Líkur á samdrætti í olíuframleiðslu í Rússlandi á nk. árum

Sá þessa áhugaverðu umfjöllun í NewYork-Times: Russia, Light on Cash, Weighs Risks of a Heavy Tax on Oil Giants.
Skv. því sem fram hefur komið í fjölmiðlum, þá virðist hallinn á rússn. ríkinu í ár stefna í að vera um 10%, eða langt umfram - þ.s. rússn. lög segja að hann megi hámarki vera, þ.e. 3%.
Ástæða - lægri olíuverð.

Eitt af þvi sem verið er að ræða -- er að skattleggja framtíðarsjóði olíufélaganna, sem enn þann dag í dag innihalda skv. umfjöllun 90 milljarða Dollara.
En þeir eru til staðar svo þau geti lagt í stórar fjárfestingar í t.d. nýjum olíusvæðum, án þess að þurfa að taka hugsanlega áhættusöm - erlend lán.
Við núverandi olíuverð - þá halda félögin að sér höndum, ekkert nýtt svæði hafi verið opnað til vinnslu síðan 2014.

  • "This year, new taxes will cost oil companies about 200 billion rubles, or about $2.9 billion. But a far larger tax, reported by Russian news media to be up to $11 billion, is under consideration for the 2017 budget."

Á sama tíma - þá sé tekjustreymi félaganna að frédregnum sköttum, með tilliti til nýrra skatta, það minnsta sem hafi verið í langan tíma.

  • "The higher the price, the more Russia’s oil companies paid in taxes. At an oil price of $100 a barrel, for example, the companies were paying taxes of $74, according to Renaissance, a Moscow investment bank. When oil prices collapsed, the government took most of the loss in diminished tax receipts. With oil at $35 a barrel, the tax is about $17, leaving $18 a barrel for the companies — not too much less than the $30 a barrel they made at the peak."

Við þessar aðstæður sé ekki undarlegt, að þau sinni fyrst og fremst viðhaldi.

  1. En vandinn við það sé sá að -- meginsvæði Rússlands séu í hægri hnignun.
  2. Þau svæði sem þarf að nýta í framtíðinni -- séu öll því marki brennd, að þau krefjist verulegs fjármagns - svo unnt sé að hefja vinnslu.
  3. Það borgi sig ekki nema - olíuverð hækki umtalsvert.
  • "Yevgeny G. Yasin, a former minister of economy, said in an interview." - "“The United States is successfully developing shale oil so that even if prices go up, it will only lead to more shale oil production” that would compete with new Russian output coming online years from now..."

Fram hefur komið í fjölmiðlum, að kostnaður við dælingu á olíuleirsteins svæðum innan Bandaríkjanna -- sé milli 50-60 dollarar.
Sem þíðir, að um leið og verð nær ca. 60 dollurum - þá hefjast að nýju fjárfestingar í þeim geira bandarísks olíuiðnaðar, og framleiðslan þá vex þar að nýju.

Það er mjög góð spurning -- hversu kostnaðarsöm tæknilega mögulega vinnanleg svæði í Rússlandi í N-Síberíu eru -- en Rússar eiga mjög stórt svæði alveg nyst í Síberíu: "Fracking" getur framlengt olíuævintýri Rússa um nokkra áratugi til viðbótar!.

Svæðið markast af bláu línunum!

File:USGS - Bazhenov Formation Oil Reservoir.png

En þarna eru gríðarlegar vetrarhörkur, og auðvitað - freðmýri.

Punkturinn er auðvitað sá -- að ef kostnaður við dælingu verður hærri á þeim svæðum, þannig að "brake even point" sé yfir 50-60 dollurum.

Getur vel verið að bandaríski olíuiðnaðurinn, með því að hefja að nýju fjárfestingar - þegar verð aftur nær ca. 60 dollurum; hindri Rússa í því að endurnýja sína framleiðslu.

Þannig -- að við taki stöðug en samt sem áður, örugg hnignun framleiðslu.

  • "A study leaked from the Ministry of Energy, seen as allied with the oil industry, and published last week in the business daily Vedomosti, presented a doomsday scenario. Russia, the analysis predicted, could cease to be an oil power, with output plummeting to half the current level by 2035."
  • "Output in what is today the Russian Federation fell to about 8.8 barrels in 1991 from about 11 million barrels a day in 1988, according to “Collapse of an Empire: Lessons for Modern Russia,” by a former prime minister, Yegor T. Gaidar, who argued that oil prices and not the arms race with the United States ended the Soviet Union."

Ef þessi svartsýna sýn -- er rétt.

Þá mundi efnahag Rússlands hraka jafnt og þétt á nk. árum - - hnignunaráin rétt að hefjast.

 

Niðurstaða

Þó að framleiðslukostnaður á núverandi megin vinnslusvæðum Rússlands sé ekki það hár -- "The average cost of producing and transporting a barrel of oil is about $15." -- Þannig að rússneski iðnaðurinn er ekki rekinn með tapi. Eins og sá norski t.d. án nokkurs minnsta vafa er.
Þá er veikleiki Rússlands líklega - dýrleiki þeirra svæða sem þarf að nýta í framtíðinni, ef Rússland á að geta haldið sinni stöðu sem ein af stærstu olíuframleiðsluþjóðum heims.
Þ.e. þá virkilega mikilvæg spurning, hver vinnslukostnaðurinn verður á svæðum allra nyrst í Síberíu - þ.s. án nokkurs minnsta vafa er dýrara að vinna olíu og að auki flutningskostnaður meiri.

En bandaríski olíu-leirsteins-iðnaðurinn, fer aftur á kreik af fullum dampi, um leið og verð ná aftur ca. 60 dollurum.
Bandarísku fyrirtækin eru ekki að starfa í freðmýri eða nærri eins miklum vetrarhörkum, né eru bandarísku vinnslusvæðin alveg þetta afskekkt - sbr. flutningskotnaður.
Ef kostnaður á nyrstu svæðum Síberíu er meiri en það sem bandarísku fyrirtækin að lágmarki þurfa til að bera sig -- þá einfaldlega borgar sig ekki að vinna þá olíu í N-Síberíu, svo lengi sem olíuleirsteins svæðin í Bandaríkjunum geta annað þeirri umframeftirspurn sem heimurinn þarf á að halda.
Að öðrum framleiðendum slepptum.

"Fracking"-ævintýrið í Bandaríkjunum getur vel enst a.m.k. 20 ár.
Það leiddi til mikil hnignunar rússn. framleiðslu - ef svo lengi væri ekki unnt að setja ný svæði í Rússlandi á koppinn.

Ef sú svartsýni mundi koma fram -- þá væri hnignun Rússlands efnahagslega séð rétt nú að hefjast!

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

"Ef þessi svartsýna sýn -- er rétt."

Ef ég væri í þínum sporum mundi ég ekki kalla þetta svartsýni heldur bjartsýni.

Af einhverjum ástæðum hefurðu bitið það í þig að Rússar eigi skilið að vera fátækir og þessi sýn ætti að vera sannkallaður hvalreki fyrir þig.

Einhverntíma kemur að því að Rússar verði olíulasir,en það er ekki að gerast í bráð.

.

'A svæðunum þar sem er verið að vinna olíu í dag á ca 5 dollara tunnuna eru þekktat lindir upp á ca 70 milljarða tunna +gas upp á tölu sem ég treysti mér ekki til að skrifa.

Þetta olíumagn dugar í rúmlega 19 ár með sömu dælingu og í dag miðað við að það finnist engin frekari olía á svæðunum,sem er frekar ólíklegt.

Einhver hluti olíunnar kemur frá heimskautasvæðunum svo álagið á þessar lindir er eitthvað minna og ending þeirra lengri.

Miðað við að kostnaður við fracking er 60 dollarar verður að segjast að Rússneska olíuvinnslan stendur nokkuð traustum fótum með 5 dollara dælingarkostnað.

Ef þú ert að bera saman svæðin verður þú að nota sambærilegar tölur.

50-60 dollara talan er bara dælingin og þá ber þér að nota sömu aðferð við samanburðinn við Rússnesku olíuna en ekki dæliingu +flutningskostnað sem er 15 dollarar að sögn.

.

Ég get náttúrlega ekki talað fyrir bandaríska fjárfesta,en eitthvað segir mér að þeir verði tregir til að leggja peninga í fracking samstundis og olíuverðið nær dælingarkostnað,nema að það sé tryggt að olíuverð sé hækkandi.Þeir eru svolítið brenndir eftir síðasta ævintýri.

.

Eins og þú hefur væntanlega tekið eftir juku Rússar olíuframleiðslu sína á síðasta ári og hefur hún aldrei verið meiri,og raunar aldrei meiri en í janúar á þessu ári.

Til að skilja þig ekki eftir alveg í sárum get ég tilkynnt að þessi framleiðslla mun fara niður fyri 10 millj tunnur á næsta eða þarnæsta ári ,af því aukningin var fengin með því að dæla upp úr gömlum holum frá Sovét tímanum með nýrri tækni. Vondu fréttirnar eru að þessi olía kostar um 3,5 dollara í dælingu og er hvalreki fyrir Rússa.

.

Mér kæmi ekki á óvart að fracking dæmið í US þyrfti að bíða í 25 ár eftir að röðin komi að því.

Þá verður væntanlega kominn einhver annar orkugjafi.

Borgþór Jónsson, 24.3.2016 kl. 03:05

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú ert alltaf með þinn eigin veruleika - hundsar fjölda rússn. tilvitnana sem ég er með, sem henta ekki þeim veruleika sem þú virðist vilja trúa að sé sannur.
En þessi heildartala sem þú pikkar upp - er e-h "fishy", passar ekki við aðrar upplýsingar, þannig að ég sé ekki ástæðu til að taka mark á henni.

    • Hún gæti verið heildaráætlun alls mögulegs þekkts olíuforða Rússa undir jörðu, og þá ásamt svæðum í Síberíu sem mörg hafa verið rannsökuð, án þess að vinnsla sé enn hafin.

    Afar ósennilegt að það sé rétt túlkað að 60 dollarar séu einungis kostnaður upp úr jörðu kominn -- enda er það víðs fjarri raunverulegum kostnaði við þá olíu, getur því ekki staðist - þannig að sú tala hlýtur að vera með fleiri þætti inni en bara borun upp úr jörðu.
    **Það sést á því að bandar. olíuiðnaðurinn komst ekki í vanda, fyrr en olíuverð fór niður fyrir 60 dollara.

    Ef það væri ekki ca. heildarkostnaður fyrirtækjanna við að koma sinni vöru á markað, ásamt dælingu -- þá einfaldlega stæðist það ekki.
    Þá hefðu vandræði þeirra hafist mun fyrr - þegar verðin t.d. fóru í 80 dollara.

    Ég held mig því við þá tölu sem hefur komið fram í alþjóða umfjöllun um olíumál, að kostnaður fyrirtækjanna bandar. sé milli 50-60 dollarar, þannig að sá iðnaður beris sig um leið og verð fara upp í það.

      • Rússland er í dag að framleiða á hámarks afköstum -- sem þíðir að Rússland getur ekki framleitt meira.

      • Þ.e. alveg rétt að á gömlu vinnslusvæðunum eru kostnaður lágur -- heildarkostnaður virðist ca. 15 dollarar.

      Það að Rússar framleiða í dag á hámarks afköstum þíðir að sjálfsögðu að þá geta Rússar ekki aukið uppdælt magn frekar, þannig að þeir geta þá ekki hindrað það -- að þegar eftirspurn vex aftur í heiminum, smám saman eins og alltaf gerist, þá fari verð aftur upp fyrir 50-60 dollara; og olíuleirsteins vinnslan fer þá aftur á flug - rökrétt.

      Og hefur þá aftur fyrri vegferð að dæla stöðugt meira magni inn!

      Vegna þess hve mikið er til í heiminum af aðgengilegum olíuleirsteins svæðum, sem ekki eru í túndrum eða við N-Íshaf -- þá er engin tæknilegur endir á því hve lengi slík vinnsla getur haldið áfram að bæta inn frekara magni inn á markaði, með því að bæta við flr. og flr. vinnslusvæðum.

      Þú getur auðvitað leitt hjá þér þann vanda Rússa, að gömlu svæðin eru smám saman að komast yfir sinn helmingunartíma, þegar vinnsla smám saman dalar.

      Og það er óljóst hver vinnslukostnaður verður í hánorðinu á túndrusvæðunum.

        • Enn eitt atriðið sem þú hundsar -- er að eitt mikilvægasta framtíðarsvæði Rússa, er risastórt olíu-leirsteinssvæði, enn stærra en það bandar.

        En þ.e. í túndrunni og afskekktara -- sem þíðir rökrétt að kostnaður þar er hærri, en kostnaður við vinnslu á olíuleirsteinssvæðum bandar. fyrirtækjanna.

          • Niðurstaðan er því rökrétt, jöfn en stöðug hindrun vinnslu Rússa -- ef framtíðar olíuverð verður það lágt, að svæðin í hánorðrinu nái aldrei að borga sig - þ.e. vinnslukostnaður of hár til þess að borgi sig að nýta þá olíu.
            Ef vinnslukostnaður Rússa á þeim svæðum ásamt flutningi er yfir 50-60 dollurum, gæti það verið svo -- að olíuævintýri Rússa sé smám saman nk. ár í hnignun - þannig eins og ég benti á, að rússn. kreppan sé rétt að hefjast.

          Kv.

          Einar Björn Bjarnason, 24.3.2016 kl. 11:11

          3 Smámynd: Borgþór Jónsson

          Tölurnar sem ég var með koma af síðu sem heitir oil peak og eru því væntanlega frekar íhaldssamar.

          Þær ná einnig bara til hefðbundinnar olíuvinnslu.

          Ef við gefum okkur að olíuverð verði svo hátt að fracking verði inn í myndinni breytist myndin verulega Rússum í hag.

          Á Bazhenov-Neocomian svæðinu eru fracking svæði sem eru álíka gjöful eða gjöfulli en bestu svæðin í Ameríku.

          Munurinn er sá að þau eru áttatíu sinnum stærri en Bakken og sumir halda að þau innihaldi olíu sem nægir heimsmarkaðnum í 64 ár.

          Tölunni 126 milljarðar tunna hefur verið fleygt.

          Rússar hafa ekkert snert þetta ennþá ,að undanskildum tilraunaborunum sem hafa gefið mjög góða raun enda hafa þeir haft nægann aðgang að hægkvæmari olíuvinnslu.

          Gasið er svo aftur í tölum sem við getum ekki náð utanum Einar.

          Ef við skoðum svo að stæðsti innflutningsmarkaður í heimi er í dælingar fjarlægð og líka sá markaður sem er í mestum vexti í dag (Indland) þá er útlitið ekki dökkt.

          Dæling er ódýr leið til að flytja olíu og gas.

          Ég get ekki séð annað en Rússar hafi nánast sjálfdæmi um hvað þeir vilja framleiða mikla olíu.

          Þú verður að hafa í huga að kostnaður Rússneskra fyrirtækja er miklu lægri en Bandarískra og þeir geta því stundað fracking á miklu lægra olíuverði.

          Svo er það svolítil lexia um Siberiu. Siberia er rosalega stór og teygir sig 1500 til 2000 km frá norðri til suðurs.

          Sunanverð Siberia er alls ekki freðmýri með harkalegt loftslag heldur eitt gjöfulasta kornræktarsvæði Rússlands og þó víða væri leitað.

          Til samanburðar er hægt að segja að Sverdlovsk og Kirov sem eru á sunnanverðu fracking svæðinu eru með 7 mánuði sem eru með hærra hitastig en Reykjavík tvo mánuði með mildu frosti (4-6 stig) tvo mánuði með 10-12 stig og einn mánuð með 14 stig. Þessar borgir eru á Bazhenov-Neocomian svæðinu.

          Það eru áratugir þangað til Rússar þurfa að fara að sækja inn á heimskautasvæðin að einhverju marki ,nema þar sem er aðgangur að gjöfulustu lindunum.

          Þarna eru engin vandamál.

          .

          Einhvern veginn virðist þú alltaf gera ráð fyrir að Rússar aðhafist ekki neitt sér til bjargar. Þú ert svo sem ekki einn um þetta,spádómar sögðu að olíuvinnsla mundi hrapa þegar viðskiftaþvinganiranar voru settar á vegna þess að Rússar hefðu ekki tækni til að vinna olíu.

          Raunin varð að olíuframleiðslan jókst töluvert,með tækni sem Rússar höfðu þróað sjálfir.

          Fjárfesting í olíulindum hefur dregist saman í Rússlandi eins og alls staðar annarsstaðar sem mun að lokum leiða til samdráttar þar eins og annarsstaðar.

          Hins vegar er ástandið í Russlandi alls ekki verra en gengur og gerist.

          Þetta er ekkert fagnaðarefni fyrir okkur Íslendinga af því þetta gæti að lokum leitt til tímabundins  ofurhás olíuverðs.

          Þessi fyrirsjáanlegi samdráttur í olíuframleiðslu mun svo að lokum leiða til hækkunar olíuverðs sem vegur upp samdrátt í framleiðslu

          Greiningin hjá þér er því stórkostlega gölluð af því hú gerir eingöngu ráð fyrir tapi vegna lækkandi framleiðslu,en tekur ekki til aukinna tekna vegna hækkandi olíuverðs. Ég sé ekki annað að auknar tekur vegna hækkandi verðs vegi þyngra en samdráttur í framleiðslu.

          .

          Seinna þarf ég svo að gefa þér smá lexíu um hvernig Rússnesk iðnframleiðsla er að þróast í dag og hvaða áhrif það mun hafa í framtíðinni bæði innan Rússlands og utan.

          .

          Eins og þú væntanlega veist er fracking Rússnesk uppfinning frá 1954 eða 6 sem var ekki nýtt vegna þess að þeir höfðu ódýrari kosti til að moða úr.

           

          Borgþór Jónsson, 24.3.2016 kl. 14:45

          4 identicon

          Hvernig væri að birta eitthvað sem styður þessa áróðursmaskínu þína ... annað enn að Rússar muni sjálfir draga úr framleiðslu. Síðan sláðu upp "new oil reserves in the caspian", í næsta leitarmótor hjá þér.

          Þú ert maður með vel meðalgreind, þess vegna vil ég benda þér á að maður þarf að skoða fleira en eina hlið málanna.  Í gær benti ég þér á, að þú getur sjálfur lesið á Eurostat, að EU hefur keypt olíu frá ISIS ... ódýrt.  Ég segi ISIS, því þeir hafa haft stjórn á öllum olíu auðlyndum Sýrlands, í um tvö ár nú.

          Allir þessir spádómar þínir, hafa reynst ... innantómir.  Þegbar maður les statt og stöðugt um það hvað Rússar séu hættulegir, en síðan þegar kemur að stóra deginum þá hafa þeir engan áhuga á þér ... yfir höfuð.  Þá ættir þú að fara að velta fyrir þér, að kanski öll súpan ... sé ekki alveg rétt.  

          Þegar við lesum í blöðum, heirum í útvarpi og sjáum í sjónvarpi, að EU, verður fyrir öllu flótta vandamálinu, þá hefði maður haldið að Evrópa ætti að styrkja ytri landamæri sín, en auka innri samvinnu. Þegar við sitjum hér, og lesum að "múslimar" séu að ráðast inn í Evrópu, og vilja drepa okkur ... geri ég ráð fyrir að löggjafar vald okkar, byggi upp varnarvegg til að "vernda" OKKUR, en ekki innflytjendur af múslimskum uppruna.  Þegar maður les að allur heimurinn stendur fyrir ógn af völdum "múslima" og fólki frá mið austurlöndum og Afríku, sem ætlar að sprengja upp allar flugvélar ... geri ég ráð fyrir, að fólk af þessum uppruna séu rannsakað á flugvöllum ... en ekki börnin mín.

          En sannleikurinn er sá, að allt ofan ... þá eru staðreyndirnar þver öfugar miðað við lesturinn. Þess vegna EIGUM við að spyrja okkur sjálf, hvort sannleikurinn sé ekki sá að verið sé að ljúga að okkur.

          Eitt er alveg öruggt Einar, og það er að það sem er sagt opinberlega ... heldur ekki vatni.

          Eintóm steypa ...

          Hentu öllu sem þú lest, beint í Ruslið og farðu að leita eigin staðreynda í staðinn. Þegar einhver segir þér, að Kínverjar séu skítugir, illa mentaðir og hver veit hvað.  Farðu þá sjálfur til Kína, og athuga þetta með eigin hendi ... þetta gerði ég, og konan mín er Kínverskt.  Og hver er niðurstaðan? Sannleikurinn er sá, að það er meira lýðræði í Kína, en í Evrópu ...

          Óhugguleg staðreynd... og ég geri því skóna, að lítið af því sem ég les um Rússland sé annað en innantómt rugl, svona svipaður hernaðaráróður og þú hefur sett fram hér. Þegar maður skoðar það til hlítar, jú ... það eru punktar, en færri staðreyndir.

          Sama á við um fólk frá mið-austurlöndum ... ef hættan væri þaðan, væri einfallt að byggja mur og loka hliðinu.  Í staðinn er vopnuð lögregla á götum úti, með grímur svo að ég geti ekki séð andlit þeirra og kært þær ef þær eru brotlegar ... eitthvað sem er ólöglegt, með öllu.  Staðreyndir eru að okkar eigin stjórn, er að brjóta niður innri landamæri og innri samvinnu Evrópuþjóða, taka lýðræðisleg réttindi einstaklinganna ... vegna utanaðkomandi hættu.

          ... bull og vitleysa ... stenst ekki ... heldur engu vatni ... 

          Ég er ekki að segja að Rússar séu ekki hættulegir ... ég er að segja, að það er kanski ekki allur sannleikurinn.

          Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 25.3.2016 kl. 01:38

          5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

          Boggi, ég veit vel að þetta svæði í N-Síberíu er stærra en Bakken. Á hinn bóginn, getur enginn í raun og veru vitað nema með gríðarlegri ónákvæmni -- hvert vinnanlegt magn raunverulega er þarna undir.

            • Þ.e. augljóst grín -- að tala um að dæla olíu frá N-Síberíu til Indlands.

            • Ekki bara sjálf vegalengdin - heldur það að fara yfir hæsta fjallagarð í heimi.

            Þeir hafa einungis tékkað á mjög litlum hluta þess.
            Vandinn þarna sbr. v. vinnslu í Bandar. -- er gríðarlegur kuldi, þ.e. freðmýri.
            Og auðvitað að þurfa annað af tvennu að flytja þetta með sérstyrktum skipum í fylgd ísbrjóta -- eða leggja gríðarlega langa leiðslu með miklum kostnaði - yfir freðmýri "sem er mun erfiðara vegna þess að frosti og funi getur fært stoðir úr stað" t.d. alla leið til Murmansk.

              • Ekki séns því -- að þetta vinnslusvæði, standist kostnaðarlega samanburð við svæði innan Bandaríkjanna.

              Síðan er einnig mikið af svæðum víða um heim - enn lítt rannsökuð.
              Þ.s. ekki er freðmýri - þ.s. ekki er sá vandi að skortir íslausar hafnir.

                • Þú verður að hafa í huga að þú getur einungis unnið þetta, þ.s. er nægt vatn að fá - t.d. fljót þægilega nærri eða stöðuvatn.

                • Mörg svæði verða útilokuð til vinnslu - ef þ.e. of erfitt að nálgast nægilegt magn af vökva.

                Stór svæði t.d. í Kína -- gætu útilokast með þeim hætti.
                Hugsanlega einnig fræðilega möguleg vinnslusvæði í Afríku.

                En þó ekki nærri öll!
                En það eru að finnast svæði í öllum heimsálfum.

                Þannig að það verður enginn skortur á samkeppni við Rússa -- ef þeir gera tilraun til þess að fara yfir í "oil shale" eða olíuleirstein með "fracking" aðferð.

                Alveg af og frá að það sé einhver fyrirsjáanlegur skortur á olíu -- þvert á móti, stefnir í ofgnótt!

                  • Það að framboð takmarkis einungis af verðlagi - þ.e. ef verð lækka of mikið, hættir aukning framboðs, svo fer hún aftur af stað þegar verðin aftur ná þeirri hæð, að það borgar sig aftur að auka vinnslu -- svo koll af kolli.

                  • Þá er alveg ljóst -- að verð í framtíðinni, ná sennilega aldrei upp í 80-100 dollara.

                  En það getur vel verið að heims byrgðir af "oil shale" hafandi í huga að þetta finnst nánast í öllum heimshlutum, þó mjög óvíða sé enn búið að kanna hvert vinnanlegt magn sé.
                  Séu slíkar -- að engin hætta sé á öðru en að þetta ástand sem ég tala um standi  nk. 150-200 ár.

                  Nema auðvitað að mannkyn taki ákvörðun að hætta vinnslu -- af umhverfisástæðum.

                  ___________
                  Ítreka, þ.e. gríðarlega mikilvæg spurning fyrir Rússa -- hvort vinnslukostnaður þarna í há norðri, gerir vinnslu þar - samkeppnifæra.

                  Ef ekki, þá verða þau svæði ekki nýtt - þó tæknilega mjög gjöful.
                  Eða að það gæti verið löng bið á því - jafnvel mjög löng.

                  Kv.

                  Einar Björn Bjarnason, 25.3.2016 kl. 03:28

                  6 Smámynd: Borgþór Jónsson

                  Þú ert bara að reyna að búa til vandamál Einar.

                  Meginhluti Bashenov svæðisins er sunnar en Reykjavík og syðsti hluti þess er hátt í þúsund kílómetrum sunnar.

                  Mér sýnist fljótt á litið að um 10-15 prósent af Bazhenov sé inn á þynnsta laginu af permafrostinu,sem er undir 25 metrum..

                  Vatn er ekkert vanndamál, Siberia hefur meira vatn en nokkurt annað svæði í heiminum og þess má til gamans geta að Baikal vatn inniheldur um 20% af öllu ófrosnu vatni á jörðinni.

                  Um alla Síberiu er mikið af mjög stórum vötnum og ám,stórárnar Irtysh Tobel og sjálf Ob renna í gegnum Beshenov svæðið,þetta getur ekki verið betra.

                  .

                  Dæling á olíu er ekkert vandamál og ódýr aðferð í þokkabót.

                  Það er lagnakefri fyrir olíu alveg frá Krasnyoarsk til Þýskalnds sem er yfir 4000 km leið og byrjar langt austan við Beshenov svæðið og liggur í gegnum það sunnanvert.

                  .

                  Nú eru bæði Japan og Kína að auka olíuviðskifti sín við Rússland.

                  Kína sennilega að eihverju leyti af pólitískum ástæðum ,en bæði ríkin líklega af því að Rússland er alveg einstaklega stöðugur birgir.

                  Það er nánast engin hætta á að þeir hætti að afgreiða olíu ,nema þú hættir að borga eða lýsir stríði á hendur þeim.

                  Flutningsleiðin er örugg og ódýr.Það þarf mikið að ganga á áður en hægt er að loka þessari flutningsleið.

                  Það er líka ljóst að í Rússlandi eru olíubirgðir til mjög langs tíma.

                  Mér finnst líklegt að olíunni frá Krasnoyarsk verði þá dælt til Kína,sem er tiltölulega "stutt" leið,allavega miðað við Evrópuleiðina.

                  .

                  Þú gætr haft rétt fyrir þér með leiðsluna til Indlands,en það hefur verið rætt um gasleiðslu þangað.

                  Sennilega er fjallgarðurinn erfiður og hugsanlega er það líka erfitt pólitískt.

                  .

                  Í öllu þessu liggur þessi stöðugi ófriður Bandarísku elítunnar gegn Rússum.

                  Þessi ófriður snýst ekki um að þeir séu hræddir við Rússa ,Rússar geta ekki og vilja ekki gera þeim neitt.

                  Þetta snýst ekki um Democracy,homma,frjálsa fjölmiðlun eða hverja aðra lygi sem þeim dettur í hug.

                  Þetta snýst um að Rússland hefur meiri orku,meira vatn ,meira landbúnaðarland og fleiri málma en nokkurt annað land á jörðinni ,og Putin sparkaði þeim út þar sem þeir voru í miðju kafi að ræna þessum auðæfum af Rússneskumm almenningi..

                  .

                  Þetta snýst um að þessi helsjúka mafía sem stjórnar Bandaríkjunum vill ekki kaupa þetta af Rússum ,heldur ræna þetta fólk afkomu sinni eins og þeir voru byrjaðir að gera á Yeltsin tímanum og eins og þeir eru að gera í Úkrainu núna í dag.

                  Á Yeltsin tímanumm dóu Rússar úr hungri og betluðu sér til matar vegna lýðræðisvæðingar Goldman Sachs og Morgan Stanley.

                  Það er ekki nema von að þú sjáir þessa tíma í rósrauðum bjarma og takir fagnandi á móti hverri þeirri glæpaspíru sem kemur frá Rússlandi og vill endurvekja þennan tíma.

                   

                  Borgþór Jónsson, 25.3.2016 kl. 14:26

                  Bæta við athugasemd

                  Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

                  Um bloggið

                  Einar Björn Bjarnason

                  Höfundur

                  Einar Björn Bjarnason
                  Einar Björn Bjarnason
                  Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
                  Jan. 2025
                  S M Þ M F F L
                        1 2 3 4
                  5 6 7 8 9 10 11
                  12 13 14 15 16 17 18
                  19 20 21 22 23 24 25
                  26 27 28 29 30 31  

                  Eldri færslur

                  2025

                  2024

                  2023

                  2022

                  2021

                  2020

                  2019

                  2018

                  2017

                  2016

                  2015

                  2014

                  2013

                  2012

                  2011

                  2010

                  2009

                  2008

                  Nýjustu myndir

                  • Mynd Trump Fylgi
                  • Kína mynd 2
                  • Kína mynd 1

                  Heimsóknir

                  Flettingar

                  • Í dag (21.1.): 0
                  • Sl. sólarhring: 5
                  • Sl. viku: 35
                  • Frá upphafi: 0

                  Annað

                  • Innlit í dag: 0
                  • Innlit sl. viku: 34
                  • Gestir í dag: 0
                  • IP-tölur í dag: 0

                  Uppfært á 3 mín. fresti.
                  Skýringar

                  Innskráning

                  Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

                  Hafðu samband