Þarna virðist um að ræða áhugaverða sennu - en ISIS ræður flóttamannabúðum þar sem Palestínumenn búa, sem flúðu fyrir áratugum frá Ísrael. Þær flóttamannabúðir, eru nú - hluti af úthverfum Damaskus.
Skv. samkomulaginu -er virðist hafa hafa SÞ sem milligönguaðila milli stjórnvalda og ISIS- áttu liðssveitir þær sem halda flóttamannabúðum Palestínumanna í Damaskus.
Að fá að fara óáreittar ferða sinna frá borginni - alla leið til Raqqa.
Það sem flækir málið, er að þeir þurftu að fara í gegnum svæði í Damaskus, sem sl. 4 ár hefur verið undir stjórn "Jaysh al Islam" skv. enskri þíðingu "Army of Islam."
Það er áhugavert að þessi hópur skuli hafa haldið velli í úthverfum Damaskus í 4 ár samfellt.
Það bendir til þess að sá hópur, hvaða skoðun sem menn annars hafa á honum, kunni að berjast.
Evacuation of Damascus militants delayed after rebel leader killed
Powerful Syrian Rebel Leader Reported Killed in Airstrike
"Zahran Alloush, who spoke at a wedding in July, led the Army of Islam insurgents in Syria. The group recently agreed to participate in a political process seeking to end the five-year-old conflict."
Það er áhugavert að Það hafi verið ráðist á Zahran Alloush - hann ráðinn af dögum akkúrat á þessum tíma
En hann var orðinn formlegur þátttakandi í friðarferli á vegum SÞ, sem stjv. í Damaskus einnig taka þátt.
Hann var lykilmaður í því að samkomulagið sem fól í sér að herlið ISIS er ræður flóttamannabúðum Palestínumanna í úthverfi Damaskus færi þaðan - gengi upp.
Skv. fréttum hafði hann gengið svo langt í yfirlýsingum að samþykkja að skipuð yrði í framtíðinni, ný ríkisstjórn Sýrlands - með völdum tiltölulega óhlutdrægum einstaklingum.
Það getur vart hafa dulist þeim innan rússn. flughersins, er gaf skipun um loftárás.
Að afleiðing falls foringja "Hers Íslam" - mundi skaða sennilega til langs tíma, möguleika á því að unnt verði að binda endi á skiptingu Damaskus, sem hefur verið hefur til staðar alla tíð síðan borgaraátök í Sýrlandi hófust.
- Sumir álykta því - að í árásinni felist þau skilaboð, að stjv. í Mosku - sé ekki alvara með þeim friðarumleitunum, sem hafa verið í gangi.
- En að sögn sjónarvotta, hafi verið um rússneska loftárás að ræða.
Það má vel vera að Kreml - telji sig enn geta unnið einhvers konar lokasigur innan Sýrlands.
Það er einnig hugsanlegt, að veðjað sé á að - óeining skapist innan Hers Íslam eftir falls foringjans.
Á hinn bóginn, eftir 4-ár samfellt, það undir án efa stöðugum harkalegum árásum - þá finnst manni sennilega að liðsheildin ætti að vera orðin frekar styrk, og að fyrst að þeir hafa haldið velli allan þennan tíma - þá hljóti þar innan vera margir færir herstjórnendur, er ættu að vera færir um að halda kyndlinum á lofti.
Skv. fréttum var Zahran Alloush að hitta háttsetta aðila innan, Ahrar al-Sham - sem er alveg hugsanlegt að standi í tengslum við undirbúning flutnings liðsmanna ISIS frá Damaskus.
En þeir þurfa ekki bara -"safe passage"- um svæði innan borgarmarka Damaskus.
Ef þeir eiga að komast til Raqqa.
Það má reyndar velta fyrir sér, hvort þarna gæti áhrifa þess, að staða Rússlands innan Sýrlands hafi veikst - eftir að deilur hófust við Tyrkland
En þ.e. einfalt að sjá, um það ræður algerlega landfræðileg lega Tyrklands sem liggur þvert fyrir flugleiðum til Sýrlands frá Rússlandi, og auk þess ræður yfir sundunum milli Miðjarðarhafs og Svartahafs; að sú deila gerir stöðu Rússa innan Sýrlands - mun viðkvæmari en áður, er virtist vera sæmilegt samkomulag milli Erdogans og Pútíns.
- En þetta veikir augljóslega valdastöðu Rússa, í bandalagi þeirra við Íran.
- Það má því velta upp þeirri spurningu - hvort að aðilar innan Byltingavarðar Írans og Hesbollah, hafi þrýst á um þessa árás.
Og Rússar hafi látið til leiðast. Enda geta þeir augljóst ekki haldið Assad á floti -- einsamlir.
Og það sé forgangsmálið hjá Pútín - að halda aðstöðunni í Tartus þ.s. Rússar eiga flotaaðstöðu, og við Ladakia þ.s. þeir ráða flugvelli og hafa herstöð.
Niðurstaða
Margir gagnrýna loftárásir Rússa út frá þeirri forsendu - að sá hópur sem langsamlega líklegast græði á þeim; sé ISIS. Það stafi af því, að sögn óháðra eftirlits aðila er fylgjast með átökum innan Sýrlands, er enn svo að langsamlega flestar árásir Rússa - eru á aðra hópa heldur en ISIS.
Að auki, óttast menn, að aðrar 3-4 milljónir flóttamanna streymi frá Sýrlandi, ef það gerðist að héröð undir stjórn uppreisnarmanna; væru lögð að velli annaðhvort af bandalagi því sem eftir er af stjórnarher Sýrlands, og sveitum hliðhollum Íran - með stuðningi Rússa - eða í bland af ISIS. Það ber að muna, að þau svæði sem ISIS ræður yfir, hefur ISIS mestu leiti tekið af uppreisnarhópum --> Með vissum hætti hafa uppreisnarhópar verið milli 2-ja elda, þ.e. linnulausum árásum beggja aðila, þ.e. þeirra sem styðja stjórnvöld og ISIS.
- Það er vel hugsanlegt, að Pútín sé slétt sama - þó ný flóttamannabylgja fari af stað, því hann meti svo að hún mundi leita til V-Evrópu, ekki Rússland, og mundi þar valda enn frekari vandræðum í samskiptum meðal meðlimaríkja ESB -sem ég hef heyrt að hann vilji feygt- og að auki líklega auka fylgi öfgaflokka til hægri og vinstri, sem merkilega nokk - hafa hvorir tveggja talað vinsamlega til Pútíns.
- Að auki, þá gæti það hentað Pútín, að stríðið í Sýrlandi breiðist út innan Mið-Austurlanda, því þá lendir Evrópa í enn frekari flóttamannabylgju, og sennilega mundi fylgi flokka -líklegir að vera hallir undir Pútín vaxa þá enn frekar.
En hætta af slíkri útkomu gæti einmitt orðið umtalsverð - ef ný 3-4 milljóna flóttamannabylgja mundi verða.
En hingað til hafa einkum -en ekki eingöngu- Súnní Arabar flúið - þ.e. langsamlega stærsti hópur flóttamanna.
3-4 milljón í viðbót --> Þíddi sennilega að Súnní Araba meirihluti Sýrlands, hefði verið nær alfarið hreinsaður.
- Hafandi í huga, að Súnní Arabar eru með miklum mun meirihluti íbúa Mið-Austurlanda.
- Þá blasir við, sú hætta --> Að slíkur atburður, mundi valda gríðarlegum æsingum meðal meirihluta íbúa Mið-Austurlanda; og skapa gríðarlegan fjölda viljugra ungra Súnní arabískra karlmanna, er væru tilbúnir að berjast gegn --> Því sem þeir mundu sjá sem, íranskt - rússn. plott, að drottna yfir svæðinu fyrir botni Mið-jarðarhafs.
Ég er að tala um, þegar kemur að fjölda flóttamanna - og stríðsátökum --> "We ain't seen nothing yet." Ef þessi útkoma yrði að veruleika, að meirihluti Súnní Araba í Sýrlandi væri hreinsaður.
- Þetta er hvers vegna <--> Svo mikilvægt er fyrir Evrópu, NATO og Vesturlönd; að stríðið í Sýrlandi endi með -sáttaumleitunum- í stað hernaðarsigurs.
- Því sennilega gildir, að í báðum hugsanlegum -sigurútkomum- verði ný stór flóttamannabylgja.
Kv.
Flokkur: Utanríkismál/alþjóðamál | Breytt s.d. kl. 12:16 | Facebook
Um bloggið
Einar Björn Bjarnason
Nýjustu færslur
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur aðstreymi ...
- Úkraína og Donald Trump, virðast nærri samkomulagi um hernaða...
- Vekur undrun varðandi ákvörðun Trumps forseta um viðskiptastr...
- Trump þarf ekki að kaupa eða taka yfir Grænland til að nýta m...
- Ætla að spá, Úkraínustríð standi enn yfir við lok 2025! Mér v...
- Jólakveðjur til allra, ósk um velfarnað fyrir nýja ríkisstjór...
- Mögnuð atburðarás hefur leitt til falls, Bashar al-Assads, fo...
- Þorgerður Katrín í oddaaðstöðu! Hún líklega algerlega ræður h...
- Sigur Donalds Trumps, stærsti sigur Repúblikana síðan George ...
- Ef marka má nýjustu skoðanakönnun FoxNews - hefur Harris þokk...
- Kamala Harris virðist komin með forskot á Trump í Elector-Col...
- Það að Úkraínuher er farinn að sprengja brýr í Kursk héraði í...
- Úkraínuher hóf innrás í Kursk hérað sl. mánudag! 5 dögum sein...
- Möguleikar Kamölu Harris til hugsanlegs sigurs á Donald Trump...
- Leiðir ris J.D. Vance - til fullkominna yfirráða milljarðamær...
Nýjustu athugasemdir
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Þó ég muni ekki fyrir hvað Obama fékk friðarverðlaun Nóbels Þá ... 18.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Huh? Nei, flóttamannastraumurinn er hluti af Cloward-Piven plan... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: Grímur Kjartansson , - það hefur verið sannað að HAMAS hirti dr... 17.2.2025
- Ríkisstjórn Donalds Trumps, sbr. JD. Vance, alítur...: USAID gat á engan hátt gert grein fyrir hvert allir þessir fjár... 17.2.2025
Eldri færslur
2025
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2015
2014
2013
2012
2011
2010
2009
2008
Bloggvinir
-
eyglohardar
-
bjornbjarnason
-
ekg
-
bjarnihardar
-
helgasigrun
-
hlini
-
neytendatalsmadur
-
bogason
-
hallasigny
-
ludvikjuliusson
-
gvald
-
thorsteinnhelgi
-
thorgud
-
smalinn
-
addabogga
-
agnarbragi
-
annabjorghjartardottir
-
annamargretb
-
arnarholm
-
arnorbld
-
axelthor
-
arnith2
-
thjodarsalin
-
formosus
-
birgitta
-
bjarnijonsson
-
bjarnimax
-
westurfari
-
virtualdori
-
bookiceland
-
gattin
-
davpal
-
dingli
-
doggpals
-
egill
-
jari
-
einarborgari
-
einarsmaeli
-
erlaei
-
ea
-
fannarh
-
fhg
-
lillo
-
gesturgudjonsson
-
gillimann
-
bofs
-
mummij
-
kallisnae
-
gp
-
gudmbjo
-
hreinn23
-
gudrunmagnea
-
gmaria
-
topplistinn
-
skulablogg
-
gustafskulason
-
hallurmagg
-
haddi9001
-
harhar33
-
hl
-
diva73
-
himmalingur
-
hjaltisig
-
keli
-
fun
-
johanneliasson
-
jonsullenberger
-
rabelai
-
jonl
-
jonmagnusson
-
jonvalurjensson
-
thjodarskutan
-
gudspekifelagid
-
juliusbearsson
-
ksh
-
kristbjorg
-
kristinnp
-
larahanna
-
leifurbjorn
-
lifsrettur
-
wonderwoman
-
maggij
-
elvira
-
olafureliasson
-
olinathorv
-
omarragnarsson
-
ottarfelix
-
rafng
-
raksig
-
redlion
-
salvor
-
samstada-thjodar
-
fullvalda
-
fullveldi
-
logos
-
duddi9
-
sigingi
-
sjonsson
-
sigurjons
-
stjornlagathing
-
athena
-
stefanbogi
-
lehamzdr
-
summi
-
tibsen
-
vala
-
valdimarjohannesson
-
valgeirskagfjord
-
vest1
-
vignir-ari
-
vilhjalmurarnason
-
villidenni
-
thjodarheidur
-
valli57
-
tbs
-
thorgunnl
-
thorsaari
-
iceberg
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.2.): 3
- Sl. sólarhring: 11
- Sl. viku: 565
- Frá upphafi: 860907
Annað
- Innlit í dag: 2
- Innlit sl. viku: 508
- Gestir í dag: 2
- IP-tölur í dag: 2
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Þú ert innskráð(ur) sem .
Innskráning