Spurning hvort næsta þing verður stutt - en ekki þó með þeim hætti sem Píratar segjast vilja

Ég hjó eftir því aðspurður sagði Ólafur Ragnar eitthvað á þá leið, er hann svaraði spurningu fréttamanns um hlutverk forseta við stjórnarmyndun - að það væri á ábyrgð nýkjörins meirihluta að mynda stjórn, sem allir kannast við að sé rétt; en á hinn bóginn - að ef þingmeirihluti ekki getur myndað stjórn, þá færist ábyrgðin yfir á forseta!
http://risanmedia.com/wp-content/uploads/2014/05/Grimsson_Interview.jpg
Mér finnst það áhugavert að Ólafur hafi tekið þetta fram!
Atburðarásin gæti þá ca. verið á þá leið --> að 2-mánuðum eftir kosningar, skipi Ólafur Ragnar utanþingsstjórn, ef stjórnarmyndun virðist ekki að þeim tíma liðnum líklegri en fyrstu dagana eftir kosningar.

Ekkert er því til fyrirstöðu að þingmeirihluti haldi áfram tilraunum til stjórnarmyndunar samt sem áður -- felli síðar utanþingsstjórn með vantrausti.
  1. En ímyndum okkur að utanþingsstjórn sitji í 3-mánuði, að þeim tíma liðnum bóli enn ekkert á því að tilraunir þingmeirihluta til stjórnarmyndunar gangi.
  2. Þá væri því ekkert til fyrirstöðu, að Ólafur Ragnar og utanþingsforsætisráðherra, ákveði að kjósa að nýju. 
  3. Sérstaklega ef skoðanakannanir eru í einhverjum skilningi hagstæðar, sem þær sannarlega mundu geta verið ef heilir 5-6 mánuðir væru liðnir án þess að meirihluta þings væri fært að mynda stjórn!
 
Með þessum hætti gæti næsta þing orðið stutt - án þess að það væri í samræmi við yfirlýstar hugmyndir Pírata!
 
  1. Bendi á að Ólafur Ragnar getur ekkert gert, ef stjórn er mynduð innan fáeinna vikna frá kosningum.
     
  2. Sama gildir einnig ef meirihluti getur myndað stjórn - fljótlega eftir að utanþingsstjórn tekur formlega við, og fellir utanþingsstjórn með vantrausti!
  • Mál geta einungis spilast með ofangreindum hætti -- ef þingmeirihlutanum sannarlega reynist ókleyft að mynda stjórn!
    -- Þá kannski eiga þeir það skilið, að verða sópað burt með nýjun kosningum innan 8-9 mánaða frá kjördegi!
  • Þannig að þetta má skoðast sem svipa á nýkjörinn meirihluta að afloknum nk. kosningum -- að láta stjórnarmyndun virka!
--Þetta er ekki sama sviðsmynd og Próf. Svanur var að tala um, en hann hélt því fram að forseti geti rekið sitjandi forsætisráðherra, sem enn hefur traustan meirihluta!
Sem sé að sjálfsögðu af og frá!
  • En forseti hefur aftur á móti raunverulega mikil völd - ef það reynist kjörnum meirihluta ómögulegt að mynda stjórn -- > En ofangreind sviðsmynd er ekki brot á þingræðisreglu "meðan að hugmynd Svans sannarlega var það."
 

Niðurstaða
Mín tilfinning er sú að Ólafur Ragnar meti stöðuna með þeim hætti - að líkur séu á erfiðri stjórnarmyndun eftir nk. kosningar.
Hugsanleg utanþingsstjórn á auðvitað eitt fordæmi frá tíð Sveins Björnssonar - í Seinni Styrrjöld. Þannig að Ólafur væri ekki að feta algerlega ótroðnar slóðir.
--Ef allt bregst hjá nýjum þingmeirihluta.
--Meirihlutinn getur ekki myndað ríkisstjórn, þrátt fyrir margra mánaða tilraunir.
Þá mundi sennilega fylgi við Pírata að mestu hverfa!
Hægri flokkarnir gætu aftur fengið nýja fylgissveiflu - - þ.e. innan við ári frá nk. þingkosningum!
Eða að eitthvert nýtt stjórnmála-afl kemur fram, sem sópar borðið.
 
 
Kv.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Magnús Helgi Björgvinsson

Utanþingsstjórn hér á landi þar sem er þingræði yrði keyrð í kaf strax á fystu dögum hennar ef að kjörnir þingmenn væru ekki sáttir við það. Það þarf jú að samþykkja hér fjárlög og önnur lög þannig að meirihluti Alþingis hefði þá líf þeirrar stjórnar algjörlega í höndum sér. Þannig að utanþingstjórn væri jafn líkleg og minnihlutastjórn með stuðningi þá einhverra flokka um nauðsynlegustu mál. Og þarf höfum við dæmi um starfsstjórn t.d. Alþyðuflokksins eftir stjórnarslit um 1978 eða eitthvað svoleiðis og fyrstu mánuði 2009

Magnús Helgi Björgvinsson, 20.4.2016 kl. 01:24

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að sjálfsögðu er minnihlutastjórn háð sama vanda - að hafa enga tryggingu fyrir því að koma lögum í gegn, og að geta fallið samstundis og það myndast starfhæfur meirihluti.
**Vandinn við minnihlutastjórn eftir nk. kosningar, er auðvitað sá vandi að fylkingar stjórnmála í dag virðast sérstaklega sundurþykkar - eða meir svo en hefur verið í langan tíma.
_________
Hætt er því við því að -- minnihlutastjórn einhvers flokks, fengi nánast án tafar á sig vantraust.
**Meðan að þ.e. að mig grunar að við þær aðstæður sem líklegar eru til að vera til staðar eftir kosningar -- þá hafi utanþingsstjórn meiri möguleika, ef maður gefur sér að forseti velji -tæknikrata- án augljósrar tengingar við stjórnmál, til að fá lágmarks starfsfrið.
___________

Í báðum tilvikum væri þetta til skamms tíma.
Því líklega getur hvorugt stjórnarformið við þær aðstæður sem sennilega verða til staðar, komið fjárlögum í gegn.
**Ég hugsa það þannig að utanþingsstjórn starfi einungis þann tíma sem það tekur til að það sé fullreynt, að þingmeirihlutinn getur ekki myndað starfhæfa stjórn - hvort sem þ.e. meirihluta- eða minnihluta.

    • Málið með starfsstjórn Alþýðufl. t.d. 1958, var að þá var takmarkaður stuðningur við hana mögulegur -- þ.e. samkomulag við Sjálfstæðisflokk um tiltekin mal, síðan kosningar ---- svo svokölluð Viðreisn eftir þær kosningar.

    • Ég held að starfsstjórnin 1978 hafi orðið að leysa tiltekin brýn úrlausnarmál, vegna hættulegra aðstæðna í efnahagsmálum -- sameiginleg hætta hafi skapað tímabundinn grundvöll fyrir hana.

      • Í dag sé engin slík krísa í gangi um efnahagsmál, og virðist ekki sérdeilis líkleg -- nema að e-h stórt gerist í alþjóðakerfinu.

      • Síðan, held ég að vinstri flokkarnir mundu tafarlaust fella t.d. minnihlutastjórn Sjálfstæðisflokks - ef slík yrði skipuð eftir kosningar, og sama gilti um hugsanlega minnihlutastjórn VG að hægri flokkarnir mundu tafarlaust láta kjósa um vantraust.
        **Vandinn er þá sá, að ef Píratar reynast algerlega ófærir um það innra samkomulag sem til þarf svo unnt verði að mynda stjórn með þeim -- er engin trygging til þess að á Alþingi væru nægilega margir þingmenn hollir minnihlutastjórn VG til að hún væri ekki felld án tafar.

      Þetta er þ.s. mig grunar að sérkennilegt pólit. ástand ríki sennilega á nk. þingi -- sem geri starfhæfa minnihlutastjórn -- lítt eða ill mögulega.

      **Ég á einungis von á að -utanþingsstjórn- væri skammtíma lausn, til að brúa bil meðan reynt væri enn að koma saman einhverjum starfhæfum meirihluta.

      Ef ekki tækist að mynda slíka eftir t.d. 5-6 mánuði.
      Yrði sennilega kosið af nýju.

      Kv.

      Einar Björn Bjarnason, 20.4.2016 kl. 08:42

      Bæta við athugasemd

      Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

      Um bloggið

      Einar Björn Bjarnason

      Höfundur

      Einar Björn Bjarnason
      Einar Björn Bjarnason
      Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
      Nóv. 2024
      S M Þ M F F L
                1 2
      3 4 5 6 7 8 9
      10 11 12 13 14 15 16
      17 18 19 20 21 22 23
      24 25 26 27 28 29 30

      Eldri færslur

      2024

      2023

      2022

      2021

      2020

      2019

      2018

      2017

      2016

      2015

      2014

      2013

      2012

      2011

      2010

      2009

      2008

      Nýjustu myndir

      • Mynd Trump Fylgi
      • Kína mynd 2
      • Kína mynd 1

      Heimsóknir

      Flettingar

      • Í dag (21.11.): 1
      • Sl. sólarhring: 1
      • Sl. viku: 28
      • Frá upphafi: 856011

      Annað

      • Innlit í dag: 1
      • Innlit sl. viku: 26
      • Gestir í dag: 1
      • IP-tölur í dag: 1

      Uppfært á 3 mín. fresti.
      Skýringar

      Innskráning

      Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

      Hafðu samband