17.2.2016 | 23:16
Stjórnvöld Tyrklands saka hersveitir sýrlenskra Kúrda um sprengjutilræðið í Ankara í gærkveldi. Er innrás Tyrkja í Kúrdahéröð Sýrlands yfirvofandi?
Það létust 28 og a.m.k. 60 manns slösuðust þegar bílsprengja sprakk í miðborg Ankara nærri rútum sem notaðar eru af heryfirvöldum til að flytja hermenn, í grennd við höfuðstöðvar hersins í Ankara - einnig í grennd við þinghúsið og aðrar opinberar byggingar.
Car bomb attack on military in Turkish capital kills 28
Ankara car bomb kills at least 28
Ekki er vitað enn fyrir algerlega víst - að ISIS hafi framkvæmt voðaverkið.
T.d. telja yfirvöld PKK eða Verkamannaflokk Kúrdistan koma til greina, vegna þess að sprengingin var fyrir utan höfuðstöðvar hersins - tyrknesk yfirvöld eru einmitt í átökum við sveitir PKK í byggðum Kúrda innan Tyrklands.
Á hinn bóginn þá tónar þessi verknaður við aðgerðir ISIS.
Sprengjutilræði virðast einmitt ein af þeirra klassísku aðgerðum.
- Þó skv. nýjustu fréttum hafa tyrknesk stjórnvöld ákveðið að saka hersveitir sýrlenskra Kúrda um að standa að baki tilræðinu.
- Spurning hvort að - að baki standi skyndiákvörðun tyrkneskra stjórnvalda, að notfæra sér tilræðið - sem tilliástæðu að standa fyrir stórfellt auknum árásum á svæði undir stjórn YPG sveita sýrlenskra Kúrda, jafnvel að ganga svo langt að senda landher inn á svæði undir stjórn sýrlenskra Kúrda.
Ef tyrkensk stjórnvöld ganga það langt - mundi það skapa áhugaverða krísu í samskiptum Tyrklands og bandarískra stjórnvalda.
- Það má velta því fyrir sér -- hvort ISIS gerði þessa árás?
- Og ef til vill er einmitt að vonast eftir þeim áhrifum, að Tyrknesk stjórnvöld - ráðist að Kúrdum, jafnvel að Tyrkir fari í stríð við Rússa.
- En þ.e. alve hugsanlegt að ISIS sé "devious" að nægilegu leiti, til að gera tilraun til þess - að hafa áhrif á ákvarðanir annarra aðila.
Af hverju fókusar Tyrkland á Kúrda - frekar en ISIS?
Hluti af svarinu er örugglega að innan Tyrklands búa 11-milljónir Kúrda.
Og að þeir hafa lengi barist fyrir - sjálfstjórn, og eða auknum réttindum.
- Margir halda að stjórn Erdogans sé sérstaklega slæm við Kúrda.
En þá skortir þá sögulega þekkingu -- en svokallaðar "secular" ríkisstjórnir Tyrklands fyrri ára, þ.e. t.d. á 9. áratugnum og þar á undan.
Voru einfaldlega ekkert betri við Kúrda!
- Þær stjórnir voru gjarnan mjög þjóðernissinnaðar.
- Og tyrkneskir þjóðernissinnar, hafa alltaf verið mjög fókusaðir á -- einingu Tyrklands.
Sem þíðir, að þeir hafa haft mjög litla samúð með - baráttu Kúrda fyrir sínum réttindum, sbr. að kúrdíska sé notuð í barnaskólum á þeirra svæðum, að Kúrdar megi nota móðurmál sitt á opinberum vettvangi - séu ekki handteknir fyrir það eins og oft var á árum áður, megi rita blöð og bækur á eigin móðurmáli sem gjarnan var bannað á árum áður - alfarið.
AKB flokkur Erodgans -- má eiga, að miðað við hvað áður var, hafði hann slakað verulega á klónni gagnvart Kúrdum - - sbr. heimilað bækur og blöð á kúrdísku, notkun kúrdísku í barnaskólum á svæðum kúrda, og að auki pólitískum flokkum Kúrda starfsemi.
- Mig grunar að afstaða Erdogans sé stórum hluta -- innanlands pólitísk.
- Þ.e. hann virðist í vaxandi mæli -- styðjast við tyrkneska þjóðernissinna.
Og harðnandi stefna Erdogans gagnvart Kúrdum, sé líklega - í réttu hlutfalli við aukin áhrif tyrkenskra þjóðernissinna innan stjórnar Erdogans, og innan AKB flokks Erdogans.
- Þarna sé um gamla stefnu að ræða, en þjóðernis-sinnaðar ríkisstjórnir Tyrklands, kenndar við Kemal nefndur Ataturk -"secular"- hafi alltaf viðhaft mjög einstrengingslega stefnu gagnvart þjóðernis minnihlutum Tyrklands.
- Rétt að benda á, að það voru stuðningsmenn Ataturks sem frömdu þjóðarmorð á Armenum á sínum tíma -- þannig að þegar tyrkir sem byggja stefnu sína á Ataturk líta á hvern þann sem ekki aðhyllist þ.s. þeir kalla "tyrknesk viðhorf" nánast sem svikara -- þá sækja þeir slík viðhorf beint til Ataturk sjálfs.
Þrátt fyrir allt -- hafi réttindi þjóðernisminnihluta í Tyrklandi batnað og það verulega á seinni árum --> Þó að enn sé langt í land miðað við réttindi þjóðernisminnihluta í V-Evr.
_________________
Mín skoðun er að það væri mun betra fyrir Tyrkland sjálft -- að binda endi á áratuga löng átök við Kúrda -- með því að veita þeim formlegt sjálfstjórnarsvæði, með skilgreindu en takmörkuðu sjálfs-forræði.
En tyrkneskir þjóðernissinnar virðast enn halda fast í ataturkísk ofsafengin viðhorf gagnvart minnihlutum -- og það "legacy" Ataturks sé virkilegt vandamál!
Og áhrif þeirra - séu sennilega stór hluti ástæðu þess, að Tyrkland fókusar á Kúrda - fremur en ISIS.
Vegna ofsastefnu Ataturks gegn þjóðernisminnihlutum - hef ég alltaf litið á það mun jákvæðari augum en sumir - að hægfara íslamisma stefna hefði tekið við!
En rétt er að benda á eina staðreynd -- að útrýmingarherferðir gegn þjóðernisminnihlutum innan Tyrklands - hófust með Ataturk.
Niðurstaða
Ég er með öðrum orðum að segja, að það hafi verið jákvæð þróun fyrir Tyrkland - þegar Tyrkland virtist vera að fjarlægast ataturkísk viðhorf, á fyrri hluta valdatíðar Erdogans.
En eftir að Erdogan missti um tíma þingmeirihluta sinn á sl. ári!
Þá er eins og að Erdogan hafi gert -vanheilagt bandalag við tyrkneska þjóðernissinna- og til að fá þá í lið með sér, hafi Erdogan - hafið að nýju stríð við Kúrda.
Stríð sem var nánast alltaf til staðar með hléum meðan ataturkískar ríkisstjórnir voru við völd í Tyrklandi.
- Ataturkísk áhrif séu í reynd -- vandamál!
_______________
PS: Turkey blames Kurdish militants for Ankara bomb, vows response in Syria and Iraq
Það áhugaverða er að gerast í málinu, að Tyrknesks yfirvöld hafa ákveðið að YPG sé sekt um tilræðið í Ankara í gærkveldi - en fyrir þá sem ekki vita er YPG vopnuð hreyfing sýrlenskra Kúrda.
Mér virðist þetta ekki -- sennileg skýring, þó að það megi halda því fram að YPG gæti verið að hefna fyrir loftárásir Tyrkja.
En á hinn bóginn, þá getur verið að tyrknesk stjórnvöld, hafi séð tækifæri í því - að beina ásökunum að YPG akkúrat núna.
Ætli að nota það sem tilefni - til þess að efna til stóraukinna árása á svæði undir stjórn YPG í Sýrlandi -- jafnvel að til standi að ganga svo langt að senda tyrkneskan landher inn á svæði undir stjórn YGP innan Sýrlands.
En YPG hefur undanfarið verið að sækja fram meðfram landamærum Tyrklands og Sýrlands, og er nærri því að sameina öll svæði þ.s. Kúrdar eru meirihluta íbúa - undir sinni stjórn eða vernd. Það líta tyrknesk stjórnvöld á sem - ógn fyrir Tyrkland.
Síðan að auki, hefur sókn sýrlenska hersins - íranskra hersveita og sveita á vegum Hezbollah í átt að landamærum Tyrklands - leitt til þess ástands að uppreisnarsveitir sem Tyrkir hafa stutt, eru í hættu á að verða endanlega undir í átökum innan Sýrlands.
- Þetta gæti m.ö.o. orðið tyrkneskum stjórnvöldum átilla, til að hefja umtalsverða innrás inn fyrir landsvæði Sýrlands -- til þess að verulegu leiti hernema svæði Kúrda innan Sýrlands, og til þess að skapa verndarsvæði fyrir flóttamenn frá Sýrlandi, sem og sýrlenska uppreisnarmenn i uppreisn gegn stjórnvöldum Sýrlands.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt 18.2.2016 kl. 15:13 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er alls ekkert ólíklegt að þetta hafi verið kúrdar. Aðal óvinir Tyrkja núna - eða þangað til þeim tekst að koma sér almennilega uppá kant við rússa.
Hinsvegar er ansi grunsamlegt þá að kúrdarnir segjast ekki vita hverjir stóðu að þessu. Venjulega hlaupa terroristar til, voða stoltir, og segja "ég gerði það! ég gerði það!"
Grunar mig hér að Tyrkir séu búnir að reikna það út að þeir þurfi meira að lobbýa fyrir því að fá að sprengja kúrda. Svo þeir gera það.
Svo myndi ég ekki óska neinum þess að Tyrkir sneru sér meira að Islam. Þeir eru skárri með Kemalismann. Kemal vann með það að halda Tyrklandi, því sem hægt var að halda.
Íslamska Tyrkland, AKA Ottómanaveldið, gerði ekkert annað allan tímann en að gera innrásir. Sem olli því að Tyrkland var fullt af útlendingum, meðal annars Grikkjum, Armenum og hvaðeina.
Það fór illa. Ekki það að það hafi verið eitthvað gott fram að því.
Ég sé heldur eki frammá að þeir hætti að berjast við kúrda. Herinn hefur of gaman af að berjast við þá. "Anti-insurgency" hernaður getur vel staðið yfir að eilífu, og er áskrift að frama margra hershöfðingja.
Ásgrímur Hartmannsson, 18.2.2016 kl. 16:57
Þorsteinn - ég tek þessum "false flag" fullyrðingum á vefmiðlum með afskaplega mörgum saltkornum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.2.2016 kl. 00:44
Ásgrímur --- stóra vandamál Ataturk ismans, er það hatur á minnihlutahópum sem Ataturk eða Kemal-isiminn viðheldur.
Eins og þú bentir á, var gamla Osma ríkið fullt af útlendingum - en þ.e. einmitt punkturinn, að Osman ríkið stóð ekki í útrýmingarherferðum gegn fólki af öðrum hópum.
Það hafa aftur á móti Kemal-istarnir gert alveg frá upphafi.
Eiginlega eru Kemal-istarnir það sem gerir Tyrkland að vandamáli, en þ.e. sú stefna sem einmitt krystallast í stöðugu stríði við Kúrda.
Þess vegna hafi verið jákvætt - er Tyrkland virtist vera að stíga frá Kemal-ismanum.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.2.2016 kl. 00:47
Geisp - þessa hlekki skortir allan trúverðugleika, þarna er enginn rökstuðningur - einungis fullyrðingavaðall og algerlega án nokkurra sannana.
Ég er reyndar á þeirri skoðun - að Pútín óbeint styði ISIS. En hann amaðist ekkert við því að Assad væri megin kaupandi olíu og gas frá ISIS í Sýrlandi a.m.k. fram á sl. sumar, akkúrat sama tímabil og ISIS var að vaxa úr engu í stórveldi.
**Það hentar Pútín að tala um - árásir á ISIS, meðan að hann láti þau samtök að mestu í friði -- en það sennilega hentar Pútín og ISIS samtímis, að Pútín einbeiti sér að uppreisnarmönnum - og þurrki þá út.
Sennilega er þarna á milli óformlegt samkomulag, að Pútín að mestu láti svæði undir stjórn ISIS vera - því það hentar Pútín að ISIS verði eitt eftir innan Sýrlands, fyrir utan Assad.
Þá verði ISIS alltaf til staðar -- sem ógn. Og Pútín geti alltaf bent á þá tilvist -- í áróðursskyni, og þóst áfram að vera að berja á þeim samtökum.
Meðan að --með velþóknunarglampa í augum-- hann þess í stað styðji útþenslu ISIS um Mið-Austurlönd, samtímis og hann fordæmi Vesturlönd -- fyrir að berjast ekki næilega gegn þeim samtökum.
Hann aðstoði útbreiðslu ISIS - samtímis og hann þykist berjast við ISIS, og haldi því á lofti að Vesturlöndum sé að kenna að ISIS breiði sig út.
Þannig noti Pútín ISIS -- gegn Vesturlöndum, og sennilega ætli sér það áfram.
Pútín vilji að Mið-Austurlönd séu sem mest í alvarlegu óstöðugleika ástandi -- því það bitni mest á Evrópu og hagsmunum Bandar.
Sennilega hafi Pútín alltaf viðhaldið tengslum við Bath foringjana fyrrum undirmenn Saddams Hussain, sem ráði innan ISIS.
Og snemma í ferlinu, náð við þá - óformlegu samkomulagi, að þeir beiti sér fyrst og fremst gegn hagsmunum Vesturlanda.
Þarna á milli sé hálfgildings bandalag.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 19.2.2016 kl. 03:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning