12.3.2016 | 23:24
Útlit fyrir erfiðar samningaviðræður milli ESB aðildarríkja og Tyrklands nk. daga - á ESB líf sitt undir þeim samningi?
Það sem mesta andstöðu vekur er að sjálfsögðu krafa Tyrkja - um fullt ferðafrelsi fyrir tyrkneska þegna.
Svo er það krafan um það að aftur verði hafnar aðildarviðræður við Tyrkland - þar með fallið frá kröfum um umbætur innan Tyrklands gagnvart mannréttindum.
**Ekki virðist vera eins áberandi andstaða við kröfu Tyrkja þess efnis - að Evrópa taki álíka marga Sýrlendinga í skiptum fyrir Sýrlendinga sem Tyrkland tekur til baka, sem hafa ferðast ólöglega til Evrópu -- gildir einungis frá þeim tíma er samkomulagið tekur gildi.
**Síðan hefur Kýpur sett fram sínar eigin kröfur - og hótar neitunarvaldi ef Tyrkland veitir ekki mikilvægar undanþágur fyrir Kýpur, t.d. að heimila að skip frá Kýpur megi hafa viðkomu í tyrkneskum höfnum - auk þess er farið fram á að Tyrkland hætti andstöðu við núverandi tilraunir á Kýpur í viðræðum við Kýpur Tyrki um hugsanlega framtíðar sameiningu.
François Hollande opposes softening of the visa-free travel for Turks
"...there should be no concessions with regards to human rights or criteria to liberalise visas, - Hollande
Cyprus threatens to scupper refugee pact
Unfortunately, I could say they are putting in danger the whole procedure. They are sacrificing the unique opportunity to find a solution to the Cyprus question by putting us in such a difficult position, - Its a very delicate moment, and at this very crucial moment, they are pushing us into a position to say no to Turkey. - Nikos Anastasiades.
Vandinn er náttúrulega sá - að ESB hefur enga möguleika til þess að þvinga Tyrkland - verður að semja í staðinn -- og þá þarf Tyrkland að fá fyrir sinn snúð!
Ég hef heyrt hugmyndir þess efnis - að ESB ætti að hóta viðskiptabanni; vandinn við þá hugmynd er sá, að enginn mundi tapa meir á því að -leggja tyrkneskan efnahag í rúst- heldur en Evrópa.
Vegna þess að þá verður til ný -miðja- þaðan sem efnahagslegir flóttamenn streyma.
Þess í stað, eru góðar vonir til þess, að eftir 15 ára hraðan hagvöxt, sem hefur bundið endi á það ástand að Tyrkland sé fátækt land -- þess í stað er það nú -middle income- eins og Kína:
- Þá geti önnur 15 ár af hagvexti - leitt til þess að Tyrkland, verði sjálft að miðju aðsóknar fyrir efnahags flóttamenn.
- Og auðvitað hentugra fyrir Múslima frá Mið-austurlöndum eða lengra frá, að setjast að í öðru Múslima landi -- minni menningarmunur.
Þannig að það væri alls ekki sniðugt fyrir ESB.
Að beita efnahags þvingunum á Tyrkland.
Því það síðasta sem ESB aðildarlönd ættu að vilja, væri efnahags hrun í Tyrklandi, og hugsanlegir milljónir tyrkenskra efnahags flóttamanna til viðbótar við aðra efnahags flóttamenn.
Efnahags refsiaðgerðir á Tyrkland -- koma því ekki til greina!
- Þá er einungis eftir -- gulrótastefna.
- Að kaupa Tyrkland til þess að gera það sem ESB vill -- þ.e. stöðva flótta í gegnum Tyrkland, og taka aftur við þeim sem tekst að sleppa með ólöglegum hætti til ESB aðildarlanda frá Tyrklandi.
Tyrkland vill fá eitthvað verulegt fyrir sinn snúð.
Á sama tíma er Tyrkland af mörgum í Evrópu - óvinsælt.
Sem að sjálfsögðu flækir málið, og eflir andstöðu í Evrópu.
Án samkomulags sé ég ekki hvernig ESB getur ráðið við flóttamannastrauminn!
Þá halda Tyrkir áfram að lítt eða ekki hindra flóttamenn í því að ferðast í gegnum Tyrkland á leið til Evrópulanda.
Og þá heldur straumur þeirra áfram, yfir Marmarahafið - eða ef sú leið gengur ekki, í gegnum landamæri Tyrklands á þeim litla hluta Tyrklands sem er Evrópumegin og á þar landamæri beint að Grikklandi á þurru landi.
- Málið er, að þá sé ég ekki hvernig hruni Grikklands verður forðað, ef straumur flóttamanna til Grikklands heldur viðstöðulaust áfram -- þá fyllist Grikkland af flóttamönnum, og þá skellur þarlendis á stjórnlaus krísa ---> En þá hrynur ferðamennska í Grikklandi óhákvæmilega, og ný djúp efnahagskrísa hindrar þá algerlega möguleika grískra stjv. til að ráða við vandann!
- Því löndin fyrir Norðan Grikkland hafa lokað sínum landamærum, þannig að flóttamenn komast yfir þau -- einungis með aðstoð smyglara; safnast þá fyrir í Grikklandi.
- Sem þíðir að flóttamenn með peninga geta komist áframm leiðar sinnar.
- En aðrir ekki þ.e. þeir sem eiga enga peninga.
Hrun Grikklands gæti skapað -- nýja flóttamannakrísu, þ.e. Grikkir frá Grikklandi.
Síðan auðvitað --> Heldur þá flóttamannastraumurinn áfram norður, en hluti af honum kemst áfram þrátt fyrir tilraunir til lokana af hluta ESB aðildarlanda, til að efla pólitískar andstæður í ESB aðildarlöndum.
Óhjákvæmilega þegar flóttamannastraumurinn stoppar ekki - með lokunum.
Þá fara a.m.k. sumir að heimta enn harðari aðgerðir.
Aðgerðir af því tagi sem væru algert brot á mannréttinsasáttmálum SÞ.
Og líklega einnig flóttamannasáttmála SÞ.
Sem ath. -- flest ESB aðildarlönd hafa undirritað og staðfest, þar með fært í eigin landslög.
- Punkturinn er auðvitað sá -- að samningurinn við Tyrkland.
- Getur snúist hvorki meira né minna um -- sjálft líf ESB.
Niðurstaða
Samningurinn við Tyrkland getur að miklu leiti leyst flóttamannakrísuna fyrir ESB aðildarlönd. Og vegna þess að sú krísa er tilvistarhætta fyrir ESB - þá er það vel hugsanlegt að það samkomulag sé einnig björg fyrir horn fyrir ESB sjálft.
En á sama tíma mætir eitt og annað í þeim samningssdrögum er fyrir liggja, andstöðu innan aðildarríkja.
Það séu því bersýnilega spennandi dagar framundan!
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.1.): 2
- Sl. sólarhring: 6
- Sl. viku: 34
- Frá upphafi: 859313
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 33
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hvernig dettur þér í hug, að samningur við Tyrkland leysi þetta vandamál? Þetta er bara óskhyggja af þinni hálfu, sem er algerlega óskyljanleg.
Tyrkland er RóT vandamálsins. Og vandamálið er, að ESB hefur alla tíð verið að gefa Tyrklandi eitthvað eftir. Það á að loka fyrir þetta land, algerlega. Loka fyrir það að það yfirhöfuð komist í ESB nokkurn tíma í framtíðinni, og loka landamærunum fyrir fullt og allt. Við eigum að styðja Grikkland og ekki stinga grikki í bakið, sem eru stöðugt undir hæl Tyrkja.
Við þurfum ekkert á eiturlyfjasmygli Tyrkja að halda, né síður þurfum við á fjárkúgunum þeirra að halda, og enn síður smygli þeirra á fólki, og hryðjuverkamönnum til og frá Evrópu.
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 12.3.2016 kl. 23:46
Ég einfaldlega bendi á það sem ég skrifa að ofan! Nenni ekki að svara þessu frekar.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.3.2016 kl. 01:04
Þetta er alltof flókið
Svarið við vandamálinu er eifalt og felst í því að Bandaríkjamenn Bretar og Frakkar verða að breita stefnu sini og hætta alfarið að flækjast fyrir meðan Rúsar eru að hreinsa Sýrland af hryðuverkamönnum og Málaliðum vesturlanda í landinu.
Þessi lönd verða síðan að beina mútufénu ,sem stendur til að greiða Erdogan, í að hjálpa fólkinu að snúa heim aftur.
Þetta fólk þarf mikla aðstoð til að koma sér fyrir aftur í heimalandinu.
Málið leyst.
Vesturlönd verða síðan að tilkynna opinberlega að þau styðji ekki Tyrkland í stórveldisdraumum þeirra og að þeir séu lögleg bráð fyrir alla sem vilja stöðva glæpsamlega hegðun þeirra í nágrannalöndunum og innan eigin landamæra.
Þá kemst á friður á þessu svæði.
Síst af öllu vilja Tyrkir standa berskjaldaðir gagnvart Rússum.
.
Erdogan hefur spilað á vandamál Evrópu og komist upp með allskonar glæpi ,bæði dráp á Kúrdum og nána persónulega samvinnu við ISIS og önnur öfgasamtök.
Þessu þarf að linna.
.
Öllum hugsandi mönnum er löngu orðið ljóst hvernig þessi krísa er tilkomin og það verður stórkostleg hneysa fyrir stjórnvöld ,bæði austan hafs og vestan ef þau þurfa að viðurkenna opinberlega samvinnu sína við ömurlegustu öfgasamtök síðari tíma.
En það er engin önnur leið ef það á að bjarga Evrópu frá upplausn.
Það sorglega er að sennilega verður Evrópu fargað til að Merkel, Hollande,Cameron og Obama þurfi ekki að viðurkenna sekt sína.
Staðan er samt ekki með öllu vonlaus,af því að það virðist vera að fólk bæði austan hafs og vestan sé kannski að ranka við sér, að þeim hefur verið stjórnað af stríðsglæpamönnum áratugum saman.
Sennilega tekst þetta samt ekki í Ameríku í þessum áfanga af því flest bendir til að næsti forseti Bandaríkjanna verði þrautreynd stríðsglæpamanneskja,raðlygari og síbrotamanneskja gegn Bandarísku þjóðinni.
.
Að lokum vil ég gera að tillögu minni að þegar hefur tekist að losna við þetta pakk úr stjórnunarstöðum á vesturlöndum verði þeim gert að fara í halarófu til Vladimir Putins og biðjast persónulega afsökunar á áralöngum rógburði og ofsóknum sem hann hefur mátt sæta af þeirra hálfu.
Þeim verði síðan gert að afhenda ríkissjóði Rússlands aleiguna fyrir þær tjón sem þeir hafa unnið Rússneskum almenningi.
Eðlilegast væri svo að lóga þessu pakki í framhaldinu, af því þetta geta aldrei orðið eðlilegar manneskjur.
Nýjasta útspilið hjá þeim er, að reyna að koma á borgarastyrjöld á Krímskaga milli Tatara og Rússa. Það er þegar búið að senda liðsauka úr röðum öfga múslima og vopn til Úkrainu svo aðgerðir geti hafist,að mestu með tilstuðlan Tatara sem aldrei hafa átt heima á Krímskaga.
Á sama tíma er Erdogan að ferja hryðjuverkamenn frá Sýrlandi til Georgíu til að auðvelda þeim að ráðast á Rússland.
Þetta fólk hefur ekkert siðferði og er alltaf tilbúið að valda manndrápum og hörmungum meðan það dregur andann. Það er aldrei stopp.
Borgþór Jónsson, 13.3.2016 kl. 02:02
Boggi, boggi - - þú ert að tala um það að Vesturlönd horfi á aðgerðalaus, meðan að Rússar aðstoða Alavi fólkið + Shíta í Sýrlandi --> Við það verk að hreinsa að mestu út fyrir Sýrland íbúa landsins sem hafa Súnní trú.
Þetta sem þú kallar - hryðjuverkamenn, er sjálf uppreisnin.
En þú bersýnilega gleypir hrátt það að Assad titlar sjálfa uppreisnina hryðjuverka-öfl, og gerir þar engan greinarmun á henni - og ISIS. Lætur sem að á því sé enginn munur
Það er að sjálfsögðu -- lýgi.
_____________
Ef Vesturlönd horfa aðgerðalaus upp á það að -- Shítar og Alaviar leysi sitt trúarstríð með þeim hætti, að hreinsa Súnní hluta íbúa út fyrir Sýrland.
Þá eru þau með því, eða væru með því, að horfa aðgerðalaus upp á það -- að Rússar aðstoði við það verk, að hreinsa nokkrar milljónir Sýrlendinga til viðbótar út úr Sýrlandi.
Hvernig í ósköpunum það ætti að vera gott fyrir Evrópu -- að láta þetta afskiptalaust, m.ö.o. að láta þetta ganga fyrir sig -- er mér hulin ráðgáta.
Eiginlega er mér hulin ráðgáta hvernig þú hugsar - þ.e. svo furðulegt einhvern veginn.
Pútín vill breiða stríðið út.
Hann er ekki að skapa frið.
Með því að gera bandalag við aðra hliðina í þeim trúarátökum Súnnía og Shíta sem skekja nú Mið-austurlönd.
Þá að sjálfsögðu er Pútín samtímis -- að velja óvináttu við mikinn fjölda Súnní trúar fólks í Mið-austurlöndum.
Hann mun auka mjög gagnkvæmt hatur Súnnía og Shíta.
Og þar með, magna enn frekar þau gagnkvæmu átökum - sem sjá má stað í Írak - Sýrlandi og Yemen.
Aukið stríð í Mið-austurlöndum líklega verðu afrakstur brambolts Pútíns.
Hann er alls ekki að gera okkur greiða.
Heldur í framtíðinni að tryggja óskaplega ótryggt ástand í Mið-austurlöndum til mjög langt tíma.
Engin samtök græða meir á þessari landhreinsun í Sýrlandi - en einmitt ISIS.
Og það óhjákvæmilega mun vaxa gríðarlega róttækni meðal Súnnía í Mið-austurlöndum almennt, ekki bara ISIS - heldur líklega spretta upp nýir róttækir hópar.
Jafnvel enn hættulegri.
Þess í stað virðist Pútín stefna í átt að hernaðarsigri í Sýrlandi - það getur ekki endað vel. En þ.e. versta mögulega niðurstaða fyrir Mið-austurlönd, tryggir frekari útbreiðslu átakanna, að þau líklega skekja fleiri lönd -- og ég reikna fastlega með því að flóttamannabúðir verði að þjálfunarbúðum fyrir uppreisnarmenn, í skjóli nágranna landa.
Þannig verði þetta svipað og í Afganistan. En Talibanar spretta fram innan flóttamannaúða í Pakistan. Með svipuðum hætti, geta nýjar hættulegar hreyfingar sprottið fram í örvæntingaræði í bland við hatur flóttamannanna sem hraktir hafa verið úr landi.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 13.3.2016 kl. 22:09
Þetta er ekki trúabragðastríð,enda er Sýrlenski herinn,að hluta til Sunni muslimar og það hafa ekki verið innanlandsátök vegna trúmála þar í áratugi.
Vissulega hafa verið lítill hópur bókstafstrúarmanna,en íbúarnir hafa ekkert viljað með þá hafa,þeim hefur flest öllum líkað vel að búa í friðsömu þjóðfélagi þar sem var uppgangur.
Flóttamennirnir eru ekki að flýja Sýrlenska herinn,þeir eru að flýja bardagana, ISIS og moderete ofsatrúarmennina.
Stjórnarandstaðan er ekki að berjast,hún er á þingi og er andsnúin innrás öfga múslima í landið.
Það eru engir hófsamir í Sýrlandi og allra síst í norðanverðu landinu. 'I sunnanverðu landinu eru smáhópar sem hafa verið úrskurðaðir hófsamir.
Þrátt fyrir hetjulega baráttu Bandaríkjanna fengust Al Nusra ekki úrskurðaðir sem slíkir.
.
Vesturlönd hafa ekki rétta stefnu og hafa ekki haft hana í áratugi.Það er ekkert rétt við að vopna öfgahópa til að kollvarpa ríkisstjórn sem þeim líkar ekki við.
Hvorki Evrópubúum eða Bandaríkjunum stafaði nokkur hætta af þessu friðsama ríki,en samt tóku þau þá ákvörðun að tortíma því. Þetta var meira að segja óvenju hættulaust ríki á mælikvarða þessa heimshluta.
Og þetta kemur í lóðréttu framhaldi af því að þeir tortímdu algerlega öðru ríki með nákvæmlega sömu uppskrift, þar sem fólk líður ólýsanlegar kvalir í framhaldi að því óhæfuverki.
Ég er að tala um Líbýu.
Aðferðin er nákvæmlega hin sama ,vopan öfgahópa ,koma á borgarastyrjöld,sprengja allt sem máli skiftir í tætlur og láta samfélaginu blæða út í innanlandsátökum.
Írak.Líbýa og Afganistan voru allt augljósir stríðsglæpir og þeir sem að þeim stóðu ættu að hanga, vegna síendurtekinna brota sinna gegn mannkyni
.
Vissulega er þetta býflugnabú stórt og hættulegt,en það er aðeins stórt og hættulegt af því að Vesturlönd eru búin að ausa vopnum og peningum í hendurnar á þessu öfgaliði árum saman ,og þjónað sem flugher fyrir það þegar á brattann hefur verið að sækja.
Eins og venjulega hafa þau farið þarna inn og sprengt upp allt sem máli skiftir til að viðhalda samfélagi. Það var ekki fyrrr en Rússar komu sem því var hætt.
Nú fara Neokonarnir hamförum og reyna að koma þrautreyndu glæpakvendi og stríðsglæpamanni í forsetastólinn til að þeir geti örugglega haldið áfram að eyða þjóðfélögum.
Það er ekkert rétt við þetta.
Það er heldur ekkert rétt við að vopna Tatara til að koma á borgarastyrjöld á Krímskaga.Hvað er svona rétt við að gera út öfgamenn til að drepa saklaust fólk.?
Þetta sínir bara að þetta glæpahyski sem hefur hreiðarað um sig við stjórnvölinn í Whasington hefur ekkert siðferði.
Nú er þessu pakki ógnað af Sanders og Trump og þeir fara hamförum gegn vilja almennings sem er augljóslega að sýna að hann er búinn að fá nóg af þessum sífelldu óhæfuverkum, reyndar ekki bara gegn öðrum þjóðum heldur líka gegn Bandarísku þjóðinni.
.
Þetta býflugnabú, sem var búið til af vesturlöndum er stórt en það verður að eyða því og Sýrland er ákjósanlegur staður til að gera það.
Það minnsta sem vesturlönd geta gert úr því sem komið er,er að vera ekki til bölvunar meðan á því stendur. Líklega verður það samt ekki af því þá verða þessir háu herrar og frúr að játa glæpsamlega hegðun sína,og þau virðast frekar vilja tortíma Evrópu en að gera það.
Það er frekar grátlegt af því almenningur mundi sennilega láta sé nægja að þau láti sig hverfa með skömm í stað þess að koma þeim undir lás og slá eins og eðlilegast væri.
Borgþór Jónsson, 14.3.2016 kl. 02:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning