14.3.2016 | 20:25
Pútín hættur frekari hernaði í Sýrlandi - að sögn yfirlýsingar rússneskra stjórnvalda
Ef maður tekur yfirlýsingur stjórnvalda Rússlands -mission accomplished- bókstaflega:
- Þá stóð aldrei raunverulega til af Rússum, að leggja ISIS að velli.
- Og það stóð heldur aldrei til, að binda endi á stríðið í Sýrlandi - með einhvers konar endanlegum sigri Assads.
- Pútín segist nú styðja fullum huga - friðartilraunir innan Sýrlands.
Ef maður tekur því einnig bókstaflega!
Þá stefndi Pútín alltaf að skiptingu Sýrlands!
Þá snerist hernaður Rússlands einungis um það --> Að styrkja samningsstöðu Assads!
Fyrir þá samninga sem -- má vera að fari nú loks af stað fyrir alvöru.
Putin orders start of Russian forces' withdrawal from Syria
Vígsstaðan miðað við kortið er breytt - þ.e. græna svæðið meðfram landamærum Tyrklands er að mestu horfið - að auki er Aleppo umkringd.
Svo hefur gráa svæðið horfið næst landamærunum, kúrdar tekið það þess í stað yfir.
Ath. - aðrar túlkanir umtalsvert neikvæðari eru mögulegar
En Rússlandsstjórn hefur glímt við fjárlagavanda á þessu ári - vegna þess að olíutekjur eru mun lægri þ.e. verðlag rúmlega 30$ fatið í stað þess að vera nærri 50$ sem fjárlög miðuðu út frá.
Fátt hefur heyrst um hugsanlega sölu Pútíns á stórum ríkisfyrirtækjum - nema um þann hugsanlega leik, að náinn vinur Pútíns kaupi stóran hlut í AEROFLOT.
- Þannig að það má vel vera, að fjárlagavandi sé að þvinga fram þessa ákvörðun Pútíns.
Þ.e. hann sé að hætta í hálfkláruðum leik -- þá séu yfirlýsingar í ætt við - "I believe that the task put before the defense ministry and Russian armed forces has, on the whole, been fulfilled,..." - meir í ætt við fræg orð sem Bush lét falla á flugmóðurskipi rétt eftir að bandaríski herinn hafði steypt Saddam Hussain af stóli.
- En þ.e. alls ekki ósennilegt að andstæðingar Rússlands í Mið-austurlöndum, sjái nú leik á borði -- þegar sprengjuvélar Rússar verða ekki lengur til staðar.
- Pútín segist samt ætla að halda einhverju liði í Tartus og Ladakia - hafa yfirflug til að fylgjast með málum. Til þess þarf hann ekki að halda eftir nema örfáum Sukhoi 27 vélum.
- Útkoma gæti þess í stað orðið sú - að stríðið haldi áfram af fullum krafti.
- Arabalönd aðstoði uppreisnarmenn til þess að vopnast að nýju, og til þess að safna aftur liði -- en þ.e. ekkert ómögulegt við það að koma vopnum til þeirra þó að þægilegasta leiðin til þess, flutningar eftir vegi frá Tyrklandi -sé ekki lengur til staðar.
Annar möguleiki væri -- að Tyrkir þjálfi til þessa, nýjar sveitir -- fái til þess fólk úr flóttamannabúðum innan Tyrklands.
En þekkt er t.d. í Afganistan hvernig flóttamannabúðir í Pakistan urðu að þjálfunarbúðum.
- Tyrkland hefur nú tækifæri til þess.
- Að leika sama leik og Pakistan.
__________________Í athugasemdakerfi á netinu, fékk ég mjög góða athugasemd:
En punkturinn sem sá ágæti maður kom með, er sá --:
- að með því að fjarlæga rússneska herinn að mestu úr Sýrlandi, þá sé þar með farin hætta af því að hugsanlegt inngrip Tyrklands í Sýrland leiði til stríðs við Rússland.
- Það auki ef til vill til muna líkur þess, að Tyrkland láti til skarar skríða.
Erdogan vill refsa Kúrdum innan Sýrlands - eyðileggja hersveitir þeirra!
Og það mundi henta Tyrklandi -- að koma upp búðum fyrir flóttamenn innan landamæra Sýrlands á svæðum undir stjórn tyrkneska hersins.
Og að auki, hefur ESB nýverið lofað að -- styðja með fjárframlögum við flóttamannabúðir sem Tyrkland heldur uppi og innihalda Sýrlendinga.
Ég held að það geti verið töluvert til í því!
Að Erdogan muni finna sig hafa verið bænheyrðan!
Niðurstaða
Þó svo að það geti verið að nú skapist tækifæri til friðarsamninga.
Þá grunar mig að raunverulega hafi Pútín, með því að: A)Styrkja vígsstöðu Assads nægilega til þess að a.m.k. um hríð er hrunhætta Damaskus stjórnarinnar úr sögunni. B)En síðan að hverfa af vettvangi áður en stríðinu er raunverulega lokið með - sigri annarrar hvorrar fylkingarinnar ---> Tryggt að stríðið haldi áfram til margra ára í viðbót.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 23:21 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Á blaðamannafundi í okt. var Pútin spurður um áhrif aðgerða í Sýrlandi á fjárhag Rússlands.
Svarið var að þar sem þeir hönnuðu öll sín vopn og hefðu stórt herlið sé nauðsin að halda uppi samfeldum æfingum í beitingu þeirra. Sýrland er ágætur æfingarstaður og auka kostnaður vegna þeirra léttvægur.
Snorri Hansson, 15.3.2016 kl. 02:42
Snorri --Við vitum að fjárlagahalli í Rússl. er um 10%. Og Pútín hefur verið að leita leiða til þess að minnka þann halla.
Að auki vitum við að það að draga herliðið heim -- eitt og sér, minnkar þann halla. Ekki veit ég hve mikið - en skiptir örugglega máli.
Byrtingarmynd þess að lenda í fjárhagsvandræðum með kostnað sem er innan þíns gjaldmiðils, er ekki - gjaldþrot.
Heldur verðbólga -- höfum í huga að í dag er enn töluverð verðbólga í Rússlandi.
Ef Pútin neyddist til þess að prenta fyrir -- tja, nokkur prósenta halla á fjárlögum, þá mundi algerlega án nokkurs vafa -- spinnast upp stöðugt aukin verðbólga frá mánuði til mánaðar.
Við Íslendingar einu sinni sáum sambærilegan hlut - þó það hafi ekki verið ríkihalli - þegar víxlverkan vísitölu verðlags og launavísitölu spann verðbólguna stöðugt og stöðugt hærra.
Þá var það auðvitað -- gengisfellingar sem bjuggu til bólguna.
Hallinn hjá okkur var þá á viðskiptajöfnuðinum.
En það að prenta fyrir ríkishalla -- í ástandi þegar verðbólga er í nokkrum prósentum, og halda því -tja- stöðugt áfram um hríð, mundi alveg framkalla sömu útkomu - þ.e. stöðugt upp spinnandi verðbólgubál.
Ég er nokkuð viss um að Pútín langaði ekki til þess að komast að því hvað mundi gerast -- ef verðbólgan mundi spinnast uppi í t.d. prósentu tugi, eða þar yfir jafnvel.
Hvort að þ.e. ástæða þess að hann kveður lið sitt heim -- vitum við ekki.
En það getur vel verið svo!
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 15.3.2016 kl. 03:13
Þetta er skemmtileg gáta sem kallinn hefur lagt fyrir Kremlarfræðinga. Nú snúast menn í hringi og vita ekkert í hvaða löpp þeir eiga að stíga.
.+
Af því ég er nú Kremlarfræðingur Nr 1 væri ósanngjarnt að ég leggi ekki til eina aða tvær kenningar í þessu sékennilega máli.
Kenning nr 1
Það er ekki lengur þörf fyrir svona stórann flugher af því það er búið að sprengja upp skotmörkin sem henta þessum vélum það er Su 27 vélunum.
Þær fara því heim ,en Su 35 og Su 34 vélarnar verða eftir til að aðstoða Sýrlenska herinn.
Ólíkt Bandarískuvélunum sem geta bara farið eina árásarferð á 30 klst fresti geta Rússnesku vélarnar farið allt að fimm ferðar á sólarhring. Þeir þurfa því ekki mjög margar vélar til að framkvæma verkin og að sjálfsögðu verða þyrlurnar til taks ,og henta sennilega betur til að fylgja sókn Sýrlenska hersins.Þær eru búnar að standa sig frábærlega í þessu stríði.
Síðan tekur bara nokkra klukkutíma að koma öllu í sama horf ef á þarf að halda.
.
Kenning Nr 2
Ein aðal ástæðan fyrir því að Putin ákvað að fara til Sýrlands var að hann vildi mæta hryðjuverkaliðinu í Sýrlandi frekar en í Kákasus sem er mun erfiðara svæði til hernaðar sem hentar Rússneska hernum best.
Nú hefur hryðjuverkaliðið verið á undanhaldi í nokkra mánuði og það er byrjað að flytja málaliðana í burtu. Málaliðar vilja nefnilega ekki vera í her sem er á undanhaldi,er að tapa, af því það er lífshættulegt og þeir vilja ekki láta drepa sig.
Þeir eru nú fluttir til Úkrainu,Georgíu og hluti þeirra fer til Lýbíu.
Þessi þróun hentar Putin ekki vel og með því að láta sig hverfa frá Sýrlandi gæti hugsast að þeir kæmu til baka til að freista gæfunnar að sigrast á Assad. Klára verkefnið sem Obama og Hillary réðu þá til að framkvæma
BOOM. Rússneski flugherinn, kafbátarnir og herskipin á Kaspíhafi, Svartahafi og Miðjarðarhafi hitta þá fyrir þegar þeir eru viðkvæmastir, í flutningunm.
.
Putin hefur alveg sérstakann áhuga á þessum málaliðum sem hann hefur att grátt silfur við lengi.
Ætlun Putins er að eyða þeim ,ólíkt Obama sem hefur séð þeim fyrir vopnum og vistum en reynt "to cantain them" eins og hann kallar það,sem þýðir á íslensku að hann reynir að smala þeim í þá átt sem hann vill að þeir fari.
.
Það er ekki víst að þessar kenningar mínar séu réttar,en þær eru allavega ekki vitlausari en margar kenningar sem ég hef lesið eftir sérfræðinga á netinu.
Kenning nr 1 er samt örugglega nokkuð nálægt lagi.
Borgþór Jónsson, 15.3.2016 kl. 15:23
Boggi, reyndar tel ég sennilegt að mál fari með svipuðum hætti og í Afganistan - en mundu að Bush 2003 flutti megnið af liði sínu frá Afganistan, til að hefja annað stríð.
Þá var búið að berja Talibana afskaplega vel niður -- en meðan bandaríski herinn var í Írak, fastur þar árum saman - þá náðu Talibanar sér aftur á Strik.
Síðar meir sneru Bandaríkin aftur til Afganistans -- en þá voru Talibanar mun betur skipulagðari en áður, og þrátt fyrir áralanga sameiginlega aðgerð með aðstoð í þetta sinn herja fjölda Evrópulanda <--> Er árangurinn sá, að Talibanar ráða um helmingi landsins.
Mig grunar að Sýrland sjái svipaða endurtekningu!
En þetta tal þitt um málaliða, á ekki mjög mikinn sannleik að baki sér.
Langsamlega flestir sem þarna berjast með uppreisnarhópum - eru Sýrlendingar sjálfir, sem hafa gengið í lið hópa - sem sannarlega komu nokkrir að utan, og hafa innihaldið töluverðan hópa utanaðkomandi einstaklinga --> En síðan þegar þeir hópar reyndust hafa betri bardagahæfni en svokallaður Frjáls Sýrlenskur her.
Hafa mjög margir sýrlenskir uppreisnarmenn -- gengið í raðir þeirra hópa.
Og án vafa mynda meirihluta þeirra liðsmanna innan Sýrlands.
En eins og Talibanar hafa getað leitað skjóls í Pakistan, þ.s. eru enn þann dag í dag, fjölmennar flóttamannabúðir Afgana.
Notað þær búðir til að þjálfa nýja liðsmenn - og til þess að endurskipuleggja lið sitt, ef þeir hafa þurft.
Þá tel ég að flóttamannabúðir í nágrannalöndum Sýrlands.
Muni í framtíðinni gegna svipuðu hlutverki fyrir Sýrlandsstríðið - þ.e. þjálfunaraðstaða, og uppspretta nýrra liðsmanna.
Arabaríki muni sjá þeim fyrir peningum og vopnum áfram.
Og eins og Talibanar -- nái uppreisnarmenn að þjálfa nýja liðsmenn, endurnýja vopn sín, og líklega bardagaþrek.
Og stíðið líklega verði eins langt a.m.k. og stríðið í Afganistan sem hefur staðið yfir linnulaust frá upphafi 9. áratugarins.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 16.3.2016 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning