Basilía virðist mér nánast hin fullkomna uppskrift að aðstæðum þar sem pópúlísti gæti náð völdum

Höfum í huga - að þing landsins er að íhuga að hefja ferli sem mundi felast í formlegri ákæru á hendur forseta landsins, Dilma Rousseff um spillingu.
Síðan gerðist það nýverið - að hún reyndi að skipa fyrri forseta landsins, Lula, ráðherra í sína ríkisstjórn --- svo steig fram áhrifamikill dómari með lögbanns úrskurð á þá aðgerð þegar til stóð að sverja Lula til ráðherraembættisins, athöfnin var að hefjast.
Ef þ.e. ekki nóg, komu fram hleruð símböl milli Rousseff of Lula þ.s. hún lofar Lula ráðherraembætti - ef hann þarf á því að halda!
**En punkturinn með það að skv. brasilískum lögum, er ráðherra veitt skjól fyrir lögsókn.
**Og rannsóknins á Petrobras spillingarmálinu mikla, hefur teigt anga sína til fyrri forseta landsins.Síðan komu fram harðorðar ásakanir frá Rousseff gagnvart dómaranum sem dirfðist að hindra að hún veitti vini sínum og velgjörðarmanni þannig skjól gegn dómsvaldi -- um "judicial coup."

Brazil’s tainted elite leaves few alternatives to Dilma Rousseff

  • Að segja Dilmu Rousseff rúna trausti - er sennilega mjög vægt sagt.
  • Á hinn bóginn, njóta dómstólar landsins ekki sama traust og á Íslandi, og á sama tíma -- þá er ekki heldur sem svo að flokkar pólitískra andstæðinga sem vilja nú leiða þinglega kæru á hendur forsetanum séu sjálfir lausir við spillingarorð í fortíðinni.
  1. Rétt að nefna - að mitt í öllu þessu er landið statt í sinni verstu efnahagskrífu síðan á 8. áratug sl. aldar!
  2. Stjórnmálakrísan augljóst veikir getu stjórnvalda til að fá samvinnu þingsins, til beitingar óvinsælla en líklega nauðsynlegra aðgerða - til að fást við alvarlegan hallarekstur og þar með skuldasöfnun ríkins; hvort tveggja varð alvarlegt eftir að utanaðkomandi efnahagsáfall minnkaði tekjustreymi ríkisins.
  3. A.m.k. sum alþjóðleg lánghæfismatsfyrirtæki - hafa lækkað Brasilíu í, ruslflokk.

http://www.brockpress.com/wp-content/uploads/2015/01/Porto-Uni%C3%A3o-da-Vit%C3%B3ria-receber%C3%A1-Dilma-Rousseff-amanh%C3%A3-16.06.2014.jpg

Það eru þessar tvær krísur: Alvarlegasta pólitíska krísa sem landið hefur sennilega séð nokkru sinni - í samverkun við alvarlegustu efnahagskrísu í langan tíma

Það er þetta - sem mig grunar að skapi nánast fullkomnar aðstæður fyrir hugsanlegan pópúlista að rísa upp.

Verkalýðfélög virðast ólíkleg til samvinnuþíðni við stjórnvöld eða pólitísku elítuna yfirleitt - þegar stjórnvöld reyna að fækka starfsmönnum eða lækka laun.
Virðist sennilegt að verkalýðfélög muni efna til verkfalla - víðtækra sennilega.

Eitrað andrúmsloft tortryggni - hindri sennilega slíka samvinnuþíðni.
Og fjölmenn skæruverkföll - sennilega skaða efnahag landsins enn frekar.

Ofan í öllu þessu, er dramað í gangi, þ.s. þingið ætlar að gera tilraun til þess, að ákæra forsetann!
Það sem flækir fyrir - er ekki síst það, að margir þingmenn eru flæktir sjálfir persónulega inn í Petrobras málið.

M.ö.o. gæti það mjög vel verið -- að Rousseff geti fengið þingmenn síns eigin flokks, og hugsanlega einhverja fleiri þingmenn - til að verja hana, vegna hagsmuna þeirra sjálfra.
Þ.s. ef henni væri ýtt til hliðar, formlega ákærð, yrði að kjósa eins fljótt aftur og mögulegt er!
-Svo er aldrei að vita að hún búi ekki yfir upplýsingum sem geta komið einstökum þingmönnum illa.-

  1. Það hafa verið pælingar um hugsanlegt valdarán, af kaosið verður virkilega slæmt.
  2. Á hinn bóginn, hefur herinn sínt lítinn áhuga á stjórnmálum sl. 20 - 30 ár, brenndur af sínum fyrri afskiptum.
  • Landið gæti aftur á móti -- staðið frammi fyrir raunverulegum möguleika á -- byltingu!

Þá frá götunni - frá þeim mikla fjölda sem líklega í framtíðinni muni mæla óánægðir götur borganna, á mótmæla fundum af margvíslegu tagi - hvort sem um er að ræða verkalýðsmótmæli, eða mótmæli almennt við ástandinu.

Ef einhvern tíma skapast þær aðstæður -- að hávær reið rödd geti upp risið.
Þá er það við þær aðstæður sem líklega eru til að vera til staðar næstu mánuði og næsta árið innan Brasilíu.

  • En kannski ef elítan stendur frammi fyrir því, að vera -ýtt til hliðar eins og hún leggur sig- gæti verið að hún grátbiðji herinn að taka yfir.

Kannski stígur herinn fram -- ef Brasilía stendur frammi fyrir byltingu.

 

Niðurstaða

Það er hvað ég vil meina - að sennilega sé að skapast innan Brasilíu nánast hinn fullkomni jarðvegur fyrir - byltingu.
Byltingar þurfa ekki endilega vera slæmar - þær stundum eru friðsamar, t.d. í A-Evrópu 1989 eða rósabyltingin í Portúgal á 8. áratugnum.
Hinn bóginn -- virðist mér líklegar að svo mikil reiði geti myndast innan Brasilíu, að sá byltingarjarðvegur sem geti verið til staðar - verði of reiður til að byltingin verði -falleg- eða -friðsöm.-
Það sé sennilegasta sviðsmyndin fyrir hugsanleg inngrip hersins - ef landið stendur frammi fyrir blóðugri byltingu.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband