Donald Trump setur spurningamerki við veru Bandaríkjanna í NATO

Eins og svo oft áður, þá er Trump í ummælum - a.m.k. tvísaga. En sum ummælin geta bent til þess, að Trump hafi áhuga á að slá NATO af. Meðan að við önnur tækifæri - talar Trump um, að NATO sé alltof dýrt fyrir Bandaríkin, og það þurfi að skera mjög mikið niður.
Bandaríkin hafi ekki lengur efni á þessu -- a.m.k. þurfi mikinn niðurskurð.
Það komi alveg til greina að halda í NATO.

Í margvíslegum öðrum ummælum, hefur Trump talað hlýlega til Pútíns - og Trump hefur talað um Úkraínu með þeim hætti, að þessi deila skipti litlu eða engu máli fyrir Bandaríkin, þau eigi ekki að vera að skipta sér af þessu.
**Þetta sé vandamál Evrópu!

Trump questions U.S. financial backing for NATO

Trump questions US role in Nato

635934730864156190-Trump.JPG

"We are paying disproportionately (for NATO). It's too much and frankly it's a different world than it was when we originally conceived of the idea," - "We have to reconsider. Keep NATO, but maybe we have to pay a lot less toward NATO itself." - "We certainly can’t afford to do this anymore," - “Ukraine is a country that affects us far less than it affects other countries in Nato and yet we’re doing all of the lifting,” - “Why is it that Germany’s not dealing with Nato on Ukraine . . . Why are we always the one that’s leading, potentially the third world war with Russia?”" - “They might not be happy but they have to help us also. We are paying disproportionately . . . there has to be at least a change in philosophy.”

  • "The happiest person hearing this would be Vladimir Putin," said retired Admiral James Stavridis, NATO's former Supreme Allied Commander Europe. "We are all frustrated with low European defense spending, but pulling away from NATO would be an extraordinary geopolitical mistake."

  • James Stavridis, a retired US admiral who served as Nato supreme commander..." - "...said it was crucial for the US to maintain its leadership role in Nato. “While we all want to see European defence spending in Nato increase, it would be a mistake to give up a US leadership role in the organisation,” he said. “Nato is an absolute foundation for global security.
  • Trump is proposing nothing less than the liquidation of the liberal world order,” said Thomas Wright a foreign policy expert at the Brookings Institution. “It would be a dream come true for Russia and China. Within a year they could achieve what they thought was impossible — an end to the US alliance system in Europe and Asia.

 

Í ofangreindum ummælum, tekin úr viðtali, virðist Trump ekki beinlínis tala um að leggja bandalagastrúktúr Bandaríkjanna niður - en hann a.m.k. talar um mikinn samdrátt í framlögum Bandaríkjanna til þeirra samtaka!

Að auki virðist hann ekki lengur vilja, að Bandaríkin séu leiðand afl -- heldur að bandalagsríkin taki stórum eða jafnvel stærstum hluta yfir sviðið.

Þetta er þó afar óljóst hjá honum.
T.d. ef þ.e. nokkur minnsti vafi um það, að Bandaríkin séu enn tilbúin að verja bandalagsríki sín -- þá þíddi þetta hugsanlega, raunverulega - hugsanlegt hrun þeirra bandalaga.

  1. Vandinn er sérsaklega mikill í Evrópu - en miðað við önnur ummæli, þá mun Trump ekki telja Bandaríkin eiga að skipta sér af Úkraínu, láta málið algerlega í hendur Evrópu - ef hún vill áfram atast í Pútín út af því máli.
  2. Þá er það spurning hvernig Pútín mundi túlka slíka útkomu - en ef hann t.d. teldi að Bandaríkin stæðu t.d. ekki lengur að baki Eystrasaltlöndunum, eða að hann teldi að það væri ekki - fullvíst.
    Þá gæti Pútín í kjölfarið látið reyna á það - hvort Bandaríkin ætla að verja þau lönd eða ekki.
  3. Segjum að það mundi koma í ljós, að Trump er tregur að beita sér - vill frekar semja við Pútín, ekki til í að - stöðva ráðabrugg hans, lætur t.d. undan Pútín með það að Eystrasalt löndin verði að taka tillit til vilja Rússlands í sínum ákvörðunum í utanríkismálum.
  • Þá mundi slík atburðarás eyðileggja NATO á mjög skömmum tíma.
  • En það má ekki vera minnsti vafi um, að öflugasta NATO landið sé tilbúið að verja - veikustu NATO löndin.

Spurning hvort að Trump mundi skilja alvarleika þess máls -- nægilega fljótt, þegar hann væri að gefa eftir Pútín með lönd sem Trump gæti virst svo lítilfjörleg að þau skiptu ekki máli.

En málið er -- að ef prinsippið um varnir heldur ekki.
Þá er bandalags strúktúrinn hruninn.

Pútín aftur á móti mundi skilja þetta atriði 100%.

  1. Ef NATO mundi hrynja, of ef vilji Bandaríkjanna til varnar Evrópu væri áfram óljós.
  2. Gæti Rússland gengið á nánast alla A-Evrópu, hvort sem hún er meðlimur að ESB eða ekki, og beitt þau lönd - stigvaxandi þrýstingi, sambærilegan þeim sem hann beitti Úkraínu áður en svokölluð krísa hófst þar.
  • Tilgangurinn sá sami, að fá þau lönd til að sætta sig við það -- að Rússland réði að miklu leiti yfir þeirra utanríkismálum.
    Eins og fyrri forseti Úkraínu var búinn að sættast á - þegar landsmenn risu upp í mjög fjölmennum mótmælum.

Einu Evrópulöndin sem hafa í dag einhverjar umtalsverðar varnir - fyrir utan kjarnorkuveldin 2.
Eru Þýskaland - kannski Pólland.

Önnur lönd í A-Evrópu fyrir utan Pólland, séu afar veik varnarlega.
Eiginlega það veik - að Rússland ætti alls kosti við þau.

Ef ekki er lengur til staðar vilji Bandaríkjanna - til varna.

  1. Afar ósennilegt virðist að V-Evrópulöndin, með sína djúp niðurskornu heri eftir skuldakreppu árin.
  2. Ráði við það að koma A-Evrópu til varnar.

Ef Bandaríkin hætta að verja A-Evrópu.

  • Þetta þíddi m.ö.o. að Pútín gæti hafið leppríkisvæðingu A-Evrópu fremur fljótlega eftir ef það kemur í ljós, að Trump -- hefur ekki áhuga á að verja þau lönd.

Pútín mundi án efa vilja tryggja á einhverjum punkti, að stjórnendur væru hans stjórnvöldum vinsamlegir.

________________

Ég þarf varla að taka fram!
Að staða Íslands -- án skýrs varnarvilja Bandaríkjanna.
Yrði afar afar fljótt -- gersamlega vonlaus.


Það áhugaverða er - að sennilega eru Asíubandalög Bandaríkjanna minna viðkvæm

Vegna stöðugrar spennu á Kóreuskaganum, er S-Kórea -- grá fyrir járnum.
Með miklu mun öflugari her en nokkurt Evrópuland innan NATO - nema kannski Tyrkland.

Japan nýtur þess að vera eyjaklasi - að flotauppbygging Kína er ekki nægilega langt komin til þess að Kína geti beitt Japan einhverjum tilfinnanlegum þrýstingi.

Ástralía er einnig betur varin en flest Evrópuríki - Nýja-Sjáland langt í burtu.
Indónesía hefur stóran og öflugan her.

Spurning um Malasíu og Filipseyjar.

A.m.k. S-Kórea - Japan - Ástralía - Indónesía, ættu að geta haldið út forsetatíð Trumps.

En óvíst er að Evrópa raunverulega það geti.
Ef Trump er -- óljós með varnarvilja gagnvart veikari NATO löndum.

Þá þarf ekki meira til - samtímis og hann dregur liðsstyrk Bandaríkjanna mikið til frá Evrópu -- til að NATO mundi á skömmum tíma liðast í sundur.

  1. Pútín mundi sig finnast hafa himinn höndum tekið -- að fá aftur á silfurfati, mikið til þá drottnun yfir A-Evrópu sem var í tíð Sovétríkjanna.
    Með aðgengi að iðnaði E-Evrópulanda, og þeirra hagkerfum -- gæti Rússland aftur orðið risaveldi.
    Þar með auðvitað, farið mjög hratt að færa sig frekar upp á skaftið með drottnunar tilburði.
  2. Kína gæti reynt að veikja sérstaklega stöðu landanna í við S-Kínahaf, en Kína er þegar langt komin með uppbyggingu 3-ja flotastöðva við Spratly skerjaklasanum -- það gæti þítt, að lönd eins og Filipseyjar - Malasía og Víetnam þó það sé ekki bandalagsríki Bandar. -- gætu lent undir mjög þungum þrýstingi

Indónesía er líklega nægilega sterk til að standa þetta af sér - kannski Malasía.

En Filipseyjar eru mun veikara ríki hernaðarlega -- og Víetnam gæti fljótt orðið einangrað, ef Bandaríkin draga sig saman eins mikið í Asíu undir Trump og innan NATO.

 

Niðurstaða
Spurning hvort að Trump mundi verða orsakavaldur að endurreisn járntjaldsins í Evrópu. En Pútín hefur talað um hrun Sovétríkjanna og A-tjaldsins, sem eitt mesta áfall sem Rússland hefur nokkru sinni orðið fyrir.

Ef Trump sem forseti, mundi sýna veikleika í vilja til að verja A-Evrópuríkin í NATO.
Þá gæti það gerst afar hratt -- að Pútín gangi á lagið, gagnvart þeim.

Spurning hvað gerist akkúrat -- en einn möguleikinn væri að innanlands uppreisn yrði í einhverjum þeirra landa!
Eins og varð í Úkraínu.

Pútín gæt dregið a.m.k. e-h í land, ef hann stæði frammi fyrir innanlands átökum!
En þ.e. alls ekki víst -- enda getur rússneski herinn í dag auðveldlega hreyft 100þ. manna herlið milli svæða á skömmum tíma.
Hann gæti einnig einfaldlega -- látið vaða inn, ef eitthvað slíkt gerist.

Ef þ.e. ekki lengur ástæða fyrir hann að óttast kjarnorkuárás, þá gæti það vel gerst í slíkri sviðsmynd.
_____________

Klárt að Íslendingar verða að sitja á bæn um það að -- Clinton vinni nk. haust í Bandaríkjunum, því að ef varnarvilji Bandaríkjanna hverfur undir Trump forseta -- þá yrði staða Íslands afar fljótt -  afar vonlítil.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Borgþór Jónsson

Sjálfsagt gæti Putin hitt og þetta,og ef ég skil rétt  fræðsluþátt BBC gæti Putin ráðist inn í Eystrasaltsríkin strax í dag og NATO gæti ekkert að gert.

En það er ein alvarleg hugsanavilla í þessu hjá þér.

Putin eða aðrir Rússar hafa engan áhuga á að ráðast inn í Eystrasaltsríkin eða önnur Evrópulönd.

Þeir líta á Eystrasaltslöndin eins og þann skítakamar sem þau eru og Putin mundi ekki koma við þau með töng hvað þá berhentur.

Í Evrópu er ekki eftir neinu að slægjast fyrir Rússa, og eins og þú þekkir þá hefur Putin réttilega sagt að Rússland hafi ekki burði til að vera heimsveldi og hafi engann áhuga á því.

Því fylgi bara kostnaður ,en enginn ávinningur að drottna yfir öðrum löndum.

Evrópa hefur ekkert að bjóða sem Rússa vanhagar um.

Borgþór Jónsson, 22.3.2016 kl. 20:37

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Nú ertu illa haldinn af einfeldni.
Kv.

Einar Björn Bjarnason, 23.3.2016 kl. 03:56

Bæta við athugasemd

Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

Um bloggið

Einar Björn Bjarnason

Höfundur

Einar Björn Bjarnason
Einar Björn Bjarnason
Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
Jan. 2025
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Eldri færslur

2025

2024

2023

2022

2021

2020

2019

2018

2017

2016

2015

2014

2013

2012

2011

2010

2009

2008

Nýjustu myndir

  • Mynd Trump Fylgi
  • Kína mynd 2
  • Kína mynd 1

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.1.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 35
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 34
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband