Spenna á landamærum Tyrklands við Sýrland - Tyrklandsher beitir stórskotaárásum á sveitir Kúrda í sókn meðfram landamærum ríkjanna

Til að sjá hvað er í gangi, þarf að skoða kort - sem virðist sýna mjög nýlega mynd af stöðu mála, hvað varðar framsókn sýrlenskra Kúrda á landamærum Sýrlands við Tyrkland.

Miðað við nýjustu fréttir - eru Kúrdar þó greinilega að sækja lengra í Vestur meðfram landamærunum. Uppreisnarmenn hafa ráðið mjórri landræmu -- græni liturinn.
Ef marka má fréttir -- eru sveitir Kúrda að einmitt sækja að því svæði!
Sem væntanlega þíðir að þeir hafa sókt dramatískt fram á sl. vikum.

Turkey vows 'harsh reaction' as missiles hit Syria town

https://natgeoeducationblog.files.wordpress.com/2015/10/syrian_civil_war.png

Kort frá sl. ári -- sýnir allt aðra stöðu, þegar mestur völlur var á framsókn ISIS við landamæri Tyrklands, og svæði Kúrda voru undir harðri atlögu.

Eins og sést -- er þetta dramatísk breyting, að síðan NATO flugsveitir hófu harðar loftárásir á stöðvar ISIS, og að auku hófu vopnasendingar til YPG sveita sýrlenskra Kúrda, þá hefur þeim sl. mánuði -- vegnað miklu mun betur!

http://arsenalfordemocracy.com/wp-content/uploads/2014/09/northern-syria-iraq-isis-map-kobani-raqqa-erbil-september-26-2014.png

Til að átta sig á því hvar bærinn Azaz er -- er gott að skoða enn eitt kortið.

Skv. fréttum, er tyrkneski herinn að beita stórskotaárásum á sveitir YPG eða sýrlenskra Kúrda, sem virtust hafa hug á að taka Azaz.

http://www.lib.utexas.edu/maps/middle_east_and_asia/syria_rel-2007.jpg

  1. Eins og sést á kortunum, að ef YGP sveitir sýrlenskra Kúrda taka þá mjóu landræmu sem uppreisnarmenn hafa ráðið á landamærum Tyrklands.
  2. Þá sameina þeir byggðir Kúrda í Sýrlandi, í eitt umráðasvæði -- þ.e. einmitt hvað Tyrkir vilja hindra.

Það mundi þíða, svo fremi að við gerum ráð fyrir því að -- Bandaríkin haldi áfram að senda þeim vopn -> Að þá verður til vel vopnað sjálfstjórnarsvæði Kúrda á landamærum Tyrklands.

Tyrkir telja að upprisa slíks svæðis, væri mjög mikil ógn við Tyrkland.
En höfum í huga, að í Tyrklandi eru 11-milljón Kúrda!

Þetta kort sýnir dreifingu byggða Kúrda -- fyrir stríðið í Sýrlandi

Eins og sést, gæti öflugt og vel vopnað sjálfstjórnarsvæði Kúrda í Sýrlandi -- haft mikil áhrif inn í Tyrkland.

  1. Enn segja Tyrkir ekki koma til greina að -- senda herlið inn í Sýrland.
  2. En þetta mundi setja sýrlenska Kúrda í mjög öfluga samningsstöðu gagnvart Tyrklandi -- ef vopnasendingar til uppreisnarmanna, eiga að halda áfram -- ekki ósennilegt að að þeir verði undir þrýstingi einnig frá Washington, að heimila slíka flutninga.

En auðvitað -- þá yrði Tyrkland að hætta loftárásum.
Og eiginlega -- viðurkenna ósigur í sinni viðureign við sýrlenska Kúrda.

  • Ég hef persónulega mikla samúð með þeirri kröfu, að Kúrdar í Tyrklandi - fái einnig sitt eigið sjálfstjórnarsvæði.

En það var þeirri kröfu sem Erdogan fyrir rest hafnaði.
PKK flokkurinn eða Verkamannaflokkur Kúrdistan eins og hann er gjarnan kallaður, vildi ekki falla frá þeirri kröfu.

Í staðinn hófst aftur - borgarastríð í A-hluta Tyrklands.
Og Tyrkir hófu aftur árásir yfir landamærin - á stöðvar YPG, eins og árum áður.

Meðan þessi innanlands átök eru til staðar -- skapa þau veikleika fyrir Tyrkland.
Sem utanaðkomandi lönd -- gætu gert tilraun til þess að notfæra sér, tja -- t.d. með því að dæla vopnum til PKK í Tyrklandi.

http://www.gatherthejews.com/wp-content/uploads/2011/11/map-of-turkey.jpg

Rétt að hafa það í huga - að ef Rússland reyndi slíkan leik.
Þá á Tyrkland mjög öflugan mögulegan mótleik - sem væri að loka Bosporus sundi, sundinu milli Miðjarðarhafs og Svartahafs.

Þá yrði það mjög erfitt fyrir Rússland -- að halda uppi vistaflutningum til herstöðva sinna í Sýrlandi.
Sprengjur og eldsneyti gæti hvort tveggja klárast hratt -- ef maður gerir ráð fyrir áframhaldandi stríðs átökum í Sýrlandi.

 

Niðurstaða

Ekki er gott að segja hvert sú spenna á landamærum Tyrklands og Sýrlands leiðir - en stríðs hætta virðist til staðar. Þó að Tyrkir fullyrði enn að þeir hafi engin áform um að senda herlið yfir landamærin - ef Tyrkjum er alvara með að líta á það sem mikla hættu að YPG sveitir sýrlenskra Kúrda sameini svæði Kúrda meðfram landamærunum.
Þá er rökrétt að Tyrklandsher fari yfir landamærin, og hertaki svæði það sem uppreisnarmenn áður höfðu full yfirráð yfir -- og lísi það verndarsvæði.
En þá tekur Tyrkland þá áhættu að lenda í hernaðarátökum af stærra tagi.

Þó að ég óttist ekki -per se- að Tyrklandsher mundi bíða ósigur í slíkri rimmu, þá mundi hún verða verulega kostnaðarsöm, og tjón af slíkri styrrjöld hlyti að verða nokkuð umtalsvert.

 

Kv.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég las hérna pistill einhvers, sem hafði titilinn "ISIS, sterkasta ríki í heimi".  Eitt hafði greinarhöfundar þar rétt fyrir sér í, og það er að halda það að allir herir veraldar séu þarna til að berjast við 30 þúsund manna lið, sem kallar sig ISIS ... er ekki bara fáránlegt ... Bandaríkjamenn "ljúga" um ISIS, upp í opið geðið á okkur öllum ... Rússar líka, og nota "ISIS" sem spring bretti, og kalla "alla" fyrir ISIS ... og nota ISIS sem tillástæðu fyrir að "vernda" þann hluta Sýrlands, sem á að vera "Sýrland" undir nýju fyrirkomulagi mið-austurlanda ... athugaðu það gaumgæfilega, að Rússar eru INNAN þess svæðis sem búið var að deila á tímum BUSH og átti að tilheyra Sýrlandi. Sjálfsagt hefur kortið það, breizt eitthvað en er ábyggilega eitthvað á svipaða leið.  Kúrdistan, Írak deilt í tvo hluta, Sýrland minnkað, Tyrkland minnkað ... Saudi Arabía, Yemen ... allt er þetta í anda þeirra "breitinga" sem búið var að leggja fram sem hugmynd, á sjötugusta áratugnum.  Hugmynd, sem byggðist á því hvernig landamærin væru ef farið væri eftir "geopolitísku"  og trúar-etnisku áhrifasvæði, í stað landamæra.

Með öðrum orðum, þá er dæmið miklu flóknara en þú heldur.  Og hreifing Tyrkja og Sauda, frekar "örþrifaráð" ... en hernaðar klækir.  Þeir geta aldrei unnið, nema það sem Rússar og Kaninn koma sér saman um að "leifa" þeim að sigra.  Rússar hafa það í hendi sér að "eyða" Tyrklandi ... og ef þú heldur að NATÓ geti eitthvað gert við því ... eða gamla góða "Löggann kemur og lemur þá, ef þeir eru ljótir strákar" og hugsar þá að kaninn geri eitthvað ... er bara barna hjal.  Þessir þrír aðilar, Rússland, Bandaríkin og Kína hafa allt í höndum sér, en munu aldrei fara í hvorn annan beint eins og ég hef tyggt svo oft upp áður ... og allra síst til að bjarga fúla afturendanum á mér ... eða okkur hér í Evrópu.

Lestu Tsun Zu, taktu NATO kortið og hentu því og stilltu síðan dæminu upp á nýtt og reyndu að fá eitthvað út úr því ... þetta er ekkert svona einfalt, og við höfum ekki alla þætti málsins, til að geta sagt fyrir um það fyrirfram.  Við getum aðeins horft í bak spegilinn og reynt að túlka það sem við sjáum.

Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 16.2.2016 kl. 23:30

2 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þú hefur rétt fyrir þér í einu, að Rússar eru hraðlygnir - en ef ætta mætti yfirlýsingar rússn. yfirvalda er þeir segja frá árásum á þ.s. alltaf eru kallaðir hryðjuverkamenn - þá eru nær allar þeirra árásir á ISIS.
Meðan að óháðir sjónarvottar -- sjá að árásum þeirra er beint að uppreisnarmönnum, og það sést greinilega undanfarnar vikur - þegar sókn Írana, Hesbollah og liðssveita Assads - hefur notið stuðnings loftárása við það verk að brjóta niður varnir uppreisnarmanna í A-Sýrlandi, og þeim herjum virðist hafa tekið að einangra Aleppo.

    • En Kanar eru á hinn bóginn ekki að ljúga því að þeir séu að beina árásum sínum á ISIS -- en kortin að ofan sýna vel að þ.e. engin lýgi - ef þú skoðar hve mikið sýrlenskir Kúrdar hafa stækkað yfirráðasvæði sitt í Sýrlandi.

    • Síðan Bandaríkin hófu stuðning við þá fyrir 1-ári síðan.

    Alveg útilokað að sá árangur hefði náðst -- án stuðnings víðtæks lofthernaðar.

    Kv.

    Einar Björn Bjarnason, 16.2.2016 kl. 23:42

    Bæta við athugasemd

    Nauðsynlegt er að skrá sig inn til að setja inn athugasemd.

    Um bloggið

    Einar Björn Bjarnason

    Höfundur

    Einar Björn Bjarnason
    Einar Björn Bjarnason
    Stjórnmála- og Evrópufræðingur. Áhugi á stjórnmálum, Evrópumálum, alþjóðamálum, málefnum Miðausturlanda, trúmálum, vísindum og tækni, og margt fleira.
    Jan. 2025
    S M Þ M F F L
          1 2 3 4
    5 6 7 8 9 10 11
    12 13 14 15 16 17 18
    19 20 21 22 23 24 25
    26 27 28 29 30 31  

    Eldri færslur

    2025

    2024

    2023

    2022

    2021

    2020

    2019

    2018

    2017

    2016

    2015

    2014

    2013

    2012

    2011

    2010

    2009

    2008

    Nýjustu myndir

    • Mynd Trump Fylgi
    • Kína mynd 2
    • Kína mynd 1

    Heimsóknir

    Flettingar

    • Í dag (20.1.): 10
    • Sl. sólarhring: 10
    • Sl. viku: 65
    • Frá upphafi: 859307

    Annað

    • Innlit í dag: 10
    • Innlit sl. viku: 57
    • Gestir í dag: 10
    • IP-tölur í dag: 10

    Uppfært á 3 mín. fresti.
    Skýringar

    Innskráning

    Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

    Hafðu samband