29.12.2015 | 16:53
Gríðarlegur hallarekstur vegna lágs olíuverðs neyðir Saudi Araba til niðurskurðar
Sá þessa frétt á veg Financial Times: Saudis unveil radical austerity programme.
Skv. fréttaskýringu Ft, þá var hallinn á ríkissjóð Saudi Arabíu, 367 milljarðar dollara.
Sem gerir 15% af þjóðarframleiðslu Saudi Arabíu að sögn FT.
Olíutekjur hafi verið 23% lægri en árið á undan, sem sé skýring hallans.
- Aðgerðir stjórnvalda, virðast fremur vægar - sbr. smávægilegar hækkanir á skattlagningu margvíslegra þátta.
- Ásamt nokkrum útgjaldaniðurskurði.
- Þ.e. verið að íhuga að leggja á söluskatt.
Miðað við lesturinn - virðist skattlagning hafa verið afar lítil fram til þessa í konungsríki Sauda.
Sumir halda því fram að Saudar á sínum tíma hafi gert mistök, er þeir minnkuðu ekki framleiðslu - rétt áður en hrun varð á olíuverði fyrir rúmu ári
En ég bendi á að Saudar voru í reynd milli - steins og sleggju.
Ég er að vísa til upprisu svokallaðs "fracking" iðnaðar í Bandaríkjunum, er vinnur olíu og olíu-leirsteins lögum eða "oilshale."
En áður en olíuverð hrundi fyrir nærri einu og hálfu ári síðan, þá var sá iðnaður í mjög hröðum vexti - skammt virtist í að Bandaríkin yrðu sjálfum sér næg um olíu.
Að auki, var sá iðnaður farinn í útrás, farinn skoða sambærileg jarðlög í öðrum löndum, m.a. í nokkrum Evrópulöndum.
- Punkturinn er auðvitað sá - að þessi aukna framleiðsla, fyrirsjáanlega var að setja það háa olíuverð er var, þ.e. vel yfir 100 dollarar per fatið, undir vaxandi þrýsting.
- Nú, ef maður ímyndar sér að Saudar fyrir um einu og hálfu ári síðan, hefðu minnkað framleiðslu - til að viðhalda olíuverði í 100 dollurum +. Þá auðvitað blasir við - að framrás "fracking" fyrirtækjanna hefði haldið áfram af vaxandi krafti.
- Og framleiðsla frá þeim iðnaði hefði því vaxið enn frekar, og aftur sett olíuverð undir þrýsting - og þar með fært Sauda á sama stað, þ.e. minnka framleiðslu/eða láta olíuverð hrynja.
- Þannig hefði þetta getað gengið áfram -- koll af kolli, ef Saudar hefðu minnkað framleiðslu - -> Að það hefði einungis fært þá að næsta punkti, þegar sama spurning mundi aftur koma upp, og ef þeir hefðu aftur minnkað - hefði einungis verið til þess að sú spurning hefði aftur risið síðar að nýju.
- Saudar hafa getað framreiknað sig - niður í mjög minnkaðar markaðshlutdeild, og þar með olíutekjur --> Og líklega hefði olíuverð hrunið samt fyrir rest.
Þannig að þetta hafi einfaldlega verið rétt ákvörðun Sauda - að halda sinni framleiðslu og markaðshlutdeild.
Og láta verðið - falla eins langt og það mun falla.
- Lága verðið hefur klárlega hægt á þróun "fracking" iðnaðarins, sem nú er alveg stopp, vegna þess að framleiðsla borgar sig ekki á núverandi verðum.
- Mörg fyrirtækin eru að rúlla, og verða tekin yfir af öðrum.
Það hafi ekki verið raunhæfur valkostur fyrir Sauda - að viðhalda verðlaginu.
Þeir hafi ekki raunverulega megnað að verja það!
Niðurstaða
Það má segja að Saudar hafi orðið fyrir barðinu á tækniþróun, það er þeirri er gerði það mögulegt að vinna olíu og jarðlögum, sem áður voru talin -óvinnanleg. Það er, olíuleirsteinslögum, eða "oilshale."
Það hafi verið sú eimreið er fór af stað í Bandaríkjunum - þ.e. "fracking" iðnaðurinn, er breytti markaðinum. Og hafi gert það að verkum, að Saudar hafi raunverulega ekki haft annan skárri valkost - en þann er þeir tóku, að halda sinni markaðshlutdeild og láta verðlag olíu hríðfalla - eins og það gerði.
Ekkert sem Saudar hafi getað gert, hafi getað gert nokkuð meira - en að fresta þeirri lækkun. En sú frestun hefði verið keypt með mun minnkaðri markaðshlutdeild Sauda.
Og það hefði getað endað - með enn minni olíutekjum.
- Þetta auðvitað bitnar á Rússum einnig, og Venesúela.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
- Er fall bandaríska lýðveldisins yfirvofandi - vegna ákvörðuna...
- Sérfræðingar vaxandi mæli þeirrar skoðunar, 2025 verði lykilá...
- Rússar hafa tekið 8 km. landræmu síðan sl. föstudag í NA-Úkra...
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
- eyglohardar
- bjornbjarnason
- ekg
- bjarnihardar
- helgasigrun
- hlini
- neytendatalsmadur
- bogason
- hallasigny
- ludvikjuliusson
- gvald
- thorsteinnhelgi
- thorgud
- smalinn
- addabogga
- agnarbragi
- annabjorghjartardottir
- annamargretb
- arnarholm
- arnorbld
- axelthor
- arnith2
- thjodarsalin
- formosus
- birgitta
- bjarnijonsson
- bjarnimax
- westurfari
- virtualdori
- bookiceland
- gattin
- davpal
- dingli
- doggpals
- egill
- jari
- einarborgari
- einarsmaeli
- erlaei
- ea
- fannarh
- fhg
- lillo
- gesturgudjonsson
- gillimann
- bofs
- mummij
- kallisnae
- gp
- gudmbjo
- hreinn23
- gudrunmagnea
- gmaria
- topplistinn
- skulablogg
- gustafskulason
- hallurmagg
- haddi9001
- harhar33
- hl
- diva73
- himmalingur
- hjaltisig
- keli
- fun
- johanneliasson
- jonsullenberger
- rabelai
- jonl
- jonmagnusson
- jonvalurjensson
- thjodarskutan
- gudspekifelagid
- juliusbearsson
- ksh
- kristbjorg
- kristinnp
- larahanna
- leifurbjorn
- lifsrettur
- wonderwoman
- maggij
- elvira
- olafureliasson
- olinathorv
- omarragnarsson
- ottarfelix
- rafng
- raksig
- redlion
- salvor
- samstada-thjodar
- fullvalda
- fullveldi
- logos
- duddi9
- sigingi
- sjonsson
- sigurjons
- stjornlagathing
- athena
- stefanbogi
- lehamzdr
- summi
- tibsen
- vala
- valdimarjohannesson
- valgeirskagfjord
- vest1
- vignir-ari
- vilhjalmurarnason
- villidenni
- thjodarheidur
- valli57
- tbs
- thorgunnl
- thorsaari
- iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.1.): 10
- Sl. sólarhring: 10
- Sl. viku: 65
- Frá upphafi: 859307
Annað
- Innlit í dag: 10
- Innlit sl. viku: 57
- Gestir í dag: 10
- IP-tölur í dag: 10
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Sádar verða þá bara að fara að reiða sig á allann hinn iðnaðinn sem þeir eru með.
... að því gefnu að sjálfsögðu að þeir hafi eitthvað annað.
En kannski eru þeir svolítið líkir okkur: ekkert nema olía hjá þeim, ekkert nema fiskur, ál og túristar hjá okkur. Ekkert má. Engin uppbygging, ekkert.
Nú er spurn, hvað gera sádar með engan pening?
Ásgrímur Hartmannsson, 29.12.2015 kl. 22:04
Eins og Norðmenn eiga þeir verulega uppsafnaða fjármuni - þannig að þeir geta tæknilega séð haldið þessum hallarekstri í nokkur ár til viðbótar. Sem auðvitað borgar sig ekki, því þá væri peningurinn raunverulega búinn.
Nánast eina sem væri unnt að hugsa sér - væru risastór sólarorkuver í öllum þessum söndum.
En fyrir utan olíu - held ég að þetta land sé afskaplega snaut af auðlindum.
___________
Sennilega verða Norðmenn að mörgu leiti í sambærilegum vanda - þ.e. einnig einhæft hagkerfi, a.m.k. vel menntuð þjóð - spurning þó hvort menntuð í réttu hlutunum; þeir eiga þó a.m.k. meiri pening - sá endist þeim lengur.
___________
Eiginlega er ég á því, að Rússar séu í hálfu verri vanda, því þeir eiga minni pening, eru í efnahagssamdrætti - hafa einnig mjög einhæfan útflutning.
En fyrir utan olíu og gas, er vart annað en um vopn að ræða - útfl. þeirra hefur sum ár verið rúm 20% heildarútfl. - sem er ótrúlega hátt hlutfall.
Kannski er það framtíð Rússl. - að vera til í að selja vopn ódýrt virkilega til hvers sem vill kaupa.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 29.12.2015 kl. 23:10
Almennt séð hafa sterkustu olíuríkin aðeins eina leið til að bregða fæti fyrir aðra orkugjafa en olíu og jafnframt að drepa möguleika á því að ný og óhagkvæmari olíuvinnsla verð samkeppnishæf, en það er að halda olíverðinu nógu langt niðri. Þau hafa efni á því, því að kostnaðurinn við olíuvinnslu við Persaflóa er þrefalt minni en á norðurslóðum.
Ómar Ragnarsson, 29.12.2015 kl. 23:17
Hérna erum við að komast að ástæðum styrjaldanna sem eru í gangi, og af hverju NATO gengur svo hart að að reyna að ná í Ukraínu, og af hverju Rússar eru í Sýrlandi.
Fyrst:
https://www.eia.gov/forecasts/steo/report/global_oil.cfm
Hérna sér maður að olíu framleiðsla hefur risið gífurlega á þessu ári. Og við sjáum að Bandaríkin standa að baki þessari aukningu. Góðar fréttir? NEI langt í frá ... þetta er ástæða til að hafa gífurlegar áhyggjur. Aukning framleiðslu þeirra er mest 2013, og ...
http://ourfiniteworld.com/2014/07/23/world-oil-production-at-3312014-where-are-we-headed/
Er bubbla ... bouble, sem mun springa. Framleiðslu geta þeirra er ekki svona stór, en við getum reiknað með að grundvallar ástæða þess að framleiðsla þeirra hefur aukist, er heims markaðs málin. Þeir hafa neyðst til þess, til að geta haldið uppi stríðum sínum. Eins og sjá má hjá EIA, þá mun framleiðslan hrynja á næsta ári ... bandaríska bubblan mun springa.
Framleiðslan mun hrynja á næsta ári, en eftirspurning mun minnka einnig ... og af hverju? Hérna ber mönnum að spyrja sjálfan sig, og benda á að framboð og eftirspurn gildir ekki. Olían hefur verið dýr, þrátt fyrir að framleiðslan hefur verið langt umfram eftirspurn. LANGT UMFRAM.
http://www.globalfirepower.com/proven-oil-reserves-by-country.asp
Hérna sjá menn, af hverju Bandaríkin og Bretland, sleikja sér svona upp við villimannaríkið Saudi Arabíu. Já og gerið alveg grein fyrir því að Saudi Arabía, er ekki hótinu skárri en ISIS ... þetta eru ótýndir villimenn, og ónytjungar. Og þetta er ástæða þess, að menn ættu að fara varlega í að treysta kananum og bretum. Alveg sérstaklega bretum, og ekki nokkur ástæða að treysta þjóðverjum eða frökkum í neinum málum.
https://en.wikipedia.org/wiki/Global_strategic_petroleum_reserves
Hérna er svo svarið á framleiðslu aukningu bandaríkjanna ... SPR (Stragetic Patroleum Reserves).
Árið 2016, getur orðið afdrifaríkt ár ... jafnvel svo afrdrifaríkt að Evrópa fer á hausinn ... alfarið.
Því, af öllum þessum tölum má lesa eftirfarandi ... Evrópa getur ekki staðið undir sér, og er með 3 mánaða birgðir. Rússar, eru eina land veraldar sem getur háð stríð ... Bandaríkin, eru með bubblu sem springur ... birgðir þeirra eru stórar, en aldrei nægilega stórar. Og mitt í öllu þessu veseni, er Evrópa ... sem á ekki bót fyrir rassgatið á sér, og loft á milli eirnanna sem kemur best fram í miðaldar hugsunarhætti (Ukraína og gasið, Lýbía og Sýrland) og kerlingavæli (Flóttamanna málin).
Bjarne Örn Hansen (IP-tala skráð) 30.12.2015 kl. 00:42
Nú er árið senn á enda og vil ég nota tækifærið og óska ykkur gleðilegs árs og þakka fyrir það gamla og á sérstaklega Einari bloggeiganda,en skrif hans eru alltaf kurteis og málefnaleg þó að stundum fari ég og fleiri eflaust í taugarnar á honum.
Borgþór Jónsson, 31.12.2015 kl. 17:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning