sem hann hafi skapað - og hvernig sameiginleg aðgerð landanna sé að ganga milli bols og höfuðs á ISIS.
    ---Að Trump geri ekkert í því að hasta á Pútín út af aðgerð hans gegn A-Evr. löndum.
  6. Þá mundi Pútín líta svo á - ekki ósennilega - að hann gæti sent herlið sitt inn í þau A-Evrópulönd, sem væru nægilega varnarlega séð veik - til þess að 150þ. manna vel vopnaðar hraðsveitir rússn. hersins -- gætu framkvæmt hernám á skömmum tíma.
    ---Hann mundi þó fyrst - senda sendimenn sína með frekari hótanir, þ.s. hann mundi hóta þeim löndum mikilli eyðileggingu, ef þau mundu -berjast- en engri ef þau mundu skipa herjum sínum, að -sýna enga mótspyrnu.-
  7. Sennilega tæki þá Pútín Eystrasaltlönd án -- þess að nokkur veruleg átök verði.
    --Sama gæti gilt um lönd eins og Moldavíu og Búlgaríu - að hernám gæti farið nær alveg friðsamlega fram!
    --En sterkar líkur væru á að einhver A-Evr. landa mundu berjast -- þó að líkur á vel heppnaðri vörn væru litlar t.d. fyrir Slóvakíu og Rúmeníu.
  8. En, ef einhver landanna sem Pútín réðist inn í - mundu beita herjum sínum til varnar!
    ---Þá væri þar með hafið stríð í Evrópu, eins og 1939 síðla haust það ár.
    *Þá stæði Trump frammi fyrir þeim valkosti, að standa utan við það - eða ekki.*
  9. En um leið og stríðsátök væru hafin -- gætu V-Evr. lönd ekki brugðist með öðrum hætti við, en að hefja -- allsherjar hernaðarvæðingu!
    ---Full stríðs átök í Evrópu mundu þá blasa við!
    *En aðildarlönd ESB gætu vart leitt hjá sér -- innrás í meðlimalönd, þó ESB sé ekki hernaðarbandalag - þá án efa mundu Evrópulöndin leitast við að halda utan um NATO eins og þau gætu, þó Trump -- gengi í burtu.*
  10. Og það hernaðarbandalag, er væri þá Evrópuríkja einna -- gæti ekki litið hjá slíkum innrásaraðgerðum!
    --nema að glata öllum hugsanlegum trúverðugleika <--> Þannig að yfirlýsingar um stríð mundu sennilega berast til Pútíns, eins og þær bárust haustið 1939 til Hitlers.
    Sem hæfi þá fullar stríðsaðgerðir gegn Evrópulöndum!

Ég er að tala um - hefðbundið stríð, ekki kjarnorku!
__En ég efa að Frakkland og Bretland gengju það langt, að hóta beitingu kjarnavopna á þeim punkti.

Þá stæði heimurinn frammi fyrir mjög svipuðu ástandi, og 1939-1940, að stríð væri hafið í Evrópu!
En Bandaríkin stæðu fyrir utan það!

En mig grunar að í þeirri sviðsmynd -- mundi Trump bogna undan hótunum Pútíns.
Að ef hann hæfi fullan stuðning við Evrópu í átökum við Rússland -- þá þíddi það kjarnastríð og heimsenda!

Þannig sannaði Trump sig sem -- þá heybrók sem hann sennilega er!
---Án aðstoðar Bandaríkjanna mundi rússn. herinn sennilega sækja langt fram, ná jafnvel Póllandi öllu og inn í Þýskaland jafnvel!
Hernema öll löndin þar á milli!

  • Góð spurning hve mörg önnur lönd mundu bætast í það stríð.
    --Ástralía og Kanada ásamt Nýja Sjálandi, hafa t.d. alltaf fylgt með Bretlandi, ef það lendir í stríði.

Þá værum við með raunverulega Heimsstyrrjöld!
---Og gríðarlega hættu á kjarnorkuátökum, þ.s. bæði Frakkland og Bretland eru kjarnorkuveldi.

 

Niðurstaða

Málið er að ég er algerlega viss, að ef Chamberlain hefði þess í stað að gefa eftir Hitler -- staðið þétt með Tékkóslóvakíu.
---Þá hefði Hitler ekki getað hafið Seinna Stríð haustið 1939, og jafnvel ekki heldur 1940 eða síðar!
M.ö.o. að ágætar líkur væru á því, að stríð hefði ekki hafist í Evrópu.

Ég er nokkuð viss að auki, að svo lengi sem Bandaríkin standa þétt að baki NATO.
---Sé stríðshætta í Evrópu ekki fyrir hendi.
Og þar með ekki nein umtalsverð hætta á 3-Heimsstyrrjöldinni, þó að Rússland og Bandaríkin séu að fjölga hermönnum!

Þá sáum við miklu meiri herstyrk í Kalda-stríðinu, án þess að stríð yrði.
Þá reyndist það einmitt aðferðin, að halda uppi fullum varnarstyrk --> Sem án vafa forðaði þeirri hugsanlegu útkomu að Sovétríkin létu freystast!

Það sé einmitt málið --> Að friðarkaupsstefna hafi fullkomlega öfug áhrif á einræðisríki.
--Að skapa þá hugmynd að mótaðilinn sé viljalaus - og þ.e. þá sem hættan á ofmati á sinni stöðu magnast hjá þeim einræðisherra.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Einar,þetta er alveg furðulegut heilaspuni hjá enn og aftur.

Það er nákvæmlega ekkert sem bendir til að Rússar ahafi löngun til að ráðast á Pólland eða Eystrasaltsríkin,þetta er einber hugarburður.

Hersafnaður Rússa á landamærum Úkrainu stafar eingöngu af því að það var framið valdarán þar af öflum sem eru mjög andsnúin Rússum.

Þetta er nákvæmlega sama og öll önnur ríki mundu gera. Það var enginn hersafnaður þarna fyrir valdarán.

.

Hersafnaður Rússa á vesturlandamærunum stafar svo af því að Bandaríkin sem hafa langa og blóðuga sögu hvað varðar innrásir í önnur lönd hefur verið að safna liði á landamærum Rússlands.

Undirbúningur þeirra að hernaðarátökum er í fullum gangi og byrjar eins og venjulega á gríðarlegri lyga og ófrægingarherferð gagnvart fórnarlambinu í gjörpilltum fjölmiðlum sem eru maðksmognir af mútugreiðslum og vanhæfni.

Þessi grein þín er einmitt lýsandi dæmi um slíkann spuna og er væntanlega innblásin af einherri rugl grein sem þú hefur lesið ,eða úr niðustöðum af einhverju Think Tank sem eru reglulega haldin til að unga út hernaðaráróðri.

.

Við höfum séð þetta allt áður.

.

Ofan á þetta bætist að við erum að sjá að koma til valda í Bandaríkjunum forseta sem er gjörspillt stríðsglæpamanneskja sem hefur ALLTAF greitt atkvæði með hernaði í stað samninga.

Hún er einnig á spena hjá verstu mannréttindabrjótum í veröldinni og hefur auk þess stutt dyggilega við bakið á hryðjuverkamönnum .

Raunar er ekki annað að sjá af póstum hennar en að hún hafi beinlíniis stofnað hryðjuverkasamtök persónulega.

.

Vandamálið hér er ekki Rússland heldur Bandaríkin sem virðast hafa misst alla löngun til að fara að alþjóðalögum ,en fremja hvern stríðsglæpinn á fætur öðrum um allan heim.

Nýjustu dæmin eru Sýrland og Jemen þar sem US stendur í ólöglegum hernaði ásamt Saudum gegn íbúum Jemen.

Eins og kemur fram í Hillary póstunum er Sýrlandsstríðið innblásið af Hillary persónulega og er hryllilegt glæpaverk.

Hillary ætti að vera á sakabekk fyrir stríðsglæpamenn í stað þess að vera í framboði.

Í ljósi þessa er alls ekki óeðlilegt að Rússar færi liðsafnað að vestanverðum landamærum sínum.

.

Það er í sjálfu sér ekki líklegt að Bandaríkin ráðist inn í Rússland ,ekki af því þau vilji það ekki heldur af því þau geta það ekki.

Markmiðið er hinsvegar að búa til fjandskap á milli Rússlands og Vestur Evrópu ,tila ða halda bæði Rússlandi of Evrópu veikri.

Þannig geta Bandaríkin haldið örlítið lengur í hrörnandi heimsveldi sitt sem er að hrynja.

.

Heimsveldi sem er að liðast í sundur er afskaplega hættulegt fyrirbrygði og það er mikil hætta á að það leysist upp með hvelli.

Ástæðan fyrir að Bandaríkin hafa fylgt svona ofbeldisfullri stefnu undanfarna tvo áratugi er að þau eru smá saman að missa hefðbundna möguleika til að kúga aðrar þjóðir.

Nú er bara herinn eftir til að halda völdum. 

Borgþór Jónsson, 21.5.2016 kl. 11:47

2 Smámynd: Jónatan Karlsson

Eg tek undir med athugasemdum Borgthors og Thorsteins Sch.

Krufning Einars B. a vandamalinu byggist venju samkvaemt a einhlida Pentagon arodri.

Jónatan Karlsson, 22.5.2016 kl. 01:25

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Boggi, þínar greiningar eru alltaf sami brandarinn nú sem fyrr.
Hugmyndir um fyrirhugaða innrás NATO - er svo kolklikkað að það nær ekki að vera fyndið.
Það segir allt um þig, að þú gerir þér ekki grein fyrir því hve klikkað það er að detta slíkt í hug, að fjölgun NATO um örfá þúsund í Póllandi á sama tíma og Rússland hefur tugi þúsunda hermanna í Kaliningrad -- sé ávísun um yfirvofandi innrás NATO, sýnir veruleikafyrringu af þinni hálfu á gífurlega háu stigi.

Fyrir utan þær hersveitir -- hefur Pútín yfir 150þ. manna herlið sem skilgreina má sem herlið sem unnt er að senda hvert sem er, með hraði -- þ.e. hrað hersveitir.
---Þetta er nægilega fjölmennt herlið, til að geta ráðið niðurlögum hvaða Evrópuríkis sem er í A-Evrópu.
---Án varnatryggingar Bandar. -- er ég næsta viss að það verði einmitt hvað gerist!

Þessi mynd af herstöðvum Bandar. -- er líklega yfirlit yfir skilgreindar NATO herstöðvar.
En allar herstöðvar á vegum herja aðildarríkja NATO -- eru að sjálfsögðu NATO herstöðvar! Um leið og land gengur í NATO.

Þ.e. þá auðvelt að teikna mynd sem er algert rugl, sem á að sýna sönnun á því augljósa rugli, að NATO sé að -- umkringja Rússland!
Það tal Pútíns -- er annað af tvennu áróður - sem ég tel sennilegra, eða að það sýnir að hann er haldinn ofsóknar brjálæði.

--Ég kýs frekar að álykta að hann sé með áróður, en að hann raunverulega trúi þessu rugli -- það sé "for public consumption" þ.e. fyrir m.a. einfalda einstaklinga á netinu sem hann hefur talið trú um að það rugl hafi sannleiksgildi.
---Það virðist að nóg sé af slíkum einfeldningum því miður.


Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.5.2016 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.1.): 10
  • Sl. sólarhring: 10
  • Sl. viku: 65
  • Frá upphafi: 859307

Annað

  • Innlit í dag: 10
  • Innlit sl. viku: 57
  • Gestir í dag: 10
  • IP-tölur í dag: 10

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband