Gæti hin róbótíska framtíð styrkt einræðisríki í sessi?

Það er gríðarlega mikið um vangaveltur um það hvað vaxandi hraði á róbótvæðingu sem margir virðast reikna með á nk. árum muni hafa í för með sér.
---Það sem flestir reikna með, er að róbótar taki yfir framleiðslu á flestum fjöldaframleiddum hlutum.
---Að auki má reikna með því að í framtíðinni verði bifreiðar, fólksflutninga - vöruflutninga - einka, að auki róbótískar.

  1. Eitt sem virðist öruggt er að svo stór breyting.
  2. Mun hafa fjölda ófyrirséðra afleiðinga.

Bring on the long-delayed dawn of the robot age


Mér komið til hugar að róbótvæðing, geti styrkt einræðisríki í sessi!

Það sem ég hef í huga er "robotic law enforcement" eða m.ö.o. að einræðisríki í framtíðinni framleiði róbóta til þess að styðja við löggæslu og eftirlit með almenningi.
---Augljós kostur við róbóta væri - fullkomin hlíðni og engin samviska.
---Þeir gætu verið brynvarðir - og miklu þungvopnaðri en venjulegir lögreglumenn.
---Það væri þó sennilega alltaf lögreglumaður með í för sem stjórnandi.

  1. En þetta gæti þítt að fremur fámennur kjarni einstaklinga er nyti trausts elítunnar við stjórn -- gæti haldið almenningi undir nægum ótta.
  2. Það væri auðvitað ekki vandamál -- ef einhverjir róbótar eru eyðilagðir, fleiri væri unnt að framleiða væntanlega í verksmiðju er væri róbótísk.
  • Ef verksmiðjan er framleiddi þá væri alltaf mjög fámenn -- væri sennilega einnig auðveldara að tryggja öryggi um hana.

Kannski kemur einhverjum til hugar -- Robo Cop myndirnar.

Sama getur gilt herinn - að skriðdrekar geta verið róbótískir.
Og margar aðrar tegundir af vígvélum.

Þannig má það vel vera að -- einræðisríki verði mun traustari í sessi í þeirri framtíð.

  1. Stjórnendurnir geti treyst á tiltölulega fámenna harða kjarna -- með stuðningi róbóta, til að halda undir lögum og reglu, ásamt innra öryggi.
  2. Síðan geti gilt sama um herinn -- að hermenn verði alltaf undir nánu eftirliti nægs fjölda róbótískra "enforcers" ásamt því að margar vígvélar verði róbótískar -- að það verði mun ólíklegra í framtíðinni, að þ.s. gerðist t.d. í Sýrlandi að hluti stjórnarhersins geri uppreisn --> Leiði til uppreisnar er geti ógnað að ráði einræðis fyrirkomulagi landsins.


Það má líka velta því fyrir sér, hvort að róbótvæðing geti ekki verið ógn við lýðræðið

En mikill fjöldi starfa verður algerlega óþarfur og úreltur.

  1. Við erum líklega ekki að tala um hnignun lægri millistéttar.
  2. Heldur að hún hætti að vera til!

Þ.e. falli hugsanlega niður í fátækt.
Atvinnuleysi gæti orðið svo gríðarlegt - að það gæti hrikt í stoðum bótakerfa.

  1. En þá blasa augljóst við mjög harkaleg samfélagsleg átök.
  2. Þ.s. að krafa verður gerð um svokölluð -- borgaralaun sbr. "Citizen wages."
  3. En augljóslega -- munu þeir sem þá enn hafa vinnu, og þeir sem eiga umtalsverðar eignir -- berjast gegn þeirri skattheimtu sem það mundi fela í sér.

En ef slík framtíð felur í sér -- mikinn fjölda fátækra öreiga!
Þá gæti sú framtíð ógnað tilvist lýðræðiskerfisins sjálfs.

  1. En ef tækist að koma á einræði.
  2. Gæti róbótíska framtíðin þítt - að litlir möguleikar væru á að borgararnir gætu nokkru sinni snúið þeirri útkomu aftur við.

Þó það geti auðvitað farið svo að borgurum lýðræðisríkja takist að þvinga fram borgaralaun.
Þá er það sennilega langt í frá öruggt!

Síðan takist að verja lýðræðisfyrirkomulagið.
Þá sé sú útkoma ekki heldur örugg.

 

Niðurstaða

Margir sjá það fyrir sér sem hugsanlega draumsýn að róbótar framleiði allt - og flestir geti lifað þægilegu lífi sæmilega þrátt fyrir að hafa líklega ekki nokkra vinnu.
---En það þarf ekki að fara svo að sú draumsýn verði að veruleika!

En ég sé einnig möguleika á að í staðinn geti sannkallað martraðarsamfélag orðið ofan á.
Það sé meira að segja sennilegt að slík komi til að vera til í einhverjum fjölda landa!

Þó að langt í frá sé loku fyrir það skotið að einhverjum löndum takist að skapa þá hina jákvæðu draumsýn!
---En mér virðist nefnilega svo róbótísk framtíð geti einnig stuðlað að því að styrkja einræðis fyrirkomulag í sessi, þ.s. slíkt fyrirkomulag er til staðar.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gísli Ingvarsson

Spurningin verður samt hvort forsendan fyrir neysluþjóðfélaginu verður sú sama og við sjáum í dag. Ef millistjéttin hverfur mun drifkrafturinn í efnahafslífinu færast annað eða stöðvast. Borgaralaun munu varla geta aukið neysluna nema til komi "auknar tekjur" sem lokka menn til starfa. Ef róbótar taka yfir framleiðslu, skóla og löggæslu þá eru einhverjar takmarkanir á því hvað hægt er að bera uppi slíkan kostnað ef greiðslugeta samfélagsins minnkar í heildina. Það er dýrt að hanna og starfrækja róbóta. En einsog þú segir er hernaðarvélin það fyrsta sem sér hag sinn í þessu í stórum stíl. Annars áhugavert.  "..Forsætisráðherran er gamall IBM" einsog Ómar Ragnarsson kvað í gömlu dægurlagi Vilhjálms. 

Gísli Ingvarsson, 19.5.2016 kl. 12:42

2 identicon

Sammála því, að "martröð" samfélag sé í nánd ... og ekki bara í "fjarlægum" löndum. Ef við einföldum málið svolítið, hver er draumsýn manna? Graír steinar, borgarmúrar, fólk eins og síld í sildartunnu? Nei, draumsýn manna er, náttúran, fjöllin, ala "Sound of Music" eða "Mary Poppins". Slík draumsýn er ekki möguleiki í nútíma samfélagi, með 7 miljarða manna sem líklega eru nær 8 miljörðum.

Fátæklingum fjölgar, og til að miljarðamæringarnir geti haldið auðæfum sínum handa börnum sínum og niðjum ... "verða" þeir að hafa "alger" völd.

Þetta er "martröð" hins vestræna samfélags, sem hinn vestræni maður sér ekki.  Endurkoma "þriðja" klassans ... sem þýðir að "annar" klassinn muni minnka, og það þýðir að "Magna Carta" lýður undir lok.

Martröðin tekur við.

Það þarf ekki róbotta til, á Íslandi eru "börn" að vinna í verzlunum ... afnám "verkahreifinganna" er þegar í fullum gangi. Einkavæðing fyrirtækja sem voru byggð fyrir skatta almennings, og almenningur þarf síðan að borga "leigu" á. Og, það sem meira er ... allur "ótti" almennings við "miðausturlandafólk", vegna sífelldra og ítrekaðra predikunar um "hryðjuverk".  Gerir það að verkum að þessi hópur fólks, "miðausturlandamaður" að útliti er orðin aðal hetja "öryggisfyrirtækja". Hér, hafa þeir tekið við störfum lögreglunar sem ekki má láta sjá sig og "berja" á konum og öðrum eftir þótta, án þess að hægt sé að kæra þá. Lögreglan leggur niður kæruna, vegna "skorts á fé, við að eltast við minniháttar mál".

Þetta eru staðreyndirnar.

Síðan, er verið að framleiða það sem kallast "exo skeleton" ... og javnvel er "liquid armor" eitthvað, sem verður til í náinni framtíð.  Þar með, verður okkur "sauðunum" haldið í skefjun, frá hinum ríku ... í framtíðinni.

Það sem er enn óhuggulegra, er hin svokalla "seek for eternal life".  Það er of langdregið að tala um af hverju, menn sækjast eftir slíku ... en við vitum að "bionic body" er raunveruleg framtíð. 

https://www.youtube.com/watch?v=YI_zoQc_tNc

En þessi framtíð, er aðeins til fyrir ... þá ríku.  Við hin, munum aldrei hafa efni á þessu.  Þar með er komið slíkt bil, milli "dauðlegra" og hinna ... að "martraðar" samfélagið þitt ... er ekki bara líklegt, heldur RAUNVERULEIKI.  Þeir aðilar, sem við tölum um hér ... eru betri, gáfaðri en allir aðrir.  Það leiðir af sjálfum sér, að þeir munu líta á hina sem "maura".  Ekki bara það, "almenningur" er þegar orðin og verður enn meir í framtíðinni ... ógn fyrir þá ríku. Að "gallra" í fólksfjöldanum ... tekur við, til að "minnka" stofnin, og gera "náttúruna" aðgengilegri fyrir þá sem það vilja.

Þetta er ekki bara "líklega" framtíð, heldur máttu skrifa það upp að menn eru þegar að hugsa út ... þessa framtíð.

Hitt kemur á móti, að á meðan þessi tækni er ekki fullkominn ... þá munum við hin njóta hennar líka, vegna þess að við erum góð "tilraunardýr" fyrir að þróa þessa tækni.

"WELCOME TO THE FUTURE"

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 19.5.2016 kl. 22:42

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gísli Ingvarsson, -- Varðandi kostnaðarþáttinn af framleiðslu róbóta með öðrum róbótum, þá augljóst felst sá fyrst og fremst í hráefnum og hugsanlegum aðkeyptum öðrum íhlutum til framleiðslunnar.
--En nær enginn launakostnður væri þá til staðar.
--Auðvitað þarf að taka tillit til upphaflegs stofnkostnaðar -- en sá verður nánast um leið sokkinn!

Punktur -- að um leið og þú ert kominn með róbóta verksmiðju - sé kostnaður þaðan í frá sennilega ekki slíkur að hann sé alvarlegt vandamál.

    • Samfélag án borgaralauna -- væri augljóst heilt yfir með mun minni neyslu.

    • Borgaralaun gerðu vart annað en að viðhalda -- ákveðnum grunni.

      • En ég held að það geti vart annað gerst en að það verði töluvert neysluhrap, þegar svo mikið af launuðum störfum hverfur -- og ólíklegt að unnt sé að skapa nærri því jafn mörg önnur í staðinn.

      • Ég hugsa að það verði ósennilegt að elítan í löndum þ.s. engin væru borgaralaunin - mundi neyta það mikið til viðbótar við sýna fyrri neyslu - að hún bætti það upp þegar fátækum mundi fjölga mjög mikið.

      Helst vonin til að -- það færi með öðrum hætti!
      Væri hugsanlega það -- að fólk sem hefði borgaralaun, mundi ekki allt liggja liðlangan daginn á netinu eða í tölvuleik eða í sýndarveruleika -- heldur margt af því finna sér gagnlega hluti til dundurs, sem það annars ekki gerði.

      En annars er ég verulega hræddur um að margir festist í sýndarveruleika eða netheimum eða tölvuleikjum -- ef þeir þyrftu ekkert nauðsynlega að hafa fyrir stafni.
      _________

      Bjarne -- þú átt væntanlega við, endurkomu 1-klassans. En gömlu stéttirnar 3 voru - 1. stétt aðall, 2 stétt kirkjunnar fólk, 3 stétt allir aðrir.

      Já þ.e. mjög sennilegt að í sumum löndum þá skapi róbótvæðing grundvöll fyrir endurkomu aðalds stétta -- þ.e. ráðandi elíta og þeir ofsaríku taki öll völd - samtímis hindri alla samkeppni við sig - sem útiloki mikið til kapítalisma líka -- og við taki aftur fyrirkomulag mjög líkt aðals fyrirkomulaginu gamla.

        • Ég á aftur á móti ekki von á því að það verði í nándar nærri öllum löndum.

        Líkleg lönd til að fara þannig -- væru einna helst lönd er byggja á fáum auðlyndum sem auðvelt er fyrir fámenna yfirstétt að einoka.
        --Þá getur fámennur hópur virkilega tekið það alveg yfir - og með aðstoð róbótískra "enforcers" tryggt um alla framtíða þaðan í frá -- fullkomna einokun á þeirri eign.

        Lönd sem aftur á móti eru stór og flókin iðnsamfélög - held ég að fari ekki þannig!
        --Tek Kína þar með!

        Reikna með borgaralaunafyrirkomulagi á Vesturlöndum og Kína einnig.

          • Land eins og Angola.

          • Og Rússland t.d. -- gætu orðið virkilega nastý.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 19.5.2016 kl. 23:28

          Bæta við athugasemd

          Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

          Um bloggið

          Einar Björn Bjarnason

          Höfundur

          Einar Björn Bjarnason
          Einar Björn Bjarnason
          Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
          Jan. 2025
          S M Þ M F F L
                1 2 3 4
          5 6 7 8 9 10 11
          12 13 14 15 16 17 18
          19 20 21 22 23 24 25
          26 27 28 29 30 31  

          Eldri færslur

          2025

          2024

          2023

          2022

          2021

          2020

          2019

          2018

          2017

          2016

          2015

          2014

          2013

          2012

          2011

          2010

          2009

          2008

          Nýjustu myndir

          • Mynd Trump Fylgi
          • Kína mynd 2
          • Kína mynd 1

          Heimsóknir

          Flettingar

          • Í dag (20.1.): 10
          • Sl. sólarhring: 10
          • Sl. viku: 65
          • Frá upphafi: 859307

          Annað

          • Innlit í dag: 10
          • Innlit sl. viku: 57
          • Gestir í dag: 10
          • IP-tölur í dag: 10

          Uppfært á 3 mín. fresti.
          Skýringar

          Innskráning

          Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

          Hafðu samband