14.5.2016 | 01:21
Renault/Nissan að taka yfir Mitsubishi?
Það vekur alltaf athygli þegar eitthvað stórt gerist í heimi þekkustu bifreiðaframleiðendanna. Upp á síðkastið hefur Mitsubishi verið í verulegum vandræðum - hlutabréf hafa fallið meir en 40%. Það virðist að forstjóri Renault/Nissan, Carlos Ghosn, hafi séð sem tækifæri.
- Vandræði Mitsubishi eru þau, að fyrir nokkru síðan, viðurkenndi fyrirtækið að hafa svindlað á mengunarmælingum og tölum vegna eldsneytiseyðslu í tengslum við bíla af tilteknu tagi -K bílar- sem aðeins eru framleiddir og seldir í Japan.
- Þetta var einnig bagalegt fyrir Nissan, því að í Japan er Nissan og Mitsubishi í bandalagi um framleiðslu -K bíla- og framleiðir Mitsubishi einnig slíka fyrir Nissan, sem seldir eru sem Nissan í Japan.
--Sala á þeim Nissan módelum, var einnig stöðvuð í Japan.
- Þetta á eftir að kosta Mitsubishi verulegar upphæðir, en ljóst virðist að fyrirtækið þarf að bæta kaupendum þetta með einhverjum hætti.
Nissan buys $2.2-bn stake in floundering Mitsubishi
Saviour of Nissan risks his record with bet on Mitsubishi
Ég hef áður fjallað um Carlos Ghosn: Litlar 1.070 milljón í árslaun.
En hann er merkilegur maður -- 1996 varð hann forstjóri Renault, sem þá var í alvarlegum rekstrar- og fjárhagsvanda. Á einu ári sneri Ghosn rekstrinum úr tapi í hagnað - og sérhvert ár síðan hefur Reanult skilað hagnaði.
1999 tók hann gríðarlega áhættu, er hann yfirtók Nissan, og tók þegar yfir stjórn þess fyrirtækis. Þá rambaði Nissan á brún gjaldþrots - varði Ghosn heilu ári í Japan við það að enduskipuleggja rekstur Nissan samsteypunnar.
Og það fór með sama hætti, að hann sneri rekstri Nissan við á einu ári, og síðan þá hefur Renault/Nissan undir forstjórn Ghosn -- orðið að einu fjársterkasta risafyrirtæki í heimi.
Og að sannkölluðum risa í heimi bifreiða-iðnaðar!
Renault/Nissan eignast þó einungis 33% hlut í Mitsubishi
Þetta er ekki - full yfirtaka, eins og er Ghosn tók strax yfir stjórn Nissan. Staða Mitsubishi er náttúrulega ekki eins slæm og staða Nissan var 1998. Fyrirtækið sennilega á eitt og óstutt fyrir líklegum fjárútlátum vegna skaðabóta -- en þetta er eftir allt saman innan japansks lagaumhverfis ekki bandarísks, ef maður hefur í huga Volkswagen hneykslið.
- En innkoma Reanult/Nissan þó styrkir stöðu Mitsubishi, sem hefði ella staðið eftir - sennilega, fjárhagslega veikt.
- Og vænta má við því, að í kjölfarið hefji fyrirtækin mjög náið samstarf.
Bent er á að Mitsubishi er sterkt í SA-Asíu, og á Indlandi.
Og auðvitað sterkt á heimamarkaði í Japan.
Mitsubishi er einnig þekkt um allan heim! Þó merkið sé ekki sterkt alls staðar.
- Talað er um að, Renault/Nissan þurfi á aukinni framleiðslu að halda, til að fjármagna þróun næstu kynslóðar -- rafbíla.
--Að gera það í samstarfi við Mitsubishi, breikki þann markað sem framtíðar rafbíla framleiðsla Renault/Nissan nái líklega til.
Væntanlega ef maður gerir ráð fyrir að um verði að ræða - sömu tæknina hjá öllum þrem.
- Það verður þó að koma í ljós síðar, hvernig merkin 3-verða markaðsset oft á sömu mörkuðum.
- Og samtímis haldið aðgreindum.
En merkin 3-eru öll að keppa á almennum neytendamarkaði.
Niðurstaða
Þó að björgun Carlos Ghosn á Mitsubishi sé ekki án áhættu - held ég að klárlega hafi áhættan er hann tók með yfirtöku Nissan 1998 verið mun meiri. Sjálfsagt stefnir hann á að í framtíðinni samræma framleiðslu fyrirtækjanna 3-ja, eða nánar tiltekið - samræma framleiðslu Mitsubishi að framleiðslu Renault/Nissan. En Renault/Nissan í dag nota sömu undirvagna - vélar og annað kram, að eins miklu leiti og praktístk er. Að sjálfsögðu mun slík breyting taka nokkurn tíma -- vart ekki möguleg fyrr en á tímabili er tekur rúman áratug.
----Klárlega ætlar Carlos Ghosn að tryggja að sá risi sem hann hefur byggt upp, verði áfram einn megin bifreiða risinn í heiminum, með því að Mitsubishi - reikna ég með, renni smám saman inn í þá heild!
-----Þar sem Mitsubishi er ekki enn full yfirtekið, og fyrri eigendur þess fyrirtækis eiga enn stóran hlut, má vænta þess að þeir aðilar muni hafa einhver áhrif á þá framtíðar stefnu er verði mörkuð af heildardæminu!
Kv.
Flokkur: Viðskipti og fjármál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Stríðið í Úkraínu getur verið að þróast aftur í pattstöðu - s...
- Friedrich Merz, virðist ætla að takast að stórfellt auka hern...
- Kreppuhætta í Bandaríkjunum getur verið stærri en margir hald...
- Trump líklega græddi: 350mn.$ á Trump-Coin, á einungis 18 dögum!
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (29.3.): 2
- Sl. sólarhring: 9
- Sl. viku: 395
- Frá upphafi: 863639
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 373
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning