19.4.2016 | 22:17
Spurning hvort næsta þing verður stutt - en ekki þó með þeim hætti sem Píratar segjast vilja
Ég hjó eftir því aðspurður sagði Ólafur Ragnar eitthvað á þá leið, er hann svaraði spurningu fréttamanns um hlutverk forseta við stjórnarmyndun - að það væri á ábyrgð nýkjörins meirihluta að mynda stjórn, sem allir kannast við að sé rétt; en á hinn bóginn - að ef þingmeirihluti ekki getur myndað stjórn, þá færist ábyrgðin yfir á forseta!
Mér finnst það áhugavert að Ólafur hafi tekið þetta fram!
Atburðarásin gæti þá ca. verið á þá leið --> að 2-mánuðum eftir kosningar, skipi Ólafur Ragnar utanþingsstjórn, ef stjórnarmyndun virðist ekki að þeim tíma liðnum líklegri en fyrstu dagana eftir kosningar.
Ekkert er því til fyrirstöðu að þingmeirihluti haldi áfram tilraunum til stjórnarmyndunar samt sem áður -- felli síðar utanþingsstjórn með vantrausti.
- En ímyndum okkur að utanþingsstjórn sitji í 3-mánuði, að þeim tíma liðnum bóli enn ekkert á því að tilraunir þingmeirihluta til stjórnarmyndunar gangi.
- Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að Ólafur Ragnar og utanþingsforsætisráðherra, ákveði að kjósa að nýju.
- Sérstaklega ef skoðanakannanir eru í einhverjum skilningi hagstæðar, sem þær sannarlega mundu geta verið ef heilir 5-6 mánuðir væru liðnir án þess að meirihluta þings væri fært að mynda stjórn!
Með þessum hætti gæti næsta þing orðið stutt - án þess að það væri í samræmi við yfirlýstar hugmyndir Pírata!
- Bendi á að Ólafur Ragnar getur ekkert gert, ef stjórn er mynduð innan fáeinna vikna frá kosningum.
- Sama gildir einnig ef meirihluti getur myndað stjórn - fljótlega eftir að utanþingsstjórn tekur formlega við, og fellir utanþingsstjórn með vantrausti!
- Mál geta einungis spilast með ofangreindum hætti -- ef þingmeirihlutanum sannarlega reynist ókleyft að mynda stjórn!
-- Þá kannski eiga þeir það skilið, að verða sópað burt með nýjun kosningum innan 8-9 mánaða frá kjördegi!
- Þannig að þetta má skoðast sem svipa á nýkjörinn meirihluta að afloknum nk. kosningum -- að láta stjórnarmyndun virka!
--Þetta er ekki sama sviðsmynd og Próf. Svanur var að tala um, en hann hélt því fram að forseti geti rekið sitjandi forsætisráðherra, sem enn hefur traustan meirihluta!
Sem sé að sjálfsögðu af og frá!
- En forseti hefur aftur á móti raunverulega mikil völd - ef það reynist kjörnum meirihluta ómögulegt að mynda stjórn -- > En ofangreind sviðsmynd er ekki brot á þingræðisreglu "meðan að hugmynd Svans sannarlega var það."
Niðurstaða
Mín tilfinning er sú að Ólafur Ragnar meti stöðuna með þeim hætti - að líkur séu á erfiðri stjórnarmyndun eftir nk. kosningar.
Hugsanleg utanþingsstjórn á auðvitað eitt fordæmi frá tíð Sveins Björnssonar - í Seinni Styrrjöld. Þannig að Ólafur væri ekki að feta algerlega ótroðnar slóðir.
--Ef allt bregst hjá nýjum þingmeirihluta.
--Meirihlutinn getur ekki myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir.
Hugsanleg utanþingsstjórn á auðvitað eitt fordæmi frá tíð Sveins Björnssonar - í Seinni Styrrjöld. Þannig að Ólafur væri ekki að feta algerlega ótroðnar slóðir.
--Ef allt bregst hjá nýjum þingmeirihluta.
--Meirihlutinn getur ekki myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir.
Þá mundi sennilega fylgi við Pírata að mestu hverfa!
Hægri flokkarnir gætu aftur fengið nýja fylgissveiflu - - þ.e. innan við ári frá nk. þingkosningum!
Eða að eitthvert nýtt stjórnmála-afl kemur fram, sem sópar borðið.
Hægri flokkarnir gætu aftur fengið nýja fylgissveiflu - - þ.e. innan við ári frá nk. þingkosningum!
Eða að eitthvert nýtt stjórnmála-afl kemur fram, sem sópar borðið.
Kv.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 20.4.2016 kl. 08:43 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
- Rússland getur hugsanlega haldið fram Úkraínustríði, allt að ...
- Rússland ætlar að hætta stuðningi við uppreisnarmenn í Súdan ...
- Gríðarlega mikilvægt að Úkraína fær bráðnauðsynlega hernaðara...
Nýjustu athugasemdir
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Margar þjóðir eru tibúnar að hjálpa til við uppbygginguna en sú... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Grímur Kjartansson , Sýrland er efnahagslega rjúkandi rúst - ei... 9.12.2024
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al...: Mér skilst að al-Jilani hafi keypt sér liðveislu USA með því a... 9.12.2024
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerl...: Ásgrímur Hartmannsson , grímur -- Viðreisn er hægri flokkur. Ha... 8.12.2024
Eldri færslur
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.12.): 0
- Sl. sólarhring: 4
- Sl. viku: 31
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 27
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Utanþingsstjórn hér á landi þar sem er þingræði yrði keyrð í kaf strax á fystu dögum hennar ef að kjörnir þingmenn væru ekki sáttir við það. Það þarf jú að samþykkja hér fjárlög og önnur lög þannig að meirihluti Alþingis hefði þá líf þeirrar stjórnar algjörlega í höndum sér. Þannig að utanþingstjórn væri jafn líkleg og minnihlutastjórn með stuðningi þá einhverra flokka um nauðsynlegustu mál. Og þarf höfum við dæmi um starfsstjórn t.d. Alþyðuflokksins eftir stjórnarslit um 1978 eða eitthvað svoleiðis og fyrstu mánuði 2009
Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2016 kl. 01:24
Að sjálfsögðu er minnihlutastjórn háð sama vanda - að hafa enga tryggingu fyrir því að koma lögum í gegn, og að geta fallið samstundis og það myndast starfhæfur meirihluti.
**Vandinn við minnihlutastjórn eftir nk. kosningar, er auðvitað sá vandi að fylkingar stjórnmála í dag virðast sérstaklega sundurþykkar - eða meir svo en hefur verið í langan tíma.
_________
Hætt er því við því að -- minnihlutastjórn einhvers flokks, fengi nánast án tafar á sig vantraust.
**Meðan að þ.e. að mig grunar að við þær aðstæður sem líklegar eru til að vera til staðar eftir kosningar -- þá hafi utanþingsstjórn meiri möguleika, ef maður gefur sér að forseti velji -tæknikrata- án augljósrar tengingar við stjórnmál, til að fá lágmarks starfsfrið.
___________
Í báðum tilvikum væri þetta til skamms tíma.
Því líklega getur hvorugt stjórnarformið við þær aðstæður sem sennilega verða til staðar, komið fjárlögum í gegn.
**Ég hugsa það þannig að utanþingsstjórn starfi einungis þann tíma sem það tekur til að það sé fullreynt, að þingmeirihlutinn getur ekki myndað starfhæfa stjórn - hvort sem þ.e. meirihluta- eða minnihluta.
**Vandinn er þá sá, að ef Píratar reynast algerlega ófærir um það innra samkomulag sem til þarf svo unnt verði að mynda stjórn með þeim -- er engin trygging til þess að á Alþingi væru nægilega margir þingmenn hollir minnihlutastjórn VG til að hún væri ekki felld án tafar.
Þetta er þ.s. mig grunar að sérkennilegt pólit. ástand ríki sennilega á nk. þingi -- sem geri starfhæfa minnihlutastjórn -- lítt eða ill mögulega.
**Ég á einungis von á að -utanþingsstjórn- væri skammtíma lausn, til að brúa bil meðan reynt væri enn að koma saman einhverjum starfhæfum meirihluta.
Ef ekki tækist að mynda slíka eftir t.d. 5-6 mánuði.
Yrði sennilega kosið af nýju.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 20.4.2016 kl. 08:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning